Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Ágústa Thor-björg Jóhanns-
dóttir fæddist 5.
desember 1918 í
Fagurhól í Ólafs-
vík. Hún lést 3.
nóvember 2014 í
Brákarhlíð, Borg-
arnesi
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Pétur Ágústsson,
f. á Búðum í Stað-
arsveit 15. júlí 1892, d. 22. maí
1972, og María Kristborg
Magnúsdóttir, f. á Ytri-
Görðum í Staðarsveit 17. júní
1894, d. 9. apríl 1943.
Ágústa átti átta systkini sem
öll eru látin nema ein systir.
Valgerður Jóhannsdóttir, f.
1915, d. 1973, hún eignaðist
tvo drengi. Aðalheiður Jó-
hannsdóttir, f. 1917, d. 1971,
Olgeirsdóttur, f. 5.3. 1939, með
Olgeiri Þorsteinssyni frá Öl-
verskrossi. Hanna elst að
mestu upp hjá foreldrum
Ágústu í Ólafsvík. Árið 1941
ræður Ágústa sig í vist í Borg-
arnesi og var ætlunin að dvelja
þar í einn mánuð en þar kynn-
ist hún mannsefni sínu, Skarp-
héðni Kristni Guðmundssyni, f.
17. janúar 1921 frá Hömrum í
Hraunhreppi. Þau giftu sig
1942 um jólin að Borg á Mýr-
um og bjuggu þau alla tíð í
Borgarnesi. Þau eignuðust tvo
drengi, Ágúst Guðmund Héðin,
f. 30. júní 1942, og Jóhann
Mar, f. 17. júní 1952. Skarp-
héðinn lést 1976, þá aðeins 55
ára gamall. Ágústa fór þá að
vinna á Dvalarheimilinu í
Borgarnesi sem matráðskona
allt þar til hún ákveður að
gerast sjálf dvalargestur þar.
Afkomendur Ágústu eru nú
62 talsins og er 63. afkomandi
hennar væntanlegur nú á
næstu dögum. Útför Ágústu
verður gerð frá Borgarnes-
kirkju í dag, 15. nóvember
2014, kl. 14.
hún eignaðist
dreng og stúlku.
Eggert Torfi Jó-
hannsson, f. 1920,
d. 1990, barnlaus.
Magnús Þórarinn
Jóhannsson, f.
1921, d. 1947,
barnlaus. Árni Jó-
hannsson, f. 1923,
d. 1993, barnlaus.
Drengur Jóhanns-
son, f. 1928, d.
1928. Inga Petrea Berta Jó-
hannsdóttir, f. 1930, eignaðist
6 börn. Þórunn S. Jóhanns-
dóttir, f. 1933, d. 2006, eign-
aðist einn dreng.
Ágústa var fædd og uppalin
í Ólafsvík en fór ung að vinna,
m.a. sem kaupakona í vist á
nokkrum heimilum. Ágústa
var tvítug þegar hún eignaðist
einkadótturina Hönnu Sigríði
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’hún um
svarrandi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er
hún svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð
ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún
rís, –
og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar
og vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Með þakklæti fyrir allt. Þinn
sonur,
Jóhann Mar.
Elsku hjartans amma mín,
mín besta vinkona.
Þakklæti og kærleikur hafa
verið mér efst í huga undanfarna
daga. Þegar ég sat við dánarbeð-
inn þinn og hélt í höndina þína,
strauk þér um hárið, fann ég að
þú skynjaðir það sem ég sagði
þér. En það einkenndi einmitt
elsku þína og vináttu að þú
skildir og skynjaðir líðan og til-
finningar fólks og vildir öllum
svo vel.
Þau eru mörg falleg sporin
sem þú skilur eftir hér hjá okkur
öllum. Góðmennska þín, já-
kvæðnin, trú gestrisni, óeigin-
girni og hjálpsemi, af nógu er að
taka. Þú kenndir mér svo margt
og einstök hjartahlýja og um-
vefjandi kærleikur þinn átti sér
engin takmörk. En lífið var þér
ekki alltaf létt og margar raunir
voru á þig lagðar, af æðruleysi
tókst þú á við vonbrigði, áföll og
veikindi í lífinu. Vonbrigði og
áföll sem ekki voru öllum kunn-
ug en þú sagðir mér sögur og
okkar einlægu samtöl gegnum
tíðina, þar var margt sagt og er
áfram geymt.
Við sögðum stundum að þú
ættir fleiri líf en kötturinn, það
var sama hve oft þér var ekki
hugað líf, alltaf varð lífsgleðin og
þinn sterki lífsvilji yfirsterkari
og þú yfirsteigst margar hindr-
anir sem engin meðalmanneskja
hefði komist yfir.
Það var alltaf tilhlökkun að
kíkja í heimsókn til þín, „ertu
komin elskan mín, mikið er gam-
an að sjá þig“. Gleðin, brosið og
faðmlagið var svo einlægt og
hlýtt.
Ef þér fannst líða of langt á
milli samtala okkar þá hringdir
þú og baðst mig að fara nú að
kíkja á þig. Eitt sinn, fyrir fimm
árum, var erindið að fá mig til að
skrifa niður óskir þínar varðandi
framkvæmd þinnar eigin útfar-
ar. Allt var klárt og eftir þessu
blaði hefur nú verið unnið. Ég
grínaðist nú með það við þig
hvort þú vildir kannski lesa yfir
minningargreinina sem ég ætl-
aði að skrifa um þig og mikið var
hlegið þegar þú sagðir að það
væri nú ekki verra að fá að lesa
hana.
Síðustu árin varstu oft þreytt
og tilbúin að fara en við sömdum
oft um nokkra mánuði eða ár í
viðbót því einhver var að ferm-
ast eða skíra og nærveru þinnar
var óskað þar. Gulrótin okkar og
alltaf talað hreint út á íslensku,
mikið hlegið og grínast og eins
og við sögðum báðar, lífið er
bara svo miklu skemmtilegra
með jákvæðni og hlátri.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson á Gili)
Hjartans þakkir fyrir sam-
vistina hér.
María Lóa.
Það er á þessum stundum
sem hugurinn fer á fullt, amma
er dáin og minningarnar hrann-
ast upp. Fyrsta minningin er
Þorsteinsgata 2, það var nú hús í
lagi, þrjár hæðir með mörgum
geymslum, búrið hennar ömmu
sem vantaði rúðu í og skúrinn
bak við, þar sem amma og afi
stóðu og sviðu sviðin fyrir kaup-
félagið. Stiginn af efri hæðinni
sem gaman var að renna niður á
dýnu, en ömmu var að vísu illa
við þá iðju.
Afi sat inni í herbergi með
pípuna sína og lagði kapal. En
best var þó eldhúsið, þar var
alltaf eitthvað á boðstólum þeg-
ar komið var við á leiðinni heim
úr skólanum.
Þetta voru ótrúleg forréttindi
fyrir ungan dreng að eiga svona
yndislega ömmu. Enda var mað-
ur sporléttur fyrir hana að fara
upp í útibú með lítinn mjólkur-
brúsa að sækja mjólk, sem ausið
var úr mjólkurkælinum, og fara í
búðina til Jóns í efnalauginni að
versla eitthvað og þá fékk ég oft
að kaupa smánammi líka.
Þetta var sko alvöruamma.
Svo má ekki gleyma sunnudags-
nestisferðunum niður á Mýrar,
á Akrafjörur, þar sem amma
sýndi mér pétursskip sem er
mér mjög minnisstætt.
Svo ekki sé nú minnst á allt
það dót sem maður gat fundið
rekið á fjörum, t.d. man ég hvað
lyktin var skrýtin af franska
sinnepinu í gulu flöskunum. Svo
var það nestið sem tekið var
með, en alltaf tengir maður
ömmu við mat og eitthvað gott.
Eftir að afi dó flutti amma á
Kveldúlfsgötu 26, í blokkina, og
ekki var nú síðra að hitta hana
þar þegar ég kom svangur heim
úr hesthúsinu. Amma vann sem
ráðskona á dvalarheimilinu í
mörg ár, þegar hún hætti því
sökum aldurs flutti hún þar inn,
en sá um viðgerðir og merking-
ar á fatnaði heimilisfólks jafn-
hliða því að mála á dúka og
sauma púða og ýmislegt annað
fram á síðustu ár. Fyrstu árin
eftir að ég og Halldóra fórum að
búa vestur á Brjánslæk kom
amma á sumrin til okkar í heim-
sókn og að sjálfsögðu bakaði
hún alla daga eitthvað fyrir
drenginn. Amma var af þessari
kynslóð sem trúlega hefur upp-
lifað einhverjar mestu breyting-
ar á högum fólks sem nokkur í
mannkynssögunni hefur upplif-
að.
Hún fæddist í Ólafsvík 1918,
rétt eftir fyrra stríð, þegar lífs-
baráttan var erfið. Upplifði
kreppu millistríðsáranna og
seinna stríðið, en þá var hún
flutt í Borgarnes til afa. Hugsið
ykkur allar þessar breytingar,
það kom útvarp sem ekki var til
í öllum húsum, svo sími sem allir
gátu hlustað á þegar aðrir voru
að tala saman (hálfgerð Facebo-
ok þess tíma), bílar urðu al-
mennt til á heimilum svo sjón-
varpið, svarthvítt, sem var nú
svolítið spes hjá afa og ömmu,
því það var dregið fyrir það með
einhvers konar spýtuplötu sem
rann fyrir horn og ég skildi ekki
hvernig það var hægt.
Svo komu farsímar, þá tölvur
og netið. Þessu síðastnefnda
held ég að amma hafi ekki ánetj-
ast, en hún var komin með
stærðar flatskjá í lokin og sat
með fjarstýringuna í hendinni
og horfði á HM í fótbolta af
miklum áhuga þegar ég leit inn
hjá henni í sumar. Hverjum
hefði dottið í hug fyrir 96 árum,
að þetta yrði þróunin.
Að lokum vil ég þakka þér,
elsku amma mín, fyrir að vera
alltaf til staðar fyrir mig þegar
ég þurfti.
Jóhann Pétur Ágústsson.
Ágústa
Jóhannsdóttir
Nú er komið að
kveðjustund, elsku
Hulda frænka mín.
Margs er að minn-
ast, enda hefur þú
verið í lífi mínu frá því ég man
fyrst eftir mér, systir hennar
mömmu. Það var alltaf tilhlökkun
þegar von var á þér og strákun-
um þínum, Halla, Nonna og
Helga í heimsókn, oft á sumrin og
alltaf á jólum og páskum. Þá var
gaman hjá okkur á Bergi. Þið
mamma voruð einstaklega góðar
systur og mikið og gott samband
á milli ykkar. Þegar við mamma
fórum til Reykjavíkur í hverjum
mánuði vegna minna veikinda
gistum við alltaf hjá þér og strák-
unum, þá var ekki skotist til
Reykjavíkur. Ég á það þér að
þakka að þú skráðir mig í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, þá
Hulda Ragna
Einarsdóttir
✝ Hulda RagnaEinarsdóttir
fæddist 31. ágúst
1920. Hún lést 30.
október 2014. Útför
Huldu fór fram 10.
nóvember 2014.
gisti ég hjá þér og
strákunum og var
það ánægjulegur
tími.
Þú varst einstak-
lega flott kona,
glæsileg og alltaf vel
til höfð. Líf þitt var
ekki alltaf auðvelt
þar sem þú misstir
manninn þinn, hann
Guðmund, þegar
strákarnir voru
mjög ungir, en þú, með dugnaði
þínum og elju, komst þeim vel til
manns enda vakin og sofin yfir
velferð þeirra. Það var mikill
harmur þegar Halldór, sonur
þinn, lést fyrir 2 árum, en þú
varst einstaklega heppin með
tengdadætur, barnabörn og
barnabarnabörn, stór og fallegur
hópur sem þú varst mjög stolt af.
Svo kynntist þú honum Jóni Páls-
syni og þið áttuð mjög góð ár
saman.
Ég kveð Huldu frænku mína
með þökk og virðingu og bið Guð
að blessa ástvini hennar. Blessuð
sé minning þín.
Rósmary K. Sigurðardóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
JÓNS EINARS HJARTARSONAR
Læk,
Ölfusi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Suðurlands fyrir einstaka umhyggju
í veikindum hans.
Sigurhanna Gunnarsdóttir,
Elín Björg Jónsdóttir, Davíð Ó. Davíðsson,
Hjörtur Bergmann Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir,
Gunnar Hrafn Jónsson, Berglind Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN ÓLAFSSON,
Lindarflöt 42,
Garðabæ,
lést að Hrafnistu í Boðaþingi
sunnudaginn 9. nóvember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, Langholtsvegi 43.
.
Áslaug Sigurgrímsdóttir,
Brynja Guðjónsdóttir, Sveinn Þór Hallgrímsson,
Unnur Þóra Jökulsdóttir, Árni Einarsson,
afabörn og langafabarn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ÞÓRU G. MAGNÚSDÓTTUR,
Ölduslóð 42, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
fyrir frábæra umönnun.
.
Magnús Emilsson, Sigrún Árnadóttir,
Haukur Emilsson,
Emil Þór Emilsson, Elín Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURRÓS R. JÓNSDÓTTIR
frá Suðureyri við Tálknafjörð,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 8. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn
18. nóvember kl. 13.00.
.
Eyjólfur A. Magnússon,
Guðrún V. Stefánsdóttir, Björn Ágústsson,
Halldóra Eyjólfsdóttir, Mats Arne Jonsson,
S. Katrín Eyjólfsdóttir, Arnaldur S. Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
REYNIR GÍSLI KARLSSON,
fyrrv. íþróttafulltrúi ríkisins,
lést miðvikudaginn 12. nóvember.
Jarðsungið verður frá Digraneskirkju
föstudaginn 21. nóvember kl. 15.00.
.
Svanfríður María Guðjónsdóttir,
Ásta María Reynisdóttir,
Guðjón Karl Reynisson, Lilja Birna Arnórsdóttir,
Svanfríður Birna Pétursdóttir,
Helena Guðjónsdóttir,
Arnór Örn Guðjónsson,
Kristján Karl Guðjónsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar