Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Það verður erfitt
fyrir mig og minn
mann að koma heim
á Sigló á þessari
stundu, þar sem elsku bróðir minn
og besti vinur okkar er ekki leng-
ur til staðar við gluggann sinn í
Suðurgötunni. Þar sat hann að
mestu síðastliðin fjögur ár, bund-
inn við súrefnisvél. En það var
hans létta lund og hressileikinn
sem bjargaði honum mikið svo ég
tali nú ekki um hrekkina sem hann
var iðinn við alla tíð.
Dúddi var ekki hrifinn þegar
það komu símar sem birtu númer
þeirra sem hringdu, en þá gat
hann síður platað fólk. 1. apríl var
hans uppáhaldsdagur í þeim efn-
um, en svo lagaðist það þegar
Viktor, ömmustrákurinn minn,
sýndi honum hvernig hægt væri
að hringja án þess að símanúm-
erið hans sæist, þá varð hann
mjög glaður og sagði að nú mættu
þeir fara að vara sig.
Við Baddi byrjuðum að búa á
neðri hæðinni í húsi foreldra
minna í Suðurgötu 43. Dúddi var í
suðurherbergjunum við hliðina á
okkur þar sem afi Theodór hafði
verið. Það var oft glatt á hjalla,
mikið spilað og ýmislegt brallað.
Síðar fluttum við í Mývatnssveit
og þá kom Dúddi til að geta verið
nálægt okkur og vann í Kísiliðj-
unni í eitt og hálft ár, það sýnir
hlýhug hans til okkar.
Svo þegar við fluttum aftur á
Sigló þá var Dúddi kominn með
Höllu sína og bjuggu þau á neðri
hæðinni í Suðurgötunni og eign-
uðust þau börnin sín Sigrúnu
Þóru, Pál Sævar og Theodóru Sif.
Theodór Sævar
Eggertsson
✝ Theodór SævarEggertsson
fæddist 18. janúar
1940. Hann lést 27.
október 2014.
Dúddi var jarð-
sunginn 8. nóv-
ember 2014.
Fyrir átti Dúddi
Eggert Pál.
Við fluttum síðan
til Reykjavíkur en
alltaf var sambandið
mikið á milli okkar
og Dúdda. Dúddi var
alla tíð sérstaklega
góður við dætur okk-
ar. Þegar þær stofn-
uðu fjölskyldur var
Dúddi börnum
þeirra mjög góður,
einnig var hann mjög góður félagi
tengdasona okkar og gaman þeg-
ar þeir hittust á Dúddanum um
verslunarmannahelgar. Dúddi
flutti síðar upp á efri hæðina þar
sem hann og Páll hafa búið síðan.
Eftir að Dúddi veiktist var það
mikill styrkur fyrir hann að hafa
Pál son sinn heima sér til aðstoðar
og eldaði hann góðan mat og hugs-
aði vel um pabba sinn svo hann
gæti verið heima. Theodóra flutti
síðar heim og hjálpuðust þau við
að annast hann. Theodóra eignað-
ist lítið afagull í febrúar og þá var
mikil gleði hjá honum.
Sigrún býr á Akranesi og hefur
verið dugleg að koma með Rakel,
Sollu og Berta til að hlúa að hon-
um og var Dúddi alltaf glaður að
fá þau til sín.
Halla, fyrrverandi konan hans
Dúdda, á bestu þakkir fyrir hvað
hún hefur ætíð verið góð við hann,
klippt hann og aðstoðað, hún var
alltaf góð vinkona hans.
Dúdda þótti mjög vænt um for-
eldra Höllu og talaði mikið um
þau.
Bestu þakkir fá Brynja og
Sigga fyrir hugulsemina við hann,
og þá vil ég sérstaklega þakka
séra Sigurði Ægissyni fyrir allar
þær stundir sem hann hefur gefið
Dúdda, Dúddi kunni sannarlega
að meta það, þeir voru oft að
bralla eitthvað saman.
Að leiðarlokum viljum við
þakka Dúdda samfylgdina og biðj-
um góðan guð að blessa minningu
hans og gefa börnum, tengdason-
um og barnabörnum góðan styrk í
sorginni.
Svo kveðjum við góðan bróður
og vin, hittumst í blómabrekk-
unni, Dúddi okkar.
Kristín María og
Jens (Stína og Baddi).
„Kallið er komið, komin er nú
stundin.“
Þá er stundin þín komin, Dúddi
minn. Þú ert eflaust sæll að vera
farinn þangað sem engar þjáning-
ar plaga þig. Þú varst orðinn svo
þreyttur á veikindunum. Nú líður
þér vel, vinurinn.
Margs er að minnast. Við vor-
um saman í 23 ár og eignuðumst 3
yndisleg börn. Margar góðar
minningar hef ég um okkar hjú-
skap og þú hafðir svo margt gott í
þér, Dúddi minn. En Bakkus
gamla áttirðu sem vin og það var
oft erfitt. Þó ég gæti ekki búið við
það líf sem þú bauðst mér upp á,
þá er ég svo fegin því að við vorum
orðin vinir aftur og gátum rætt
um börnin okkar og barnabörn í
góðu tómi. Ég er líka fegin því að
ég hafi fengið að kveðja þig á
sjúkrahúsinu áður en þú fórst.
Það er mér mikils virði.
Ég veit að afi þinn og Magnús
Sævar frændi þinn, þeir sem þú
elskaðir svo mikið, ásamt foreldr-
um þínum og systrum hafa tekið á
móti þér þegar þú komst yfir.
Börnunum okkar og barna-
börnum skal ég reyna að halda
saman og hjálpa eins og ég get,
Dúddi minn. Þau eiga erfitt.
Samúðarkveðjur til þeirra,
systra þinna og þeirra fólks.
Vertu sæll, vinur, og takk fyrir
góðu stundirnar.
Halla.
Elsku afi okkar. Þegar ég
hugsa til baka og er að rifja upp
minningar sem ég á um þig dettur
mér allra fyrst í hug tímarnir sem
við áttum bara tvö. Ég og þú, þessi
tími sem ég fékk að eyða með þér
var svo frábær og mér mjög svo
kær. Að fá að fara alveg ein til afa
á Sigló var svo mikið tilhlökkunar-
efni öll sumur. Rúnturinn í bæn-
um (með bakarísstoppi). Svo fóru
systkin mín að koma með og ég
get fullvissað þig um það, afi minn,
að þau hlökkuðu jafn mikið til og
ég. Þegar Sólveig og Berti féllu
alltaf fyrir því að það væri eitthvað
að gerast fyrir utan gluggann en
ekkert var að gerast. Þegar þú
faldir páskaeggin þeirra alltaf á
svo erfiðum stöðum. Berta fannst
sérstaklega gaman að geta talað
um fótbolta við þig, og þegar þú
áttir líka svona „kóngulóar“-skó
eins og hann, nema að það voru
bara gömlu inniskórnir þínir. Það
er ekki hægt að koma í orð sorg-
inni sem býr í hjarta okkar núna,
það þarf að fylla upp með góðum
minningum, og þar sem þær eru
svo margar og skemmtilegar er
mjög gott að geta huggað sig við
þær á þessum tímum.
Takk fyrir að vera afi okkar,
takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér og okkur, við sjáumst svo
þegar okkar tími kemur. Þú verð-
ur þá örugglega kominn með fleiri
sögur til að segja okkur.
Við elskum þig, elsku afi okkar.
Rakel Rósa, Sólveig Erla,
Friðbert Óskar.
Theódór Eggertsson, eða
Dúddi frændi minn, er látinn. Við
vorum bræðrasynir og höfðum
töluverð samskipti í gegnum tíð-
ina.
Engan mann hef ég hitt sem
var stoltari af sinni heimabyggð
en Dúddi var. Yfirleitt voru tvær
sólir á lofti á Siglufirði, þegar við
áttum tal saman, allt svo jákvætt í
hans heimahögum og sjaldan
hægt að skáka honum með lofi á
manns eigin heimabyggð.
Dúddi var svolítið stríðinn, en
allt í góðu, hringdi stundum og
þóttist vera einhver allt önnur
persóna og maður lét glepjast, og
hafði hann mikið gaman af. Lík-
lega geta margir á Sigló sagt það
sama.
Hann hafði lengi verið lungna-
veikur og hin seinni ár lítið farið að
heiman af þeim sökum. Meðan
heilsan leyfði fór hann mikið til
berja og fengum við Jóna að njóta
þess.
Ég held að það hafi verið góður
tími þegar hann var í fiskbúðinni
hjá Eysteini, sem rekur sína ein-
stöku fiskbúð við torgið á Sigló.
Margar góðar fréttir urðu þar til
hjá þeim félögum.
Enski boltinn var honum hug-
leikinn og lágu leiðir okkar saman
þar.
Við Jóna sendum börnum hans
og aðstandendum samúðarkveðj-
ur.
Sigurður Ingi Ingólfsson.
Ég man svo vel þegar Dúddi
bróðir fæddist, þá var ég 6 ára. Við
Gugga vinkona vorum samferða
Guðbjörgu „ljósu“ suður Suður-
götuna og hún var að láta okkur
geta hvert hún væri að fara. Svo
stoppaði hún við hliðið heima.
Dúddi fæddist um nóttina. Það
var mikil gleði að fá dreng, en fyrir
vorum við þrjár systur, Lóa, ég og
Kolla. Dúddi var þægur og gott
barn. Hann var varla meira en
tveggja ára þegar hann fór að sofa
á neðri hæðinni hjá afa og svaf þar
þangað til afi dó 1957, en þeir voru
mjög samrýndir. Dúddi var öllum
stundum í kringum afa og skepn-
urnar sem hann átti, kindur og
hesta. Nokkur sumur var hann í
sveit í Viðvík í Skagafirði hjá vina-
fólki afa.
Þegar Dúddi var 13 ára fékk
hann vinnu á síldarplani hjá Krist-
jáni á Kambi og vann þar í mörg
sumur.
1957 keyptum við Dúddi saman
nýja Moskowitz-bifreið. Það lífg-
aði aldeilis upp á fjölskyldulífið á
Suðurgötu 43. Pabbi og mamma
tóku bæði bílpróf svo þessi bíll var
svo sannarlega nýttur.
Þegar ég flutti til Ólafsvíkur í
janúar 5́9 kom Dúddi þangað
ásamt Val, Stebba Láru og Nonna
Fönsu, til að vinna í frystihúsinu.
Ári seinna fékk Dúddi skipspláss
á Jökli sem Beggi maðurinn minn
var með. Næstu 10-12 vertíðirnar
var hann hjá okkur í Ólafsvík og á
sumarsíldinni meðan hún gafst,
svo það voru mikil samskipti milli
okkar.
Dúddi og tveir mágar okkar
keyptu bát sem þeir gerðu út í
nokkur ár, réru eitt sumar frá
Ólafsvík og leigðu húsið Kaldalæk
sem stendur í Sjómannagarðinum
svo stutt var yfir til okkar Begga.
Síðar fór Dúddi að vinna hjá
Síldarverksmiðjunum sem lager-
vörður. Þegar þær lögðust af fór
hann að keyra vöruflutningabíla
og seinna rútu milli Siglufjarðar
og Varmahlíðar.
Sitt fyrsta barn, Eggert Pál,
eignaðist Dúddi 1964 með Guð-
rúnu Guðmundsdóttur. Síðar gift-
ist hann Sólveigu Höllu Kjartans-
dóttur og eignuðust þau Sigrúnu,
Pál og Theodóru. Barnabörnin
eru orðin sex. Halla og Dúddi
skildu en gott samband hélst milli
þeirra og á Halla þakkir skildar
fyrir hve góð hún hefur alltaf verið
við Dúdda.
Dúddi hafði gott skap, spaugaði
mikið og var oft ansi orðheppinn.
En þegar rætt var um þjóðfélags-
mál gat honum orðið mjög heitt í
hamsi.
Það er ekki hægt að skrifa um
lífshlaup Dúdda nema minnast á
vin hans „Bakkus“. Hann setti oft
fótinn fyrir Dúdda. Einu sinni fór
Dúddi í meðferð og maður hélt að
nú kæmist hann á beinu brautina,
en fíknin er sterk og heldur í sína.
Tóbakið eyðilagði lungu Dúdda
þannig að síðustu árin hefur hann
þurft að hafa súrefnistæki allan
sólarhringinn. Dúddi var heppinn
að Páll sonur hans hugsaði vel um
hann síðustu árin og sá um heim-
ilisstörfin, annars hefði hann lík-
legast ekki getað verið heima. En
heima vildi Dúddi vera og þar réði
hann hvað eldað var, sem kom sér
vel því hann var sérstaklega mat-
vandur.
Dúddi var orðinn þreyttur og
virtist áhugalaus um flest, sat
bara við gluggann og fylgdist með
fólkinu á götunni. Mér finnst hann
sæll að hafa fengið hvíldina. Mér
þótti alla tíð ákaflega vænt um
bróður minn og þykir enn. Farðu í
friði, elsku Dúddi minn.
Sigríður Þóra.
Hann Dúddi frændi minn er dá-
inn, þetta voru sárar fréttir að fá
frá mömmu minni mánudaginn 27
október.
Hann Dúddi frændi minn var
einstakur maður með risastórt
hjarta og var einnig alveg einstak-
lega hrekkjóttur. Ég held að hans
versta martröð hafi verið þegar
„vinir“ hans og ættingjar fengu
síma með símnúmerabirti því að
hann Dúddi gat aldrei nokkurn
tíma svarað í síma eða hringt í
nokkurn mann nema að gantast
eitthvað og þykjast vera einhver
annar.
Það eru margar stundir sem ég
átti með Dúdda frænda og Höllu
úr sjoppunni, sveitinni og fleiri og
fleiri. Þegar ég strauk í Húnaver
um verslunarmannahelgi sem
unglingur ásamt Ellu vinkonu
minni á puttanum frá Siglufirði,
þá stoppuðum við við á Tjörnum
og viti menn, fyrsti maður sem við
sáum þar var hann Dúddi, við
treystum á að hann myndi þegja
yfir þessum ferðum okkar en að
sjálfsögðu hringdi hann strax suð-
ur í foreldra mína og klagaði okk-
ur. Hann var reyndar fljótur að
bjóða mér með eftir verslunar-
mannahelgi í vikuferð til Siggu
frænku og Begga í Ólafsvík svo að
reiðin myndi aðeins vera búin að
renna af pabba áður en ég kæmi
heim og æ síðan kallaði hann mig
puttalinginn.
Undanfarin ár hefur það verið
hefð hjá okkur fjölskyldunni að
fara á Síldarævintýri á Siglufirði,
Dúdda var það mikið í mun að við
kæmum í nafla alheimsins sem
Siglufjörður var í hans huga enda
fannst varla meiri Siglfirðingur en
hann Dúddi frændi.
Upp úr því var komin aukahátíð
um hverja verslunarmannahelgi á
laugardeginum heima hjá Dúdda í
Suðurgötunni. „Dúddinn“, þar
hittumst við fjölskyldan ásamt vel
völdum vinum, skáluðum, sungum
saman og borðuðum kræsingar
sem Dúddi var búinn að panta úr
bakaríinu. Það verður tómlegt að
koma á Siglufjörð hér eftir, eng-
inn Dúddi frændi.
Í lokin ætla ég að kveðja hann
Dúdda frænda með kveðjulaginu
okkar.
Anna Lára, Bryndís, Bára
frænka mín og Lalli Blöndal
Anna Lára, Bryndís, Bára,
frænka mín og Lalli.
Anna Lára, Bryndís, Bára
frænka mín og Lalli Blöndal,
Anna Lára, Bryndís, Bára
frænka mín og Lalli.
Ó Lalli, ég ætla að fá mér blað,
ó Lalli, ég ætla að lesa það,
ó Lalli, ég ætla að fá mér bók,
og skreppa yfir til Höllu og fá mér eina
kók,
og skreppa yfir til Höllu og fá mér eina
kók.
Og ef þig skyldi einhvern tíma vanta eitt-
hvað til að lesa,
þá komdu bara vinur, og ég skal redda
því.
Hefurðu nokkurn tímann lesið glæparit-
ið um hann Pésa
og ég í þínum sporum færi strax og fletti
því.
Ó Lalli, ég ætla að fá mér blað…
Anna Lára, Bryndís, Bára…
Ó Lalli, ég ætla að fá mér blað…
Eina bók frá Lalla Blöndal, eina bók frá
Bigga Run.
(Björn Birgisson)
Elsku Sigrún, Páll, Theodóra,
Eggert og börn, mamma, pabbi,
Halla, Sigga Tóta, Sjöbba og
Svava, ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elsa Jensdóttir
og fjöldskylda.
Með virðingu og þakklæti
kveðjum við okkar besta vin,
Theodór Eggertsson, í dag.
Dúdda, eins og hann var kallaður,
þótti gaman að segja sögur, dansa,
syngja, hann var orðheppinn mjög
og launhrekkjóttur. Við gleymum
aldrei þeirri stund þegar við sögð-
um honum að við hefðum keypt
íbúð á Siglufirði, hvað hann var
glaður og ánægður. Alltaf þegar
var hugað að norðurferð var
hringt í Dúdda til að fá stöðu á
veðri. Við fyrstu ferð á nýju ári
norður sagði Dúddi alltaf „Eru
farfuglarnir mættir“ og alltaf tek-
ið svo hlýlega utan um mann og
sagt: „Velkominn til manna.“ Það
verður skrítið að koma í fjörðinn
fagra, Siglufjörð, og keyra suður
Suðurgötu og sjá engan vin í
glugganum sem veifar manni og
brosir. Hann var góður vinur sem
var boðinn og búinn að hjálpa okk-
ur á allan hátt.
Nú að leiðarlokum þökkum við
umhyggjuna og kærleikann sem
þú sýndir okkur. Við munum
ávallt minnast þín með virðingu og
ást.
Hvíl þú í friði, kæri vinur.
Elsku Sigrún, Páll, Theodóra,
Eggert Páll og fjölskyldur ykkar.
Megi góður Guð vera ykkur styrk-
ur í sorginni.
Erla, Gunnar, Viðar,
Björn, Guðni, Jóhanna
og Særós Erla.
Það hefur verið gleði í Theo-
dórshúsinu við Suðurgötu þegar
drengur leit dagsins ljós í janúar
1940. Borinn á höndum allra enda
eini drengurinn í sjö systkina
hópi. Það kom fljótlega í ljós að
hann var grallaraspói. Sagan af
vinum hans segja mæðrum sínum
frá því að snjórinn í garðinum hjá
Dúdda bragðaðist eins og jólaísinn
segir okkur það og hvernig fór
fyrir jóladesertinum í Suðurgöt-
unni þau jólin. Hann hafði gaman
af því að stríða fólki og hrekkja og
sá ávallt spaugilegu hliðina á
mönnum eða málefnum. Gekk oft
mikið á hjá honum og pabba í
gegnum tíðina í þeim efnum.
Mamma og pabbi áttu alla tíð
gott samband við Dúdda og sam-
gangurinn mikill. Sjá þau eftir
góðum bróður og besta vini. Við
áttum hann að sem góðhjartaðan
og velviljandi frænda, okkar uppá-
haldsfrænda. Frænda sem lánaði
litlu frænku herbergið sitt meðan
hann fór vestur á vertíð, laumaði
tyggjópakka í vasann þegar slíkur
munaður var ekki dagsdaglegur.
Hann varði jólum með okkur í Mý-
vatnssveitinni og eru góðar minn-
ingar úr appelsínugula snúustóln-
um. Þegar Dúddi og Halla
stofnuðu fjölskyldu þá passaði
Maja hjá þeim og var oft ansi
hrædd við draugaganginn í Suð-
urgötunni, en Dúddi hafði nú ekki
áhyggjur af því, þetta væri bara
hann afi Theodór og þar við sat.
Við fórum alltaf á Síldarævin-
týrið og ekki datt úr helgi að okk-
ur væri ekki boðið í mat til Dúdda
og frá árinu 2010 höfum við haldið
upp á „Dúddann“ þar svignuðu
borð undan hinum ýmsu kræsing-
um. Þar var mikið sungið og sagð-
ar skemmtilegar sögur. Gaman
var að fylgjast með strákunum
taka hvert staupið af öðru og var
misjafn útgangur á þeim þegar
kvatt var. Þótti frænda þetta hin
mesta skemmtun og var hann far-
inn að bíða strax eftir þeirri
næstu.
Börnin okkar eiga líka góðar
minningar og ein saga af því er
komið var að heimferð og búið að
taka tjaldbúnað saman þá fundust
ekki tvö börnin og það þótti líkleg-
ast að þau hefðu laumast til Dúdda
frænda. Ekki kannaðist Dúddi við
að þau væru í Suðurgötunni svo
leitin hélt áfram án árangurs, svo
þá lá Dúddi aftur undir grun…og
viti menn: Dúddi faldi skóbúnað
þeirra. Hann gat ekki sagt nei við
þau þar sem þau báðu hann svo
fallega um að fá að fela sig. Þau
höfðu vinninginn og tjaldað var til
einnar nætur í viðbót, þökk sé
Dúdda frænda.
Síðustu ár voru Dúdda erfið,
hann var háður súrefnisgjöf og
gat sig lítið hreyft. En hann hafði
samt gaman af lífinu þar sem hann
sat við borðstofugluggann í Suð-
urgötunni og heilsaði flestum er
gengu framhjá, hrekkti ennþá ef
tækifæri gáfust og spaugaði út í
eitt.
Við eigum eftir að sakna símtal-
anna, bæði í gríni og alvöru, en oft-
ar en ekki var hann að hringja og
þykjast vera annar en hann var.
Hann passaði vel upp á að svara
ekki símanum ef hann þekkti ekki
númerið á skjánum, það gæti jú
verið einhver að hrekkja hann.
Þegar við enduðum „Dúddann
2014“ þá voru síðustu orðin
sjáumst á „Dúddanum 2015“ Það
verður skrítið að koma á Sigló og
þú ekki í glugganum í Suðurgöt-
unni, það verður aldrei eins.
Lokalag Dúddans var alltaf :
Anna Lára, Bryndís, Bára,
frænka mín og Lalli Blöndal. Höf.:
Björn Birgisson.
Elsku Sigrún, Páll, Theodóra,
Eggert og fjölskyldur, megi minn-
ingin um yndislega pabba ykkar
lifa í hjörtum okkar allra, hans
verður sárt saknað.
Dagmar, María
og fjölskyldur.
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Minningar-
steinar
Helluhrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími 544 5100
Frá 59.900
HÁTÍÐARVERÐ
Aðeins 2ja vikna
afgreiðslufrestur
Fullbúinn