Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 48

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Rókókó-tilbrigðin eftir Pjotr Tsjaj- kovskíj, glæsileg og dramatísk, var síð- asta tónverkið sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands lék fyrir Ingj- ald Hannibalsson. Að venju sat Ingjaldur á fremsta bekk. Hann var fölur á brá. Þannig víxlaðist það í hléinu, þennan fimmtudag í október, að við tveir urðum fyrstir til að ganga út úr Eldborginni. Það gladdi mig að rekast óvænt á minn góða félaga. Við spauguðum og kímdum en skyndilega snerist Ingjaldur á hæli og gekk niður hinn mikla Hörpustiga. Eftir hléið tók ég eftir því að hann kom ekki aftur til sætis síns og lét Shostakovitsj sigla sinn sjó. Ingj- aldur varð bráðkvaddur rúmum sólarhring síðar. Hann er okkur vinnufélögunum í Háskóla Ís- lands harmdauði. Leiðir okkar Ingjalds lágu fyrst saman árið 1974 þegar hann var að undirbúa framhaldsnám í iðnaðarverkfræði við Ohio State University. Þaðan lukum við báð- ir doktorsprófi. Fyrstu árin eftir að Ingjaldur kom frá Ohio starf- aði hann fyrir fyrirtæki og samtök og ég sá hann aðeins á hlaupum uns hann varð kennari í fullu starfi við Háskóla Íslands. Störf hans á þessum fyrsta áfanga starfsævinnar færðu honum fróð- leik um íslenskan iðnað og út- flutningsgreinar. Hann stýrði meðal annars Iðntæknistofnun og Útflutningsráði og lærði á ís- lenskt atvinnulíf, sem síðar gagn- aðist vel við kennslu og rannsókn- ir í háskólanum. Ingjaldur lagði meiri áherslu á hagnýta þekkingu en kenningar þótt gáfur hans gerðu hann jafnvígan á hvort tveggja. Hann var einkar fróður og áhugasamur um milliríkja- verslun. Ingjaldur var vinsæll kennari og jafnframt einn öflug- asti stjórnandi sem skólinn hefur átt. Hann stýrði deild sinni árum saman, vann að byggingarmálum háskólans og tók ríkan þátt í áætl- anagerð um framtíð skólans. Í þessum störfum fór orð af honum fyrir einstakan dugnað, réttsýni og heiðarleika. Ingjaldur var geð- betri og stilltari en flest okkar. Hann var hnarreistur, atorku- samur, óstöðvandi. Með léttri sveiflu fleyttu góðar gáfur og atorka syni einstæðrar móður frá barnaskóla til doktorsprófs og áfram til ábyrgðarstarfa. Ingjald- ur var einfari, flögraði milli landa og var ástríðufullur safnari. Hann safnaði löndum, heimsótti nær 200 lönd, og einnig óperusýning- Ingjaldur Hannibalsson ✝ IngjaldurHannibalsson fæddist 17. nóv- ember 1951. Hann lést 27. október 2014. Útför Ingj- alds fór fram 13. nóvember 2014. um, sá allar nýjar uppfærslur í helstu óperuhúsum Vest- urlanda. Ingjaldur unni tónum og orðs- ins list. Vegna sjón- truflunar – hann skynjaði ekki þrí- vídd – var það rök- rétt fyrir hann að velja sér sæti á fremsta bekk, þótt það væri ekki áhættulaust. Ég minnist þess að hafa setið fáeinum sætaröðum fyrir aftan hann í Borgarleikhús- inu og horft á fræga leikara í heimsókn frá Þýskalandi túlka Sporvagn Tennessee Williams með ærslum og vatnsgusum yfir gesti næst sviðinu og bleyta ræki- lega í mínum manni. Til æviloka valdi Ingjaldur fremstu röð, sat þar ótruflaður umlukinn fegurð. Nú er förusveinninn hugprúði kominn á leiðarenda. Hann var burðarstólpi Viðskiptafræðideild- ar og ráðsmaður Háskólans alls. Við minnumst hans með söknuði, hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning Ingjalds Hannibalsson- ar. Þráinn Eggertsson. Fallinn er frá góður félagi og vinur, Ingjaldur Hannibalsson. Hans er og verður sárt saknað og ekki augljóst með hvaða hætti á að fylla það skarð sem hann skilur eftir í okkar röðum. Við hófum störf við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands um síðustu aldamót og áttum alla tíð náið og gott samstarf við Ingjald. Hann var okkar mentor og fyrirmynd í mörgu. Um árabil gegndi Ingjaldur leiðtogahlutverki í deildinni. Fyrst sem skorarformaður við- skiptaskorar, þá sem deildarfor- seti viðskipta- og hagfræðideildar og nú síðustu ár var hann deild- arforseti viðskiptafræðideildar. Við gegndum einnig margvísleg- um trúnaðarstörfum fyrir deild- ina og skólann á þessum tíma og því varð samstarfið mjög náið og þannig kynntumst við manneskj- unni Ingjaldi. Þar var á ferð góð- viljaður og greiðvikinn maður, hann var úrræðagóður og vakinn og sofinn yfir velferð Háskóla Ís- lands, starfsfólki deildarinnar og nemendum hennar. Ingjaldur vildi öllum allt vel og hallaði aldrei máli nokkurs manns. Það kom þó fyrir að okkur þótti verulega á hann hallað. Stundum er sagt um einhvern að viðkomandi hafi ferðast út um allan heim. Oftar en ekki eru þetta ýkjur en það átti ekki við um Ingjald. Hann hafði bókstaflega ferðast um allan heim en í haust náði hann því takmarki að ferðast til allra landa innan Sameinuðu þjóðanna, 193 að tölu. Ævin- týraþráin var mikil og leiddi hann víða. Líklega hefur hún verið hon- um í blóð borin en sem nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík tók hann, ásamt öðrum nemendum, þátt í hungurvöku sem hafði þann tilgang að vekja þá sjálfa og aðra til umhugsunar um þá hungurs- neyð sem ríkti víða í heiminum. Af þessu tilefni ræddi blaðamaður við Ingjald sem sagði m.a.: „Ég kom hingað að töluverðu leyti af ævintýraþrá.“ Það var létt yfir Ingjaldi í lok sl. sumars þegar hann hafði lokið því ætlunarverki sínu að heim- sækja öll lönd innan Sameinuðu þjóðanna. Þá sagði hann okkur að næsta verkefni væri að helga starfskrafta sína uppbyggingu háskóla í þróunarlöndum. Þegar við spurðum hann hver væri lyk- illinn að því að heimsækja öll þessi ólíku lönd án teljandi vand- ræða sagði hann: „Með því að vera kurteis og brosa.“ Megi þetta verða sem flestum leiðar- ljós. Guð blessi minningu Ingj- alds. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Þórhallur Örn Guðlaugsson. Gamall og góður skólafélagi og vinur er fallinn frá langt fyrir ald- ur fram, vinur sem hefur haft meiri áhrif á líf mitt en margur hefði haldið. Leiðir okkar Ingjalds lágu fyrst saman í MR, þar sem ým- islegt skemmtilegt var brallað. Að stúdentsprófi loknu hafði ég skráð mig í nám við HÍ sem átti að hefjast í október, en hitti Ingjald í ágúst, skömmu áður en skólinn átti að hefjast í verk- og raunvís- indadeild. Eftir spjall okkar varð ég spenntari fyrir að byrja strax, þar sem eðlisfræði og stærðfræði hefðu orðið að víkja í fyrirhugaða náminu mínu. Segja má að ég hafi elt hann í eðlisverkfræði þar sem alls 8 nemendur hófu nám. Í hópn- um voru ólíkir einstaklingar og voru fleiri en ég, sem vissu ekki vel hvað þeir vildu. Flestir fóru inn á aðrar brautir raunvísinda, Ingjaldur og fleiri í stærðfræði en ég í jarðeðlisfræði, sem var að taka fyrstu skrefin í BS-námi við HÍ á þessum tíma. Við Ingjaldur vorum saman í verklegu í einu faginu og kom þá enn og aftur vel í ljós hvað hann var mikill af- burðanemandi, venjulega mörg- um skrefum á undan mér þegar við vorum að gera skýrslur. Eftir áramót á 3. ári hitti ég Ingjald þegar ég var á heimleið úr skól- anum. Hann sagðist vera að fara á skrifstofu Fulbright með umsókn og stakk upp á að ég kæmi með, sem ég og gerði. Ég fékk eyðu- blöð og smá frest til að sækja um. Bæði fórum við síðan til Banda- ríkjanna, en þar lágu leiðir okkar aðeins einu sinni saman þegar hann kom að heimsækja mig og fjölskyldu mína til North Car- olina. Við maðurinn minn höfðum þá eignast dóttur. Leiðir okkar Ingjalds skildi, ég flutti til Sví- þjóðar með litlu fjölskyldunni minni, en hann var áfram í Banda- ríkjunum. Enn einu sinni erum við minnt á hve lífið er hverfult, tíminn er skyndilega hlaupinn frá okkur. Góður maður er farinn allt of snemma og tækifæri til að hittast eru ekki lengur fyrir hendi. Ef ég gæti myndi ég þakka honum fyrir vináttu og öll þau góðu áhrif sem hann hafði á líf mitt. Minningarn- ar lifa um góðar stundir, góðan dreng, sem ég virti mikils. Svanbjörg Helga Haraldsdóttir (Svana). Við fráfall samferðamanns sækja minningarnar að og Ingj- aldur á svo sannarlega sinn hluta af þeim. Ég kynntist honum í febrúar 1983 þegar hann tók við sem forstjóri Iðntæknistofnunar Íslands. Þá þegar þekkti hann til starfseminnar hafandi setið í stjórn stofnunarinnar og hafði hugmyndir um aukna starfsemi. Þannig háttaði til að stofnunin var á þremur starfsstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu en hann vildi koma þeim undir sama þak og vann ötullega að því. Varð úr að byggt var við þáverandi starfsemi á Keldnaholti en á meðan voru að- alstöðvarnar fluttar þangað og þrengt svo að starfseminni að við sögðum í gamni að við sætum á hnjánum hvert á öðru. Þetta var skemmtilegur tími en jafnframt mjög krefjandi fyrir starfsmenn. Ingjaldur hafði skýrar hugmynd- ir um eflingu starfseminnar og verksviðum og jafnframt starfs- mönnum fjölgaði á þeim tíma sem hann var forstjóri stofnunarinnar. Á þessum árum voru tölvur að byrja að koma á markað og minn- ist ég þess þegar starfsmenn skiptust á að komast í fyrstu tölv- una til að sinna verkefnum. Ingj- aldur lagði sig fram um að efla samheldni starfsmanna sem voru nú samankomnir í einni starfs- stöð. Hann lagði áherslu á að starfsmenn gerðu eitthvað saman og við fórum í ferðir saman sem var góð leið til að efla starfsand- ann. Ingjaldur hætti hjá okkur 1986 og fór til starfa á Álafossi. Eftir að Ingjaldur hætti störf- um var alltaf gaman að hitta hann þótt tilfallandi væri og hann var vel virtur meðal okkar fyrrver- andi samstarfsmanna hans. Ný- sköpunarmiðstöð Íslands tók við starfsemi Iðntæknistofnunar Ís- lands og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á árinu 2007 og á ársfundi Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands árið 2012 var ákveðið að bjóða eldri starfs- mönnum sérstaklega til smásam- sætis eftir fundinn. Okkur til ánægju mætti Ingjaldur og hafði mjög gaman af að vera með okkur og rifja upp gömul kynni við okk- ur og aðra eldri starfsmenn. Við þökkum Ingjaldi fyrir ánægjulega samfylgd. Blessuð sé minning þín. F.h. fyrrverandi samstarfs- félaga hjá Iðntæknistofnun Ís- lands, Sigríður Halldórsdóttir. Ingjaldur Hannibalsson varð forstjóri Álafoss hf. árið 1985. Hann kom eins og ferskur and- blær inn í níutíu ára menningu fyrirtækisins. Frumkvöðullinn Ingjaldur var opinn fyrir íslenskri hönnun. Hann hafði áhrif á nýja hátískul- ínu Álafoss árið 1986. Það var ógleymanlegt að kynna litaglaða fatalínu í Kaupmannahöfn sem náði athygli undir blikkandi neon- ljósum. Ingjaldur hafði einnig skoðun á því hvers konar tísku- sýningarfólk ætti að sýna vöruna. Hann lagði áherslu á að aðeins besta fólkið væri valið, fólk sem gæti sýnt að því liði sjálfu vel í flíkunum. Hugsuðurinn Ingjaldur var fljótur að hugsa þegar fréttir bár- ust af leiðtogafundi Reagans og Gorbachevs árið 1986. Hann stormaði inn á markaðsdeild og kallaði glaðlega: „Hafið þið heyrt? Nú er tækifæri, við verðum að nýta okkur þetta.“ Það átti að dubba íslensku forsætisráð- herrafrúna upp í íslenska kápu, skipuleggja ullarvörusýningu fyr- ir frú Gorbachev og færa henni ís- lenska flík. Það var hringt í mann og annan til þess að skipuleggja drauminn. Eitt kvöldið var Ingj- aldur mættur á bláa Saabnum sín- um með fulla ferðatösku af ullar- fatnaði. Við vorum á leið heim til forsætisráðherra. Draumur Ingj- alds varð að veruleika; íslenska ullin fékk frábæra kynningu. Starfsmaðurinn Ingjaldur var léttur í lundu. Ógleymanleg er árshátíð þegar vaskir sveinar birtust í ballettbúningi og döns- uðu atriði úr Svanavatninu. Ingj- aldur fór þar fremstur í flokki, klæddur í tjullpils og sokkabuxur. Þá var hlegið. Óperuunnandinn Ingjaldur sótti óperur víða um heim. Eitt sinn fórum við í óperuna í Stutt- gart. Það var tilhlökkun að hlýða á Boheme eftir Puccini. Ingjaldi mislíkaði nútímauppfærslan. Það kom ekki til greina að halda sýn- inguna út. Óperuhúsið var yfir- gefið í hléinu. Ferðalangurinn Ingjaldur var þekktur fyrir vel skipulagðar ferðir. Ég minnist viðskiptaferðar þar sem tæpt stóð með tengiflug. Það mátti engu muna að hann missti af fundi. Ingjaldur sagðist samt ætla að leggja í ferðina. Hann lagðist yfir veðurkort og vindaspár fyrir Atlantshaf. Sam- kvæmt útreikningum hans var meðvindur. Flugvélin myndi lenda 20 mínútum fyrr en áætlað var. Það stóð heima og Ingjaldur náði fundi. Gestgjafinn Ingjaldur var höfðingi. Ógleymanlegt er fer- tugsafmælið hans á Nesbalanum þar sem borð svignuðu af veiting- um. Stoltur var hann af gómsætu pavlovu-tertunni sem hann útbjó sjálfur eftir uppskrift frá banda- rískum skólasystkinum. Gestrisni hans naut sín einnig við móttöku erlendra gesta. Umboðsmenn Álafoss gleyma því seint. Hákarl og brennivín í ískulda við gos- hverinn Grýlu í Hveragerði var minnisstæðari en virðuleg veit- ingahúsaferð. Áhrifavaldurinn Ingjaldur hafði áhrif á marga. Hann birtist með jöfnu millibili í lífi mínu og hafði áhrif á störf mín. Aðals- merki Ingjalds var heiðarleiki og hlýtt og yfirvegað viðmót. Hann var sannarlega litríkur persónu- leiki, rétt eins og litaglöðu Ála- fossflíkurnar forðum daga. Bless- uð sé góð minning. Ásdís Emilsdóttir Petersen. Ingjaldi leið best í flugvél – svífandi um loftin blá á leiðinni til ævintýralands. Þegar ég spurði hann af hverju svaraði hann hugsi: „Það er bara notalegt og svo getur enginn náð í mig.“ Sum- ir samferðamenn setja dýpri spor í lífsveg manns en aðrir. Ingjaldur var einn þeirra. Hann var engum líkur, með hárið úfið og brosið sitt milda. Ingjaldur var svo sannur á sinn máta, hann var ekkert að þykjast. Alltaf aðeins utan við sig en samt með allar staðreyndir á hreinu. Mætti á alla viðburði deildarinnar þegar hann var á landinu. Byrjaði helst hvern vinnudag á að fara í háskólarækt- ina. Gekk allt, átti ekki bíl enda sá hann ekki tilgang í því að fara út úr miðbænum, svona alla jafna, nema út á flugvöll. Ingjaldur átti tvö vegabréf til að flýta fyrir vegabréfsáritunum á ferðum sínum. Hann ferðaðist ekki eingöngu til nýrra landa heldur fór reglulega til að njóta menningar í stórborgum heims- ins. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðarstörfum fyrir Viðskipta- deild Háskóla Íslands. Þegar hann lét af störfum deildarfor- seta, í sumar, eftir langa og stranga stjórnartíð, einbeitti hann sér að því að ljúka við að koma til allra landa Sameinuðu þjóðanna. Háskóli Íslands var ekki bara vinnustaður heldur lífs- köllun hans. Hann þekkti hvern krók og kima Háskólans, hvern starfsmann, lög og reglur, sögu skólans og taktinn í starfinu. Hafði brennandi áhuga á kennsl- unni og nemendum sínum. Til- einkaði sér nýjar kennsluaðferðir og ferðaðist með nemendum um heiminn. Ákafur að sýna þeim það sem hann þekkti. Deila með okk- ur hinum af reynslu sinni. Ég sé hann fyrir mér síðasta vor taka við blómum og gjöf frá útskriftarárgangi MBA. Hann var næstum klökkur þegar hann settist aftur svo stoltur og ánægð- ur. Hann hvíslaði að mér að þetta væri frábær hópur en hann hafði sagt það við mig um aðra hópa. Hver hópur var í uppáhaldi hjá honum. Ég sé hann standa svo glaðan og reifan, í haust þegar hann kynnti samstarfsfólki sínu ferðir sumarsins. Þegar hann lauk við að komast til þeirra landa heimsins sem erfiðast er að heim- sækja. Það var lærdómsríkt og gefandi að vinna með Ingjaldi. Hann var nákvæmur og úrræða- góður og vann fyrir deildina af heilum hug. Síðasta haust unnum við nánar saman þegar ég gegndi stöðu varadeildarforseta í eitt misseri. Ég sá nýja hlið á honum, ljúfan og viðkvæman mann sem vildi öllum vel. Nú er fallinn frá mætur og góður drengur. Ingj- aldur er lagður af stað í sína hinstu ferð. Hans verður sárt saknað. Megi allir góðir vættir fylgja vini mínum og samstarfs- manni í hans hinsta flugi. Á þeirri vegferð mun sál hans svífa á vængjum þakklætis og heilinda. Árelía Eydís Guðmundsdóttir Okkur sem stunduðum MBA- nám við Háskóla Íslands 2012- 2014 langar að minnast Ingjalds Hannibalssonar í fáeinum orðum. Fyrir okkur var Ingjaldur órjúfanlegur hluti af náminu. Fyrstu kynni okkar voru þegar hann tók á móti hópnum við upp- haf námsins og kynnti okkur há- skólaumhverfið og byggingar skólans með stolti. Hann kenndi hópnum tvö námskeið þar sem hann miðlaði af mikilli reynslu og þekkingu á sinn einstaka hátt. Í byrjun virkaði hann dálítið form- fastur og ósveigjanlegur en við nánari kynni kom í ljós ljúfur og listhneigður maður sem bar hag nemenda og Háskólans fyrir brjósti. Ingjaldur hafði mikinn metnað fyrir MBA-náminu, hann lagði sig fram við að nota fjöl- breyttar kennsluaðferðir og gerði jafnframt ríkar kröfur til nem- enda sinna. Ingjaldur heilsaði gjarnan upp á hópinn í kaffihléum, líka í þeim námslotum þar sem hann kenndi ekki. Þannig fylgdist hann vel með hópnum í gegnum allt námið. Hann fór einnig með okkur á margvísleg mannamót í tengslum við námið og lét sig sjaldan vanta. Í ógleymanlegri námsferð til Finnlands, þar sem farið var í skemmtilegar fyrirtækjaheim- sóknir, var hinn víðförli prófessor í forsvari fyrir hópnum og fór á kostum. Þannig var hann alltum- lykjandi í MBA-náminu. Í júní síðastliðnum kvaddi Ingjaldur hópinn á lokahófi í Iðnó á fallegu og sólríku sumarkvöldi. Þar lék hann á als oddi og gerði meðal annars góðlátlegt grín að ýmsum uppákomum úr Finn- landsferðinni. Ljóst var að hann hafði haft gaman af ferðinni ekki síður en við hin. Það kom svo í hlut Ingjalds sem deildarforseta viðskiptafræðideildar að afhenda okkur prófskírteinin. Þannig lok- aði hann hringnum með okkur og því ferli sem hófst þegar hann tók á móti okkur í ágúst tæpum tveimur árum fyrr. Frá þessum tveimur árum er margs að minnast en ofarlega í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast heiðursmann- inum Ingjaldi Hannibalssyni sem skilur eftir sig stórt og vandfyllt skarð. Um leið og við þökkum Ingjaldi fyrir samfylgdina vottum við að- standendum hans og samstarfs- fólki okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd MBA-nemenda við Háskóla Íslands 2012-2014, Jóhanna og Magnús. önnumst við alla þætti þjónustunnar Þegar andlát ber að höndum Með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Ellert Ingason útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Ísleifur Jónsson útfararstjóri Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Frímann Andrésson útfararþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.