Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
✝ Rafn Sverr-isson fæddist á
Akranesi 30. júlí
1952. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 9. nóvember
2014. Foreldrar
hans voru Sverrir
Sigurjónsson, fædd-
ur á Molastöðum í
Fljótum 5. júní
1920, d. 8. nóv-
ember 2008, og Sig-
urlaug Soffaníasdóttir, fædd í
Bóndhóli, Borgarfirði 12. októ-
ber 1928, d. 30. september 1995.
Systur Rafns eru, Anna Soffía, f.
1951, eiginmaður hennar er Val-
geir Einarsson, og Áslaug, f.
1959, eiginmaður hennar er Sig-
urður Kristjánsson.
Þann 3. ágúst 1974 kvæntist
Rafn Heiðrúnu Björnsdóttur, f.
2. febrúar 1952. Þau skildu. For-
eldrar hennar eru Björn Magn-
ússon, f. 15. september 1932, og
Arnþrúður Heiðrún Jóhanns-
dóttir, f. 15. desember 1932, d.
Líf Indíana, f. 1995, Birgir Goði,
f. 2002, og Hekla Júlíana, f. 2014.
4) Sverrir Örn, f. 26. apríl 1982,
sambýliskona hans er Halldóra
Guðlaug Gunnlaugsdóttir, f.
1984, dóttir hennar er Aðalrós
Freyja, f. 2008, og saman eiga
þau Sigrúnu Ísafold, f. 2011.
Rafn ólst upp fyrstu árin á
Akranesi, Ólafsvík og Borg-
arnesi. Á unglingsárum í Borg-
arnesi byrjuðu Rafn og Heiðrún
samband sitt og tóku svo upp
þráðinn aftur síðar. Þegar Rafn
var 16 ára fluttist hann ásamt
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur
og starfaði hann ásamt for-
eldrum sínum í verslunarrekstri
allt til ársins 1985 þegar Rafn,
Heiðrún og börn fluttu á Selfoss,
vann hann þar sem deildarstjóri
hjá Kaupfélagi Árnesinga. Árið
1991 flutti fjölskyldan búferlum
til Ísafjarðar og starfaði Rafn
þar sem matsveinn á sjó, lengst
af á togaranum Skutli hjá Tog-
araútgerð Ísafjarðar. Árið 2003
skildu Rafn og Heiðrún en héldu
ávallt sínum vinskap.
Útför fer fram frá Ísafjarðar-
kirkju laugardaginn 15. nóv-
ember kl. 14.
21. mars 1991. Fóst-
urfaðir Heiðrúnar
var Ólafur Helgi Jó-
hannesson, f.
21.ágúst 1929, d. 1.
nóvember 2005.
Börn Rafns og
Heiðrúnar eru: 1)
Rúnar Örn, f. 26.
júní 1969, eig-
inkona hans er Kar-
ítas Elísabet Krist-
jánsdóttir, f. 29.
ágúst 1972. Synir Rúnars eru
Brynjar Örn, f. 1990, og Heiðar
Örn, f. 1994, og sonur Karítasar
er Hilmar, f. 1995. Saman eiga
þau soninn Veigar Örn, f. 2004.
Rúnar Örn ólst upp hjá móð-
ursystur Heiðrúnar, Sigrúnu Jó-
hannsdóttur, og eiginmanni
hennar, Guðbirni Charlessyni,
frá tæplega eins árs aldri á Ísa-
firði. 2) Snorri Örn, f. 15. janúar
1974. 3) Heiðrún, f. 28. janúar
1976, sambýlismaður hennar er
Sveinn Hermann Þorbjörnsson,
f. 16. ágúst 1973, börn þeirra eru
Ég kveð bróður minn í dag. Þó
of fljótt. Þrekið var farið og svo
mikið búið að berjast og reyna svo
lengi. Alltaf svo vongóður. Ekki
gefast upp, það skal ekki spyrjast.
Ég veit, Rabbi minn, að nú hefur
þú öðlast frið og passar upp á
gullin þín öll. Þú elskaðir börnin
þín og barnabörnin út fyrir allt og
vildir svo gjarnan vera hér lengur
vegna þeirra.
Margs er að minnast og langar
mig að þakka fyrir æskuárin í
Borgarnesi. Þú varst mér alltaf
svo góður og þegar eitthvað bját-
aði á varst þú til staðar fyrir litlu
systur. Fékkst mig til að gleyma
vandamálum með því að skylmast
með trommukjuðum í herberginu
þínu, sem annars var bannsvæði.
Þú varst ansi upptekinn á þess-
um árum, í öllu Bítlastandinu. Það
var ekki lítið spilað á orgelið og
sungið. Myndir af átrúnaðargoð-
unum upp um alla veggi. Í minn-
ingunni heyrði ég Bítlalög allan
daginn og kvöldin með. Bítla-
áhuginn dvínaði ekkert með ár-
unum. Þroskaðist bara með þér.
Alltaf bestir, sagðir þú og þar við
sat.
Svo eftir að við fluttum suður
unnum við lengi saman, til dæmis
í Borgarkjöri og þaðan eru sann-
arlega til margar góðar minning-
ar.
Tilveran er ekki alltaf auðveld
og stundum þvældist Bakkus fyr-
ir þér, en svo rofaði til og þú
fannst jafnvægi í lífinu. Við vorum
ekki í miklu sambandi í mörg ár,
en það má segja að við höfum náð
aftur saman hin síðari ár og
kynnst á annan hátt. Ég geymi
samverustundir okkar í Birki-
hvammi í hjarta mínu. Takk fyrir
allt, elsku bróðir.
Elsku Rúnar Örn, Snorri Örn,
Heiðrún, Sverrir Örn og fjöl-
skyldur, hugur minn er hjá ykk-
ur. Samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Áslaug.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Sigrún og Guðbjörn, Höfða.
Rabbi, vinur okkar og vensla-
maður frá ungdómsárum, er all-
ur. Eftir um tveggja ára hetjulega
baráttu laut hann í lægra haldi
fyrir illvígum lungnakrabba.
Hann fór í gegn um veikindi sín
með stillingu. Hann vonaði alltaf
hið besta en með hægð sinni og
æðruleysi bjó hann sig áreiðan-
lega undir hið versta.
„Er svo hamingjusamur maður
í dag,“ skrifaði Rabbi 17. septem-
ber síðastliðinn. Vonin og hetju-
lundin birtist aftur í byrjun októ-
ber, en þá pantaði hann sér tíma í
ræktinni. Á fésbókarveggnum
lýsti hann því nokkrum dögum
síðar hvernig fæturnir titruðu eft-
ir að hafa setið á þrekhjólinu og
snúið því eina 100 kílómetra.
Fyrstu kynnin af Rafni Sverr-
issyni voru í fæðingarbæ okkar,
Borgarnesi. Þar vorum við
löngum stundum í afa- og ömmu-
húsi, einkum á sumrin. Frænd-
garðurinn í Borgarnesi er mikill í
ætt mömmu, Erlu Jóhannsdóttur,
sem dó fyrir meira en tveimur ár-
um.
Það var oft glatt á hjalla á tán-
ingsaldrinum og gaman að koma í
Borgarnes. Sjálfir bjuggum við í
Reykjavík. Í hópnum stóra í
Borgarnesi var Heiðrún Björns-
dóttir, náfrænka okkar, systur-
dóttir mömmu. Við þekktum
Rabba lítillega en eftir að sam-
band þeirra Heiðrúnar frænku
hófst lágu leiðir okkar saman,
ekki síst eftir að Rabbi og fjöl-
skylda hans fluttu til Reykjavík-
ur.
Rabbi og Heiðrún voru varla
nema 17 ára þegar þau eignuðust
Rúnar Örn, frumburðinn, sem
ólst upp nánast frá fyrstu tíð hjá
Sigrúnu móðursystur og Birni
Charlessyni á Ísafirði. Þrjú börn
áttu eftir að bætast við, Snorri
Örn, Heiðrún yngri og Sverrir
Örn.
Rabbi var hæglátur maður,
jafnvel ögn hlédrægur. Hann
stundaði rekstur matvöruversl-
ana með foreldrum sínum á ein-
um fjórum stöðum í Reykjavík og
Kópavogi eftir að fjölskyldan
flutti úr Borgarnesi. Þetta var
áreiðanlega erfiður tími á stund-
um í slíkum rekstri þar sem stóru
verslanirnar voru að verða til á
borð við Hagkaup, Víði og Bónus
og fleiri slíkar.
Árið 1985 tók fjölskyldan sig
upp og flutti á Selfoss þar sem
Rabbi starfaði sem deildarstjóri
næstu árin hjá Kaupfélagi Árnes-
inga.
Árið 1991 flutti fjölskyldan til
Ísafjarðar og þar stundaði Rabbi
sjóinn, yfirleitt sem matsveinn.
Það er alveg á huldu hversu
marga daga, vikur eða mánuði
samtals við hlustuðum á tónlist
saman og skemmtum okkur á
yngri árum. Sjálfur var Rabbi
mikill aðdáandi Bítlanna, en
hljómsveitirnar voru óteljandi
sem við „stúderuðum“. Þetta var
góður tími; tímalaus tími. Svo líð-
ur tíminn og öll komumst við að
því að ekkert varir að eilífu.
Við kveðjum Rabba með sökn-
uði. Hann var drengur góður. Við
færum ykkur börnunum; Rúnari,
Snorra, Heiðrúnu og Sverri, svo
og Heiðrúnu frænku innilegar
samúðarkveðjur.
Jóhann Hauksson og
Magnús Hauksson.
Rafn Sverrisson
✝ Kristján Gunn-ar Óskarsson
fæddist á Syðra-
Krossanesi við
Eyjafjörð 25. sept-
ember 1924. Hann
lést á heimili sínu
7. nóvember 2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðný
Vilmundardóttir, f.
2. ágúst 1893, d. 16.
desember 1955, og
Óskar Þórður Jónsson, f. 25.
nóvember 1895, d. 29. júlí 1941.
Systkini Kristjáns eru Jón Vil-
mundur Óskarsson, f. 11. júní
1923, d. 23. október 2003, og
Sigurlaug Theodóra, f. 16. mars
1926.
Kristján Gunnar kvæntist 27.
desember 1945 Guðrúnu Héð-
insdóttir, f. 20. janúar 1925, d.
14. apríl 2002, dóttur hjónana
Helgu Jónsdóttur, f. 16. febrúar
1897, d. 1. júní 1989, og Héðins
Maríusson, f. 18. desember
1899, d. 22. mars 1989. Börn
Kristjáns Gunnars og Guðrúnar
eru: 1) Guðný Helga, f. 1. mars
býlismaður Björgvin Sigurðs-
son. Börn þeirra eru Hilmar Atli
og Hildur Edda. b) Kristrún Ýr,
maki Axel Árnason, dóttir hans
Aldís Eyja. c) Kristján Gunnar,
sambýliskona Snæfríður Dröfn
Pétursdóttir.
Kristján Óskarsson kom víða
við á langri ævi. Hann stundaði
sjómennsku til margra ára og
var lengi 1. stýrimaður á miklu
og góðu aflaskipi, Héðni Þ.H. 57
sem kom nýr til landsins árið
1960 og fór beint til síldveiða. Á
vetrarvertíðinni 1961 var Héð-
inn aflahæstur báta með um
1.100 tonn. Eftir að Kristján
kom í land var hann lengi vél-
stjóri hjá Fiskiðjusamlagi Húsa-
víkur og þar lauk hann starfs-
ævi sinni. Áhugamál átti hann
mörg og tengdust mörg þeirra
veiðimennsku. 1966 stofnaði
hann ásamt fjórum öðrum klak-
og eldisstöð á Húsavík. Kristján
var drifkrafturinn í þessari
starfsemi og tólf árum seinna
sameinaðist þessi stöð ný-
byggðri og miklu stærri stöð
sem enn er í fullum rekstri á
Laxamýri. Kristján var um tíma
framkvæmdastjóri þessarar
nýju stöðvar. Útför Kristjáns
Gunnars Óskarssonar fer fram
frá Húsavíkurkirkju í dag, 15.
nóvember 2014, og hefst athöfn-
in kl. 14.
1947, maki Svavar
Cesar Kristmunds-
son, f. 2. ágúst
1947. Börn þeirra
eru: a) Guðrún
Kristín, maki Ragn-
ar Björn Hjalte-
sted. Börn þeirra
eru Svavar Cesar,
Stefán Bjarni,
Sverrir Páll, Sindri
Björn. b) Birgitta
Bjarney, maki Geir
Ívarsson. Börn þeirra eru
Kristný Ósk, Guðrún Þóra,
Guðný Helga. c) Kristján Breið-
fjörð, sambýliskona Sólveig
Anna Þorvaldsdóttir, barn
þeirra Þorvaldur Kári. 2) Þór-
unn Ósk, f. 30. mars 1956, maki
Hermann Benediktsson, f. 16.
desember 1953. Börn þeirra
eru: a) Benedikt, sambýliskona
Signa Valgeirsdóttir. Börn
þeirra eru Embla Rán, Birkir
Hermann, Kristey Fönn. b) Al-
exander. 3) Óskar Þórður, f. 9.
febrúar 1962, maki Ásrún Árna-
dóttir, f. 18. maí 1963. Börn
þeirra eru: a) Jóna Birna, sam-
Í dag kveðjum við kæran
föður og afa. Hann bjó á Syðra-
Krossnesi við Eyjafjörð ásamt
fjölskyldu sinni til ársins 1930.
Þá fluttist fjölskyldan til Ak-
ureyrar þar sem þau bjuggu á
Gránufélagsgötunni. Eftir
fermingu fór hann til sjós og
stundaði sjómennsku til margra
ára. Sextán ára gamall missti
hann föður sinn.
Pabbi fluttist til Húsavíkur
og kynnist þar eiginkonu sinni,
Guðrúnu Héðinsdóttur. Hann,
ásamt Jóni bróður sínum,
stofnaði útgerð og þeir stund-
uðu sjómennsku sem ungir
menn. Pabbi lærði vélstjórn í
Reykjavík. Hann var um skeið
1. vélstjóri á aflaskipinu Héðni
ÞH 57 auk þess sem hann var á
fleiri bátum. Eftir að pabbi
kom í land vann hann lengst af
sem vélstjóri hjá Fiskiðjusam-
lagi Húsavíkur og vann þar til
starfsloka. Hann var harðdug-
legur og hafði ávallt mörg járn
í eldinum. Árið 1966 stofnaði
hann ásamt fjórum öðrum klak-
og eldisstöð á Húsavík, þar sem
hann var driffjöður í þeirri
starfsemi.
Tólf árum seinna fluttist
starfsemin í Laxamýri þar sem
hún er í fullum rekstri enn í
dag. Pabbi var mikill tónlistar-
og náttúruunnandi. Spilaði
hann lög á orgel eftir eyranu.
Steinasöfnun var stórt áhuga-
mál.
Þessu áhugamáli deildi
mamma með honum og þau
stunduðu þetta áhugamál sitt
af mikilli elju og dugnaði. Sam-
an ferðuðust þau vítt og breitt
um landið og söfnuðu steinum.
Þeir voru síðan sagaðir og slíp-
aðir eftir kúnstarinnar reglum.
Alltaf bættist í þetta glæsta
steinasafn og þegar þessi starf-
semi var öll og allar lausar
kytrur og rúmlega það fullar af
þessum gersemum gat að líta
fágætt steinasafn, eitt það feg-
ursta í einkaeign á Íslandi.
Pabbi var greiðvikinn maður og
alltaf var hann tilbúinn að rétta
þeim sem þurftu þess með
hjálparhönd. Hann var þéttur
fyrir, með fastmótaðar skoðan-
ir, félagshyggjumaður í þess
orðs fyllstu merkingu og sat oft
á lista Alþýðuflokksins við bæj-
arstjórnarkosningar á Húsavík.
Það var líka afskaplega stutt í
glettnina og stríðinn gat hann
verið með afbrigðum.
Við kveðjum þig, elsku
pabbi, og þökkum þér fyrir all-
an þann kærleika og ástúð sem
þú veittir okkur. Biðjum að
heilsa mömmu, við vitum að þú
hlakkaðir til endurfundanna.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus er úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðarsdóttir)
Elsku pabbi, hvíl í friði, Guð
blessi minningu þína,
Fyrir hönd barna og tengda-
barna,
Þórunn Ósk.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Megir þú hvíla í friði, kæri
afi.
Fyrir hönd barnabarna,
Guðrún Kristín.
Kristján Gunnar
Óskarsson
Í dag er til grafar
borin Anna, föður-
systir mín. Anna, eða
öðru nafni Anna stór-
frænka eins og hún
var oft kölluð í minni fjölskyldu,
var, að öllum öðrum frænkum
ólöstuðum, „frænkan“ í fjölskyld-
unni. Það var alltaf gaman að
koma heim til stórfrænku. Þar
var boðið upp á eitthvað spenn-
andi í litlum nammidalli sem var
mjög vinsælt þegar maður var
yngri og einnig kunni maður að
meta það þótt árin færðust yfir.
Það voru tíðar ferðir til frænku
því pabbi var alltaf eitthvað að
brasa fyrir Önnu og Ólaf. Við fór-
um oft til að moka frá, hjálpa
þeim með bílinn, skipta um per-
ur, slá lóðina og svo mætti lengi
telja.
Eitt er mjög minnisstætt, þeg-
ar mikið lá við og Anna þurfti að
kalla á pabba kom alltaf runan,
Vikki, Bassi, Siggi, Mummi, þó
svo að aðeins eitt af nöfnunum
ætti við.
Anna stórfrænka lifði bræður
sína alla og talaði oft um það hvað
hún saknaði mikið hans Vikka
sem var litli bróðir hennar og fað-
ir minn. Í seinni tíð hef ég sinnt
ýmsu fyrir frænku og urðu oft
langar og skemmtilegar stundir
úr smáræðinu sem erindið var út
af því alltaf var gaman að spjalla
við frænku. Hún sagði oft að það
væri allt í lagi með sig meðan hún
gæti talað og því gat maður alveg
verið sammála því hressari og
skemmtilegri frænku var vart
hægt að hugsa sér.
Hér þó foldin fölni að sinni,
Anna Björnsdóttir
✝ Anna Björns-dóttir fæddist
25. nóvember 1920.
Hún lést 26. október
2014. Útför Önnu fór
fram 10. nóvember
2014.
falli dropar regns á
veginn,
sæl mun reynast sálu
þinni
sólskinsströndin hinu-
megin.
(Daníel Tómasson frá
Kollsá)
Kæru Siggi,
Dótla, Anna og fjöl-
skyldur, minning
um góða konu lifir í
hjörtum okkar allra.
Finnur Víkingsson
og fjölskylda.
Í dag kveðjum við Önnu stór-
frænku. Við áttum aðeins eina
stórfrænku og það var hún Anna,
afasystir okkar. Anna var falleg
og skemmtileg kona með háan
dillandi hlátur sem mjög auðvelt
var að smitast af.
Það var alltaf gott að koma í
Ásabyggð 12, til Önnu og Ólafs.
Ófá voru jólaboðin sem við fórum
í þar sem borðin svignuðu undan
kræsingum; marengs, góðu os-
tastangirnar hennar, smákökur
og heitt ekta súkkulaði svo dæmi
séu tekin, ekkert kakó þar í boði,
aðeins ekta súkkulaði. Gestrisni
Önnu var annáluð og fannst
henni enginn borða nóg. Reyndi
hún eftir bestu getu að beina fólki
sem oftast að kökuborðinu. Síðan
kom konfektið og stóru jólaeplin
og mandarínurnar. Þetta voru
sannarlega jólaboð eins og jóla-
boð eiga að vera.
Anna var mjög áhugasöm um
ættmenni sín og fylgdist ævin-
lega mjög vel með okkur. Við
þökkum Önnu stórfrænku sam-
fylgdina og vottum Sigurði, Hall-
dóru, Önnu Ingeborg og þeirra
fjölskyldum okkar dýpstu samúð.
Megi góður Guð fylgja þeim og
styrkja. Minning um Önnu stór-
frænku lifir í hjörtum okkar.
Sigmundur, Sigrún
og Anna Elín.
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 & 691 0919
ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is
Inger Steinsson
IngerRósÓlafsdóttir