Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 50

Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Í dag kveð ég þig með miklum sökn- uði, elsku Harpa vinkona mín. Við er- um búnar að fylgjast að frá æsku- árunum á Húsavík til dagsins í dag. Stundum leið þó nokkur tími á milli samveru okkar um ævina en tíminn er afstæður og því var alltaf eins og við hefðum hist í gær þó tíminn hafi verið aðeins lengri. Við vorum bekkjarsystur í Barnaskóla Húsavíkur og síðan í gagnfræðaskólanum. Margar góðar minningar áttum við frá þeim tíma og ekki síst nú síðustu árin hafa þessar stundir verið rifjaðar upp. Saman vorum við í félagi Þingeyskra kvenna í Reykjavík og fórum saman í ógleymanlega ferð til gömlu Húsavíkur ásamt 20 öðrum góð- um konum úr félaginu fyrir ca. 25 árum, þar sem við deildum her- bergi á Hótel Húsavík. Sumarið 2013 keyrðum við saman til Húsavíkur, á Mærudaga. Þar nutum við okkar og hittum vini og vandamenn. Síðustu tvö ár fórum við saman til Kanarí, ég al- gjör byrjandi en þú hin mikla heimskona sem búin varst að ferðast út um allan heim og ekki síst til Kanarí. Þekktir annan hvern Íslending sem við hittum og allir voru vinir þínir. Þetta voru góðar stundir, elsku vin- kona. Nú ferðumst við ekki saman lengur en hittumst væntanlega í ævintýralandinu hressar og kát- ar og tökum smá gítarpartí eins og þú orðaðir það svo skemmti- lega fyrir stuttu. Glæsilega og góða vinkona mín sem aldrei varst spör á hrósið ef þér fannst ég líta vel út eða vera fín, enda Harpa Guðmundsdóttir ✝ Harpa Guð-mundsdóttir fæddist 3. nóv- ember 1944. Hún lést 1. nóvember 2014. Harpa var jarðsungin 10. nóv- ember 2014. vildir þú sjálf alltaf vera fín og tilhöfð sem og þú varst svo sannarlega. Þú áttir stóran vinkvenn- ahóp saumaklúbb- inn, matarklúbbinn og samstarfskonur þínar frá Hagkaups- árunum sem dug- legar voru að heim- sækja þig og ekki síst þessar síðustu vikur þínar í veikindum þínum. Fallegu barnabörnin þín voru þitt líf og yndi og þú skilur eftir þig glæsilega arfleifð, elsku Harpa mín. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, elsku Guðbjörg, Bjössi og fjölskyldur. Hvíl í friði, mín kæra vinkona. Árnína Kristín Dúadóttir. Í dag verður Harpa vinkona mín til moldar borin, sú sjötta úr hópi 36 glaðra meyja frá árunum 1961 til 1962 á Laugalandi í Eyja- firði. Við Harpa vorum yngstar, skemmtilegastar og óþægustu meyjar árgangsins enda hvorki trúlofaðar né ráðsettar. Við tók- um út okkar þroska á þessu eina ári, svo mikinn og virkan að eng- inn skóli annar, nema ef vera skyldi skóli lífsins, hefur haft á okkur meiri áhrif, þekkingu eða gefið stærri vinkvennahóp. Ég ætla ekki að lýsa glæsileik Hörpu, það gleymist ekki þeim sem til hennar þekktu, enda ætt- uð úr Þingeyjarsýslu. Með þess- um orðum vil ég votta aðstand- endum Hörpu Guðmundsdóttur samúð mína. Stelpurnar sem farnar eru taka vel á móti henni og ég óska henni góðrar heim- komu. Þín vinkona og skólasystir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Danmörku. Harpa vinkona mín hefur kvatt okkur. Með sínu æðruleysi tókst hún á við illvígan sjúkdóm, ætíð í góðu jafnvægi. Geri mér ekki grein fyrir hvort hún skynj- aði að stutt var í síðustu ferðina. Henni auðnaðist ekki að fagna 70 ára afmæli sínu sem hefði orðið 3. nóvember, lést 1. nóvember. Henni til heiðurs komu saman fjölskylda og vinir á heimili Guð- bjargar, dóttur hennar, og áttu þar dásamlega stund. Nokkuð viss um að Harpa var þar með okkur og ánægð með gjörning- inn. Harpa var sterkur persónu- leiki í samfélagi, fjölskyldu og góðum hópi vina. Harpa unni fjöl- skyldu sinni og aldrei leiddist henni að segja sögur af Guð- björgu og Bjössa, mökum þeirra og fagrar lýsingar af barnabörn- unum sem voru hennar demant- ar. Hún ljómaði í frásögnum sín- um. Okkar kynni hófust þegar Harpa missti sambýlismann sinn, Birgi Harðarson, á sviplegan hátt í Ameríku 1987. Þá myndaðist vináttusamband sem kom til að vera. Þau ár sem ég bjó í Am- eríku kom Harpa í heimsókn á hverju ári, varð hún þá hluti af fjölskyldunni. Vinátta okkar geymir ótal góðar minningar. Höfum tekist á við mörg járnin sem við komumst frá glæsilegar, glaðar, hvetjandi og samstiga. Mikið ferðast og brallað saman í gegnum tíðina, þær minningar geymi ég sem djásn. Harpa var fagurkeri, smekkleg og með miklar skoðanir. Hvort sem var hárgreiðsla, fatnaður, húsmunir eða heildarstíll. Ég gat alltaf treyst hennar hreinskilni varð- andi mínar breytingar á hverju sem var. Hún sagði það sem henni fannst hvort sem mér líkaði betur eða verr. Guðbjörg mín, þú hefur verið stoð og sameining á erfiðum tím- um. Þakkir mínar til þín. Um leið og ég kveð Hörpu vinkonu mína sendi ég fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur og styrk í sorginni. Kveðja, Halla. Enn á ný er höggvið skarð í okkar litla hóp skólasystra, sem vorum saman á Húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1961-62. Þar kynntumst við hinni flottu og glaðværu yng- ismey, Hörpu Guðmundsdóttur frá Húsavík. Í slíkum skóla myndast mikil samkennd og vin- átta, og reynum við að halda hóp- inn sem mest. Hún Harpa okkar var mikill gleðigjafi og félagsvera og tók þátt í öllu sem við gerðum. Hún náði ekki 70 ára aldri, upp á það vantaði tvo daga. Krabbameinið tók völdin og lagði hana að velli. Lífið var Hörpu ekki alltaf dans á rósum, en það var hennar mikla gæfa að eiga börnin tvö og ynd- islegu barnabörnin. Minningin um Hörpu mun ætíð lifa með okkur. Innilegar samúðarkveðjur sendum við börnum hennar, Birni og Guðbjörgu, og fjölskyld- um þeirra. Þessa litlu vísu orti einn af mökum okkar til minningar um hana Hörpu okkar: Aldrei munum elsku þinni gleyma, hjá okkur verður falleg minning þín. Ef eldar þú, þá eitthvað skaltu geyma því eitt er víst, við komum, Harpa mín. (H.M.) Fyrir hönd Laugalandsmeyja 1962, Kristín og Sigríður. Elskuleg vinkona, Harpa, er látin. Við Harpa kynntumst á Laugalandi í Eyjafirði. Þar var stór hópur hressra stúlkna sem hefur haldið saman að mestu í gegn um saumaklúbb, sumar frá upphafi, nokkrar hafa fallið frá, en svo fleiri bæst í hópinn síðar. Samvera okkar varð einnig mikil eftir að við, ásamt vinkonu okkar, Grétu , fluttum til Reykjavíkur, allar að ganga í gegnum svipaðar aðstæður og urðu gleðistundirn- ar ófáar og dýrmætar, seinna einnig með Birgi, sambýlismanni Hörpu. Enn eitt skarðið er komið í hópinn. Ég mun sakna Hörpu mikið en minningarnar eru marg- ar og góðar og fyrir það er ég þakklát. Ég þakka Hörpu samfylgdina gegnum árin um leið og ég votta elsku Guðbjörgu, Bjössa og fjöl- skyldum innilega samúð mína. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Hulda. Dýrmætt var að fá að kynnast Kristni, tengdaföð- ur mínum, traustum og viðræðugóðum geðprýðismanni. Ungur vann hann fyrir sér hjá Eimskipafélaginu eftir föður- missinn. Þeir bræður voru lyftu- verðir í húsi félagsins og hús- verðir á kvöldfundum bæjarstjórnar. Hann vann einnig í pakkhúsi félagsins og var í sendiferðum, m.a. á stríðsárun- um, með upplýsingar um skipa- ferðir á vegum Eimskips, til bækistöðva setuliðsins. Hann og félagi hans keyptu þá oft sælgæti sem setið var um að kaupa af þeim á hærra verði. Vorið 1941 var Kristinn í for- ystu blaðburðarbarna Þjóðvilj- ans en aukavinna var vel þegin. Hann sótti m.a. blaðið í prent- smiðjuna en það var svo þunnt og áskrifendur fáir að upplagið mátti hengja á stýri reiðhjólsins. Einn daginn hrifsaði hermaður allan farminn af honum. Nokkr- um vikum síðar var hann svo beð- inn um að ná saman blaðburð- arbörnum því Nýtt dagblað var að hefja göngu sína í stað hins bannaða Þjóðvilja. Austurbæjarbarnaskólinn var Kristinn Arason ✝ Kristinn Ara-son fæddist 3. janúar 1928. Hann lést 4. nóvember 2014. Útför Krist- ins var gerð 12. nóvember 2014. vel búinn til marg- víslegrar kennslu, m.a. með stórt kennslueldhús en aðeins ætlað stúlk- unum. En Kristinn fékk undanþágu, ásamt þrem öðrum skátadrengjum, til að sækja mat- reiðslutíma. Vottorð frá Helgu Sigurðar- dóttur var innlegg í stig í skátastarfinu. Í Kvöldskóla KFUM lærði hann m.a. bókfærslu. Eitthvað sótti hann fundi í KFUM og minntist þess er foringi, sem mun hafa verið Magnús Runólfs- son, fylgdi hópi drengja oft áleið- is heim eftir kvöldfundi og kenndi þeim að þekkja stjörn- urnar. Lítið veiddist fyrir norðan þessi tvö sumur sem Kristinn var á síld. Um var að ræða svokall- aðra „tvílembinga“, tvo litla báta sem voru saman um eina nót. Út- gerðin var á vegum frænda hans sem gárungarnir kölluðu Baldur blanka eða Baldur banka eftir því hvernig áraði í síldinni. Er Hval- fjörðurinn fylltist af síld að vetr- arlagi, kom Kristinn eitthvað að veiðum þar. Frá tímum hafnar- gerðarinnar var grjótnáma við Sjómannaskólahúsið þar sem Loftskeytaskólinn var til húsa. Þetta rými var fyllt af síld, þegar annað rými þraut, og síðar um veturinn lagði ókræsilegan fnyk að skólahúsinu. Sendistöðin á Rjúpnahæð, þar sem Kristinn vann lengi, var traustbyggð og sögð þola loft- árás. Þó tókst að fjarlægja þetta mannvirki gjörsamlega, nánast yfir helgi, er umræða hófst um varðveislu byggingarinnar þegar farið var að skipuleggja íbúða- hverfi þarna á vegum Kópavogs- kaupstaðar. Kristinn Arason tókst á við skyldur og áföll lífsins af dugnaði og æðruleysi. Fjölhæfnin var ein- staklega mikil og lagni við að ráða fram úr málum. Það var allt- af uppörvandi að hitta þennan góða tengdaföður. Jafnvel þegar minni á atvik líðandi stundar hrakaði, nú síðustu árin, var góða skapið og gamansemin á sínum stað og áhugaverðar minningar. Ég kveð Kristin Arason með söknuði, en jafnframt þakklæti fyrir góðar samverustundir og minningar sem hann gaf mér hlutdeild í. Elínu, eftirlifandi eig- inkonu, og öðrum ástvinum bið ég huggunar og blessunar Guðs. Vigfús Ingvar Ingvarsson. Í dag fylgi ég elskulegum afa mínum síðasta spölinn. Það eru ótal minningar sem koma upp í hugann, enda einstakur maður sem hann afi minn var. Síðasta kvöldið sem við fjölskyldan átt- um með honum rifjuðum við upp góðar stundir og kvöddum við elsku afa á fallegan og dýrmætan hátt. Minningarnar sem ég bý yfir frá bernskuárum mínum með ömmu og afa færa mér allar bros á vör. Skíðaferðirnar í Bláfjöll og Skálafell voru ófáar. Afi og amma voru svo dugleg að taka okkur Björn Róbert og Oscar Angel með. Ávallt var heitt kakó og gott nesti með í för. Við höfum nú oft rifjað upp ferðina í fjöllin þegar við Oscar vorum lítil. Þar suð- uðum við mikið um að fá að fara með í stólalyftuna og að endingu var látið undan. Þegar á toppinn var komið tókum við Oscar á rás og brunuðum niður brekkuna og þau horfðu á eftir okkur skelf- ingu lostin. En allt fór nú vel á leiðinni niður og eftir það varð ekki aftur snúið, í stólalyftuna skyldum við nú framvegis fara með þeim. Einnig er gaman að minnast gönguferðanna á fjöll og að fossum landsins. Þjórsárdal- urinn og ferðirnar þangað mörg sumur í húsbílinn þeirra ömmu og afa eru einnig ofarlega í huga mér en þar var margt skemmti- legt brallað. Stundum hef ég nú haft á orði hvernig þau nenntu að hafa okkur barnabörnin alltaf með í för. En þá kom bara bros á vör þeirra, svona amma og afi voru þau einfaldlega sem kusu að eyða tíma með sínum nánustu. Ég man það svo vel þegar Sunnubrautin var seld og keypt var í Heimalind. Mér þótti leitt að þurfa að kveðja húsið stóra sem mér þótti svo vænt um. Þar fannst okkur barnabörnunum gaman að fara í feluleiki enda ótal felustaðir í stóra húsinu. Ég skildi ekki hvernig hægt yrði að koma öllum stóra hópnum fyrir í nýja húsinu á okkar árlegu jóla- dags- og gamlárskvöldsboðum. En jú, það var sko hægt og bjuggu þau amma og afi sér fal- legt heimili í Heimalindinni og hafa sömu hefðir haldist þar. Söngur og dans í kringum jóla- tréð á jóladag með barnahópnum og nú hafa mörg langafa- og langömmubörn bæst í hópinn. Nú seinni ár, einkum eftir að við barnabörnin hófum sjálf að eignast okkar börn, hefur sú hefð skapast að fara í fjölskyldusund- ferðir. Höfum við svo endað dag- inn í pylsuveislu í Heimalindinni og í eftirrétt hefur verið nauð- synlegt að gæða sér á einstöku pönnsunum hennar ömmu. Svo má nú ekki gleyma að nefna sleikjódunkinn sem afi átti og börnin fengu að skiptast á að ganga með og bjóða upp á, alltaf fékk afi sér sleikjó með börnun- um. Börnin mín, Emilía Mist, Stef- án Darri og Hildur María eru mjög lánsöm að hafa fengið að kynnast langafa sínum og hafa þau amma veitt þeim góðar minningar. Þau kveðja elsku langafa sinn með orðunum sem þau báðu mig fyrir til hans síð- asta kvöldið sem hann lifði, „við elskum þig“. Afi minn og amma hafa gefið af sér yndislegt fólk og sam- heldna fjölskyldu og er ég stolt að tilheyra þeim hópi. Genginn er afar góður og vandaður maður og er ég þakklát fyrir samfylgdina. Með þakklæti, virðingu og væntumþykju kveð ég afa minn í hinsta sinn. Elín Thelma. Elsku vinur. Ég þakka þér samvinnuna, það var gaman að kynnast þér. Mér fannst gaman að vinna með þér á sendibílastöðinni fimmtíu fimmtíu þar sem við spjölluðum um daginn og veginn. Það var gaman að tala við þig, þú varst alltaf hress og kátur. Hvíl í friði. Þinn vinur, Stefán Konráðsson, sendill. Kristinn var fæddur 3. janúar 1928 og var því 86 ára þegar hann lést 5. nóvember sl. Þegar hópur manna kom saman til skrafs og ráðagerða um stofnun Kiwanis á Íslandi var Kristinn þar á meðal og gerðist hann fé- lagi í Heklu og þar af leiðandi einn af stofnendum hreyfingar- innar 1964. Síðar kom að því að menn vildu stofna fleiri klúbba, varð það til þess að hópur manna tók sig saman um að stofna Kötlu og var Kristinn í þeim hóp. Hann tók að sér að vera forseti 1971- 1972 og hefur alla tíð starfað að velferð og þróun Kiwanis á Ís- landi. Í starfi hjá Kötlu hefur hann starfað í öllum helstu nefndum klúbbsins. Hefur hann alla tíð reynst yngri félögum ráðagóður félagi. Á fundum sagði hann okkur skemmtilegar sögur af samskiptum sínum við amer- íska herinn þegar hann starfaði við Loranstöðina á Miðnesheiði. Kristinn stundaði fundi reglulega þrátt fyrir heilsubrest síðustu ár- in. Kona Kristins er Elín G. Kröyer. Sjónarsviptir verður á fundum í framtíðinni þegar þenn- an föngulega mann kemur til með að vanta. Blessuð sé minn- ing Kristins Arasonar. Við fé- lagarnir sendu Ellu og öðrum ættingjum okkar samúðarkveðj- ur. Kiwanisklúbburinn Katla, Hilmar Svavarsson. Enn fækkar í hópnum sem út- skrifaðist úr Verslunarskóla Ís- lands vorið 1949. Þetta er samhent- ur hópur sem haldið hefur góðum tengslum á þann hátt að hittast reglulega. Við skólabræðurnir höf- um haft þann sið að snæða hádeg- isverð fyrsta laugardag í mánuði. Eins og oft vill verða erum við fast- heldnir á siði og venjur. Við erum ekki matvandir og lítið fyrir til- breytingu, pöntum alltaf sama rétt- inn og tyllum okkur á sama stað við matarborðið. Ég hefi notið þess að hafa Harald jafnan mér á hægri hönd þegar við höfðum tekið okkur sæti. Það var notalegt að eiga við hann létt spjall um dægurmálin eða það sem snerti okkur persónulega þegar við völdum það umræðuefni frekar en það sem þá stundina var upp á teningnum í fjölmiðlum og al- mennri umræðu. Laugardagurinn 4. október var okkar dagur. Að þessu sinni mætti Haraldur með göngustafinn sinn í fyrsta skipti og við hrósuðum hon- um fyrir að taka tæknina í sína þágu. Þennan dag var hann kátur og léttur eins og hann átti vanda til. Handtakið jafn hlýtt og gott og stutt í brosið þegar hann kastaði kveðju á hópinn. Ekki hvarflaði að okkur að fjórum dögum liðnum Haraldur Lýðsson ✝ HaraldurLýðsson fædd- ist í Reykjavík 4. ágúst 1930. Hann lést á Landspít- alanum 8. október 2014. Útför Haraldar fór fram í kyrrþey að hans ósk. væri runnin upp kveðjustund Harald- ar. Hans er sárt saknað og hópurinn verður ekki samur eftir brottför hans. Árlega hefur hópur- inn sameinast, skóla- systur og skólabræð- ur. Á þeim stundum lét Haraldur sig ekki vanta, gladdist með þeim sem þar mættu og leitaði frétta af þeim sem ekki höfðu megnað að koma í það skipt- ið. Honum fylgdi ekki hávaði eða læti, alltaf sama ljúfmennið. Haraldur valdi Verslunarskóla Íslands til að mennta sig og þau fræði sem hann þar tileinkaði sér nýttust honum vel á lífsleiðinni. Rekstur eigin fyrirtækja varð hans ævistarf og á því sviði naut hann sín vel. Athugull og úrræða- góður á hverju sem gekk. Hann stóð fyrir rekstri af ýmsum toga, hafði með höndum veitingarekstur og greiðasölu um hríð og stofnaði síðar fyrirtækið Godda og rak það með syni sínum. Haraldur hafði mikið yndi af því að umgangast hesta. Hann festi kaup á jörð í Kjósinni ásamt fleirum og meðal þeirra skólabróður sínum. Þar naut hann þess að vera í tengslum við þessa vini sína fjarri skarkala höfuðstaðarins. Við skólabræðurnir kveðjum Harald með söknuði. Samveru- stundir okkar verða svipminni eft- ir að hans nýtur ekki lengur við. Afkomendum Haraldar Lýðs- sonar sendum við skólabræðurnir okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þórður H. Jónsson. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.