Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 57
frá 2008. Hún hefur kennt spænsku,
félagsfræði, tjáningu og kynjafræði
sem er í miklu uppáhaldi hjá henni,
enda gallharður femínisti.
Tekur fram skíði og gönguskó
María var mjög viðloðandi áhuga-
leikfélagið Hugleik á æsku- og ung-
lingsárunum í tengslum við móður
sína: „Mig langaði alltaf að starfa við
leikhús þó ekkert hafi orðið úr því.
Ég held samt að kennslan komist
býsna nærri leiklistinni. Ég er alla-
vega oft með hálfgert uppistand í
vinnunni.
Auk þess er ég tungumálanörd og
hef gaman af nýyrðasmíði og kveð-
skap. Önnur áhugamál mín hafa svo
aðallega snúist um skíðaferðir,
gönguferðir og ferðalög um heiminn.
En þessi áhugamál eiga það sam-
merkt að mér finnst ég ekki hafa
sinnt þeim nóg að undanförnu. Ég
fór töluvert á skíði hér áður fyrr en
hef því miður dregið úr því í seinni
tíð. Sama er að segja um gönguferð-
ir og ferðalög. Ég ætla því að taka
mig á í þessum efnum í tilefni þess
að ég er kominn á fertugsaldurinn.
Og taktu eftir því að ég segi fertugs-
aldurinn þó ég sé að verða fertug –
ekki fimmtugsaldur. Þetta er bjána-
leg málfarsregla hjá okkur Íslend-
ingum að tala um að vera kominn á
fimmtugsaldur þegar maður verður
fertugur. Þessu vil ég breyta.
Ég hef líka verið viðloðandi net-
miðilinn knuz.is og var í stutta stund
óvirkur ritstjórnarmeðlimur þar.
Svo má geta þess að í janúar á
þessu ári stökk ég til eftir skyndi-
hugdettu og náði mér í meirapróf á
stóra rútu og leigubíla. Ég fékk líka
harkararéttindi þannig að ég gæti
kallast óvirkur atvinnubílstjóri.“
Fjölskylda
Maður Maríu er Hrafnkell Tumi
Kolbeinsson, f. 28.3. 1971, fram-
haldsskólakennari. Hann er sonur
Þórunnar Friðriksdóttur framhalds-
skólakennara og Kolbeins Inga Ara-
sonar flugstjóra.
Börn Maríu eru Emil Ortiz, f. 6.9.
1995, og Lotta Lóa Ortiz, f. 3.9. 2002.
Stjúpbörn Maríu eru Andrea
Tumadóttir, f. 15.9. 2000, og Brand-
ur Logi Tumason, f. 9.4. 2008.
Systir Maríu er Lóa Hlín Hjálm-
týsdóttir, f. 4.2. 1979, teiknari og
söngkona með meiru.
Foreldrar Maríu eru Anna Kristín
Kristjánsdóttir, f. 2.8. 1949, sjúkra-
þjálfari og Tai Chi spesíalisti, og
Hjálmtýr Heiðdal, f. 14.12. 1945,
kvikmyndagerðarmaður.
Úr frændgarði Maríu Hjálmtýsdóttur
María
Hjálmtýsdóttir
Sigríður Guðrún Friðriksdóttir
húsfr. í Aratungu
Bergsveinn
Sveinsson
b. í Aratungu í
Steingrímsfirði
Kristján Jónsson
póst- og símstöðvarstj. á Hólmavík
Anna Jónsdóttir
fyrrv. kaupkona á Hólmavík, nú í Rvík
Anna Kristín Kristjánsdóttir
sjúkraþjálfari í Rvík
Jón Lýðsson
b. á Skriðinsenni
á Ströndum
Steinunn Jónsdóttir
húsfr. og ljósmóðir á Skriðinsenni
Bjarni Johnson
sýslumaður
Ólafur Johnson
stórkaupmaður
Sigríður Johnson
húsfr. í Rvík
Ingibjörg Einarsdóttir
leikkona
Einar Laxness
sagnfræðingur
Arnar Johnson
forstjóri
María
Heiðdal
fyrrv.
hjúkrunar-
stjóri Ásrún
Jörgensd.
húsfr. á
Vopnafirði
Lúðvík Hjálmtýsson
ferðamálastjóri
Hjálmtýr
Hjálmtýsson
bankamaður
og söngvari
Ingibjörg
Ólafsd.
húsfr.
Aðalsteinn
Ingólfsson
listfræðingur
og rith.
Harpa
Þórsdóttir
forstöðum.
Hönnunarsafns
Íslands
Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir
teiknari og
söngkona
Svanhildur Kristjánsdóttir
húsgagnasmiður
Steinunn Kristjánsdóttir
flugfreyja
Sveinn Bergsveinsson
prófessor og skáld í Berlín
Klara Arndal
blaðamaður og kennari
Jón Guðni Kristjánsson
framkvæmdastj. Lífeyrissjóðs
starfsm. sveitarfélaga
Fróði
Árnason
Lucinda Vilhemína Fr. Hansen Sigurðsson
húsfr. í Rvík, af Bernhöftsætt
Hjálmtýr Sigurðsson
kaupm. í Rvík
María Gyða Hjálmtýsdóttir
húsfr. í Rvík
Vilhjálmur Heiðdal
yfirdeildarstj. hjá Pósti og síma og fram-
kvæmdastj. Vistheimilisins í Víðinesi
Hjálmtýr Heiðdal
kvikmyndagerðarm. í Rvík
Jóhanna Sigríður
Jörgensd. Kjerúlf
húsfr.
Sigrún Hjálmtýsdóttir
óperusöngkona
Kristín Anna Valtýsdóttir
tónlistarkona
Páll Óskar Hjálmtýsson
söngvari
Gyða Valtýsdóttir
tónlistarkona
Sigurður Þorláksson Heiðdal
rith., skólastj. og forstöðumaður vinnuhælis á Litla-Hrauni
ÍSLENDINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Sigríður fæddist í Reykjavík15.11. 1919, dóttir ValgeirsJónssonar, húsasmiðs þar, og
Ingiríðar Dagmarar Jónsdóttur
húsfreyju.
Valgeir var sonur Jóns Sigurðs-
sonar, hafnsögumanns í Melshúsum
á Eyrarbakka, en Dagmar var syst-
ir Guðna Jónssonar prófessors, föð-
ur prófessoranna Bjarna og Jóns,
og Bergs lögfræðings, föður Guðna,
fyrrv. knattspyrnukempu.
Sigríður var gift Hjörleifi Bald-
vinssyni en varð ekkja 1963 og ól
upp börn sín þrjú, þau Dagmar
Völu dýralækni, Sigríði, PhD í líf-
tækni, og Ingólf verkfræðing.
Sigríður lauk íþróttakennaraprófi
1942, stundaði nám við University
of California í Berkley og lauk það-
an BA-prófi og MA-prófi í líkams-
og uppeldisfræði 1947, stundaði
nám við Columbia University, lauk
síðar M.Ed.-prófi í uppeldissálfræði
frá State Univesity of New York
1968 og doktorsprófi í þeirri grein
1974.
Sigríður kenndi við Íþróttakenn-
araskólann 1947-52, við KÍ 1948-74,
og var prófessor í uppeldis- og
kennslufræði við Kennaraháskólann
um hálfrar aldar skeið. Auk þess
hafði hún kennt og þjálfað fyrir
fjölda íþróttafélaga.
Sigríður varð fyrsti forstöðu-
maður Rannsóknastofnunar uppeld-
is- og menntamála 1981. Hún veitti
forstöðu fyrstu alþjóðlegu Pisa-
rannsókninni sem gerð var á Ís-
landi á læsi barna og ungmenna.
Að loknum löngum og farsælum
kennsluferli við KHÍ hóf hún söfn-
un og skráningu á dönsum og söng-
leikjum. Hún beitti sér m.a. fyrir
stofnun Þjóðdansafélags Reykjavík-
ur, var formaður þess um skeið og
kenndi dansa og setti upp danssýn-
ingar um áratuga skeið. Meðal rita
Sigríðar eru Gömlu dansarnir í
tvær aldir, útg. 1994, og Íslenskir
söngdansar í þúsund ár -Andblær
aldanna, útg. 2011. Hún starfaði í
Soroptimstaklúbbi Reykjavíkur og
var einn stofnenda Delta Kappa
Gamma á Íslandi. Hún var sæmd
fálkaorðunni árið 1990 fyrir störf að
uppeldis- og kennslumálum.
Sigríður lést 3.9. 2011.
Merkir Íslendingar
Sigríður Valgeirsdóttir
Laugardagur
80 ára
Björgvin Jónsson
Gunnar Þorvaldsson
75 ára
Margrét Jónsdóttir
Þorbjörg Höskuldsdóttir
70 ára
Birgir Lárusson Blöndal
Björg Jónsdóttir
Eiður Skarphéðinsson
Guðlaug Jóhannsdóttir
Jón J. Haraldsson
Ma Luzviminda Canada
Sigurður Ingólfsson
60 ára
Anna Jóna Pálmadóttir
Björn Júlíus Hannesson
Einar Már Kristinsson
Helga Hannesdóttir
Iðunn Antonsdóttir
Jón Björn Sigtryggsson
Magnús Guðmundsson
Margrét Lillian Skúladóttir
María Björg Filippusdóttir
Rakel Rut Ingvadóttir
Sólveig Steinsson
50 ára
Anna María Úlfarsdóttir
Dagný Sigurbjörg
Jónsdóttir
Felix Srecko Brezovsek
Gunnar Björn
Rögnvaldsson
Hafdís Dögg
Hafsteinsdóttir
Jón Björn Ævarsson
Katrín S. Guðjónsdóttir
Margrét Björnsdóttir
Már Guðlaugsson
Su Van Nguyen
40 ára
Gunnar Ingi Gunnarsson
Ívar Einarsson
Jóhanna Birna Einarsdóttir
Ólafía Harðardóttir
Valdimar Björn
Guðbjörnsson
30 ára
Einar Þór Haraldsson
Juan Carlos Suarez Leyva
Kristín Karlsdóttir
Noemi Rodriguez Peinado
Ricolito Rosario Mangubat
Vilhjálmur Louis Knudsen
Þorbergur Gíslason
Þórhalla Sigríður
Stefánsdóttir
Sunnudagur
90 ára
Guðrún Matthíasdóttir
Sigríður Sæbjörnsdóttir
85 ára
Jón Þorberg Valdimarsson
80 ára
Nói Marteinsson
Sigurður Daníelsson
75 ára
Elín Lilja Árnadóttir
Gísli Skúlason
Hilmar Skúlason
Hulda Bech
Jón Hermannsson
Lovísa Guðmundsdóttir
Þuríður Guðmundsdóttir
70 ára
Anna Halldóra Karlsdóttir
Inga Ragnarsdóttir
Laufey Eiríksdóttir
Svavar Sigmundsson
Sylvía Hallsdóttir
Þorvaldur Einar
Ragnarsson
60 ára
Aðalheiður G.
Guðmundsdóttir
Elísabet M. Ástvaldsdóttir
Eyjólfur Gunnarsson
Guðný Sveinlaug
Bjarkadóttir
Guðrún Jóna Óskarsdóttir
Jóhanna María Sk.
Sigurðardóttir
Jón Sigurðsson
Kristján Sveinsson
Mira Astrid Sorensen
Oddný Björg
Hólmbergsdóttir
Ragnheiður Óladóttir
Skul Yodsongtrakul
Wladyslaw Wikarski
Þórólfur Aðalsteinsson
50 ára
Anna I. Jónsdóttir
Arnar Yngvason
Eyjólfur Kristjónsson
Gestur Guðjónsson
Guðmundur Kristjánsson
Helga Sigurjónsdóttir
Jonna Hervör Vágseið
Karl Rúnar Sigurbjörnsson
Kristinn Ágúst Kristinsson
Sigrún Wiencke
40 ára
Ásgeir Bjarnason
Berglind Eiðsdóttir
Eva Jódís Pétursdóttir
Fanný Erna Maack
Gunnþórunn Einarsdóttir
Halldór Örn Kristjánsson
Lára Guðrún Jónsdóttir
Páll Hjálmarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigurjón Ingi Gíslason
30 ára
Andri Pétursson
Berglind Ólöf
Sigurvinsdóttir
Dagný Ómarsdóttir
Einar Bjarni Eyþórsson
Elísabet Tómasdóttir
Guðlaug Arnþr
Guðmundsdóttir
Kristján Hafliðason
Mari-Liis Remmel
Sigrún H. Jónsdóttir
Smári Jónas Lúðvíksson
Sylwia Kolenda
Thomas Andrew Edwards
Þorleifur Ólafsson
Til hamingju með daginn
Þegar þú kaupir bökunardropa frá
Kötlu, styður þú fjölfötluð börn til náms.
Sunnusjóður hefur í meira en 30 ár
aukið námsmöguleika fjölfatlaðra
barna. Katla er helsti bakhjarl sjóðsins.
DROPAR SEM
LOFA GÓÐU
www.sunnusjodur.is www.katla.is/dropar