Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðir íslenskir silfurmunir í 90 ár Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Falleg bók um matreiðslu eða útivist er góð jólagjöf. 22 13.11.2014 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Auglýsingar Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg Prentun Landsprent ehf. Náttúrulegu húð- og snyrti- vörurnar frá Sóley Org- anics eru dýrindi fyrir lík- ama og sál. Nýja andlitsvörulínan, Birta, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og gæti vel rat- að í pakka fyrir jólin. 14 „Hvað í veröldinni er hægt að gefa þessu ágæta fólki?“ Þetta er spurning sem stjórnendur og aðrir sem standa frammi fyrir því að þurfa að gleðja stóran hóp fólks spyrja sjálfa sig árlega á þessum tíma árs. Það er heldur ekki hlaupið að því að finna gjafir sem henta öllum enda viðtakendur oft- ast eins mismunandi og þeir eru margir. Og hvað gera bændur þá? Merkilegt nokk eru þónokkrir vöruflokkar til staðar sem fela í sér ýmsar sniðugar lausnir þegar kemur að áþekkum gjöfum fyrir hóp mismunandi fólks. Matur og drykkur gleður jafnan um jólin og lausnirnar þar eru býsna margvíslegar. Nytjalist af ýmsu tagi sem er til þess fallin að prýða heimilið og gleðja eigendur sína fellur að sama skapi iðu- lega í kramið. Snyrtivörur og allra handa með- ferðir sem bæta útlit og líðan eru gjafir sem all- flestum hugnast dável og bækur hitta iðulega í mark enda fáanlegar um allt sem nöfnum tjáir að nefna. Einnig má minna á texta í sígildu íslensku sönglagi þar sem við erum minnt á að gleyma ekki „þínum minnsta bróður“ og það er vert að hafa í huga. Árstíminn sem einkennist af ljósum og yl fyrir flest okkar er napurt skammdegi fyrir þá sem minna mega sín og það eru til ýmsar leiðir til að rétta þeim hjálparhönd fyrir jólin. Allar þessar leiðir eru viðraðar á eftirfarandi síðum jólagjafahandbókarinnar og er vonandi að slegið verði á valkvíða sem flestra er jólagjafakaup hafa með höndum. Það er nefnilega hægt að gleðja á svo ótalmarga vegu. Njótið vel og gleðilega hátíð. Morgunblaðið/Kristinn Kominn tími til að gefa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.