Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 Bragðgóðar jólagjafir fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Ekta íslenskt handgert konfekt. Kemur í glæsilegum gjafapakkningum. Vertu tímanlega fyrir jólin og pantaðu strax í dag Handverksb akarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is mosfellsbakari@mosfellsbakari.is keypt úti í búð. Frá sjónarhorni þiggjandans er hann þarna kominn með 40.000 kr. gjöf í hendurnar.“ Bendir Árni þannig á að auglýs- ingavörurnar geti verið góður kost- ur fyrir fyrirtæki sem þurfa að halda fast um pyngjuna þessi jólin en vilja ekki að starfsmönnum finn- ist þeir vera að fá ódýrari gjöf en í fyrra. Reyndar er þróunin í dag blessunarlega í þá átt hjá flestum að reksturinn leyfir aukið svigrúm til gjafakaupa og segir Árni pakkana verða ögn dýrari ár frá ári eftir að hafa tekið dýfu strax eftir hrunið margumtalaða. „Þó svo að fyrirtækjum beri eng- in skylda til að gefa starfsmönnum jólagjafir þá er þessi siður hafður í heiðri á öllum vinnustöðum sem ég þekki til. Upphæðirnar sem settar eru í gjafirnar geta hins vegar verið mjög breytilegar eftir fyrirtækjum, stærð þeirra, starfssviði og sam- setningu starfsmannahópsins,“ út- skýrir Árni. „Eftir hrunið virtist t.d. að færð- ist í aukana að fyrirtækin gæfu mat- arkörfur og hugsunin þá að heim- ilunum veitti ekki af smá búbót. Nú hefur þessi tilhneiging gengið mikið til baka.“ Þrjú algeng verðbil Árni segir langflest fyrirtæki gefa gjafir sem falla nálægt þremur verðbilum: 5.000 kr., 10.000 kr. og 15.000 kr. „Þar sem starfsmennirnir eru mjög margir vill oft verða minna úr að moða fyrir hverja gjöf á meðan gjafirnir eiga það til að stækka hjá minni félögum. Í há- launageirum eins og fjármála- starfsemi sjáum við gjafir við dýrari enda skalans, og svo stöku tilvik þar sem jólagjöfin kostar 20.000 og jafn- vel 30.000 kr.“ Í þeim tilvikum sem fyrirtæki gefa bestu viðskiptavinunum líka gjafir segir Árni að reglurnar séu oft aðrar. „Á meðan starfsmenn fá matarkörfur eða harðan pakka með einhverju fallegu þá fá við- skiptavinir iðulega eitthvað smátt og upplífgandi, eins og vínflösku og karöflu, eða þá eitthvað sem tengist með beinum hætti því sem viðkom- andi starfar við.“ ai@mbl.is Áherslur „Á meðan starfs- menn fá matarkörfur eða harðan pakka með ein- hverju fallegu þá fá við- skiptavinir iðulega eitthvað smátt og upplífgandi, eins og vínflösku og karöflu,“ segir Árni Einarsson. Upphæðirnar sem settar eru í gjafirnar geta hins vegar verið mjög breyti- legar eftir fyrirtækjum, stærð þeirra, starfssviði og samsetningu starfs- mannahópsins Morgunblaðið/Ómar Segir Árni góða reglu að gera einfalda þarfa- greiningu áður en stjórnendur velja gjafirnar í pakkann. Allir vilja auðvitað gefa gjöf sem hittir í mark. „Þarf t.d. að skoða hvernig kynja- og ald- ursskipting starfsmannahópsins er. Flestir vilja samt að gjöfin komi á óvart og þykir ekki við hæfi að spyrja starfsfólkið hreint út hvað það langar í. Á stórum vinnustað er við því að búast að alltaf verði einhverjir sem ekki eru hæstánægðir með gjöfina en ef 80-90% eru sátt er hægt að segja að tekist hafi mjög vel til við val á gjöf- inni.“ Þegar stjórnendur hafa samband í gjafaleit biður Árni þá að tilgreina hvaða upphæð þeir eru reiðubúnir að eyða í gjöfina og svo lýsa hvernig starfsmannahópurinn er samsettur. „Við komum þá með 4-5 hugmyndir að gjöfum fyrir stjórn- andann að velja úr.“ Árni segir pantanir þurfa að berast í seinasta lagi í fyrstu viku desember ef hægt á að vera að tryggja að vörurnar verði tilbúnar í tíma og merktar á þann hátt sem kaupandinn vill. „Við eigum ákveðnar vörur til á lager en aðrar pönt- um við beint frá birgjum í Evrópu og þarf að hafa hæfilegan fyrirvara á.“ Starfsmenn Margt smátt sjá um að pakka gjöfinni inn og merkja ef þess er óskað „Við- skiptavinurinn þarf bara að taka upp símann og panta, og við sjáum um allt hitt frá A til Ö.“ Ólíkir hópar vilja ólíka hluti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.