Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn ræða blöndu jurta sem eru sér- lega næringarríkar og gefa lík- amanum stóran skammt bæti- efna. Hefur Græna bomban að geyma jurtina spirulina sem inni- heldur m.a. 18 amínósýrur, járn, joð og vítamín. Er einnig byggg- ras í bombunni, auðugt af kalki, magnesíum og C-vítamíni; stein- selja með beta-karótíni og fól- insýru, og chlorella sem er m.a. lifrarhreinsandi og brennsluör- vandi.“ Segir Kolbrún að mörgum sem nota Grænu bombuna reglulega þyki þessi blanda næringarefna gefa aukna orku og vellíðan. „Er hægt að velja milli dufts í hylkj- um og svo dufts í krukku sem má t.d. bæta út í bústið.“ Saltið gerir húðina mjúka Af dekurvörunum nefnir Kolbrún fyrst saltskrúbbið sem Jurta- apótekið framleiðir með salti frá Saltverki Reykjaness. „Saltinu böndum við saman við olíur með keim af appelsínu, sítrónu og pip- armyntu. Sumum þykir ilmurinn minna á konfekt,“ útskýrir hún. „Þetta saltskrúbb ber fólk á sig inni í sturtunni eða ofan í bað- karinu og skolar svo af með vatni. Olíu- og saltblandan hreinsar húðina og nærir, fjar- lægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka.“ Talandi um salt þá blandar Kolbrún einnig baðsalt eftir kúnstarinnar reglum. Framleiðir hún þrjár tegundir: Urðarbrunn, Mímisbrunn og Þrymheim. „Þar nota ég bæði salt frá Saltverki og svo steinefnaríkt Dauðahafssalt. Út í blönduna fer einnig mat- arsódi sem gerir baðvatnið ögn basískara og ilmkjarnaolíur sem ýmist róa, örva eða vinna gegn bólgum.“ Úrvalið er líka mikið af fegr- andi kremum. Kolbrún blandar fljótandi andlitsnæringarkrem fyrir bæði karla og konur og krem sem ætlað er að draga úr einkennum húðvandamála á borð við rósroða. Öll eru kremin laus við fylliefni og rotvarnarefni og aðeins notuð lífræn innihaldsefni í framleiðsluna. „Andlitsnæringin gefur húðinni raka með aloe vera-safa og fitu úr jojoba-olíu. Hún inniheldur líka rósaberjaolíu sem fær hrukk- urnar til að grynnka og hafþyrn- isolíu sem veitir létta sólarvörn.“ Rósavatn er líka mikill undra- vöki og gerir líkamanum gott bæði að utan og innan. „Rósavatn er gott að not sem andlitsvatn og hressir, örvar og styrkir húðina. Rósavatnið er upplífgandi og endurnærandi á húðina, en má líka taka inn til heilsubótar og nota í matargerð.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Flögur Saltskrúbbið Gull- inbursti gerir húðina mjúka. Slétt Rósavatn er mikil undravara, jafngóð inn í líkamann sem utan. Þetta saltskrúbb ber fólk á sig inni í sturtunni eða ofan í baðkarinu og skolar svo af með vatni. Olíu- og saltblandan hreinsar húðina og nærir, fjarlægir dauðar húðfrumur og skilur húðina eftir silkimjúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.