Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ S nyrtistofan Morgunfrú býður upp á allar almennar snyrti- og dekurmeðferðir. „Andlitsmeðferðirnar eru sérstaklega vinsælar og þær eru það sem við leggjum hvað mesta áherslu á,“ segir Erla Kristín. „Við bjóðum bæði upp á ávaxtasýru- meðferðir, sem segja má að séu einskonar „búst“ fyrir húðina, og svo einnig hinar hefðbundnu and- litsmeðferðir með góðu slök- unarnuddi og lúxusandlitsmaska af bestu gerð.“ Að fá nýju húðina fram Erla Kristín útskýrir að ávaxta- sýrumeðferðin endurnýi húðina sér- staklega vel og vinni á húðflögnun. „Með þessari meðferð erum við að fjarlægja dauðar húðfrumur og fá um leið nýju húðina fram. Þar af leiðandi verður húðin miklu heil- brigðari, með meiri raka og í betra jafnvægi, litarhátturinn jafnast og fólki líður í stuttu máli sagt alveg dásamlega vel að ávaxtasýru- meðferð lokinni. Þessari meðferð er óhætt að mæla með fyrir alla.“ Erla Kristín bætir því við að snyrtistofan noti vörur frá Murad við ávaxta- sýrumeðferðirnar, og þær segir hún einfaldlega bestu vörurnar á mark- aðnum fyrir slíkar meðferðir enda séu þær mjög virkar og innihaldi allar bæði AHA og BHA sýrur. „Allir sem koma í slíka meðferð hjá okkur, koma aftur. Þeir sem prófa einu sinni og upplifa tilfinninguna koma reglulega þaðan í frá til að fríska upp á húðina í andlitinu, gjarnan eftir sumarið eða í upphafi árs. Fólk fléttar þetta oft saman við árstíðaskiptin, lyftir sér upp, und- irbýr húðina fyrir nýja árstíð og frískar hana alla upp.“ Herrarnir duglegir við að mæta Erla Kristín segir það ánægju- lega þróun hvað karlmenn séu í auknum mæli meðal viðskiptavina hennar og þá í tengslum við margs konar þjónustu. „Þeir koma gjarnan til dæmis til að láta lita augnhárin, auk annarra húð- og snyrti- meðferða,“ bendir hún á. Erla segir að framan af hafi hérlendir karl- menn þráast við og verið tregir í taumi að koma á snyrtistofu. Þegar þeir mæti hins vegar á annað borð sjái þeir og finni muninn og þar með sé ísinn brotinn og þeir bætist í kúnnahópinn í kjölfarið. „Engu að síður eru herramennirnir yfirleitt duglegir við að mæta í fótsnyrtingu og einnig eru herra-andlitsböð og ávaxtasýrumeðferðir sífellt vinsælli. Í öllu falli er gaman að sjá að það er greinileg aukning hjá herrunum.“ Morgunfrúin og nafnið Snyrtistofan er þriggja ára um þessar mundir og eins og Erla Kristín bendir á er markmiðið ávallt að veita einlæga og góða þjónustu. Nafnið á stofunni - Morg- unfrú - vekur óneitanlega nokkra eftirtekt og Erla útskýrir tilurð þess. „Nafnið vísar í blómið Morg- unfrú, einnig þekkt sem calendula,“ útskýrir hún og bendir einnig á að blómið sé mikið notað í húð- og snyrtivörur á borð við andlitsolíur og rakagefandi krem. Það er því ákaflega rökrétt tenging falin í nafninu, „og ég veit til þess að margir hafa ratað hingað inn út af nafninu á stofunni.“ Dekurpakkar til jólagjafa Hjá Morgunfrú má fá gjafabréf fyrir allar helstu dekur- og snyrti- meðferðir og í því sambandi bendir Erla sérstaklega á dekurpakka sem stofan hefur sett saman. Pakkarnir samanstanda af meðferðum á borð við andlitsmeðferðir, fótsnyrtingu, handsnyrtingu, nudd og fleiru. „Í boði eru þrír mismunandi pakkar sem innihalda nokkrar meðferðir og eru þær á sérstaklega hagstæðu verði í pökkunum. Viðtakandi notar svo meðferðirnar þegar honum eða henni hentar. Hægt er ennfremur að kaupa tvöfaldan pakka í jólagjöf og þá er fólk í reglulegu dekri hjá okkur nokkurn veginn út nýárið,“ segir Erla Kristín og brosir. Hljómar eins og gjöf sem gefur og gefur, og Erla tekur undir það. „Þetta er, þegar allt kemur til alls, besta gjöfin.“ jonagnar@mbl.is Dekur fyrir allt árið Það færist í vöxt að gefa hvers kyns dekur og slökun í gjafir til starfs- manna, viðskiptavina og kunningja. Slík vellíðan ratar ennfremur æ oftar í pakkana til herranna, segir Erla Kristín Sverr- isdóttir, snyrtifræðingur og eigandi á snyrtistof- unni Morgunfrú. Ávaxtasýrumeðferð „Húðin verður miklu heilbrigðari, með meiri raka og í betra jafnvægi, litarhátturinn jafnast og fólki líður í stuttu máli sagt alveg dásamlega.“ Morgunblaðið/Þórður Vellíðan „Fólk fléttar þetta oft saman við árstíðaskiptin, lyftir sér upp, undirbýr húðina fyrir nýja árstíð og frískar hana alla upp,“ segir Erla Kristín Sverrisdóttir (t.v.), snyrtifræðingur og eigandi snyrtistofunnar Morgunfrú, um ávaxtasýrumeðferðir sem lögð er áhersla á. Til hægri á myndinni er Valdís Björk Geirsdóttir, nemi. Þeir sem prófa einu sinni og upplifa tilfinninguna koma reglulega þaðan í frá til að fríska upp á húðina í andlitinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.