Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Gjafakort Argentínu steikhúss fyrir starfsfólkið eða ástvinina JÓLAGJÖF sem bragð er afBarónsstíg 11 101 Reykjavík Upplýsingar á argentina.is eða í síma 551 9555 Þ að fer einstaklega vel á því að setja ísenska hönnun í jólapakkann. Eitthvað fal- legt og nytsamlegt, eða ein- faldlega snotur skratumunur, er glaðningur sem fellur í kramið. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína og byggt upp breiða vörulínu. Er Sveinbjargar-merkið í dag orðið þekkt meðal unnenda fal- legrar íslenskrar hönnunarvöru. Úrvalið má sjá í netversluninni á slóðinni sveinbjorg.is en vörurnar fást í völdum hönnunarverslunum víða um land og einnig í hönn- unarverslunum annars staðar á Norðurlöndum og víðar. Gamall draumur Sveinbjörg hafði starfað sem mynd- listarkennari um langt skeið þegar hún loks lét gamlan draum rætast og gerði hönnunina að sínu að- alstarfi. Ásamt dóttur sinni, Fjólu Björk Karlsdóttur viðskiptafræð- ingi, rekur hún verkstæði og versl- un á Njarðarnesi 4 á Akureyri. „Meðgangan var æði löng. Eftir að hafa menntað mig sem kennari hélt ég til Danmerkur að læra text- ílhönnun. Örlögin höguðu því þann- ig að ég sneri fljótlega aftur heim til Íslands, fór í málaradeild MHÍ og starfaði síðan sem myndlist- armaður og kennari í hartnær tvo áratugi.“ Smám saman fikrar Sveinbjörg sig meira og meira út í hönnun og á endanum afræður hún að fara á rekstrar- og stjórnunarnámskeið hjá Brautargengi á Akureyri. „Ég hafði ýmsar hugmyndir að fallegum vörum sem væri hægt að markaðs- setja en þekkti ekki nógu vel til þess hvernig ætti að reka fyrirtæki. Þá hófst upp- bygging rekstrarins smátt og smátt. Síðan var ég svo heppin að fá dóttur mína inn í verkefnið með mér, sem skiptir sköpum,“ segir Svein- björg. Vandaðar vörur Ýmissa grasa kennir í vöruúr- vali Sveinbjargar. Er þar meðal annars að finna eiguleg- ar vörur úr postulíni, s.s. bolla og diska, forláta birkibakka, fagurlega útskorna kertastjaka úr stáli, rúmföt, viskustykki og dúka, hlýleg ullarteppi, mjúka ull- artrefla og óhefðbundið, fallegt skraut úr plexígleri. Áhrif frá náttúrunni eru greinileg í hönnuninni og ber mikið á bæði blómamynstri og fuglum. Svein- björg segist hafa áttað sig á, þegar línan var í mótun, að hún var að sækja innblástur í það umhverfi sem hún ólst upp í. „Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp í Vest- mannaeyjum og var í sveit á sumrin hjá afa og ömmu í Þingeyjarsýslu. Náttúran sem ég upplifði þar fór að birtast í hönnuninni og fuglarnir sem mér þykir hvað vænst um, eins og himbriminn, þrösturinn og hrafninn. Fiskurinn fór líka að birt- ast, enda flæddi allt í fiski í Vest- mannaeyjum þegar ég var barn.“ Á öllum verðbilum Sveinbjörg segir ýmsar lausnir í boði í fyrirtækjagjöfum. Gott er að reyna fyrst að lesa í strafs- mannahópinn og fá þannig sem gleggsta mynd af því hvaða vörur ættu að falla í kramið. „Við leggjum áherslu á mikil gæði í allri okkar framleiðslu og um leið að bjóða upp á vörur sem spanna breitt verðbil. Er hægt að fá hjá okkur ódýra skrauthluti og húsmuni yfir í stærri og veglegri gjafir eins og ull- arteppin.“ Innpökkunarþjónusta er í boði og getur hönnunin frá Sveinbjörgu staðið ein sem gjöf eða verið hluti af stærri pakka. „Fallegur postulíns- bolli eða skraut úr plexígleri getur t.d. átt vel heima í matarkörfunni,“ segir hún. Sveinbjörg bendir líka á að ís- lensk hönnunarvara henti í jóla- pakka til erlendra starfsmanna og viðskiptavina. „Útlendingum þykir oft íslensk hönnun mjög sérstök og kunna vel að meta slíka jólagjöf. Þá eru vörurnar mínar líka léttar, flestar eru undir kíló á þyngd og því ekki mikill vandi að senda þær sem gjafir út í heim.“ ai@mbl.is Fagrir fuglar og blóm Hönnun Sveinbjargar Hallgrímsdóttur sækir innblástur í náttúruna sem hún ólst upp við. Íslensk hönnunarvara er meðal annars kjörin til að senda til viðskipta- vina og samstarfs- manna erlendis. Ljósmyndari/Auðunn Níelsson Krummi „Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum og var í sveit á sumrin hjá afa og ömmu í Þingeyjarsýslu. Náttúran sem ég upplifði þar fór að birtast í hönnuninni og fuglarnir sem mér þykir hvað vænst um,“ segir Sveinbjörg. Mýkt Textílvaran er falleg og hlýleg. Ylur Hvað á betur við sem jólagjöf en hlýtt teppi sem prýði er af? Fagur Fiskur í hlutverki kertastjaka. Útlendingum þykir oft íslensk hönnun mjög sérstök og kunna vel að meta slíka jólagjöf. Þá eru vörurnar mínar líka léttar, flestar eru undir kíló á þyngd og því ekki mikill vandi að senda þær sem gjafir út í heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.