Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ S óley Elíasdóttir hóf korn- ung að búa til sín eigin jurtasmyrsl í anda for- feðra sinna, langafa síns, Erlings Filipussonar grasalæknis, og langalangömmu sinnar, Þórunnar Gísladóttur, Grasa-Þórunnar. Árið 2007 stofnaði hún fyrirtæki sitt Sóley Organics og byrjaði í eldhúsinu heima með þróun og framleiðslu á græðandi smyrslum úr íslenskum jurtum. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað, vöruúrvalið aukist jafnt og þétt og nú, sjö árum síðar, kynnir Sóley til sögunnar nýja andlitslínu fyrir konur á miðjum aldri, undir heitinu Birta. „Við erum stolt af Birtu. Hún er fyrsta náttúrulega, íslenska andlits- línan, unnin úr íslenskum jurtum, sem ætluð er konum um miðjan ald- ur, þegar húðin er aðeins tekist að þreytast,“ segir Sóley, sem bæði stýrir fyrirtækinu og kemur að framleiðslunni. „Birta er spennandi nýjung sem við höfum verið að þróa um nokkurt skeið, en hún er unnin úr íslenskum jurtum, þara, aprí- kósukjarnaolíu og síðast en ekki síst plöntunni hafþyrni, sea buckthorn, sem er afar rík af andoxunarefnum og ómega-fitusýrum. Útkoman er frábær, náttúruleg snyrtivörulína sem hægir á öldrun húðarinnar, eyk- ur rakainnihald hennar og dregur úr þreytuáhrifum. “ Spurð út í upphafið, tilraunir og smyrslagerð á unglingsárunum, seg- ir Sóley ríka hefð fyrir grasalækn- ingum í fjölskyldunni, langt aftur í ættir, og hún hafi snemma orðið fyr- ir áhrifum. „Ég bý auðvitað að dýr- mætri þekkingu margra ættliða á ís- lenskum jurtum og lækningum byggðum á þeim, og studdist meðal annars við lítið kver um grasalækn- ingar sem Erlingur langafi gaf út á sínum tíma, þegar ég hellti mér út í stofnun fyrirtækis 2007. Sóley Organics-húðvörurnar eru hreinar og náttúrulegar, unnar úr ís- lenskum jurtum, án allra aukaefna og umhverfisvænar. Framleiðslan fer öll fram á Íslandi og varan er að langstærstum hluta úr lífrænu hrá- efni. Ég byrjaði með tvær tegundir af græðandi smyrslum, Græði og Kysstu mig, og það kom mér hálf- vegis á óvart hvað viðtökurnar voru góðar. Snyrtivörulínan þróaðist í framhaldi af því og inniheldur úrval af húðvörum, hárvörum og sápum. Á allra næstu dögum kemur svo Birta á markað en andlitslínan sam- anstendur af þremur tegundum; húðnæringu í formi olíu, dag/ kvöldkremi og augnkremi. Um leið kynnum við nýjan söluvef, soleyorg- anics.com, sem er bæði á ensku og íslensku og mun aðgengilegri og notendavænni en gamli vefurinn.“ Handtíndar jurtir Aðspurð segir Sóley fjórar jurtateg- undir aðaluppistöðuna í vörum Sóley Organics. „Við notum fyrst og fremst birki, víði, sortulyng og val- humal og handtínum allt sjálf, í líf- rænt vottuðu skóglendi í Árnes- sýslu. Við notum sumartímann vel, förum margar ferðir út í sveit og fyllum heilu sængurverin. Úr þess- um gjöfum jarðar, úr hreinni og ómengaðri íslenskri náttúru, bý ég til jurtaveigar og á þeim byggist öll vörulínan. Varan er fyrst og fremst seld í heilsuvörubúðum, ásamt nokkrum sérverslunum. Við leggj- um höfuðáherslu á umhverfisvænan rekstur og notum fyrst og fremst líf- rænt hráefni, varan er framleidd í heimabyggð, á Grenivík, og allar umbúðir eru endurnýjanlegar. Við kynningu á Birtu teflum við fram þremur glæsilegum konum sem eru andlit nýju húðlínunnar, og þær voru ekki valdar af handahófi. Tristan Gribbin er danshugleiðslu- kennari, Guðbjörg Gissurardóttir er ritstýra og eigandi tímaritsins Í boði náttúrunnar, og hönnuðurinn Unnur Valdís Kristjánsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir Float-vörulínu sína sem býður upp á fljótandi djúp- slökun í vatni. Allar þrjár eiga það sameiginlegt að hafa tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl, hugsa vel um líkama og sál, velja lífrænt og vera meðvitaðar um umhverfisvernd – allt fellur þetta vel að ímynd Birtu og um leið Sóley Organics.“ Lítil hugmynd Fyrirtækið flutti nýlega í nýtt og stærra húsnæði við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem nú eru á ein- um stað verslun, skrifstofur og vörulager. Sóley segist ekki geta annað en verið sátt við vöxt fyr- irtækisins, sem hafi aukist ár frá ári. „Tekjur af sölu erlendis eru nú um helmingur af veltunni. Sala í gegn- um vefverslun fer að stærstum hluta fram í Bandaríkjunum, en erlendir söluaðilar eru aðallega í Noregi og Svíþjóð. Nú horfum við til Bret- landsmarkaðar og framundan, á nýju ári, er þátttaka í stórri heilsu- vörusýningu í London.“ Stolt af Birtu Ný andlitsvörulína úr íslenskum jurtum, fyrir konur á miðjum aldri, er væntanleg á markað á næstu dögum undir merkjum Sóley Organics. Húðvörur fyrirtækisins hafa fengið mjög góðar viðtökur á liðnum árum, bæði hérlendis og erlendis, og nú beinist athyglin að Bretlandsmarkaði. Við notum fyrst og fremst birki, víði, sortulyng og vallhumal og handtínum allt sjálf, í lífrænt vottuðu skóglendi í Árnessýslu. Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Jólagjöf sem vermir Hlýr og notalegur ullarfatnaður á góðu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.