Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ Þ egar kemur að því að gefa bók í jólagjöf segir Hildur Hermóðsdóttir geta verið töluverðan mun á því hvern- ig bók fer í pakkann, eftir því hvort um er að ræða fyrirtækisgjöf eða gjöf milli vina og ættingja. „Ef um starfsmannagjöf er að ræða eða gjöf til viðskiptavina þá er algengast að handbækur af ýmsu tagi verði fyrir valinu, s.s. upp- skriftabækur og útivistarbækur. Að gefa t.d. skáldsögu eða ævisögu kall- ar á að þekkja nokkuð vel bóka- smekk og áhugasvið viðtakandans og betur á færi nánustu aðstandenda að finna rétta titilinn.“ Hildur er útgefandi hjá Sölku en forlagið gefur árlega út á bilinu 30- 40 titla og er rík áhersla á hand- bókaútgáfu. Gengið um landið Bendir Hildur á marga áhugaverða titla á þessu ári sem hentað geta sem fyrirtækisgjöf. „Undanfarin ár höf- um við gefið út eina bók á ári í bóka- röðinni 25 gönguleiðir. Byrjaði bóka- röðin á höfuðborgarsvæðinu og síðan bættust við Reykjanes, Snæ- fellsnes, Hvalfjörður og í ár er það Borgarfjörður. Hafa þessar hand- bækur fengið góðar viðtökur enda mikill áhugi í samfélaginu á útivist og göngum.“ Fyrir þremur árum kom út upp- skrifta- og fróðleiksritið Stóra villi- bráðarbókin eftir Úlfar Finnbjörns- son meistarakokk. Matgæðingar glöddust yfir þessu yfirgripsmikla riti, sneisafullu af þekkingu. „Nú er komin út Stóra alifuglabókin í sama broti. Eins og nafnið gefur til kynna kafar Úlfar nú ofan í allt sem hefur að gera með verkun og matreiðslu á kjúklingum, gæs, önd, kalkúna og öðrum matfugli. Algjör eðalbók fyrir sælkera,“ segir Hildur. Síðustu misserin hefur mikið verið skrifað og skrafað um umhverf- isvænan lífsstíl, bættar neysluvenjur og hvernig draga má úr matarsóun. Bókin Vakandi veröld - ástaróður er því svo sannarlega rétt bók, á rétt- um stað og á réttum tíma. „Ef fyr- irtæki hafa áhuga á að stíga græn skref er gott að muna að fyrstu skrefin eru yfirleitt stigin heima. Þessi bók vekur alla til með- vitundar. Þar fjalla þær Margrét Marteinsdóttir og Rakel Garð- arsdóttir bæði um hvernig við getum nýtt betur mat og aðrar vörur sem við kaupum og lifað í betri takti við náttúruna. Æ stærri hópur er með- vitaður um gildi þess að halda um- hverfisáhrifum okkar í skefjum og hluti af heilbrigðu líferni er að nota vörur og matvæli sem innihalda sem minnst af óæskilegum aukaefnum. Þetta og margt fleira fjalla þær Margrét og Rakel um af mikilli þekkingu.“ Til að sökkva sér ofan í í jólafríinu Hildur segir hægt að fara ýmsar leið- ir þegar kemur að gjafapöntunum fyrir starfsmannahópa. Er t.d. pökk- unarþjónusta í boði og fátt ómögulegt þegar kemur að því að tvinna bóka- gjöfina saman við aðrar gjafir. Geti t.d. verið upplagt að gefa í einum pakka gönguskó og gönguleiðabók eða hnífasett og matreiðslubók. „Oft er líka innpökkuð bók höfð með stærri gjöfum eins og matarkörfum svo fólk hafi bæði eitthvað gott til að snæða og skemmtilegt rit til að sökkva sér ofan í í jólafríinu.“ Að sögn Hildar fá stjórnendur góða aðstoð við að finna réttu bókina. „Oft er gefandinn með ákveðna verð- hugmynd og komum við með tillögur að bókum í samræmi við það. Bæk- urnar sem við leggjum til taka þá mið af samsetningu starfsmannahópsins svo að meiri líkur en minni eru á að gjöfin hitti í mark.“ ai@mbl.is Matreiðslu- eða útivistarbók er sniðug gjöf Í úrvalinu hjá Sölku þessi jólin er meðal annars að finna öndveg- isrit Úlfars Finnbjörns- sonar, Stóru alifugla- bókina, og bók Margrét- ar Marteinsdóttur og Rakelar Garðarsdóttur um umhverfisvænan og sóunarlausan lífsstíl. Morgunblaðið/Kristinn Hreyfing „Undanfarin ár höfum við gefið út eina bók á ári í bókaröðinni 25 gönguleiðir. Hafa þessar handbækur fengið góðar við- tökur enda mikill áhugi í samfélaginu á úti- vist og göngum.“segir Hildur. „Oft er líka inn- pökkuð bók höfð með stærri gjöfum eins og matarkörf- um svo fólk hafi bæði eitthvað gott til að snæða og skemmtilegt rit til að sökkva sér ofan í í jólafríinu.“ Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðir íslenskir silfurmunir í 90 ár Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri. Það er margt sem gerir bók að góðri jólagjöf. Hildur nefnir til dæmis að vönduð bók er ekki dýr en engu að síður eigu- legur gripur. Er ánægjulegt að fletta vel skrifaðri bók og gjöfin getur verið mjög hagkvæm ef um handbók er að ræða. Uppskriftabækur eru mjög öruggur valkostur enda virðast flest heimili ekki geta eignast of mikið af slíkum bókum, þær fá iðulega heiðurssess í eldhúsinu og eru mik- ið notaðar. „Bók er líka hentug gjöf fyrir fyrirtæki sem eiga starfs- menn og viðskiptavini dreifða um allt land eða um allan heim. Matargjafir þola illa langa flutninga og margir aðrir hlutir geta verið viðkvæmir í meðförum eða kallað á dýrt póstburðargjald. Bók er gjöf sem auðvelt er að pakka og ganga vel frá fyrir sendingu hvert á land sem er.“ Bókagjöf getur hentað sérlega vel til að gleðja útlend- inga og t.d. gefið þeim skemmtilega innsýn í sögu landsins og sérkenni: „Við bjóðum upp á nokkuð marga titla á ensku. Bókin Silver of the Sea safnar t.d. saman fróðleik um allar fisk- tegundir sem veiðast við Ísland ásamt uppskriftum fyrir hverja tegund. Bókin er ríkulega myndskreytt, sneisafull af fræðandi efni og ljúffengum réttum,“ segir Hildur. „Má einnig nefna bækur á borð við ljósmyndabókina Iceland 360°, mjög fallegt verk þar sem farin er hringferð um land- ið í ljósmyndum. Delicious Iceland er önnur góð gjafabók með blöndu af fallegum landslagsmyndum og íslenskum uppskriftum. Að lokum vil ég nefna Aðventu, gullfallega ljósmyndabók með vísun í Aðventu Gunnars Gunn- arssonar, sem er fáanleg á íslensku, ensku og þýsku, og er sannarlega jólaleg jólagjöf.“ Auðvelt að senda út í heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.