Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Þ egar kemur að því að merkja jólagjafirnar til starfsmanna og bestu við- skiptavinanna segir Árni Esra Einarsson að „minna sé meira“. „Það passar ekki við sumar vörur að merkja þær, eins og t.d. hnífasett sem fólk vill alla jafna hafa uppi við í eldhúsinu. Þegar kemur að fatnaði kemur oft best út að hafa merking- arnar lágstemmdar, t.d. með því að sauma merki fyrirtækisins með þræði sem er í sama lit og flíkin. Merkingin er enn til staðar en samt ekki svo áberandi að fólki líði eins og gangandi auglýsingaskilti.“ Árni er eigandi og markaðsstjóri Margt smátt ehf., en fyrirtækið hef- ur í 26 ár sérhæft sig í að bjóða upp á úrval auglýsingavara. Nýlega tók Margt smátt yfir rekstur sam- keppnisaðilans Tanna og jók þar með vöruframboðið enn frekar. Golftí og loftbelgir Að sögn Árna er hægt að finna fyr- irtækjagjafir í öllu verðflokkum og um að ræða vörur sem geta staðið einar og sér sem eiguleg gjöf eða verið viðbót við t.d. gjafakort eða matarkörfu. „Við seljum allt frá golftíum og upp í loftbelgi, frá virtum framleið- endum, og með nær ótakmarkaða möguleika við merkingar.“ Árni segir þrjá vöruflokka vinsælasta þegar kemur að jól- gjöfum: fatnað, vörur til ferða- laga og útivistar og svo ýmis hagnýt raftæki. „Íþróttatösk- ur, flugfreyjutöskur og vand- aðar yfirhafnir eru meðal þess sem lendir í jólapakk- anum. Sniðugir aukahlutir fyrir snjallsíma eiga líka upp á pallborðið, s.s. Bluetooth- ferðahátalarar og hleðslu- bankar.“ Reiknar Árni raunar með að ferðahátalararnir og hleðslu- bankarnir verði með söluhæstu gjöfunum í ár. „Allir eiga í dag snjallsíma og Bluetooth-hátalari virðist koma að gagni á öllum heim- ilum. Sama gildir um hleðslubank- ana sem koma sér vel ef farið er að ganga mjög á hleðslu símans þegar dagurinn er hálfnaður eða ef stendur til að fara í langt ferða- lag þar sem ekki er hægt að stóla á að komast í raf- magnsinnstungu.“ Hlutur sem end- ist og nýtist Árni segir margt gera auglýs- ingavörur að snið- ugum kosti sem starfs- manna- jólagjöf. Er t.d. um var- anlegan hlut að ræða sem þiggjandinn á og notar væntanlega lengi. Segir hann kjörið að lauma ein- hverju slíku ofan í klassísku mat- arkörfurnar svo fólk hafi eitthvað til að minna á gefandann löngu eftir að hamborgarhryggurinn, konfektið og hátíðakaffið er búið. „En svo er líka raunin að gera má mjög góð kaup og færa þiggjand- anum mjög veglega gjöf með minni tilkostnaði en þiggjandinn kannski gerir sér grein fyrir. Þannig getur t.d. fyrirtæki fengið hjá okkur vand- aða dúnúlpu á, segjum, 12.000 kr. en samskonar úlpa kostar kannski 35.000 eða 40.000 kr. þegar hún er Vegleg gjöf á hagstæðu verði Hægt að fá mikið fyrir peninginn þegar auglýs- ingavara er valin í jóla- pakkann. Gott að gæta hófs við merkingar og gera einfalda þarfa- greiningu á starfs- mannahópnum Skemmuvegur 6 200 Kópavogur Sími 552 8400 www.valfoss.is Glæsilegar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina Við pökkum inn, merkjum og sendum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.