Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
FACEBOOK.COM/KRINGLAN.ISKRINGLAN.IS
Gjafakort Kringlunnar er gjöf af öllu hjarta. Þú færð kortið
á þjónustuborði á 1. hæð við Hagkaup eða á kringlan.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
GJÖF AF ÖLLU
HJARTA
G
jafavöruverslunin Líf &
List í Smáralind á ófáa
fastakúnna. Frá því
verslunin var opnuð ár-
ið 2002 hafa neytendur
uppgötvað að þar er hægt að
ganga að því vísu að finna fallega
og eigulega hönnunarvöru frá
þekktum evrópskum framleið-
endum.
Ár hvert útbýr Líf & List jóla-
gjafabækling fyrir atvinnulífið þar
sem gefur að líta fimmtíu góða
gjafakosti sem líklegir eru til að
hitta í mark hjá starfsmönnum og
viðskiptavinum.
„Þennan gjafalista okkar endur-
skoðum við fyrir hver jól, byggt
bæði á því hvað er nýtt í versl-
uninni og hvað hefur gengið vel
jólin á undan. Sumar vörur, eins
og t.d. hagnýta og létta farang-
ursvogin, eru dæmi um jólagjöf
sem virðist ganga ár eftir ár og
alltaf koma í góðar þarfir,“ segir
Jón Hjörtur Oddsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar.
Eftirsótt merki
Vörurnar í Lífi & List eru einkum
frá framleiðendum í Skandinavíu
og Mið-Evrópu. Má nefna merki á
borð við Georg Jensen, Iittala,
Kay Bojesen, Eva Solo, Alessi,
Bodum, Rosendahl, Le Creuset,
Kähler og WMF.
„Flestar þær vörur sem við selj-
um koma í fallegum öskjum frá
framleiðanda sem við svo pökkum
vandlega inn í fallegan jólapappír.
Leggjum við okkur raunar sér-
staklega fram við að velja jóla-
pappír og borða sem ætti að sóma
sér vel undir hvaða jólatré sem er.
Síðan afhendum við pakkana frá-
gengna á vinnustaðnum. Stjórn-
andinn þarf ekki meira en að
hringja eitt símtal og þá eru jóla-
gjafamálin klár það árið.“
Jón Hjörtur segir fyrirtækja-
gjafirnar með sama skiptirétt og
þegar sömu vörur eru keyptar yfir
búðarborðið. Geti fólk skipt gjöf-
inni á hilluverði, enda fyr-
irtækjagjafirnar ekki merktar sér-
staklega. „Fyrirtæki fá ákveðinn
afslátt af
jólagjöf-
unum, í
samræmi við
það magn sem
pantað er,
en skipti-
rétturinn
er á fullu
verði,“ útskýrir
hann.
Sitja ekki
uppi með
gjöfina
Að mati Jóns
Hjartar er
mikilvægt að
varningi af
þessu tagi sé
hægt að skipta enda skrautmunir
og aðrir hlutir til heimilisins mjög
persónuleg gjöf. Þó skandinavíska
og þýska hönnunin falli mjög í
kramið hjá Íslendingum þá hafi
fólk ólíkar áherslur og vanti líka
ólíka hluti. Sé synd ef þiggjandinn
neyðist til að sitja uppi með hlut
sem hann ekki hefur not fyrir, eða
langar ekki að prýði hilluna í
stássstofunni.
„Við megum heldur ekki gleyma
að stjórnandanum er oft vandi á
höndum við að velja gjöfina, sér í
lagi ef hann þarf að velja aðeins
einn hlut fyrir breiðan hóp fólks,“
segir Jón og mælir með því við
stjórnendur að reyna að lesa
vandlega í hópinn, og jafnvel
spyrja nokkra lykilmenn og -kon-
ur álits svo lítið beri á. „Virðist
nokkuð ljóst að hópur kvenna sem
starfa á snyrtistofu hefur kannski
aðrar hugmyndir en karlahópur á
bifvélaverkstæði.“
Jón Hjörtur bendir á að gjafa-
varan geti verið skemmtileg við-
bót við matarkörfu, og fari t.d. vel
á því að láta skurðarbretti og
ostahnífa fylgja með veglegri osta-
körfu, hnífasett með jólasteikinni
eða fallega karöflu með vínflösk-
unni. „Á sumum vinnustöðum hef-
ur síðan mótast sterk hefð fyrir
tiltekinni gjöf á jólunum, eins og
jólaóróa Georg Jensen.“
Bætir Jón við að óróinn í ár sé
mjög fallegur, en hann sýnir
snotrar friðardúfur á flugi yfir
jólatré.
Steikarstein á hvert borð
Aðspurður hvað gæti orðið vinsæl-
asta gjöfin í ár nefnir Jón Hjörtur
steikarsteininn frá Steakstones, en
um er að ræða sams konar stein
og notaður er á fínni veitinga-
húsum. „Ég á líka von á miklum
áhuga á Shorebird-tréfuglunum
eftir Sigurjón Pálsson frá danska
framleiðandanum Normann Co-
penhagen. Íslendingar eru mjög
áhugasamir um íslenska hönnun
og þykir mjög eftirtektarvert að
svona virtur framleiðandi hafi tek-
ið íslenskan hönnuð upp á sína
arma. Áður hafa Bryndís Bolla-
dóttir og Helga I Sigur-
bjarnadóttir hannað vörur fyrir
fyrirtækið. Shorebird er falleg
tréstytta og slíkar styttur eru
mjög í tísku þessi misserin. Þá eru
vörurnar frá Iittala auðvitað alltaf
jafn vinsælar.“
ai@mbl.is
Skandinavísk
og þýsk hönnun
fellur í kramið
Mikið úrval gjafavöru hjá Lífi & List og fylgir skipti-
réttur öllum fyrirtækjagjöfum. Reiknar með að
steikarsteinninn frá Steakstones og Shorebird-
tréfuglinn eftir Sigurjón Pálsson verði með vinsæl-
ustu fyrirtækjagjöfunum þessi jólin.
Morgunblaðið/Þórður
Snúið „Stjórnandanum er oft vandi á höndum við að velja gjöfina, sér í lagi ef
hann þarf að velja aðeins einn hlut fyrir breiðan hóp fólks,“ segir Jón Hjörtur.
Morgunblaðið/Þórður
Einfaldur Tréfugl Sigurjóns Pálssonar er fallegt skraut og heimilislegt..
Morgunblaðið/Þórður
Gull Georg Jensen óróinn er fagur í ár.
Lögun Bjórglös fyrir kostgæfna.
Stæða Í versluninni er mikið úrval.
Flestar þær vörur sem
við seljum koma í
fallegum öskjum frá
framleiðanda sem
við svo pökkum
vandlega inn
í fallegan jóla-
pappír.
Litir Gott pottasett
þarf á hvert heimili.