Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ F laska af góðu víni er nokkuð örugg jólagjöf. Flestir kunna vel að meta að fá flösku af rauðvíni eða hvítvíni til að njóta með matnum, kampavíni til að fagna á gamlárskvöld eða koníaki til að njóta út árið,“ segir Eva Björk Sveinsdóttir. „Með vínflösku er ver- ið að gefa þiggjandanum gleðistund, enda er vín drykkur sem við höfum um hönd þegar við viljum gera okk- ur glaðan dag í faðmi vina og ætt- ingja.“ Eva er vörumerkjastjóri léttra og sterkra vína hjá Haugen-Gruppen ehf. Fyrirtækið býður upp á ýmsar útfærslur af víngjöfum þar sem vín- ið getur ýmist staðið eitt sér eða verið hluti af t.d. matarkörfu. „Ef vínflösku er bætt við matarkörfuna gætum við þess að finna vín sem parast vel við annað í körfunni, s.s. osta eða kæfur. Ef vínið stendur eitt og sér sem gjöf beinum við við- skiptavinum hins vegar að vínteg- undum sem ættu að smellpassa við veislumatinn sem er á borðum landsmanna í kringum jólin.“ Kampavín kóngafólksins Haugen-Gruppen ehf. varð til árið 2009 þegar núverandi eigendur keyptu rekstur heildsölunnar Vino. Er íslenska vínheildsalan hluti af móðurfyrirtæki sem flytur inn og selur áfengi um alla Skandinavíu. Í vöruúrvalinu má finna vín og bjór frá mörgum öndvegisframleið- endum, s.s. Stella Artois, Becks, Leffe og Hoegarden í bjórdeidinni og Famous Grouse, Remy Martin og Cointreau í styrkta víninu. „Við flytjum líka inn kampavín frá fram- leiðendum eins og Paul Roger, sem er einmitt sama kampavín og breska konungsfjölskyldan vill helst drekka,“ bætir Eva við og hlær. Eva segir margar leiðir færar þegar kemur að því að velja vín í jólapakkann. Hún segir algengast að stjórnendur nefni tiltekna krónu- upphæð sem þeir eru tilbúnir að eyða og fái þá tillögur að aðgengi- legu víni sem ætti að henta. „Við bjóðum upp á ýmsa möguleika við innpökkun en miklu skiptir að pakka vínflöskunni fallega inn. Eig- um við til snotrar gjafaöskjur og eins vinsæla trékassa. Trékassinn er mjög við hæfi og gerir gjöfina virðulegri. Er svo fallegur borði settur utan um og þá er pakkinn klár.“ Rautt og hvítt Gjöfin getur verið ein, tvær, þrjár og jafnvel fleiri flöskur. Segir Eva t.d. upplagt að pakkinn hafi að geyma eina flösku af hvítvíni og aðra af rauðvíni. „Í gjöfum til starfs- manna verður hvítt og rautt vín oft- ast fyrir valinu en koníakið er frek- ar gefið stjórnendum og samstarfsaðilum sem gefandinn þekkir vel til. Sterku vínin eru ekki allra og líka vegleg gjöf, og máski eitthvað sem ekki ætti að gefa nema vitað sé að þiggjandinn kunni vel að meta að eiga flösku af fyrsta flokks koníaki.“ Kampavín er líka kjörið til gjafa, enda léttur og aðgengilegur drykk- ur sem flestum þykir góður. „Er ekki úr vegi að skoða þann mögu- leika að gefa kampavínsflösku sem nýársgjöf frekar en jólagjöf, og þá t.d. sem glaðning á síðasta vinnu- degi ársins.“ Aðspurð hvaða vín kunni að slá í gegn þessi jólin nefnir Eva Adobe- vínin frá síleska framleiðandanum Emiliana Vinos. „Þetta eru mjög að- gengileg vín og ættu þess vegna að fara vel í flesta. Að auki eru öll vín frá Emiliana Vinos lífræn en fyr- irtækið er í hópi stærstu framleið- enda heims á sviði lífrænna vína. Eru Íslendingar í dag margir mjög áhugasamir um að prófa lífrænu vínin og leita einnig mikið í „fair- trade“-vín.“ Ef svo ólíklega vill til að vínið falli ekki í kramið hjá þiggjandanum segir Eva að eigi að vera hægt að skipta flöskunni hjá ÁTVR, mögu- lega með milligöngu starfs- mannastjórans eða þess starfs- manns sem sá um jólagjafakaupin ef skyldi vera beðið um kvittun. „Slíkt gerist þó sárasjaldan og yfirleitt er fólk mjög ánægt með gjöfina.“ Afhenda innpakkað og klárt Þurfa kaupin að fara fram í gegnum ÁTVR nema kaupandinn sé með vínveitingaleyfi og geti þar með verslað beint við heildsöluna. „Er rétt að minna á að gott er að fólk sé tímanlega á ferðinni með pantanir enda getur tekið drjúga stund fyrir ÁTVR að afgreiða pantanir fyrir stóran vinnustað.“ ai@mbl.is Gjöf til að neyta í góðum félagsskap Trékassi með flösku af rauðvíni og flösku af hvítvíni er pakki sem fer vel undir jólatrénu. Gæti verið skemmtilegt að gefa starfsmönnum kampavínsflösku í ára- mótagjöf eftir jólafríið, t.d. til að fagna lokum síðasta vinnudags árs- ins. Morgunblaðið/Ómar Umgjörð „Trékassinn er mjög við hæfi og gerir gjöfina virðulegri. Er svo fallegur borði settur utan um og þá er pakkinn klár“ segir Eva Björk Sveinsdóttir. Gæði Lífrænu vínin frá Chile þykja vel heppnuð og aðgengileg fyrir flesta. „Eru Íslendingar í dag margir mjög áhugasamir um að prófa lífrænu vínin og leita einnig mikið í „fair- trade“-vín.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.