Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 10
J urtaapótek Kolbrúnar Björnsdóttur fagnar tíu ára afmæli í desember. Fyrstu níu árin var versl- unin á horni Skólavörðu- stígs og Laugavegs en flutti fyrir ári í Skipholt 33. „Ég hafði starfað sem grasa- læknir í röskan áratug áður en ég opnaði verslunina. Var hug- myndin sú að bæta aðgengi að þeim formúlum og vörum sem ég hafði fram að því aðeins framleitt í litlu magni fyrir hvern og einn viðskiptavin,“ útskýrir Kolbrún. Flutningarnir í Skipholt mið- uðu m.a. að því að sameina undir einu þaki verslun, lager og fram- leiðslu en vörurnar í Jurta- apótekinu eru allar blandaðar frá grunni. Telst henni til að vöru- tegundirnar í búðinni séu hátt á þriðja hundrað og vörunúmerin sennilega um 500 talsins. Íslendingar með á nótunum Að sögn Kolbrúnar hefur áhugi landans á grasalækningum vaxið jafnt og þétt undanfarna tvo ára- tugi. Áhuginn jókst mjög með þeirri vakningu sem varð í sam- félaginu eftir hrunið margumtal- aða, með aukinni áherslu á heil- brigða lifnaðarhætti og náttúrulegar vörur. „Ég hef við- talstíma alla daga frá kl. 9 til 14 og yfirleitt eru allir tímar upp- bókaðir. Sumir leita til mín til að finna meðferð við kvillum en öðr- um hjálpa ég einfaldlega að taka sjálfa sig í gegn, ekki aðeins með hollum jurtavörum heldur bættu mataræði og hreyfingu.“ Að vanda er hægt að finna í vöruúrvalinu alls kyns heilsu- og dekurvörur sem upplagt er að setja í jólapakkann eða lauma í gjafakörf- una. Kol- brún segir t.d. tilvalið að setja í matarkörfu starfsmanna þessi jólin öskju af Grænu bombunni, næring- arblöndu sem slegið hefur í gegn. „Er um að Bætandi „Sumir leita til mín til að finna meðferð við kvillum en öðrum hjálpa ég einfaldlega að taka sjálfa sig í gegn,“ segir Kolbrún. Hvað með að gefa bætta heilsu og vellíðan? Gjafirnar frá Jurtaapóteki gefa fólki afsökun til að dekra við sjálft sig, nostra við húðina eða gefa lík- amanum næringarskot. Íslensk framleiðsla, auka- efnalaus, rotvarnarefnalaus, fylliefnalaus og úr líf- rænu hráefni. Jurtir Grænka bomban er sneisafull af vítamínum og steinefnum. Vörurnar frá Jurtaapóteki má kaupa stakar eða í gjafakörfum sem hafa t.d. að geyma samsettar vörur fyrir andlit eða fætur. „Þetta eru vörur sem flestir kunna vel að meta, og gefa fólki af- sökun til að dekra aðeins meira við sig. Er fátt betra en að hella í heitt bað, bæta söltum út í og láta streituna líða úr líkamanum, eða nostra við húðina og andlitið,“ segir Kolbrún og bætir við að það séu ekki bara konurnar sem kunna að meta þessar vörur: „Karlar eru í dag orðnir mun duglegri að dekra við sig og hugsa um húðina og heilsuna. Er orðið mun sjálfsagðara í dag en áður að karl- ar t.d. beri á sig gott rakakrem og sést greini- legur munur á þeim körlum sem það gera.“ Karlarnir kunna líka vel að meta 10 | MORGUNBLAÐIÐ Slökun Baðsalt eins og urðar- brunnur gerir út af við alla streitu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.