Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Verslunareigendur! Ítalskir pappírspokar í úrvali Eingöngu sala til fyrirtækja Á stríða Jóhanns Jónssonar fyrir sælkeramat gerir hann nánast meira að lista- manni en verslunarmanni. Hann segist t.d. ekki taka það í mál að útbúa staðlaðar gjafa- körfur fyrir jólin heldur er hver karfa samsett sérstaklega með viðtakand- ann í huga. „Það er ekki hægt að hringja hing- að í verslunina og biðja um körfu númer þrjú. Þess í stað fáum við hjá kaupandanum ákveðið viðmið- unarverð á hvern heimilismeðlim og röðum svo sérstaklega saman í hverja körfu út frá því.“ Konfekt og kræsingar Jóhann er matreiðslumaður og eig- andi Ostabúðarinar á Skólavörðustíg. Þar hefur hann staðið vaktina í fimm- tán ár og skammtað viðskiptavinum dýrindis osta, álegg, franskar og ítalskar sælkeravörur. „Fljótlega í sögu fyrirtækisins jukum við hlut reyktra og grafinna kjötvara sem við gerum frá grunni. Síðar bættust við ólífuvörur frá franska framleiðand- anum Oliviers & Co og er þá ónefnt úrvalið af ostum frá virtustu framleið- endum,“ segir hann. „Við leggjum á það áherslu að vörurnar sem við selj- um séu einstakar og framleiðum ekki fyrir aðrar búðir. Fólk verður því að gera sér ferð hingað á Skólavörðustíg- inn til að fá hnossgætið sem það er bú- ið að venjast.“ Síðasta viðbótin við vöruúrvalið ætti að fá sælkera til að sperra eyrun og bleyta varirnar. „Við erum nýbúin að krækja okkur í umboðið fyrir súkkulaðið frá belgíska konfektfram- leiðandanum Noble. Við leyfum mögulega einni annarri verslun hin- um megin á landinu að selja þessar vörur en ætlum annars að halda þessu úrvalssúkkulaði út af fyrir okkur,“ segir Jóhann. Belgíska konfektið á vitaskuld vel heima í gjafakörfunni þessi jólin en Jóhann segir algengast að körfurnar í desember blandi saman ostum, kjöt- vöru og meðlæti eins og brauði, sult- um og kexi. „Góð karfa ætti að hafa að geyma sirka þrjár tegundir af ostum, máski kexpakka eða baguette, pestó og sultur, hugsanlega gæsalifrarterr- ine og grafið ærfille, eða reykta anda- bringu að hætti hússins.“ Eitthvað fyrir alla Ef pantað er fyrir stóran hóp fólks verður að muna að þar er fólk með misjafnan smekk og breytilegar þarf- ir. Segir Jóhann lítið mál að verða við séróskum þar sem t.d. óþol eða fæðu- ofnæmi kemur við sögu. Er líka gott að velja aðgengilegri osta nema þiggj- andinn sé örugglega með þroskaðan smekk. „Sem dæmi læt ég það yfirleitt vera að setja gráðost í körfuna nema sérstaklega sé eftir því óskað og sömuleiðis geitaost nema þiggjandinn sé gjörsamlega brjálaður í slíka osta. Gott er að setja í pakkann hollenskan Prima Donna og millisterkan fransk- an brie eða camembert.“ Um ferskvöru er að ræða og þarf að sýna hæfilega aðgát við geymslu og flutning. Jóhann segir ekki koma að sök þó hálfur dagur líði áður en inni- hald matarkörfunnar kemst í kæli. „Ég mæli með því að fyrirtæki fái körfurnar inn til sín ekki seinna en kl. 10 á morgnana og þá sé víst að allir starfsmenn fái sína körfu. Verra er að dreifa körfunum í lok dags þegar sum- ir eru kannski farnir heim á leið og karfan gæti staðið á skrifborðinu þeirra til næsta morguns.“ Ostabúðin á Skólavörðustíg útbýr bæði matarkörfur og lokaðar öskjur og segir Jóhann sérstaklega brýnt að láta þiggjandann vita ef ferskvara er í lok- aðri öskjuni. „Það væri afskaplega óheppilegt ef pakkinn færi þá beint undir jólatréð og biði þar í nokkra daga.“ Ilmsterk jól Verður líka að muna að ostar, sér- staklega bestu ostarnir, geta verið lyktsterkir. „Þetta minnir mig á þeg- ar okkur barst pöntun á aðventu frá konu sem vildi fá körfu með miklum eðalostum frá Frakklandi. Hún sendi syni sína til okkar eftir körfunni. Næst fréttist af þeim flýja bílinn í of- boði þar sem þeir höfðu staðnæmst á Miklubrautinni. Var lyktin svo mikil af ostunum að þeir héldu að eitthvað hefði farið úrskeiðs. Konan hrigdi í miklu uppnámi og hélt að hún hefði fengið skemmda vöru. Þurfti ég að benda henni á að ef franskur ostur lyktar ekki illa þá telst hann ekki góð- ur ostur.“ ai@mbl.is Gjöf sem gleður sælkerann Jóhann er ekki með staðlaðar körfur heldur velur sérstaklega í hverja gjafakörfu í samræmi við tilefnið. Sýna þarf hæfi- lega aðgát þegar fersk- vörur fara í jólapakkann en óhætt er að ostarnir og kjötið sé í um hálfan dag utan kælis. Morgunblaðið/Þórður List „Það er ekki hægt að hringja hingað í verslunina og biðja um körfu númer þrjú. Þess í stað fáum við hjá kaupandanum ákveðið viðmiðunarverð á hvern heimilismeðlim og röðum svo sérstaklega saman í hverja körfu út frá því,“ segir Jóhann. Morgunblaðið/Þórður Nammi Í versluninni á Skólavörðustíg bíða freistingarnar í röðum. Ég mæli með því að fyrirtæki fái körfurnar inn til sín ekki seinna en kl. 10 á morgnana og þá sé víst að allir starfs- menn fái sína körfu. Jóhann segir hægt að stóla á að karfa með sælkeramatvælum fell- ur vel í kramið hjá starfs- mannahópum og ekki að ástæðu- lausu að margir fastakúnnar bíða spenntir eftir árvissum vörum í desember eins og t.d. heitreyktu gæsabringunni. „Ostar eru líka matur sem allir geta notað. Jafn- vel ef fólk klárar ekki ostinn eins og hann kemur upp úr körfunni er alltaf hægt að nota hann í súpu- gerð, pasta eða nánast hvað sem er.“ Ostar koma alltaf að notum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.