Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 L’Occitane en Provence hafa um langt árabil sett saman fallegar gjafaöskjur fyrir jólin þar sem hver og ein inniheldur vörur úr tiltekinni línu frá framleiðandanum. Af nógu er að taka í þeim efnum, eins og sjá má á myndunum hér til hliðar. Fyrirtækið hefur um margt sérstöðu í heimi snyrtivaranna í dag. Framleiðslan er fyrst og fremst náttúruleg, og búin til í sátt við náttúr- una og með virðingu fyrir fólki. Upphafið má rekja til þess að stofnandi þess, frumkvöðullinn og Provence-búinn Olivier Baussan, festi kaup á gamaldags eimingartæki þegar hann var 23 ára, árið 1976, og notaði það til að vinna hreina ilmkjarnaolíu úr lofnarblómi og rósmaríni sem hann ræktaði sjálfur. Upp úr þessum lágstemmda upphafspunkti spratt veldi sem telur í dag um 2.000 sérverslanir staðsettar víðsvegar um heiminn, og þar á meðal á Íslandi. jonagnar@mbl.is Unaður og munaður að frönskum hætti Frískandi Í Verbena gjafaöskjunni er sturtugel 250 ml., húðmjólk 250 ml., ilm- poki 35 gr. og Bonne mère sápa 100 gr. Græðandi Í Shea Butter gjafaboxinu er að finna milt sturtukrem 250 ml., fóta- krem fyrir þurra húð 75 ml., handkrem fyrir þurra húð 75 ml. og líkamskrem fyr- ir þurra húð 100 ml. Morgunblaðið/Þórður Ilmandi Í Almond gjafakassanum er að finna handkrem 30 ml., Sturtuolíu 250 ml., líkams- krem 100 ml. og skrúbbsápu 50 gr. Það er ýmislegt og margvíslegt sem hægt er að setja í pakka til þeirra sem ætlunin er að gleðja. Vellíðan og dekur að hætti Provence-héraðs í Suður-Frakklandi má hæglega gefa með gjafaöskju frá L’Occitane.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.