Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 Af mörgu er að taka viljimenn spreyta sig á því aðláta gott af sér leiða í að-draganda jólahátíðarinnar og víst er um það að málefnin eru mörg og þörf. Ekkert okkar megn- ar að bjarga öllum heiminum en sá sem hjálpar barni eða fjölskyldu í nauð gerir heiminn að þeim mun betri stað og bægir um leið mesta skammdeginu frá þeim sem minna mega sín. Flest okkar hafa það ágætt um jólin en þannig er því fráleitt farið um alla og geti maður á annað borð lagt sitt af mörkum er það sjálfsagt – sama hve lítið er. Mannvinur Rauða krossins Á heimasíðu Rauða krossins býðst almenningi að gerast Mannvinur. Þar segir meðal annars að sem Mannvinur Rauða krossins á Ís- landi taki einstaklingar virkan þátt í alþjóðlegu hjálparstarfi og gefi þannig árlega þúsundum barna og fullorðinna von um betra líf. Af- raksturinn fer til landa á borð við Sómalíu og Líbanon þar sem stutt er við heilsugæslu á hjólum og fólki veitt læknisþjónusta í sínu nærumhverfi. Einnig fer hjálp- arstarfið fram í Síerra Leone, í Malaví, í Kákasusfjöllum og Hvíta- Rússlandi. Nóg er um hjálparþurfi í þessum löndum og neyðin víða átakanlega sár. Sannar gjafir UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna býður að vanda upp Sannar gjafir. Sannar gjafir UNICEF eru lífs- nauðsynleg hjálpargögn fyrir bág- stödd börn víða um heim. Gjöf- unum sem viðskiptavinir kaupa í vefverslun UNICEF er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í sam- félögum þar sem þörfin er mest, eins og segir á heimasíðunni. Sannar gjafir UNICEF ganga þannig fyrir sig að gjafirnar eru keyptar í nafni þess sem meiningin er að gleðja. Kaupandi fær fallegt gjafabréf með ljósmynd og lýsingu á gjöfinni og lætur viðtakanda fá bréfið. Hjálpargögnin sjálf eru hins vegar send út beina leið úr birgðastöð UNICEF til barna í neyð. Kaupandi getur valið um margs konar hjálpargögn í öllum verð- flokkum. Öll eiga þau eitt sérkenni sameiginlegt: Að bæta líf barna um víða veröld. Betur verður vart gert þegar jólagjafir eru annars vegar. Mæðrastyrksnefnd og jólin Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthlutar matvælum og fatnaði árið um kring og hefur gert gæfumun- inn fyrir margar fjölskyldur sem hafa ekki úr miklu að spila. Sér- stök jólaúthlutun er fastur liður í starfseminni. Við úthlutanir nefnd- arinnar starfa sjálfboðaliðar, venjulega um 20 eldri konur, sem sumar hafa starfað launalaust í mörg ár hjá nefndinni. Þær eru fulltrúar þeirra sjö kvenfélaga sem nú standa að nefndinni. Úthlutun nefndarinnar byggist því mest á því sem einstaklingar og fyrirtæki gefa til nefndarinnar. Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til starfs Mæðrastyrksnefndar geta lagt beint inn á reikning samtak- anna, 0101-26-35021, kt. 470269- 1119 eða fyllt út eyðublað sem er að finna á heimasíðu nefndarinnar. Af nægu er að taka og víða hægt að koma góðu til leiðar. Þessi listi er því vitaskuld langt í frá tæm- andi er gefur vonandi hugmyndir um það hvernig hægt er að gefa af sér um jólin. jonagnar@mbl.is Að gefa af sér um jólin Morgunblaðið/Golli Verndarenglar Mæðrastyrksnefnd úthlutar matvælum árið um kring til þeirra sem á þurfa að halda og um jólin er þörfin sérstaklega knýjandi enda á enginn að þurfa að vera svangur um jólin. Kjörið er að leggja nefndinni lið á aðventunni. Allir þekkja þá indælu tilfinningu að þiggja gjafir, opna og njóta. En það kemur mörgum í opna skjöldu hversu gefandi það er að snúa taflinu við og gefa þeim sem sárlega þurfa á því að halda. Tilfinn- ingin er einstaklega góð og verður ekki upplifuð nema í reynd. AFP Harðræði Börn í Bangladesh þvo sér um hendurnar fyrir hádegismat í álpotta- verksmiðju í Dhaka. UNICEF berjast gegn barnaþrælkun og létta þeim lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.