Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 15
Hún segist hafa tamið sér að fara hægt í sakirnar og reyna alltaf að taka skynsamlegar ákvarðanir. Með nýrri vefverslun og sókn á erlenda markaði megi þó gera ráð fyrir auk- inni sölu og því séu auðvitað spenn- andi tímar framundan. „Þegar ég byrjaði fyrir sjö árum að prófa mig áfram með olíur og íslenskar jurtir heima í eldhúsi vissi ég auðvitað ekki hvernig málin myndu þróast; hvort þetta tækist hjá mér. Mín saga sýnir þó að ef hugmyndin er góð er hægt að taka lítið fræ og búa til úr því fyr- irtæki. Stjórnvöld ættu að styðja við lítil sprotafyrirtæki, hugsa út fyrir rammann, það þarf ekki að virkja alla fossa landsins.“ beggo@mbl.is Morgunblaðið/Golli Lífrænt Sóley Organics-húðvörurnar eru hreinar og náttúrulegar, unnar úr íslenskum jurtum, án allra aukaefna og umhverfisvænar. Jurtir „Við notum sumartím- ann vel, förum margar ferðir út í sveit og fyllum heilu sæng- urverin. Úr þessum gjöfum jarðar bý ég til jurtaveigar og á þeim byggist öll vörulínan,“ segir Sóley Elíasdóttir, fram- kvæmdastjóri Sóley Organics. Morgunblaðið/Golli Náttúrulegt Framleitt í heimabyggð og allar um- búðir eru endurnýjanlegar. MORGUNBLAÐIÐ | 15 Hafðu ekki áhyggjur af jólaösinni, kauptu jólagjöfina á bluelagoon.is og fáðu hana senda heim að dyrum þér að kostnaðarlausu. Þú getur valið úr fimm mismunandi samsetningum á gjafapökkum eða sett saman þinn eigin. Einnig er hægt að kaupa gjafakort sem gildir fyrir alla vöru og þjónustu Bláa Lónsins. Auk vefverslunar fást gjafapakkar og gjafakort í verslun okkar Laugavegi 15, hjá Hreyfingu í Glæsibæ, í verslun okkar í Bláa Lóninu og í Leifsstöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.