Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Stundum liggur leiðin að hjartanu í gegnum
fjórfætlingana. Hefur uppáhaldsstarfsmað-
urinn þurft að láta heimilishundinn eða -kött-
inn bíða lengi eftir sér, meðan streðað var yf-
ir Excel fram á kvöld?
Þá er upplagt að kíkja á bandaríska leð-
urvöruframleiðandann Ghurka og fjárfesta í
snoturri ól og taumi. Taumurinn kostar 225
dali og ól í stíl 150 dali á
www.ghurka.com.
Handa besta vininum
Rétt eins og allar mæður eiga sitt
uppáhaldsbarn (það elsta, auðvit-
að), þá eiga allir yfirmenn sinn
uppáhaldsstarfsmann.
Þetta er starfsmaðurinn sem er
unun að vinna með, skilar alltaf
sínu og gott betur, er þægilegur í
umgengni, frjór og verðmætaskap-
andi og hefur reddað málunum oft-
ar en tölu verður á komið.
Nú nálgast jólin og yfirmað-
urinn vill gefa þessum trygga
og ómissandi starfsmanni ein-
hvern þakklætisvott umfram
alla hina. Eitthvað sem end-
urspeglar allar milljóninar
sem þrotlaus vinna
starfsmannsins hefur
skapað fyrirtækinu það
árið.
En hvað á að
kaupa? Það verður
auðvitað að vera
eitthvað yf-
irgengilegt og rán-
dýrt, til að miðla
þeim hlýleika og
því bróðerni sem
er milli stjórn-
anda og undir-
manns
Skyld‘a vera
jólahjól?
Hvað með setja
mótorhjól í pakkann?
Bandaríski mótorhjólaframleið-
andinn Indian svipti á dögunum
hulunni af nýju Scout-mótorhóli.
Hönnunin er sígild og ómót-
stæðileg út í gegn og í umsögn-
um um hjólið verður gagnrýn-
endum tíðrætt um hvað þetta
farartæki er þægilegt og byrj-
endavænt.
Vélin er heldur ekki alltof kraft-
mikil svo að ef uppáhalds-
starfsmaðurinn fer helst til of
geyst á hjólinu þá ætti hann
ekki að vera á svo miklum
hraða að hann geti ekki náð
sér að nýju eftir byltuna.
Indian Scout kostar 10.999
dali vestanhafs. Samkvæmt
tollskrá ætti gripurinn að
kosta um 2,2 milljónir króna
kominn til landsins, auk
flutningskostnaðar.
Hlýir þræðir
Föt geta líka verið góð
gjöf, sérstaklega þegar
gefandinn og þiggjand-
inn eru hæfilega nánir og
þekkja hvor inn á smekk annars.
Uppáhaldsstarfsmaðurinn verð-
skuldar þá vitaskuld það allra
besta og vissara að halda beint af
stað til Parísar í innkaupaferð.
Þar er hægt að leita uppi verslun
Saint Laurent á Avenue Montaigne
nr 53. og fjárfesta í þessari glæsi-
legu yfirhöfn hér til hliðar, duffle
coat eins og flíkin heitir á ensku.
Næst þegar uppáhaldsstarfsmað-
urinn mætir til vinnu verður hon-
um örugglega hlýtt þrátt fyrir köld
vetrarveður.
Frakkinn kostar 2.690 dali í net-
verslun MrPorter.com. Flugmið-
inn til Parísar síðustu helgina í
nóvember kostar 41.307 kr.
með WOW Air gegnum Do-
hop.is.
Veglegt getur líka verið
smátt
Það gæti kannski verið
skynsamlegast að gefa
draumastarfsmann-
inum eitthvað sem er
ekki of stórt og áber-
andi. Aðrir starfs-
menn gætu orðið
súrir, ef þeir sjá
allt í einu kollega
sinn mæta til
vinnu í rándýrum
jakka eða á dýr-
indis mótorhjóli
sem hann fékk
frá stjóranum.
Þá gildir að
leita í aukahlut-
ina hjá heimsins þekktustu tísku-
húsum. Frá Louis Vuitton kemur
þetta forláta rauða veski með
keðju. Gott ef glansandi rautt
leðrið er ekki ögn jólalegt, ekki
það að þessi taska fari ekki vel
við hvaða fatnað sem er á hvaða
árstíma sem er.
Hér er komin gjöfin handa kon-
unni sem halaði inn hvern risa-
samninginn á fætur
öðrum á árinu, hélt
liðinu gangandi og
dró hvergi af sér.
Veskið kostar
1.140 dali í netversl-
un Louis Vuitton í
Bandaríkjunum.
ai@mbl.is
Hvað á að gefa uppá-
haldsstarfsmanninum?
Viðskiptamannakort
Fjarðarkaupa er
kærkomin gjöf
Gefðu góða gjöf
Afgreiðslutími
mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00
fimmtudaga 09:00 - 18:30
föstudaga 09:00 - 19:00
laugardaga 10:00 - 16:00
LOKAÐ sunnudaga
www.fjardarkaup.is