Málfríður - 15.10.2005, Qupperneq 13
MÁLFRÍÐUR 13
Heildarniðurstöður
Niðurstöður rannsóknarinnar komu um margt á
óvart:
Meirihluti aðspurðra, bæði meðal byrjenda og
fram haldsnemenda, var á þeirri skoðun, að þeir
hefðu valið að læra þýsku vegna þess að hún væri
mjög hagnýtt tungumál. Hjá báðum markhópum
voru stúlkur frekar á þessari skoðun heldur en
piltar. Miðað við þessa niðurstöðu er ekki úr vegi
að taka tillit til Nützlichkeitsmotiv (Apelt) í þýsku-
kennslunni.
Hið s. k. Elternmotiv (Apelt) virðist skipta minna
máli heldur en álitið hefur verið, ef marka má nið-
urstöður þessarar rannsóknar. Hið sama á við um
Anerkennungs- und Geltungsmotiv, þ. e. nemend-
ur taka ákvarðanir um val 3. tungumáls á sínum
eigin forsendum en ekki vegna foreldra eða vina.
Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi.
Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar
hafa nemendur jákvæða afstöðu til þýskrar tungu.
Þeim finnst tungumálið spennandi eða þeim finnst
sú ákvörðun að velja þýsku vera besti kosturinn.
Niðurstöður sýna líka að það skiptir máli að nem-
endur hafi haft tækifæri til að læra þýsku í grunn-
skóla. Val nemenda má tengja reynslu nemenda af
þýskunámi í grunnskóla.
Mikill meirihluti nemenda vill geta notað tungu-
málið (mündlich). Það þýðir að nemendurnir líta
á þýsku sem lifandi tungumál. Ótrúlega margir
nemendanna hafa ferðast til þýskumælandi landa
en eru sammála um að hafa átt í erfiðleikum með að
skilja innfædda. Þó svo að meirihlutinn viðurkenni
að hafa notað ensku á ferðum sínum þýðir það þó
ekki að þeir hafi endilega haldið uppi samræðum
við innfædda á því tungumáli. Þessar niðurstöður
ættu að vera hvatning til þýskukennara að huga að
áherslum í þýskukennslunni, þ. e. að þjálfa meira
munnlega þáttinn og láta hann gilda meira í náms-
mat inu en hann nú gerir. Í þessu sambandi má
benda á að í námskránni frá 1999 var reynt að leggja
meiri áherslu á þetta atriði:
„Á öllum stigum námsins ber að stuðla að því
að nemendur fái sem oftast tækifæri til að upplifa
þýsku eins og hún er notuð í daglegu lífi af þeim sem
hafa hana að móðurmáli...Mikilvægt er að kennarar
í þýsku og öðrum erlendum tungumálum fylgist vel
með allri þróun á þessu sviði tungumálanámsins og
tileinki sér hana í kennsluháttum sínum“. (Námskrá
í erlendum málum/þýska: 1999, s. 82)
Eftirtektarvert er hve mikill munur er á milli skóla-
tegunda þegar athugaðar eru væntingar nemenda til
þýskunámsins. Næstum 40% úrtaks byrjenda, sem
eru í áfangaskólum, hafa engar sérstakar væntingar
til þýskunámsins, hins vegar er þetta hlutfall 18%
hjá nemendum bekkjarkerfisskóla. Þessi munur milli
skólakerfanna er mjög svipaður hjá framhaldsnem-
endunum.
Þessar niðurstöður benda í þá átt að samsetning
nemendahópsins sé ólík eftir skólagerðum. Væri for-
vitnilegt að fá rannsókn um slíkt.
Mikill meirihluti þýskunemanna, bæði byrjend-
ur og framhaldsnemendur, eru á þeirri skoðun að
þeir hefðu viljað byrja fyrr að læra þýsku. Um 30%
úrtaksins telja að hæfilegt væri að byrja þýskukennsl-
una í 8. bekk grunnskóla.
Þessi niðurstaða ætti að vera skólayfirvöldum
umhugsunarefni, sérstaklega nú þegar rætt er um
styttingu náms, þar sem m.a. er gert ráð fyrir gífur-
legri breytingu á kennslu þýskunnar í framhalds-
skólum. Sjá menn fyrir sér að öll byrjendakennsla í
þýsku (a. m. k. fyrstu 6 einingar) fari fram í grunn-
skólanum? Skv. niðurstöðum rannsóknarinnar er
þetta ósk nemenda og ég tel að við þýskukennarar
verðum að íhuga þennan möguleika. Er þarna mögu-
leiki fyrir þýskuna til að lifa þá styttingu af sem
talað er um?
Mikill meirihluti, bæði meðal byrjenda og fram-
haldsnema, lítur á þýsku sem mikilvægt tungu-
mál í alþjóðasamfélaginu. Þessar niðurstöður koma
nokkuð á óvart og hljóta að gefa okkur tækifæri til
að hvetja til þýskunáms. Hér kemur fram all nokk ur
munur á skoðunum nemenda eftir búsetu og kyni:
stúlkur á höfuðborgarsvæðinu hafa helst þessa skoð-
un.
Íslenskir unglingar eru enn á þeirri skoðun að tungu-
málanám sé mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga.
Þó koma fram mismunandi skoðanir á því hvers
vegna slíkt nám er mikilvægt. Stærstan þátt spilar
óskin um að kynnast öðrum þjóðum.
Rannsóknin var eins og áður sagði yfirgripsmikil,
bæði hvað varðar umfang þeirra þátta sem athugað-
ir voru svo og vegna hins stóra úrtaks sem athugað
var. Rannsóknin er marktæk: niðurstöður voru mjög
afgerandi í öllum spurningum svo og voru gerð s. k.
Chi-próf til að sanna áreiðanleika. Allar niðurstöður
voru unnar með forritinu SPSS sem er sérstaklega
hannað fyrir félagsfræðilegar kannanir en sem hægt
var að nota við þessa rannsókn.
Það sem vekur sérstaka athygli er hvað skoð-
anir íslenskra nemenda eru hlutfallslega einsleitar.
Íslenskar stúlkur hafa sérstaklega jákvæða afstöðu
til þýskunáms og þær sjá líka frekar tengingu náms-
ins við starf eða framhaldsnám. Áhugavert væri að
rannsaka hvort þessi munur á viðhorfi nemenda
eftir kyni endurspegli almenn viðhorf íslensku þjóð-
arinnar.
Ljóst er þó að besti vinur þýskukennarans er skv.
þessari rannsókn kvenkyns nemandi í framhalds-
skóla sem starfar eftir bekkjarkerfi.