Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 17
MÁLFRÍÐUR 17
að við viðurkennum að nemendur þurfa mislangan
tíma til að ná tökum bæði á námi og efni.
Evrópska tungumálamappan er ein af nýju áhersl-
unum í tungumálakennslu sem stutt gæti við slíkt
nám, því með henni er sjónum beint meira að nem-
andanum sem sjálfstæðum og ábyrgum einstaklingi
sem tekur þátt í að skipuleggja eigið nám með mark-
miðssetningu og sjálfsmati.
Einn hluti möppunnar er samræmd skráning á
færniviðmiðum sem er ætlað að auka og auðvelda
hreyfanleika Evrópubúa innan álfunnar og þar með
aðgengi þeirra að námi og störfum.
Árið 2003 tóku þrír grunnskólar og tveir fram-
haldsskólar þátt í tilraun um íslenska útgáfu af evr-
ópsku tungumálamöppunni fyrir bæði skólastigin.
Sú útgáfa sem unnin var í þessari tilraun hefur verið
lögð fyrir Evrópuráðið og bíður blessunar.
Hver er svo reynsla þeirra kennara sem nota tung-
umálamöppu?
Áhersla er lögð á að nemendur geti strax notað
það sem þeir læra til nokkuð eðlilegra tjáskipta á
hinu erlenda tungumáli en þurfi ekki að gera enda-
lausar málfræðiæfingar áður en þeim er treyst til
að semja eitthvað sjálfir. Nemendur sjá þannig fljótt
notagildi tungumálsins og venjast því að nota það á
eðlilegan máta í nokkuð raunhæfum verkefnum, t.d.
samtali hjá lækni eða á veitingahúsi, við umsókn um
störf og margt fleira.
Þar sem nemendum er gert að halda möppu yfir
vinnu sína, verða þeir að safna saman á skipulegan
hátt því sem þeir hafa unnið með og eru í raun að
byggja upp sína eigin handbók. Þeir halda utan um
námið, ábyrgðin er þeirra. Eftir því sem nemendur
komast lengra í námi kemst heillegri mynd á efni
sýnismöppunnar og á ferilsöguna. Nemendur eru
ekki eins og reköld sem ekkert vita og ekkert skilja.
Í stað þess að námsmat sé alfarið hjá kennara og
þá oftar en ekki byggt að mestu á skriflegum próf-
um, þá leggur nemandi fram möppuna og hefur
þar með þó nokkur áhrif á matið. Nemandinn er
metinn á grundvelli þess sem hann kann og getur
en er ekki refsað fyrir það sem hann kann ekki. Allir
færniþættir eru lagðir að jöfnu í stað ofuráherslu á
skrifleg próf eins og tíðkast hefur.
Evrópska tungumálamappan er jákvæð viðbót
við aðrar nýjar áherslur eins og aukna í tölvunotk-
un, hvort sem um er að ræða blogg, skreppa með
nemendur til einhvers lands á netinu, skoða metróið
í París eða panta sér miða með þýsku járnbrautun-
um.
En erfitt er að ræða nýjar áherslur í tungumála-
kennslu þegar fyrir liggja tillögur frá menntamála-
ráðuneytinu um að kennsla í ensku og dönsku verði
færð að hluta til niður í grunnskólann og við vitum
ekki til þess að þar sé tryggður aukinn kennslutími
fyrir aukið efni.
Kennslu 3. tungumáls á að skerða stórlega. Í
kjarna málabrautar verða 12 einingar í stað 15, í
kjarna fé lagsfræðibrautar 9 í stað 12 og í kjarna nátt-
úru fræðibrautar verða 6 einingar í stað 12. Að vísu
bæt ast við 5 dagar í kennslu en það dugir engan veg-
inn til að bæta upp það sem skorið er í burtu.
Einingum til stúdentsprófs á að fækka úr 140 í 111.
Í kjarna eiga að vera 78 einingar, 24 á kjörsviði og
svo 9 í vali. Þó nemendum sé frjálst að bæta við sig
í tungumálum, þá eru þeim líka settar skorður með
fækkun um hátt í 30 einingar. Æ meiri kröfur eru
gerðar um ákveðna sérhæfingu vilji nemendur fara í
framhaldsnám. Styttri námstími leyfir ekki að nem-
endur afli sér sem fjölbreytilegastrar menntunar.
Áhyggjur kennara 3. tungumála beinast ekki síst
að styttingu á náttúrufræðibraut. Að læra tungumál
í einn vetur í tveimur 3ja eininga áföngum eða einn
og hálfan í tveggja eininga námi þar sem byrjað er frá
núlli er hvorki fugl né fiskur. Slíkt er ekki vel fallið
til að laða nemendur að tungumálanámi, heldur er
hætt við að þeir muni líta á þetta sem tímaeyðslu.
Tungumálanám er þess eðlis að það tekur tíma.
Það er hægfara ferli í eðli sínu, nemendur þurfa tíma
til að meðtaka innlagnir, fara yfir mismunandi þætti
námsins, þróa með sér málvitund og þjálfa upp
færni í ýmsum þáttum málakunnáttu. Því teljum við
varhugavert að stytta tungumálanám í framhalds-
skólum enn meira en orðið er.
Niðurlag
Tungumál opna dyr en það gerist ekki fyrirhafn-
arlaust – eða án þess að menntamálayfirvöld sýni
málinu skilning. Ef þetta er ekki gert almennilega þá
er betur heima setið en af stað farið.
Á sama tíma og samskipti milli þjóða aukast og
verða mikilvægari og Evrópuráðið hvetur til auk-
ins tungumálanáms er ætlunin að draga úr kennslu
erlendra tungumála á framhaldsskólastigi.
Kennarar viðkomandi greina þurfa að vera á verði
og spyrna fótum við þessari þróun. Hefjum tungu-
málanám til vegs og virðingar.