Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 1
I
SIGMAR Gíslason á Tunu (Guðmundi) var kampakátur með
góðan afla þegar þeir lönduðu fullfermi í ísfélagið á mánudaginn.
Loðnuvertíðin - Frysting hafin:
Stanslaus löndun
!
síðan á sunnudag
Loðnuveiði hefur gengið mjög vel
síðustu daga. Þegar loðnan
grynnkaði á sér kom að því að unnt
var að veiða hana í nót. Áður höfðu
einungis togskipin fengið ioðnu en
nú hafa öli skipin í loðnuflotanum
snúið sér að nótlnni.
Sigurður Friðbjömsson, verksmiðju-
stjóri hjá loðnubræðslu Vinnslu-
stöðvarinnar, segir að um síðustu
helgi hafi þeir verið búnir að taka á
móti um 8000 tonnum en ný skorpa
hafi komið á mánudag þegar bæði
Sighvatur og Kap lönduðu. Kap var
að landa öðrum túr í gær og Huginn
landaði einnig. Þá var Sighvatur
væntanlegur á ný um miðnætti. Viku-
aflinn í gær, hjá bræðslu Vinnslu-
stöðvarinnar, var orðinn um 4000
tonn.
Sigurður sagði að byrjað væri að
frysta loðnu, mikill hluti af afla
Hugins hefði farið gegnum flokkun
og talsvert fryst úr því. Hann sagðist
jafnvel eiga von á að meira yrði fryst
úr því sem Kap landaði í gær.
Sigurður segir að þessi loðna sé betri
en sú sem hingað barst á síðustu vertíð
og allt í lagi með að frysta hana.
Raunar sé hún viðkvæm enda langt
stím 'af miðunum en þeir Vinnslu-
stöðvarmenn séu mjög sáttir við
útkomuna.
Guðjón Engilbertsson hjá loðnu-
bræðslu FES segir að fram að helgi
hafi verið búið að taka á móti um
6000 tonnum en síðan hafi hlutimir
gengið glatt. Á sunnudag og mánu-
dag lönduðu Antares, Sigurður og
Tunu og Heimaey á þriðjudag. Gígja
var svo væntanleg um miðnætti í gær.
Guðjón segir að byrjað hafi verið að
frysta úr farmi Heimaeyjar og hafi sú
loðna reynst ágæt til frystingar.
Skýrsla Vegagerðarinnar um veg-
tengingu milli lands og Vest-
mannaeyja hefur nú verið gerð
opinber. Samkvæmt skýrslunni er
ekki talið vænlegt að ráðast í slíka
framkvæmd. Miðað við kostnað og
umferð er ekki talin fást arðsemi af
framkvæmdinni miðað við hefð-
bundnar aðferðir við arðsemis-
reikninga, auk þess sem ýmisleg
tæknileg atriði, öryggismál og sál-
rænir þættir við akstur í svo
löngum neðansjávargöngum séu
óviss á þessu stigi. Benda höfundar
og á að göngin yrðu tvöfalt lengri en
lengstu bílagöng neðansjávar, sem
nú eru í notkun í heiminum. Það sé
því skoðun Vegagerðarinnar að
ekki eigi að leggja í slíka fjár-
festingu að sinni miðað við þá miklu
áhættu sem talin er vera á svæðinu.
Vorið 1998 samþykkti Alþingi að
láta gera forkönnun á gerð veg-
tengingar milli Vestmannaeyja og
lands. Vegagerðinni var falið að gera
forkönnunina. í skýrslu Vegagerðar-
innar er gerð grein fyrir tæknilegum
lausnum, náttúmfarslegum aðstæðum,
áhættu og kostnaði. Niðurstöður grófs
kostnaðarmats er sem hér segir;
jarðgöng 20 til 35 milljarðar.kr., botn-
göng 110 til 140 miljarðar.kr., og
flotgöng 120 til 150 miljarðar kr. í
skýrslunni er ítrekað að kostnaðar-
tölumar sýni líklega stærðargráðu
kostnaðar. Þær leiða þó í ljós að aðrar
lausnir en jarðgöng koma ekki til álita
vegna kostnaðar.
Tvær jarðgangaleiðir vom skoðaðar.
Önnur er í föstu bergi alla leið, þ.e. frá
Eyjafjöllum, og er um 26 km löng.
Hin leiðin er mun styttri eða um 18
km. Hún hefst við Kross í Landeyjum,
en þar em laus og opin jarðlög, 40 til
50 metra þykk ofan á föstu bergi. Það
er mjög flókið og kostnaðarsamt
verkefni að byggja stokk niður í
gegnum lausu lögin og tengja hann
við fast berg með þeim hætti að
vatnsþétt verði. Verður því naumast
slegið endanlega fösm að það sé unnt
nema að undangengnum frekari rann-
sóknum. Hér er þó miðað við að svo
sé, og kemur þá styttri leiðin út með
minni kostnað en sú lengri. Báðar eiga
þær að rúmast innan þeirra kostn-
aðarmarka sem nefnd em að ofan.
Báðar liggja leiðimar um eldvirk
svæði. Við mat á náttúmvá skipta
tvær mestu máli með tilliti til fram-
kvæmda við jarðgangagerð og rekst-
ur jarðganga. Önnur er sú að nýlega sé
hafin hrina í eldvirkni á Vest-
mannaeyjasvæðinu. Segir í skýrslunni
að á síðustu rúmum 100 ámm hafi að
meðaltali ekki liðið nema nokkrir
áratugir milli gosa. Talið er að slíkar
hrinur hafí komið áður. Það megi líta
á eldstöðvakerfí Vestmannaeyja, sem
mjög virkt og í þróun. Hin náttúmváin
er að svonefndur Áll í sundinu milli
lands og Eyja geti verið upptakasvæði
jarðskjálfta og brotahreyfmga, sem
skapað geta alvarlega hættu fyrir
jarðgöng á svæðinu en báðar
jarðgangaleiðimar liggja undir Álinn
eða nálægt honum.
Þessi tvö atriði koma til viðbótar
hefðbundinni óvissu um jarðlög og
eiginleika þeirra til jarðgangagerðar,
en hún er samkvæmt eðli máls mikil á
þessu svæði, þar sem þekking á því er
af skomum skammti. Þó má fullyrða
að aðstæður séu fremur óhagstæðar,
og t.d. mun erfiðari en í Hvalfirði.
Spá um umferð gefur til kynna að
lfkleg stærðargráða umferðar yrði á
bilinu 300 til 500 bflar á dag árið um
kring, eða 100 til 180 þús. bflar á ári.
Árlegur rekstrar- og íjármagnskostn-
aður við jarðgöng er metinn 1,7-3
milljarðar á ári. Miðað við fram-
angreindar stærðargráður kostnaðar
og umferðar fæst ekki arðsemi af
framkvæmdinni miðað við hefð-
bundnar aðferðir við arðsemisreikn-
inga. Ef umferðin yrði látin greiða
veggjald jafnhátt núverandi ferjugjaldi
(3000 kr íyrir fólksbfl og bflstjóra) og
miðað við 140 þúsund bíla á ári, yrðu
árlegar tekjur um 420 m.kr., og er það
einungis brot af árlegum kostnaði.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður
skýrsluhöfunda um göng til Vest-
mannaeyja segja þeir að göng myndu
ijúfa samgöngulega einangmn Eyj-
anna, og valda byltingu í allri aðstöðu
þar fyrir atvinnulíf og mannlíf, auk
þess sem þau myndu án efa einnig
hafa mikil áhrif á Suðurlandi.
Samgönguráðherra kynnir skýrsluna
á blaðamannafundi í dag.
Höfðingleg gjöf til bæjarins:
■■ /
011 ritverk Arna úr Eyjum
Vestmannaeyjabæ hefur borist mikil og góð gjöf. Á fundi bæjarráðs á
mánudag lá fýrir bréf frá Sigurði Guðmundssyni, f.h. Ásu Torfadóttur,
eiginkonu Árna heitins Guðmundssonar úr Eyjum.
Samkvæmt bréfinu, sem er dagsett 6. feb. sl., em Vestmannaeyjabæ færð
öll ritverk Ama að gjöf. Bæjarráð þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og hefur
menningarmálanefnd verið falið að annast framgang þessa máls.
Kennsla felld niður vegna peningaleysis?
Á síðasta fundi skólamálaráðs var lögð fram til kynningar fjárhagsáætiun
fyrir árið 2000.
I framhaldi af því óskaði Hjálmfríður Sveinsdóttir, skólastjóri Bamaskólans,
eftir að bókað yrði að hún ítrekaði fyrri bókun sína frá 4. febrúar 1999. Verði
ekki aukning á húsnæði Bamaskólans næsta haust er fyrirsjáanlegt að fella
þurfi niður kennslu í einhveijum greinum vegna aðstöðuleysis.
0 27. árgangur • Vestmannaeyjum 17. febrúar 2000 • 7. tölublað • Verðlír. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293
Skýrsla Vegagerðar um vegtengingu við land:
Jarðgöng of dýr
og áhættusöm
-Bent er á að tækninni fleygi fram og rétt sé að
endurskoða möguleikana í samræmi við það
I
TM-ÖRYGGI
ÖRVGGI
- á öllum sviðum'
FJÖLSKYLDUNA
Sameinar öll srygg;ngamálin
faldan og
Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00
Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00
Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00*
* Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000
Sími 481 2800
Fax 481 2991
‘Uerióliur h f.
sp/njjiujjí
Flötum 20 - Sími 481 1535
VÍOtja/Oj/ 'jtj jjjiu/JitjDj
Græðisbraut 1 - Sími 481
3235
Vetraráætlun
Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn