Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. febrúar2000
Fréttir
13
Ragnar Óskarsson skrifar:
Nú þarf að
snúa við blaðinu
í síðasta tölu-
blaði Frétta er
viðtal við Guð-
jón Hjörleifsson,
bæjarstjóra,
vegna þeirrar al-
varlegu stöðu
sem upp er kom-
in í fjármálum
Vestmannaeyja-
bæjar. I viðtalinu
sakar hann mig um að bera á sig
óhróður og ýmis ósannindi, ráðast á
persónu sína og fjölskyldu, svo og á
Sigurð Einarsson og ijölskyldu hans.
Þessar ásakanir í minn garð em með
þvílíkum endemum að ekki er ástæða
til þess að svara þeim efnislega. Ég vil
þó taka fram að ég á hvorki neitt
sökótt við Guðjón sem persónu né og
enn síður við Sigurð Einarsson. Um-
mæli Guðjóns um mig í viðtalinu
dæma sig því ómerk og ósmekkleg og
segja kannski meira um hann sjálfan
en mig. Þá em ummæli hans um
málflutning bæjarfulltrúa Vestmanna-
eyjalistans í bæjarstjóm dæmi um
ótrúlega skammsýni og vanþekkingu.
Ef Guðjón þarf á samúð að halda
vegna alvarlegrar fjárhagsstöðu Vest-
mannaeyjabæjar verður hann því að
leita á önnur mið í leit að sökudólgi.
Vantraustið var ill nauðsyn
Hinn 3. feb. sl. fluttum við bæjar-
fulltrúar Vestmannaeyjalistans van-
trauststillögu á bæjarstjórann sem
framkvæmdastjóra bæjarins. Þessi
tillaga var í raun lokaþáttur í löngu
ferli. Staðreyndin er nefnilega sú að
fjárhagur Vestmannaeyjabæjar hefur
sífellt verið að versna allt frá því að
sjálfstæðismenn tóku við meirihluta í
bæjarstjóm vorið 1990. Við sem
höfum seúð í minnihluta höfum marg-
sinnis bent á þetta og varað við
þróuninni. Við höfum einnig lagt fram
fjölda hugmynda um úrbætur sem
sjálfstæðismenn hafa nánast alltaf
hafnað. Hugmyndir okkar og tillögur
hafa ætíð haft hagsmuni Vest-
mannaeyja í fyrirrúmi og í grand-
vallaratriðum byggst á því að hér
verði rennt traustari og öraggari
stoðum undir atvinnulífið. Fjölbreytt
og traust atvinnuh'f í Vestmannaeyjum
er eins og allir vita grannforsenda þess
að hér geti þróast eðlilegt samfélag.
Þetta hafa sjálfstæðismenn ekki getað
fallist á og fyrir vikið hefur at-
vinnulífið dregist saman, atvinnuleysi
hefur verið viðloðandi, íbúum hefur
fækkað og tekjur bæjarfélagsins
minnkað.
Sjálfstæðismenn hafa hins vegar
verið og era enn iðnir við að berja
hausnum við steininn og tönnlast á því
sýknt og heilagt að hér sé allt í besta
lagi, bæjarfélagið sé fjárhagslega á
grænni grein og þar fram eftir
götunum. Margir hafa tekið þá trú-
anlega þar til nú á dögunum að bréf
barst frá opinberri nefnd sem hefur
eftirlit með fjármálum sveitarfélag-
anna í landinu. Með því bréfi hrandi í
raun á einni nóttu sú glansmynd sem
sjálfstæðismenn hafa dregið upp af
fjármálastöðu bæjarfélagsins. Bréfið
var vægast sagt þungur áfellisdómur á
lélega fjármálastjóm og við allar
venjulegar aðstæður hefði bæjarstjór-
inn, sem ber höfuðábyrgð á fram-
kvæmda- og fjármálastjóm bæjar-
félagsins, strax átt að óska eftir því að
bæjarstjóm leysti sig frá starfi og réði
kunnáttumann á sviði fjánuála til þess
að ráða bót á afleitri stöðu. Það gerði
hann hins vegar ekki og því var ekki
um annað að ræða en að flytja van-
traust á hann til þess að freista þess að
koma málum að nýju í rétt horf með
nýjum manni „í brúnni“. Van-
trauststillagan var því í raun ill
nauðsyn.
Hvað nú?
Eins og mál standa nú er ljóst að
nauðsynlegt er að snúa við blaðinu.
Staða ijármála Vestmannaeyjabæjar
mun hins vegar ekki breytast að marki
til hins betra í allra næstu framtíð.
Hugsanlega mun taka mörg ár að
byggja upp að nýju það sem sjálf-
stæðismenn hafa því miður rifið niður.
Það uppbyggingarstarf verður hins
vegar að hefja strax. Grandvallaratriði
í því sambandi er að viðurkenna þann
vanda sem við er að etja og bregðast
við honum. Víðtæk uppbyggingar-
áætlun til næstu ára er nauðsynleg í
því sambandi og á þessari áætlun þarf
strax að bytja. Engan tíma má missa
því framtíð Vestmannaeyja er í húfi.
Ég held að engin þörf sé á að örvænta
því vandann getum við leyst. Bág
staða ætti frekar að hvetja okkur til
dáða en að leggja árar í bát. Við
þurfum að eiga málefnalegar umræður
um framtíð Vestmannaeyja, þar er
ekki pláss fyrir umræðu af því tagi
sem bæjarstjórinn býður upp á í
síðasta tölublaði Frétta.
Ragnar Óskarsson
Ármann Höskuldsson skrifar:
Umhverfið, gjöf eða arfur?
I þessum pistli
ætlum við að
fjalla um okkar
daglega um-
hverfi og þær
skyldur sem
okkur ber að
sýna því. Fyrst
ber okkur að skil-
greina umhverfi
okkar og hvers við ætlumst til af því.
sinni stærstu mynd þá er umhverfí
okkar allt það sem snýr að okkur og
getur hugsanlega haft áhrif á okkur í
nútíð sem fjarlægri framtíð. Þetta
þýðir í raun að umhverfi okkar er ekki
bara garðurinn okkar, bærinn okkar
eða landið okkar, heldur og öll jörðin.
í raun eram við og jörðin okkar undir
áhrifum eðlisfræðilegra lögmála sem
era jafnvíg hér á jörðu sem utan
hennar. Því verður umhverfið í sinni
víðustu merkingu alheimurinn. Hins
vegar höfum við enn sem komið er
lítil áhrif á hvað gerist utan okkar
plánetu og því þurfum við í raun ekki
að velta mikið fyrir okkur umhverfis-
málum nema á jörðinni og í allra
næsta nágrenni hennar.
Hér komum við að mjög mikil-
vægum punkti í umhverfisumræðunni
og raunar einu aðalatriðinu, að
umhverfið sem við fjöllum gjaman
um hvað heitast er það umhverfi sem
við mennimir getum haft áhrif á til
góðs eða ills. Þess ber þó að geta að
lokaorðin „gott og illt“ geta oft á
tíðum verið háð einstaklingsbundnu
mati. Þannig getum við mennimir
ákveðið að snerta ekki stór svæði, þ.e.
friðum svæði fyrir mannvirkjum eða
efnisnámi og veiðum og látum nátt-
úrana eina stjóma framvindu. Dæmi
um slíkt er Suðurskautslandið, Hom-
strandir og Hamarinn hér í Eyjum.
Eins era oft teknar ákvarðanir um
að nýta svæði sem í öllum tilvikum
Dæmi um illa
hugsaðar fram-
kvæmdir eru fjölmörg
og hér á eyjunni eru
nokkur sem hreint
„æpa“ á mann
hefur í för með sér gjörbreytingu á
útliti og náttúra þess. Dæmi um slíkt
er t.d. flugvöllur Vestmannaeyja,
Blöndulón og skógarhögg í regn-
skógum til landrýmingar fyrir naut-
gripi. Sem sagt, umhverfismál snúa
fyrst og fremst að því hvað við
mennimir geram eða geram ekki við
það umhverfi sem við lifum í.
Einna markverðustu breytingamar
sem átt hafa sér stað undanfarin ár eru
að nú ber mönnum að ganga snyrti-
lega frá því umhverfi sem skal nota
eða hefur verið notað, þetta er kallað
mótvægisaðgerðir framkvæmda. Það
er ef menn hyggjast nýta svæði þannig
að það verður lítt aðlaðandi, ber
mönnum að gera ráð fýrir því strax á
framkvæmdastigi hvemig þeir hyggist
skilja við svæðið eftir notkun eða
fegra á meðan á notkun þess stendur.
Hversvegna era þessar breytingar svo
mikilvægar? Jú vegna þess að þær
gera ráð fyrir því að menn hugsi
framkvæmdir sínar til enda og skilji
ekki við svæði þannig að lýti þyki að.
Þannig vonumst við eftir því að geta
skilið við umhverfið í jafngóðu ef ekki
betra ástandi til komandi kynslóða
sem erfa munu landið eftir okkar dag.
Dæmi um illa hugsaðar framkvæmdir
era fjölmörg og hér á eyjunni era
nokkur sem hreint „æpa“ á mann ef
farið er um eyna, eins og haugamir
suður af Urðavita, gamla hraun-
hitasvæðið, trönusvæðin á Hamri og
Haugasvæðinu og síðast en ekki síst
haugurinn utan í Helgafelli. Það er
huggun að verið er að loka haugnum í
Helgafelli, þó seint fari, og verður
vonandi skilið þar við svo ekki sjáist
ummerki þessa æxlis sem við
græddum í fellið. En hin dæmin sem
nefnd voru era einmitt ástæða þess að
sett vora lög um að hugsa fram-
kvæmdir með tilliti til afleiðinga, enda
allt dæmi um framkvæmdir þar sem
endirinn var ekki skoðaður í upphafi.
Höfundur er forstöðumaður
Náttúrustofu Suðurlands í
Vestmannaeyjum.
Fjármál á
f immtudegi
Eftir Bjarka Brynjarsson
Gengi
gjaldmiðla
Þegar rætt er um gengi gjaldmiðla er
átt við virði tiltekinnar einingar af
einum gjaldmiðli í hlutfalli við annan.
Gengi gjaldmiðla hefur því ekki
merkingu ef ekki er tiltekin sú
viðmiðun sem gengið er borið saman
við. Þannig era oft gefin upp hlutföll
milli tveggja gjaldmiðla t.d. dollar á
móti krónu, dollar á móti yeni, o.s.frv.
Mismunur á kaup- og sölugengi (e.
spread) ræðst síðan af þeim kostnaði
sem af viðskiptunum hlýst.
I daglegu tali um gengi íslensku
krónunnar er venjulega átt við vísitölu
hennar sem samsett er úr myntum
helstu viðskiptalanda okkar. Þannig er
vísitalan mælikvarði á gengis-
breytingar gagnvart tilteknu safni af
gjaldmiðlum eða gjaldmiðlakörfu.
Hreyfingar vísitölunnar ráðast af
framboði og eftirspum á hverjum
tíma, en Seðlabankinn hefur þó
markað þá stefnu að hreyfingamar
takmarkist við 6% frá miðgildi hennar
sem er 115,01. Lækki vísitalan þýðir
það að íslenska krónan hefur styrkst í
samanburði við þær myntir sem
mynda vísitöluna og hækkandi vísi-
tala að krónan hefur veikst.
Gengi íslensku krónunnar getur haft
mikil áhrif á aðila sem starfa við inn-
og útflutning, aðila sem skulda í
erlendum gjaldmiðlum og þá sem
lánað hafa í erlendum gjaldmiðlum.
Hækki gengi krónunnar fæst meira af
erlendum gjaldmiðli fyrir hverja
krónu og innfluttar vörur verða
ódýrari en þeir sem flytja út fá færri
krónur fýrir sínar afurðir. Lækki hins
vegar gengið er þessu öfugt farið og
innfluttar vörar hækka en meira fæst
fyrir útfluttar afurðir. Við gengis-
hækkun minnkar höfuðstóll erlendra
lána og öfugt við gengislækkun.
Vegna þeirrar áhættu sem felst í
gengisbreytingum verður sífellt
algengara að fyrirtæki geri framvirka
samninga eða kaupi vilnanir sem
tryggja þeim fast gengi fyrirfram (sjá
fýrri pistla um framvirka samninga og
vilnanir).
Til era þeir markaðsaðilar sem
sérhæfa sig í kaupum og sölu á
gjaldmiðlum með það fyrir augum að
hagnast á gengismun einstakra
gjaldmiðla. í flestum tilfellum er unt
afar stórar fjárhæðir að ræða og
umtalsverða áhættu í viðskiptunum,
enda getur verið mjög erfitt að spá
fyrir um gegnisbreytingar.
Bjarki A. Brynjarsson
Forstöðumaður
Kaupþings hf. á Suðurlandi
Ný tæki til eldfjallavöktunar
Þessa dagana er unnið að uppsetmingu fyrsta áfanga nýrra tækja
sem ætluð eru til eldfjallavöktunar í Vestmannaeyjum. Nýr
jarðskjálftamælir verður settur upp í brekkunni ofan við
Steypustöðina. í seinni áfanga verður komið upp GPS-
staðsetningartæki en það gefur mjög nákvæma mynd af öllum
jarðskorpuhreyfingum. Enn fremur verður hallamælir sem er í
Ráðhúsinu tengdur við þetta kerfi. Þá verður nýja veðurstöðin,
sem reist verður samkvæmt beiðni Árna Johnsen, tengd inn á
þetta kerfi.
„Þegar kerfið verður fulluppsett getur hver sem er séð
bráðabirgðaniðurstöður á Netinu. Kerfið verður beintengt við
Veðurstofuna þannig að það verður vaktað allan sólarhringinn.
Fyrir forgöngu Náttúrustofu Suðurlands fengust 3,2 milljónir til
að koma kerfinu af stað,“ sagði Ármann Höskuldsson for-
stöðumaður Náttúrustofunnar.
Myndin er af framkvæmdum ofan við Steypustöðina.