Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Síða 19
Fimmtudagur 17. febrúar 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: ÍBV 23 - Afturelding 19 Örussur sisur á toppliðinu Flestir voru á því að ÍBV ætti nokkuð erfitt verkefni fyrir hönd- um þegar liðið mætti meisturum Aftureldingar síðasta laugardag en oftast hafa leikir liðanna verið mjög tvísýnir. Annað kom hins vegar á daginn því að IBV fór á kostum í leiknum og hreinlega kafsigldi stjörnum prýtt lið Aftureldingar. ÍBV sigraði í leiknum 23 - 19 og hefði sigurinn átt að vera mun stærri. Reyndar vantaði mesta marka- skorara ÍBV í vetur í liðið. Miro Barisic tók út leikbann eftir að hafa hlotið útilokun í leiknum gegn FH. En það er nú oft þannig að þegar eitthvað bjátar á eflast menn og það gerðist einmitt núna. Sóknarleikurinn var reyndar dálítið stirður, enda var oft enginn örvhentur leikmaður í liðinu en meðan liðið skorar fleiri mörk en and- stæðingurinn er ekki hægt að kvarta. Fyrri hálfleikur byrjaði vel fyrir okkar menn, Gísli varði í fyrstu sókn gestanna, í kjölfarið skoraði Aurimas fyrsta mark leiksins og ÍBV komið með forystu sem strákarnir lém ekki af hendi eftir það. Vöm ÍBV var geysi- lega sterk alveg frá fyrstu mínútu. IBV spilaði sína vanalegu 3-2-1 vöm og virðist liðið vera ná nokkuð góðum tökum á þeitri vöm því að Afturelding hreinlega komst ekkert áfram. IBV náði mest 5 marka forskoti 10 - 5, en staðan í leikhléi var 11-7. Strax á fyrstu mínútu seinni hálf- leiks var augljóst að ÍBV liðið ætlaði að halda áfram á sömu braut og í fyrri hálfleik. Liðið spilaði frábæran vamarleik, vann boltann og keyrði á hraðaupphlaupum. Fljótlega var mun- urinn orðinn 6 mörk, 15 - 9 en þá fékk Sigurður Bragason sína þriðju ERLINGUR hafði ástæðu til að fagna eftir sigur á meisturum Aftureldingar á Iaugardaginn. Handbolti: Yngri flokkar Naumt tap Þrátt fyrir að stúlkurnar í 2. fiokki kv. IBV hefðu sýnt það og sannað á dögunum í leik gegn Val að þær ættu erindi í þær bestu náðu þær ekki að fylgja því eftir gegn ÍR stúlkum si. sunnudag. Þessi leikur var mikilvægur fyrir bæði lið og sérstaklega ÍBV, því með sigri hefðu Eyjastúlkur haft sætaskipti við ÍR sem er í 4. sæti. Leikurinn fór nokkuð vel af stað fyrir ÍBV og náðu þær fljótlega for- ystu í Ieiknum, allt virtist ætla að ganga upp. Vamarleikur liðsins var góður til að byrja með og þannig náðu Eyjastúlkumar oft boltanum sem endaði með gópu marki eftir gott hraðaupphlaup. IR stúlkur náðu hins vegar aðeins að klóra í bakkann fyrir leikhlé og í hálfleik var staðan, 8 - 7 fyrir ÍBV. Gestimir komu hins vegar á- kveðnari til leiks í þeim síðari og náðu strax fomstu. IR stúlkur náðu að stöðva hraðaupphlaup IBV liðs- ins og þegar þær tóku Hind Hannesdóttur úr umferð riðlaðist sóknarleikur ÍBV. Það sló Eyja- stúlkur út af laginu og þegar flautað var til leiksloka var þriggja marka sigur IR stúlka staðreynd, 14-17. Þrátt fyrir þetta tap geta Eyja- stúlkur samt klifrað upp töfluna með sigri í næstu leikjum. IBV liðið nær nokkuð vel saman þrátt fyrir að liðið samanstandi af stúlkum úr nokkmm aldurshópum, allt frá stúlkum í 4. flokki sem þurfa að taka af skarið þegar þær eldri em teknar út. Herslumuninn virðist oft vanta í IBV liðið og ásamt trúnni á sigur, þær geta svo sannarlega verið meðal þeirra bestu sérstaklega þegar liðið hefúr á að skipa góðum leikmönnum eins og Hind, Guðbjörgu, Eyrúnu og Önnu Rós. Allt em þetta stúlkur sem leika stórt hlutverk í mfl. liði IBV sem er nú í fjórða sæti á meðal þeirra allra bestu. Mörk ÍBV: Hind Hannesdóttir 6, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Eyrún Sigurjónsdóttir 1, Anna Rós Hall- grímsdóttir 1, Bjamý Þorvarðardóttir 2, Elva Grímsdóttir 1, Aníta Ey- þórsdóttir 1. brottvísun og þar með rauða spjaldið. En það virtist ekki koma að sök, Daði Pálson átti fínan leik um seinni hálfleikinn miðjan og skoraði mikil- væg mörk og sigurinn blasti við ÍBV. Alltaf biðu áhorfendur eftir slæma kaflanum, en sá kafli kom aldrei. Undir lokin beitti Afturelding maður á mann vöm og náðu strákamir ekki að leysa það. Gestimir náðu aðeins að klóra í bakkann og lokatölur eins og áðursagði, 23-19. Erlingur Richardsson sagði eftir leikinn að ÍBV hefði unnið hann á frábærri vöm. „Þetta var varnarsigur númer eitt, tvö og þrjú. Vömin hefur verið ágæt eftir áramót en sóknar- leikurinn hefur verið vandamál. Á þessu varð breyting núna því það vom hreinlega allir að skora, enginn hræddur og liðið staðráðið í að vinna. Við vissum að erfitt væri að missa Karfan: IV mætti Hetti frá Egilsstöðum á laugardagskvöld og verður leiksins helst minnst fyrir að vera mið- næturleikur. Leikurinn átti að vera að degi til, en vegna ófærðar frá Egilsstöðum komust Hattarmenn ekki til Eyja fyrr en um níuleytið um kvöldið. Ákveðið var að kýla á leikinn en Eyjamenn áttu eftir að sjá eftir því. Leikur Iiðsins var ekki upp á marga ftska, menn horfðu hver á annan og biðu eftir að næsti maður gerði eitthvað. Síðan var skammast þegar illa gekk og menn einfaldlega áhuga- og baráttulausir. Einnig vantaði tvo af fastamönnum í liðið, Þorvald fyrirliða og Amstein formann. Amsteinn var liðsstjóri í leiknum en einnig var David Grissom ekki orðinn góður af meiðslum og beitti sér lítið í leiknum. Gestimir, sem fyrir leikinn höfðu Miro, en við leystum það vandamál. En til lengri tíma litið þá verður að hafa í það minnsta einn örvhentan leikmann til að bijóta upp spilið." Aðspurður um útileikjavandamálið, sem hefur verið að hrjá IBV síðast- liðin tvö ár, sagði Erlingur að rétti andinn væri kominn í hópinn. „ Við vomm að gera margt gott á móti Víking og var góð barátta var í liðinu, og ég hef trú á því að það styttist óðfluga í góðan útisigur." sagði Erlingur að lokum. Með sigrinum er ÍBV komið í 7. til 9. sæti en rétt er að benda á að aðeins em tvö stig í fjórða sætið og fjögur í það þriðja, þannig að Nissandeild karla er enn galopin. Mörk IBV: Aurimas 6, Erlingur 5, Daði 4, Guffi 3, Svavar 3, Hannes 2/1. Varin skot: Gísli 14. spil? aðeins unnið einn leik áður sigmðu ömgglega 79-85 og verður sigurinn að teljast nokkuð sanngjam. Amsteinn Ingi sagði að vissulega hefði verið sárt að tapa. „Við ætluðum okkur sigur í þessum leik, en Hattarmenn em í gífurlega harðri fall- baráttu og einfaldlega sigmðu okkur. Það vom ekki endilega þeir sem vom að spila svona vel, heldur vomm við á hælunum allan leikinn. Við hituðum upp í hátt á annan klukkutíma meðan við biðum eftir þeim og það hafði kannski eitthvað að segja þegar út í leikinn var komið. En annars vorum við einfaldlega lélegir, leikmenn vom kannski búnir að vinna leikinn fyrirfram en ég held að þetta sé það lélegasta sem ég hef séð til IV í fleiri ár. Stig ÍV: Stebbi 28, Halldór 16, Ámi 13, Davíð 10, Diddi 6, David 6. Handbolti: Yngri flokkar Toppliðið náði að krækja í stig af Eyjapeyjum Ljóst var að strákarnir í ÍBV áttu erfiðan leik fyrir höndum þegar þeir mættu toppliðinu ÍR, í 2. flokki karla í handknattleik. Lið ÍR er skipað strákum sem leika stórt hlutverk í mfl. liði IR. Eyjapeyjar með ungt og efnilegt lið voru hins vegar tilbúnir að berjast fyrir sínu þegar liðin mættust hér í Eyjum á sunnudaginn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og mörg færi beggja liða vom stöðvuð af góðum markvörðum liðanna. Þannig hélst jafnræði með liðunum og þegar flautað var til hálfleiks var eins marks munur ÍR í vil, 12-13. Gestimir úr Breiðholtinu komu hins vegar sterkari til leiks í sfðari hálfleik og náðu fljótlega þriggja marka forustu. ÍR-ingar bættu hægt og rólega við sitt forskot og þegar tæpar sjö mínútur lifðu af leiknum þá leiddu þeir með sjö mörkum. Eyjapeyjar vom ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn óðfluga og þegar aðeins mínúta var eftir af leiknum hafði ÍBV jafnað leikinn. Heimamenn fengu svo tækifæri á að komast yfír á lokasekúndunum þegar skot Hannesar Jónssonar var naumlega varið og því var jafntefli niðurstaðan, 25-25. Lið IBV sýndi góðan leik á köflum þá kannski sér í lagi í sókn. Þar vom það Hannes Jón Jónsson og Sigurður Ari Stefánsson sem létu mest að sér kveða. Vamarleikurinn var þokka- legur á köflum, stundum náðu gest- imir að opna hann upp á gátt, en sem betur fer var markvörðu Eyjaliðsins, Kristinn Jónatansson, svo sannarlega f stuði. Kristinn varði oft glæsilega, bæði skot utan af velli og skot úr dauðafærum. Lið IBV er ungt að ámm og m.a. léku tveir drengir úr 4. flokki lykil- hlutverk í Eyjaliðinu, það vom þeir Karl Haraldsson, homamaður og Kári Kristjánsson, skytta. Flestallir aðrir leikmenn liðsins em enn þá í 3. flokki en aðeins einn leikmaður í byrjunarliði ÍBV að þessu sinni er með réttu í 2. flokki. Þessi hópur verður því að mestu óbreyttur næstu árin og því verður gaman að fylgjast með strákunum í framtíðinni. Mörk ÍBV: Hannes Jón Jónsson 9, Sigurður Ari Stefánsson 8, Jóhann Halldórsson 4, Kári Kristjánsson 2, Sigþór Friðriksson 2. IBV á útleið Meistaraflokkur karla í knattspymu er á leiðinni úl í sína fyrri æíingaferð þennan veturinn. Leiðin liggur alla leið til Kýpur þar sem dvalið verður í um viku og spilaðir þrír æfingaleikir gegn liðum frá Slóveníu, Kýpur og svo geysilega sterku rússnesku úrvalsdeildarliði. I ferðina fara 25 manns, 21 leik- maður og mun Allan Mörköre fara með, en Júgóslavarnir koma ekki til landsins fyrr en rétt l'yrir mót. Meistaraflokkur kvenna í knatt- spyrnu hyggur einnig á land- vinninga. Liðið fer út til Englands næsta þriðjudag og mun liðið dvelja í vikutíma í nágrenni við New- castle. Það var Karen Burke sem hefur verið að skipuleggja ferðina fyrir stelpumar, en eins og allir vita spilaði hún með liðinu í fyrra ásamt Kelly Shimmin, en báðar munu þær spila með Iiðinu í sumar. Ekki var alveg komið á hreint við hverja stelpurnar keppa, nema í fyrsta leik munu þær mæta efsta liði ensku fyrstu deildarinnar Doncaster Bells og svo munu þær Ifklega lfka mæta tveimur háskólaliðum og að öllum líkindum Leeds. Jóhannes í stjórn KSÍ Á ársþingi Knattspyrnusambands Islands sem haldið var unt helgina, var Jóhannes Ólafsson, fyrrverandi fonnaður knattspyrnudeildar ÍBV, kosinn í varastjóm KSÍ. Þar hittir Jóhannes fyrir Einar Friðþjófsson og því á ÍBV tvo fulltrúa í sljórn KSI. Auk þeirra er Jóhann Ólafsson landsbyggðarfulltrúi Suðurhinds í stjóm KSf. Af ÍBV-vefnum. Framundan Fimmtudagur 17. febrúar Kl. 18.00 ÍB V-Fylkir bikarleikur 4. fl.kvenna Laugardagur 19. febrúar Kl. 15.30 IV-ÍRkarfan Mánudagur 21. febrúar Kl. 19.00 Selfoss-ÍBV 2.fl. karla. HíÍPpB fluglýsingar sími 481-3310

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.