Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 10
10
Frcttir
Fimmtudagur 17. febrúar2000
Katerina og Hlynur ganga í það heilaga í næstu viku, hún frá Úkraínu
Hann er Eyjapeyi
sem farið hefur
sínar eigin leiðir og
verið lítt áberandií
bæjarlífinu nema
þegar kemur að
bílum og mótor-
hjólum. Á þeim
vettvangi hefur
hann skartað
dýrum sportbílum
og hjóli sem á sér
fáar hliðstæður
hér á landi. Hún
kemur langt að,
eða alla leið frá
borginni Kharkov í
Úkraínu en Ijóst
hár og norrænt
útlit gæti bent til
norræns uppruna.
Fyrir um ári síðan
lágu leiðir þeirra
saman, fyrst sem
pennavina, seinna
byrjuðu þau að
hringja í hvort
annað og fljótt
kom í Ijós að þau
áttu margt
sameiginlegt. Ekki
leið á löngu áður
en ástin komst í
spilið og í kjölfarið
fer hjól örlaganna
að snúast með
ótrúlega miklum
hraða. Hún kemur
í heimsókn til Eyja
í ágúst ásamt
móður sinni og hjá
unga fólkinu
blómstraði ástin
sem aldrei fyrr.
Þau ákveða að
rugla saman
reytum, hún fertil
Úkraínu til að
ganga frá sínum
málum og kemur
til baka í
desember. Þau
hafa búið sér
fallegt heimili á
Brekastígnum á
neðri hæðinni hjá
foreldrum hans og
nú er brúðkaup á
næsta leiti. Þau
ætla sér að
eignast mörg börn
og hún kvíðir því
ekki að setjast að í
Vestmannaeyjum.
Katerina viðurkennir að hún
sakni móður sinnar sem líka
saknar hennar.
„En mamma sættir sig
alveg við að ég flytji til
íslands því hún veit að ég er
hamingjusöm og ánægð. Hún
veit líka að ég hef fundið
mann sem ég vil vera með og
stofna fjölskyldu með
honum.
„Þá trúlofuðum við
okkur," segir Hlynur.
„Við fundum þarna að
við áttum framtíð
saman. Katerina fór svo
út aftur til að ganga frá
sínum málum ogkom
svo til baka 15.
desember og
setjast
Enskunámið leiddi þau
saman
Katerina Yatsenko er 27 ára og
Hlynur Sigmundsson verður þrítugur í
næstu viku. Þau taka á móti blaða-
manni að heimili sínu, á neðri hæðinni
að Brekastíg 12. íbúðin er ekki stór en
þau hafa skapað sér fallegt heimili,
nútímalegt svo ekki sé meira sagt.
„Við höfum aðgang að 100 sjónvarps-
stöðvum í gegn um gervihnetti, því
miður náum við ekki stöðvum frá
Úkraínu en Katarina nær nokkrum af
uppáhalds útvarpsstöðvunum í gegn-
um Netið,“ segir Hlynur þegar hann
sýnir blaðamanni íbúðina.
Katarina talar góða ensku en hún
hóf enskunám fyrir einu og hálfu ári
upp á eigin spýtur og hefur náð
ótrúlega góðum árangri á ekki lengri
tfma en það var einmitt enskunámið
sem leiddi þau saman.
Heimaborg Katerinu, Kharkov, er
iðnaðarborg með um 2 milljónir íbúa
og er skammt frá landamærum Rúss-
lands. Hún segir að borgin standi á
gömlum merg og skarti mörgum
gömlum og fallegum byggingum.
Ólst upp á umbrotatímum
En hver er Katerina Yatsenko? ,,Ég er