Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. febrúar2000 Fréttir 17 Auður í krafti kvenna: Að virkja konur STARFSFÓLK íslandsbanka sem þátt tók í námskeiðinu ásamt Hildi Elínu, sem er fjórða frá vinstri. „Auður í krafti kvenna“ er heiti á átaki til að efla íslenskt atvinnulíf og að auka hagvöxt á Islandi. Þeir aðilar sem standa að verkefninu eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Islandsbanki, Morgunblaðið og Deloitte & Touche, en um fram- kvæmd þess sér Háskólinn í Reykjavík. Sérstakt framtakssetur hefur verið opnað fyrir þátttakendur í nám- skeiðum Auðar. Þar geta þeir notað tölvubúnað setursins til að afla sér upplýsinga á netinu og í fjölmörgum gagnagrunnum sem skólinn hefur aðgang að. Hlutverk Auðar er að er að nýta enn betur þann auð sem í konum býr með því að auka þátttöku þeirra í atvinnusköpun og stuðla þannig að auknum hagvexti á íslandi. Síðastliðinn þriðjudag var Hildur Elín Vignir, fræðslustjóri Islands- banka, að kynna starfsmönnum Islandsbanka í Eyjum verkefnið. Hildur Elín sagði að hugmyndina að baki Auði mætti rekja til þess hve fáar konur sækja um til Nýsköpunarsjóðs eða alls 13% umsókna og sækja konur um lægri upphæðir. „Guðrún Péturs- dóttir hjá Nýsköpunarsjóði fékk til liðs við sig Guðfmnu Bjamadóttur rektor Háskóla Reykjavfkur, þær höfðu kynnst rannsóknum erlendis og hvað hafði verið gert þar í atvinnusköpun kvenna. Nýsköpunarsjóður var mjög jákvæður gagnvart hugmyndinni og því ákveðið að fá öflug fyrirtæki til liðs við verkefnið og hrinda því af stað.“ Hildur benti á að nauðsynlegt væri að fyrirtæki sinntu ímynd sinni og að þátttaka þeirra fyrirtækja sem að verkefninu koma væri meðal annars liður í því. „Fyrirtæki þurfa að vera mjög vakandi fyrir þeirri ímynd sem þau hafa á markaðnum og íslands- banki vill vera mjög meðvitaður um sína ímynd og einn þáttur hennar er að við séum að stuðla að framþróun í landinu og efla íslenskt atvinnulíf." Hildur Elín segir að aðalfjár- mögnunaraðilar verkefnisins séu Nýsköpunarsjóður og Islandsbanki. „Síðan koma þessi fyrirtæki einnig með leiðbeinendur inn á námskeið sem haldin verða og tengjast verk- efninu. Einnig sitja fulltrúar fyrir- tækjanna í verkefnisstjóminni og koma með hugmyndir að því hvað hægt er að gera til þess að bæta þessa hluti. Námskeiðin em opin öllum konum sem áhuga hafa og verða í boði fyrir konur um allt land." Er auður kvenna vannýttur á Islandi? „Eins og við höfum séð í rann- sóknum frá 1998 hér á landi em fyrirtæki í eigu kvenna aðeins 18 prósent hér á landi. Rannsóknir og þróunin erlendis hafa sýnt okkur að rekja megi 36% hagvaxtar til nýrra fyrirtækja og helsta leiðin til þess að koma á nýjum fyrirtækjum sé að efla þann auð sem býr í konum og efla þær til fyrirtækjareksturs. Sú staðreynd er í rauninni hugmyndin að baki verk- efninu. Verkefnið á ekki síður að höfða til kvenna sem em í störfum hjá fyrirtækjum nú þegar og hvetja þær til þess að þróast áfram.“ Hildur Elín segir að námskeiðin séu opin öllum konum. „Verið er að skoða ýmsa möguleika á uppsetningu og formi þeirra þannig að þau henti konum utan af landi en ekki er búið að ákveða með hvaða hætti það verði gert. En það er greinilega mikill áhugi meðal kvenna af landsbyggðinni, ekld síður en á höfuðborgarsvæðinu.“ Friðrik Friðriksson veitustjóri: r Obreyttir taxtar í tvö ár Gjaldskrár Bæjarveitna Vest- mannaeyja hafa ekki hækkað síðan í janúar 1998 þrátt fyrir hækkun launa, verðlags og neyslu- og byggingavísitölu sem taxtinn hefur alltaf fylgt. Friðrik Friðriksson veitustjóri segir að gjaldskrá hitaveitu hafi verið lækkuð um 30 prósent 1997 og að Bæjarveitur hafi ekki breytt gjaldskrám síðan 1998. „Við emm alveg með sömu gjaldskrá þrátt fyrir að í kringum okkur hafi orðið hækkanir og þrátt fyrir að við séum að borga niður skuldir Veitunnar um 39 milljónir á ári fyrir utan vexti. Orkukaup hitaveitunnar hafa hækkað á þessu tímabili úr 62 milljónum í 75 milljónir, sem er vegna skerðinga á afgangsorku og hækkunar á olíuverði. Innkaupsverð raforku hefur tvisvar hækkað um þrjú prósent, en við ekki hækkað á móti. Við kaupum for- gangsrafmagn fyrir tæparl50 milljónir á ári, þannig að hækkunin nemur rúmum 8 milljónum sem veitumar hafa tekið á sig. Við emm því að sýna í rekstri okkar að við höfum tekið á okkur allar þær hækkanir sem orðið hafa vegna orkukaupa og fylgjum þeirri áætlun sem við höfum gert til 2015, þrátt fyrir að verð til almennings er ekki hækkað.“ Friðrik segir að ástæða þess að Bæjarveitur standi af sér þær hækk- anir sem orðið hafa vegna orkukaupa og þróunar byggingavísitölu og launa séu af ýmsum toga. „Fyrst vil ég nefna að við höfum á margan hátt bætt rekstur Veitnanna. Við fylgjum mjög stífu kostnaðareftirliti í gegnum bók- halds-, lagerkerfi og verkbókhald. Hins vegar er einn mjög veigamikill þáttur sem ég vil að komi mjög skýrt fram, en það er að ríkisvaldið hefur stórlega aukið niðurgreiðslur til jöfnunar húshitunarkostnaðar síðustu árin, sem fært hefur okkur auknar tekjur og gert okkur fært að halda óbreyttri gjaldskrá. Afborganir og vextir hafa því einnig farið lækkandi og gefið okkur aukið svigrúm.“ Friðirk segir að áætlanir miðist við óbreytt umhverfi og að ekkert óvænt komi upp. „Það verður hins vegar að segjast eins og er að við teflum núna á tæpasta vað. Það má ekkert fara úr- skeiðis og síðasta áætlun sem við lögðum mikinn metnað í til þess að þurfa ekki að breyta gjaldskránni, þrátt fyrir allar þær kostnaðarhækkanir sem eru í kringum okkur. Við erum einnig veikir fyrir vegna þess að verðbólga hefur hækkað sem þýðir hækkanir á verðtryggingum innlendra lána. Allar hugmyndir bæjarsjóðs um aukaálögur á Bæjarveitur munu því bara þýða hækkun gjaldskrárinnar, vegna þess að við emm að reka þetta eins knappt og við mögulega getum. Ef einhver áfóll verða þá eigum við enga sjóði að fara í, sem er vissulega óheppilegt út af fyrir sig, en sýnir þó að við emm að reyna að gera þetta vel.“ Forvamarhópurinn: Foreldraröltið endurvakið Eftir nokkurra ára hlé hefur verið ákveðið að endurvekja foreldraröltíð um miðbæinn og er tilgangurinn ekki að setja unglinga bæjarins undir smásjá eða um beint lögreglueftirlit að ræða, heldur að skapa aukið traust og skilning milli unglinga og for- eldra og sýna þeim að okkur er annt um þau. Um er að ræða þriggja mánaða tilraun og verður fyrsta röltið annað kvöld. Forvamarhópur gegn vímuefnum í gmnnskólunum hefur forgöngu um foreldraröltið en hugmyndin er að sex foreldrar, þrír úr hvomm skóla bregði sér á rölt um bæinn á föstudagskvöldum og verði til staðar fyrir unglinga í sjöunda til tíunda bekk. Aður hefur verið gerð tilraun með foreldrarölt í Vestmannaeyjum fyrir nokkmm ámm. Það heppnaðist í sjálfu sér ágætlega en lognaðist síðan út vegna ónógrar þátttöku. Nú er ætlunin að reyna aðra leið þar sem léleg þátttaka varð vegna þess að röltið lenti alltaf á sama fólkinu. Aætlunin gerir ráð fyrir kerfi þar sem allir foreldrar bama í 7. til 10. bekk taka þátt í röltinu og sem á að tryggja að hvert foreldri þarf ekki að koma nema einu sinni eða tvisvar á þeim þremur ámm sem það á bam í þessum bekkjum. Þetta byggist á því að allir foreldrar hlýði kalli og mæti. A næstu dögum fá foreldrar krakka í níunda bekk bréf þar sem sagt er hvenær þeir eiga að mæta í röltið ásamt haldgóðum upplýs- ingum um röltið. Komist fólk ekki tíltekið kvöld er það beðið um að skipta innbyrðis svo keðjan slitni ekki. Vonast er til að foreldrar taki þessu vel og bregði undir sig betri fætinum og um leið er bent á að ekki sé nema um þijá klukkutíma að ræða, frá kl. 23.00 til 02.00. „Það verða þrír foreldrar úr hvomm skóla, alls sex saman hvert kvöld sem rölt verður saman. Þeim mætti skipta í tvo hópa þar sem annar fer um miðbæinn og hinn út í hverfin. Ákveðið hefur verið að hittast í félagsheimilinu við Heiðarveg um kl. 23.00 á föstudagskvöldum. Á ráðstefnunni, frá foreldmm til foreldra, kom fram jákvætt viðhorf til foreldrarölts sem m.a. stendur traustum fótum í Kópavogi. Þar er því stjómað af foreldrafélögum gmnnskólanna en í nánu samstarfi við lögreglu, tómstundayfirvöld og íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs. Foreldrarölt hefur verið við lýði í mörgum sveitarfélögum og hefur alls staðar þótt takast mjög vel. Það tekur tíma að festa sig en verður eftir smátíma fastur liður í bæjarlífmu. Markmið foreldraröltsins í Vest- mannaeyjum er skilgreint með eftirfarandi hætti: □ Að vera til staðar í þágu ungling- anna. □ Að efla kynni foreldra. □ Að virkja foreldra til samstöðu um að virða reglur um útivist bama og unglinga. □ Að efla og styrkja foreldra í uppeldisstarfi sínu. □ Að foreldrar kynni sér umhverfi sem bömum þeirra er boðið upp á þegar þau em utan heimilis. Reglur foreldraröltsins í Vestmannaeyjum. 1. Foreldraröltið gengur ekki fram í valdi eða afskiptasemi, heldur af áhuga og umhyggju. Áður hefur verið gerð tilraun með foreldrarölt í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Það heppnaðist í sjálfu sér ágætlega en lognaðist síðan út vegna ónógrar þátttöku. Núer ætlunin að reyna aðra leið þar sem léleg þátttaka varð vegna þess að röltið lenti alltaf ásama fólkinu. Áætlunin gerir ráð fyrir kerll þar sem allir foreldrar barna í 7. til 10. bekk taka þátt í röltinu og sem á að tryggja að hvert foreldri þarf ekki að koma nema einu sinni eða tvisvar á þeim þremur árum sem það á barn í þessum bekkjum. 2. Foreldraröltið vinnur í nánu samstarfi við lögreglu, skóla og félagsmálayfirvöld. 3. Vera sýnileg, merkt með barm- merkjum. 4. Vera til staðar ef unglingamir leita til okkar, en forðast að stjóma þeim. 5. Við ræðum ekki einstaka atburði sem við verðum vitni að við óvið- komandi. 6. Foreldrar á hverri vakt em 6, þrír úr hvorum skóla. 7. Hver vakt hefst kl. 23.00 og lýkur kl. 02.00. 8. Skrifa þarf skýrslu eftir hverja vakt í vaktbók foreldraröltsins (TRÚNAÐARMÁL). Vonast er eftir að foreldraröltið verði til þess að skapa aukið traust og skilning á milli unglinga og foreldra auk þess sem við trúum að starf- semin geti unnið að þeirri jákvæðu viðhorfsbreytingu í samfélagi okkar að öllum verði ljóst að við komum hvert öðm við, á hvaða aldri sem við erum.“ Útivistarreglur barna og unglinga Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og eftir klukkan 22.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00 frá 1. september til 1. maí (sumar) og klukkan 24 frá I. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viður- kenndri skóla-, íþrótta- eða æsku- lýðssamkomu. Það dregur enginn í efa að rölt foreldra um bæinn er aðeins af hinu góða. Það veitir unglingum aðhald að vita af því að foreldrum sé ekki sama án þess að um löggæslu sé að ræða og það eflir samstöðu milli foreldra að virða útivistarreglur. Það er von forvamarhópsins að foreldrar taki vel í að taka þátt í röltínu enda er það forsenda fyrir því að tilraunin heppnist en hún stendur frá febrúar og fram í maí.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.