Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. febrúar 2000
Fréttir
9
SP Tölvuskólinn og Athafnaveiíð námskeið á voiönn 2000 - Miciosoft Inteinet Exploiei
HRE3
File Edit View Go Favoiites Help
>1--
Back
Up
Cut
Copy
Paste
'S)
Undo
Delete Pioperties
Views
| Address |J D:\Tolvusk0linn og Athafnaverið námskeiá á vorönn 2000
"3 ^Go Links
□
Tölvuskólinn og
Athafnaverið
námskeið á vorönn
2000
Select an item to view its description,
T ÖLVUNÁMSKEIÐ
Skráning stendur yfir í eftirfarandi námskeið á vegum
Tölvuskóla Vestmannaeyja & Athafnavers Vestmannaeyja
Allir þeir sem taka þátt í námskeiðunum fá frían aðgang að Athafnaverinu
á meðan á námskeiðunum stendur og í mánuð eftir að þeim lýkur.
Námskeiðin eru haldin í húsnæði Athafnavers Vestmannaeyja Skólavegi 1.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 481 -3007 frá kl. 10-18.
Skráningu lýkur mánudaginn 21. febrúar.
Byrjendanámskeið: Almenn notkun á Windows98 og Tölvunámskeið fyrir stúlkur: Almenn notkun á Windows98 og
fylgiforritum þess, notkun Inter-
netsins, póstforrita, spjallrása o.fl.
Kjörið námskeið fyrirbyrjendur,
gott veganesti.
Lengd: 18 klst. Verð: 18.900 kr.
fylgiforritum þess, ritvinnsla í
Wordpad, notkun Internetsins,
póstforrita, spjallrása o. fl.
Skemmtilegt námskeið fyrir
hressarstelpur.
Lengd : 10 klst. Verð: 9.900 kr.
Almennt grunnámskeið: Almenn notkun áWindows98og Undirbúningur fyrir fjarnám: Almenn notkun áWindows98,
fylgiforritum þess, Word
ritvinnsla, Exel töflureiknir,
notkun Internetsins, póstforrita,
spjallrása o. fl.
ítarlegt námskeið fyrir kröfu-
harða einstaklinga og
starfsmenn fyrirtækja.
Lengd: 48 klst. Verð: 44.900 kr.
IMetmeeting, mlRC, Acrobat
reader, póstforritum,
fjarfundarbúnaði o.fl.
Fyrirlestrar gegn um fjarfundar-
búnað.
Góð undirstaða fyrirþá sem
hyggja á fjarnám og vilja vera
tilbúnirí slaginn.
Lengd: 20 klst. Verð: 17.900 kr.
Tölvuskóli Vestmannaeyja ^\jy^^tmar
Internetkynningar: Helstu þættir netsins kynntir og
þátttakendur prófa ýmis forrit. Flakkað
um veraldarvefinn, tölvupóstur og
spjallrásir kynntar.
Sérhæft námskeið fyrirþá sem vilja
kynnast hagnýtri notkun internetsins.
Lengd: 4 klst. Verð: 4.900 kr.
T0K Launakerfi: Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og
þeim sem eru að nota launakerfið og
vilja læra að nýta alla þá möguleika sem
kerfið býður upp á. Farið verður í launa-
kerfið og stofnaðir launþegar, greiðslu-
tegundir og launaseðlar. Launa-
útreikningur skilgreindur og prentaður
út. Tenging launakerfis við TOK
fjárhagsbókhald skoðuð svo og orlofs-
og áramótavinnslur.
Lengd: 12 klst. Verð: 24.000 kr.
tmannaeuia
0 bytes
I My Computer
Höfum við efni á því að vera sóðar?
-spyr veitustjóri en rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar er bæjarbúum þungur í skauti
Árlegar afborganir af langtíma-
lánum Sorpeyðingarstöðvarinnar
eru um 12 milljónir. Heildarskuldir
Bæjarveitna eru hins vegar 430
milljónir sem eru skuldir hitaveit-
unnar og þar af er hlutur Sorp-
eyðingarstöðvarinnar 160 miUjónir.
Rafveita og vatnsveita eru hins
vegar skuldlausar.
Rekstrarfyrirkomulagi Sorpeyð-
ingarstöðvarinnar í Vestmannaeyjum
er þannig háttað að Bæjarveitur
sömdu við Gámaþjónustu Vestmanna-
eyja um allan rekstur stöðvarinnar og
alla sorphirðu f bænum og að Gáma-
þjónustan héldi áfram þeim þáttum
sem hún var með áður, fyrirtækin sjá
hins vegar sjálf um að koma sínu sorpi
til stöðvarinnar. „Bæjarveitur rukka
síðan fyrirtækin fyrir að brenna
sorpinu,“ segir Friðrik Friðriksson
veitustjóri. „Einnig höfum við eftir-
litsskyldu með verktakanum um að
hann vinni eftir þeim verklagsreglum
sem koma fram í þeim samningi sem
er í gildi.“
Friðrik segir að rekstur Sorpeyð-
ingarstöðvarinnar sé aðskilinn öðrum
rekstri Bæjarveitna því að sérsamn-
ingur sé í gildi við Vestmannaeyjabæ.
„Bærinn tryggir að peningalegt
streymi við reksturinn standist á, ef
ekki borgar Vestmannaeyjabær mis-
muninn með auknu framlagi til
rekstursins."
I fyrra var rekstur Sorpu stokkaður
upp og núna fer nánast ekkert brenn-
anlegt sorp til urðunar í Búastaða-
gryfju. Friðrik segir að í Búastaða-
gryQu fari nánast eingöngu jarðefni
ásamt einhveiju af netaefni og
fiskikörum, en bannað er að brenna
þau vegna þess að blásýra myndast
við brunann. „Að öðru leyti teljum
við að við brennum nánast allt sorp
sem til fellur í bænum. Allt brotajám
fer í endurvinnsluferil samkvæmt
samningi við endurvinnslufyrirtækið
Furu. Þeir skila okkur síðan aftur
brennanlegu efni, pappa og timbur-
kurli til þess að nýta flutninginn til
baka. Einnig erum við bytjaðir á því
að flytja allar loðnunætur af eyjunni
sem þarf að koma í eyðingu
samkvæmt samningi við Endur-
vinnsluna, en sá samningur er á sömu
forsendum og sá við Furu.“
Friðrik segir að fjárhagsleg staða
Sorpeyðingarstöðvarinnar sé þung.
„Skuldir Sorpeyðingarstöðvarinnar
eru miklar og reksturinn er þungur af
þeim sökum, og það verður að segjast
eins og er að þegar lagt var af stað í
upphafi var stöðin nær eingöngu
byggð fyrir lánsfé og tiltölulega dýrt
lánsfé, þar sem vextir jiessara lána em
nokkuð háir. Þetta eru allt saman
verðtryggð innlend lán sem fengin eru
frá FBA, íslandsbanka, Lífeyrissjóði
Vestmannaeyja, Landsbanka og fleiri
aðilum. Innlend lán hafa hækkað
tiltölulega mikið vegna þess að
verðbólgan er farin að láta á sér kræla.
Gjaldskráin hefur ekki fylgt verð-
laginu. Við eram þó að vinna í rétta
átt og borga niður skuldir þó hægt
gangi og eram ekki að auka skuldir
hennar, en skuldir Sorpeyðingarstöðv-
arinnar era nú um 160 milljónir “
Friðrik segir að gjöld vegna sorp-
hirðu sem Bæjarveitur innheimti til
fyrirtækja hafi hækkað, en ekki til
einstaklinga. „Hins vegar hækkaði
Vestmannaeyjabær gjöldin á hvert
heimili um 1000 krónur, sem hluta af
fasteignagjöldum en sú hækkun er
Bæjarveitum óviðkomandi. Það
verður bara til þess að framlag
Vestmannaeyjabæjar minnkar til
rekstursins á móti tekjunum. Við fá-
um aldrei það fé inn á borð til okkar.“
Friðrik segir samt að Vestmanna-
eyingar geti verið mjög stoltir af því
hvemig staðið sé að sorphirðu og
sorpeyðingarmálum í Vestmannaeyj-
um. „Ég tel að við séum í ffemstu röð
á Islandi í þeim málum og öðram gott
fordæmi hvemig á að gera jtetta. Hins
vegar vaknar sú spuming hvort við
höfum efni á því að gera þetta svona
vel. Þetta er spuming um hvemig
hlutimir era metnir. Höfum við efni á
því að vera sóðar; til lengri tíma litið
er þetta mjög til góða, en miðað við
peningalega stöðu bæjarsjóðs, eins og
komið hefur fram í fréttum, þá er dýrt
að vanda sig í þessum málum.“
VESTMANNAEYJAR sluppu að mestu við bylinn sem gekk yfir Suðvesturland á föstudaginn. Að vísu
var hvasst en snjókoma var engin. A þriðjudagskvöldið snjóaði aftur á móti hressilega eins og þessi mynd
ber með sér en hún var tekin í gærmorgun.