Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 2000 Byggða- og Listasafn Vestmannaeyja: Sýning á verkum Gísla Þorsteinssonar í Laufási Systrabörn Gísla í Laufási, Guðný Bogadóttir, Jóhann Jónsson og Elínborg Jónsdóttir á sýningunni. Síðasliöinn laugardag var opnuð sýning á úrvali málverka eftir Gísla Þorsteinsson í Laufási. Viðstödd opnunina voru systrabörn Gísla, Elínborg Jónsdóttir, Jóhnnn Jóns- son og Guðný Bogadóttir, menn- ingarmálanefnd og fleiri gestir. Gísli var fæddur 23. júní 1906 í Laufási Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Þorsteins Jónssonar útgerð- armanns og Elínborgar Gísladóttur. Eiginkona Gísla var Ráðhildur Ámadóttir, en þau slitu samvistir. Kjörsonur þeirra er Gísli Már, verkffæðingur. Gísli Þorsteinsson lést lO.júlí 1987. Gísli átti á sínum tíma stóran þátt í uppbyggingu fískiðnaðar í Vestmannaeyjum. Hann var lengi verkstjóri hjá Einari Sigurðssyni i Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og stofnaði seinna eigið fyrirtæki, Fiskiðjuna, ásamt fleirum, en hún var lengi vel i hópi afkastamestu frystihúsa landsins. Gísli var sagður hafa skemmtilega kímnigáfu, var mjög ffóður og víð- lesinn. Fylgdist hann vel með öllum nýjungum í fiskvinnslu og var ávallt tilbúinn að reyna eitthvað nýtt. Hugmyndaauðgi hans var einstök og átti hann einkar gott með að koma hugmyndum sínum á framfæri, enda slyngur teiknari. Gísli málaði í ffístundum sínum en hafði teiknað ffá unga aldri og hóf að mála á fullorðinsárum. Eftir hann liggur saffi verka sem eru að hluta til í eigu Listasafns Vestmannaeyja og eru myndimar, sem á sýningunni em, varðveittar í því safni. Hann hélt vel utan um myndir sínar og vildi helst ekki selja þær. Er haft eftir honum að hann væri aðeins að mála fýrir sjálfan sig. Gísli þótti hugmyndaríkur maður og átti hann einkar gott með að koma hugmyndum sínum á framfæri í verkum sínum. Það er mikil breidd í myndefni Gísla, allt frá bömum að leik til þjóðsagna og fantasíu. Oft em myndir hans frásagnarlegs eðlis, þar sem efniviðurinn er sóttur í umhverfi sjómannsins, iðulega blandinn sorg og harðri lífsbaráttu. Gísli var mjög bamgóður maður og eyddi löngum stundum með smáfólkinu, átti hann það til að sitja með þeim tímunum saman og teikna fýrir þau og segja þeim sögur í leiðinni. Vestmannaeyingar em hvattir til þess að skoða þessa sýningu, því ekki er á hverjum degi sem skilerí Gísla em almenningi til sýnis. Sýningin er opin á opnunartíma Byggðasafnsins, föstudaga og laugardaga ffá kl. 15.00 til 17.00. Nýfæddir________ <}<f * vestmannaeyingar Þann 6. desember eignuðust Björg Ólöf Bragadóttir og Valgeir Siguijónsson son. Hann vó 14 merkur og var 50 cm að lengd. Hann hefur verið skírður Sigþór Öm. Hann fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 27. desember eignuðust Ingibjörg Heiðdal og Gísli Hjartarson dóttur. Húnvó 14 merkur og var 49 cm að lengd. Hún hefúr verið skírð Vigdís Hind og á bróður sem heitir Viðir. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans i Reykjavík. Þann 30. desenrber eignuðust Erika og Jónas Ragnar Gíslason son. Hann vó 12 merkur og var 55 cm að lengd. Fjölskyldan býr í Mangatlon í Mexíkó. Sigurgeir Jónsson Af sölu sálar og líkama Upp á síðkastið hefúr fólki ekki orðið um annað tíðræddara en þá hugmynd nokkurra lögmanna að innheimta fé fýrir almenning lýrir að heimila aðgang að skrám sínum til handa íslenskri erfðagreiningu. Satt best að segja er skrifari ekki búinn að gera það upp við sig hvort hann skipar sér í hóp með eða móti þessu. Hér fýrrum tíðkaðist að menn seldu sálu sína (oftast var aðeins einn aðili sem áhuga hafði á slikum kaupum) og hlutu ýmis veraldleg metorð að launum. Eftir þau kaup þurftu viðkomandi venjulega ekki að hafa áhyggjur af brauðstriti þessa lífs en með öllu óvíst hvemig þeim reiddi af í næsta lífi. Einhvem veginn komu skrifara þessar gömlu sögur fýrst í hug þegar hann frétti af fýrirhugaðri fjáröflunarferð lögmannanna, nú ætluðu menn að selja Kára Stefánssyni sálu sína. Eftir á að hyggja hefúr hann þó endurskoðað afstöðu sína. Það er nefnilega svo margt i heimi nútímans sem orkar afskaplega tvímælis í öllum slíkum málum. Menn hafa gegnum tíðina alltaf verið að selja einhvem part af sér, eða leigja hann ef fólki hugnast það orðalag betur. Sá sem ræður sig í vinnu hjá öðmm er að selja sig og sína starfs- krafta, hvort sem sú vinna er unnin með hönd- um, fótum, heilabúi eða öðmm líkamspörtum. Nú hafa þessi afnot atvinnurekenda af líkamshlutum fólks verið talin einkar eðlileg á öllum tímum. Og þó; ákveðin afnot af líkams- hlutum annarra hafa ævinlega verið litin hálf- gerðu homauga. Þau samskipti hafa stundum verið nefhd elsta atvinnugrein í heimi og lúta að ákveðinni þjónustu sem einkum konur hafa veitt karlpeningi. Skrifari hefúr aldrei almennilega botnað í því hvers vegna sú þjónusta hefur haft á sér slíkt ámæli. Engum þykir athugavert þótt konur sjái um annars konar þjónustu við karla, svo sem hárskurð og nudd en þegar kemur að þessari tegund þjónustu þykir það heldur ámælisvert. Helstu fordæmendur þessarar þjónustu hafa sagt að hún tengist þrælkun kvenna, yfirleitt séu það einhverjir aðrir, og þá einkum karlar, sem hafi fjárhagslegan ábata af þessari atvinnu kvennanna, með öðrum orðum, lifi á þeim. Nú þekkir skrifari þess fjölmörg dæmi að bæði karlar og konur lifi á hæfileikum annarra og þykir engum athugavert. Til að mynda heföi skrifari ekkert á móti þvi að hans betri helmingur væri atvinnumaður í golfi, með árangur á heimsmælikvarða. Þá þyrfti hann engar áhyggjur að hafa af daglegu amstri og gæti lifað á frægð og frama (og aurum) makans. Kannski kemur að því einn góðan veðurdag. Ektamakar þekktra knattspymumanna, leikara og skemmtikrafta hafa ekki heldur neinar sérstakar búksorgir, allra síst ef í þá dettur að skilja við makann. Þá koma allajafna nokkrir aurar inn á reikninginn og enginn talar um að viðkomandi lifi á öðrum með hneykslunarsvip. Það þykir fullkomlega eðlilegt að fólk nýti hæfileika sína í lífinu og afli sér með því viðurværis, raunar óeðlilegt ef það er ekki gert. Sá sem hefúr hæfileika til að sparka bolta, nýtir sér það, sá sem hefúr góða söngrödd nýtir sér það, sá sem hefúr hæfileika til að segja sögur gerir það en sú kona sem hefúr hæfileika til ákveðinna hluta, sem helst ekki má nefna upphátt, má ekki nýta sér það. Skrifari er þess vegna mjög tvístígandi í afstöðu sinni til gjaldtöku vegna upplýsinga til íslenskrar erfðagreiningar. Hvemig skyldu menn t.d. ætla að verðleggja upplýsingar um sjálfa sig? Verða einhverjir dýrseldari en aðrir vegna sérstakra erfðafræðilegra eiginleika eða sjúkdóma? Og svo; ef þannig fer nú er fram líða stundir að einhveijir kynnu að njóta góðs af erföaffæðiupplýsingum, fengið lækningu meina sinna fýrir tilstilli þeirra; skyldi þá íslensk erföagreining geta komið með bakreikning? Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.