Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 2000 BókvHig,,. All svakalegt efni Ekki veit ég hvers ég á að gjalda, að Siggi Gúmm tilnefndi mig til að skrifa um bækur? Kannskj hefúr hann einhvem tímann dofnað illa eða svoleiðis. Merkilegasta bókin sem ég hef lesið síðustu árin er án efa Harry Potter og Viskusteinninn, eftir J.K. Rowling. Hér er á ferðinni rithöf- undur með geislandi hugmyndaflug og skemmtilega írásagnargáfu. Fyrri hluti bókarinnar er í stuttu máli sagt; frábærlega fyndinn og spennandi. Af öðrum toga er svo athyglisverð sagnfræðibók; Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson. Mjög gaman er að fletta þessari bók og margt athyglisvert, t.d. kemur fram að um helmingur ræningjanna sem frömdu „Tyrkjaránið“ var Englendingar. Einnig hef ég verið að lesa Hartmann Ásgrímsson er bókaunnandi vikunnar Biblíuna, þar er stíllinn meitlaður og ekkert óþarfa málskrúð. Reyndar finnst mér efnið allsvakalegt á köfl- unr. í heild er Biblían fremur skemmtileg, svipuð íslendinga- sögunum. Sem næsta bókaorm tilnefni ég Jessý Friðriksdóttur, því hún er síiesandi. Leiðrétting: í síðasta bókaþætti, Bókvitið í askana, slæddust tvær meinlegar villur sem ljúft er að leiðrétta. Téður bróðir Sigga Gúmm heitir að sjáfsögðu Ragnar en ekki Reynir og Hartmann sem hér hefur tekið áskorun vinar síns og fóstbróður Sigga Gúmm er að sjálfsögðu Ás- grímsson, en ekki Ásgeirsson Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á glámskyggni umsjónarmanns bóka- ormsins. ©rðspoiL •9æ - Það er í sjálfu sér ekki ekkert tiltökumál þó fólk bregði sér á skíði til útlanda, þó það kunni að vekjafurðu eins og nú hagar snjóalögum í Eyjum. Allt um það, þá er vor ágæti tengill við himnaföðurinn sjálfan, séra Kristján Björnsson nýlega kominn úr skíðaferð frá Austurríki, hvar hann renndi sér um miklar brekkur. Ein þeirra brekkna var sú keppnisbraut sem Kristinn Björnsson skíðasonur þjóðarinnar hefur dottið i og nefnd Hanakamburinn á ástkæra ylhýra. Segir sagan að vor séra hafi ekki verið í vandræðum með beygjuna sem Kristinn féll svo illa í, en til þess að rétta hlut hins frækna fallskíðasonar þjóðarinnar, kynnti vor ágæti séra hvar sem hann fór sjálfan sig sem K. Björnsson og gengur nú sú saga í Austurríki að Kristinn Björnsson hafi tekið alveg ótrúlegum framförum á meðan hann var þar við æfingar og endurmnýjaði kynni sín af Hanakambinum. Kannski orkar þetta miskunnarverk sálna- hirðis vors nokkuð tvímælis, en engu að síður í Hvíta-Krists miskunnsama anda. Þriggja nátta kjötsúpa Nágranni okkar á Fréttum, Einar klink, starfsmaður Endurvinnslunnar eða „dósent" eins og hann kýs að kalla starfsheiti sitt, hélt upp á sextugsafmælið sitt á mánudag. Einar hefur víða komið við á lífsleiðinni sem hann segir hafa verið skrautlega um tíma og hann er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Einar Sigurður Sigurfinns- son. Fæóingardagur og ár? 14. febrúar 1940. Fæðingarstaður? Brekastígur 23, Vest- mannaeyjum. Fjölskylduhagir? Held heimili ásamt hundinum minum. Menntun og starf? Hlustaði á íslendingasögurnar hjá Fúsa kennara frá Gíslholti á sínum tíma. Þær eru eitt afþvi fáa sem situr eftir úr menntunarsögunni. Svo hefég bílpróf, það erlíka menntun. Starfa í móttöku Endurvinnslunnar (dósent = sá sem tekurá móti dósum). Laun ? Eitthvað sem kemur inn og fer aftur út. Bifreið? Mitsubishi Lancer '89, með persónunúmerinu KLINK sem ég fékk I afmælisgjöf. Helsti galli? Þeir hafa fjarað út með árunum. Ég man bara ekki eftir neinum bitastæðum galla í dag. Helsti kostur? Að nenna að hanga og horfa á fótbolta I átta tíma á dag um helgar. Uppáhaldsmatur? Þriggja nátta kjötsúpa. Versti matur? Siginn fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Þeir voru margir hér fyrrum en í dag held ég hvað mest upp á vatn. Uppáhaldstónlist? Blues, jass og suður-amerísk tónlist og klassík i seinni tíð. Það er margt sameiginlegt með blues, jass og klassík þegar maður fer að stúdera það. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að sitja i góðum vinahópi og spjalla um liðna tíð. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að lenda í útistöðum við náungann. Sem betur fer er það sjaldgæft. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happ- drætti? Ætli ég myndi ekki geyma hana þangað til mig vantaði aura. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Nei, stjórnmát hafa ekki valdið mér heilabrotum hingað til. Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn afgerandi en strákarnir í United eru góðir. Ertu meólimur í einhverjum félagsskap? Nei, í slikt hef ég ekki eytt tímanum fram til þessa. Kannski er kominn timi til að fara að huga að Eldri borgara félaginu þegar maður er kominn á réttan aldur. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir. Uppáhaldsbók? Engin sérstök. Hvað meturþú mest í fari annarra? Gott og þægi- legt spjallviðmót. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Að hitta menn sem ekki erhægt að spjalla við. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Látra- bjarg og Rauðisandur fyrir vestan. Hvaóan kemur viðurnefnið „klink?" Þegar ég var peyi, datt ég einhvern tíma fram af vegg og rotaðist. Ég var borinn inn til Óla Hall, læknis sem kom lifi i mig og þegar ég raknaði úr rotinu sagði ég ekkert annað en „klink, klink, klink, “ lengi vel. Þetta fór eins og eldur i sinu meðal félaganna, ég var kallaðurþetta upp frá því og það er enn viðloðandi. Er gott starf að vera „dós- ent?" Já, já, það er ágætt, maður hittir marga og nágrennið er ekki til að skemma fyrir. Þú þóttir liðtækur söngvari fyrrum. Ertu hættur að taka lagið? Hvað segirðu, var ég liðtækur? Égerþaðenn. Hvernig fagnaðirðu sextugs- afmælinu? Með kaffi og snakki og þægilegheitum heima hjá Finni bróður. Eitthvað að lokum? Kveðjur og þakkir til allra þeirra sem hafa stutt við mig á lífsleiðinni. Þegar maður er kominn þó þetta, fjóra daga á sjötugsaldurinn. Nýfæddfc estmannaeyingar 9°* Wlf Þann 17. nóvember eignuðust Lára Ásbergsdóttir og Þröstur Garðarsson dóttur. Hún vó 12 /2 mörk og var 52 'A cm að lengd. Hún hefiir verið skírð Sandra Dögg. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Þann 28. nóvember eignuðust Halla Einarsdóttir og Hans Aðalsteins- son dóttur. Hún vó 13 merkur og var 50 cm að lengd. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 21. október eignuðust Linda Hængsdóttir og Gunnar Már Sigurfinnsson dóttur. Hún hefur verið skírð Silja. Hún er hér í fangi stóra bróður Andra Steins. Fjölskyldan býrí Þýskalandi. Á dofinni 4* 17. feb Bingó IBV í þórsheimilinu Id. 20.30 18. og 19. feb Sýning í Safnahúsi ó verkum Gísla 18. feb Þorsteinssonar í Laufósi. Opið kl. 15.00 til 17.00 og eftir samkomulagi Tónleikar ó Höfðanum: Stefón Hilmarsson 19. feb Eyjólfur Kristjónsson kl. 21.00 Papamir halda uppi stuðinu ó Fjörunni 20. feb Opinn afmælisfundur AA-samtak- o anna Heimagötu 24 kl. 15.00 22. feb Stjómmólafundur Framsóknadlokksins í Kiwanishúsinu kl. 20.30

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.