Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 2000 Ámi Johnsen skrifar: Megum ekki verð- fella Vestmannaeyiar I æ ríkari mæli veina fjölmiðl- arnir eftir efni til að slúðra með, selja fréttir sem frjálslega er farið með í stað þess að segja frétt byggða á efnis- legum rökum. Hvert byggðarlag þarf að verja ímynd sína og menn þurfa að gæta þess að falla ekki í þá gildru að kveina og kvarta sig út á klakann. Það er til dæmis mikið umhugs- unarefni hvort Vestfirðingar hafi ekki fest sig um of í farvegi kvört- unartónsins. Imynd Vestfjarða í dag er mjög veik, mun veikari en ástæða ertil. Upphlaup minnihluta bæjarstjórn- ar Vestmannaeyja fyrir skömmu, vegna bréfasendinga félagsmálaráðu- neytisins til 19 sveitarfélaga varðandi fjárhagsstöðu þeirra, var mjög nei- kvætt fyrir Vestmannaeyjar og sumir fjölmiðlar nýttu sér það, ekki síst vegna þess að upphlaupið byggðist á perónulegu skítkasti í bæjarstjórann. Þetta kom út eins og það væri aðeins eitt bæjarfélag á landinu sem hefði fengið ábendingu varðandi fjárhags- stöðu og það vekur sérstaka athygli að aðeins einn minnihluti 19 bæjar- stjóma sér sig knúinn til þess að opinbera ábendingar úr ráðuneyti og valda tjaðrafoki með þessum hætti, rýra álit Eyja út á við. Af hverju ætli hinir hafi setið á sér ? Fjárhagsstaða Vestmannaeyja er allgóð miðað við miklar fjárfestingar og samdrátt í tekjum og auðvitað skilja allflestir Eyjamenn að það kostar til dæmis mikla fjármuni að endumýja Vestmannaeyjahöfn þegar að því er komið og af hverju í ósköpunum em menn að gera það tortryggilegt? Það er mikilvægt að menn haldi ró sinni, ekki síst þeir sem hafa verið kjömir talsmenn. Það er engin ástæða til þess að fara á taugum og ekki ætla ég minnihluta bæjarstjómar að það hlakki í honum að Vestmannaeyjar lendi í umræddri úttekt.Eg skil hins vegar alls ekki hvað fyrir þeim vakir. í svona upphlaupum eins og minnihlutinn stóð fyrir með nánast níði í garð bæjarstjórans er verið að sá úlfúð og tortryggni. Ef við bæjarstjórann er að sakast á það við um allan meirihluta bæjarstjómar. Það er lítilmannlegt að ráðast þannig persónulega að okkar ágæta bæjar- stjóra og ekki bættu úr rangfærslur minnihlutans í opinberum fjölmiðl- um um skuldastöðu bæjarins, en þar munaði hvorki meira né minna en liðlega 50% hvort rétt væri farið með eða ekki. Þótt Vestmannaeyjabær sé háður sveiflum í tekjum af eðlilegum ástæðum, þá eigum við blússandi möguleika og höfum betri stöðu í þeim efnum en flest bæjarfélög landsins. Það er beinlínis sorglegt að fylgjast ár eftir ár með fulltrúum minnihluta bæjarstjómar hvemig þeir hafa nánast allt á homum sér og virða engar leikreglur þar sem gmnd- völlurinn er að menn séu í sæmilegu skapi þótt ágreiningur kunni að vera um einstök mál. Við verðum öll að vinna saman þar sem hagsmunir bæjarfélagsins em í húfi, standa saman um að byggja upp í stað þess að rífa niður. Gætum þess að verðfella ekki Vestmannaeyjar í harðri samkeppni um svo marga þætti í þjóðfélaginu. Ami Johnsen alþingismaðitr Lóðir undir 23 sumarhús í landi Ofanleitis: Unnið að stofnun félags um byggingu og rekstur tólf húsa Unnið er að stofnun hlutafélags um smíði og rekstur sumarbústaða í landi Ofanleitis. Frumkvæðið kemur af fastalandinu en hug- myndin er að Vestmannaeyingar verði meirihlutaeigendur í félaginu, sjái um bústaðina og hati umsjón með rekstrinum. Þegar er búið að fá leyfi fyrir lóðum undir fjórtán bústaði og áætlað er að byggja fjóra til fimm bústaði á þessu ári. Eiga þeir að verða tilbúnir fyrir sumarið. Jóhannes Guðmundsson, sem hér starfaði sem lögreglumaður frá 1980 til 1990 og starfar hjá fyrirtækinu Innex sem hefur fengið lóðir fyrir sumarbústaðina, var hér á ferð í síðustu viku. Tilgangurinn var að koma á fót undirbúningsnefnd í félagi um byggingu og rekstur bústaðanna. „Hlutafélagið sem við munum koma á fót verður með lögheimili í Vest- mannaeyjum og verður vonandi að mestu í eigu Eyjamanna. Hugmyndin er að Vestmannaeyingar sjái um fram- kvæmdina, helst að öllu leyti ef því verður komið við,“ segir Jóhannes. Hvaða hag sjáið þið í því að vera aðilar að byggingu sumarbústaða sem staðsettir eru í Vestmannaeyjum? „Fyrir það fyrsta er alveg með ólíkindum að hér skuli ekki hafa risið upp sumarbústaðabyggð fyrir löngu. Þörfin fyrir fjölbreyttari gistiaðstöðu hefur verið fyrir hendi í mörg ár. Allt frá því ég kom fyrst til Eyja 1975 hef ég heyrt menn tala um að reisa sumarbústaði hér í Eyjum en einhvem veginn hefur hugmyndin aldrei komist lengra. En aðalástæðan er sú að við erum að stofna nýtt þróunar- og markaðsfyrirtæki, Farm Inn en vettvangur þess verður á Netinu. Þar verður hægt að fá upplýsingar um t.d. sumarbústaði í Vestmannaeyjum, sjá hvenær þeir eru lausir, hvað þeir JÓHANNES var í lögreglunni í Vestmannaeyjum frá 1980 til 1990 þegar hann flutti til Reykjavíkur. Eiginkona hans er Ásta Katrín Ólafsdóttir, Odd- geirssonar. kosta, hvað er í boði í afþreyingu og ganga frá pöntun. Fyrir þessa þjónustu borgar eigandi bústaðanna ákveðna upphæð á mánuði og okkar hagur er að sem flestir verði í pakkanum hjá okkur. Um leið er það hagur viðskiptavina okkar að sem mestar og bestar upplýsingar séu að finna hjá okkur og nægt framboð sé af ijölskylduvænni gistingu á landinu öllu.“ Jóhannes segir að innan skamms verði almennur hluthafafundur aug- lýstur þar sem öllum Vestmanna- eyingum gefst kostur á að eignast hlut í félaginu og miðað við viðtökur sem hann hefur fengið er hann bjartsýnn á að félagið verði öflugt í framtíðinni. „Allir sem ég hef rætt við eru mjög jákvæðir og nú er bara að sjá til þess að málið gangi fljótt fyrir sig þannig að áætlanir um að byggja fjóra til fimm bústaði í sumar standist. Innex er tilbúið að vera í undirbúningsnefnd félagsins en þegar kemur að því að hluthafar kjósa sér stjóm þá mun sú stjóm að sjálfsögðu taka allar frekari ákvarðanir og þætti undirbúnings- nefndar í undirbúningnum verður þar með lokið. Það verður svo þeirrar stjómar að ákveða hve hratt verður farið í að byggja sumarbústaðina og sjá um reksturinn. Von okkar er svo sú að smiðir og aðrir iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum sjái um að byggja bústaðina eða í það minnsta sjái um uppsetningu og frágang þeirra." Samtals er gert ráð fyrir 23 bústöðum í Ofanleitislandinu, Innex fær 14. Kristján Oskarsson sex og Vest- mannaeyjabær á þrjár lóðir. í áætlunum Innex er gert ráð fyrir 50 til 70 fermetra bústöðum og á að vera ákveðinn gæðastimpill á hverju húsi. Fyrstu bústaðimir í Farm Inn kerfinu em að Hrísum í Eyjafirði og nú er komið að því að byggja upp bústaði víðar um landið. Við vonumst til að fá sem flesta aðila í þjónustu og afþreyingu til að koma inn í Farm Inn vefinn okkar sem er fanninn.com. Sá sem fer inn á vefsíðuna okkar og finnur Vestmannaeyjar á auðvelt með að sjá hvað hér er í boði. Má nefna matsölustaði, gönguleiðir, skoðunar- ferðir, bátsferðir og golfvöllinn sem er nær algjörlega óplægður akur,“ segir Jóhannes að lokum. FRÉTTIR Iitu við á Fjörunni aðra helgina í röð og ekki var fjörið minna en laugardaginn áður. Reyndar hafði Sóldögg forfallast en í staðinn lék Vestmanneyjahljómsveitin Mannekla og gerði það með miklum ágætum. Myndir Vigdís Lárci. SINDRI Grétars kom sá og sigraði á síðasta balli og það varð til þess að stór hluti fjölskyldunnar mætti á laugardaginn. í síðasta blaði réði karlpeningurinn ríkjum í þessum dálki. Hér með er bætt úr því. Anita hin norska, t.v. hafði ástæðu til að fagna eftir sigurinn á ÍR í handboltanum á laugardaginn, ásamt vinkonu sinni. é WWr

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.