Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. febrúar 2000 Fréttir 11 hann úr Eyjum - Fyrir ári byrjuðu þau að skrifast á og ástin kviknaði einbimi og vann sem deildarstjóri í einni af stórverslunum í borginni Kharkov þar sem ég er fædd og upp- alinn,“ segir Katerina. „Þessi verslun er ekki eins og það sem þið kallið stórmarkað þvf hún var deildarskipt. Ég hafði menntað mig til að vinna í verslun eins og þessari, ég veit allt um kjöt, fisk, grænmeti og sælgæti, hvem- ig á að meðhöndla þessar vömr og geyma. Einnig allt sem lýtur að reikn- ings- og bókhaldi. Það tók mig þrjú ár í framhaldsskóla að læra þetta fag.“ Úkraína var eitt af sovésku lýðveld- unum en Sovétríkin vom að liðast í sundur þegar Katerina er að alast upp. Hún segir að það umrót hafi að mestu leyti farið fram hjá henni og hún var alin upp sem Úkraínumaður en ekki sem sovétborgari. „Þessar breytingar stóðu sem hæst þegar ég er 13 eða 14 ára. Þá er Gorbaschof kominn til valda en ég man ekkert eftir því hvort Sovétríkin og kommúnisminn var góður eða slæmur. Ég ólst upp í nýju landi og mín kynslóð er Ukraínumenn og það kom fram í allri minni skóla- göngu. Sjálf er ég komin af góðri fjölskyldu, mamma er píanókennari en pabbi var hermaður. Hann lést fyrir um ári. Ég fékk góða menntun og átti alla möguleika á að skapa mér góða framtíð í landinu. Ég er því ekkj að flýja land.“ Horft til vesturs Aðspurð um heimaborg sína segir Katerina að Kharkov hafi verið höfuðborg landsins til ársins 1936 þegar Kiev tók við hlutverkinu. „Borgin er 400 ára gömul, var stofnuð af Pétri mikla Rússakeisara sem virki. Kharkov er falleg borg, þama er mikið af fallegum byggingum, margir há- skólar og verksmiðjur alls konar. Um lífið í Úkraínu er það almennt að segja að efnhagsástandið hefur ekki náð sér á strik eftir fall Sovétríkjanna. Sérstak- lega á þetta við um þungaiðnað, sem varð fyrir miklu áfalli þegar Sovétríkin liðu undir lok en matvælaframleiðsla er mikil og góð. Þrátt fyrir þetta segir Katerina að ungt fólk sé bjartsýnt á framtíðina enþað horfi óneitanlega til Vesturlanda. „Bandaríkin eru þar efst á blaði. Unga fólkið gerir meira af því að bera saman eigin aðstæður og aðstæður fólks fyrir vestan. Það sér allan lúxusinn sem kemur fram í banda- rískum bíómyndum og sjónvarpi svo er spuming hvort það sé rétt mynd sem þar er dregin upp eða ekki.“ Katerina er vön meiri stöðugleika í veðrinu en hún kemur til með að lifa við í Vestmannaeyjum en hún hræðist það ekki. „Heima er sumarið heitt en það er sumar í fimm mánuði, frá maí til september. Vetur em harðir, með snjó og frosti í íjóra til fimm mánuði en það er ekki eins vindasamt og hér í Vestmannaeyjum. Umhverfis borgina er mikil náttúmfegurð og þar gefst borgarbúum möguleiki á að njóta lífsins úti í náttúrinni, sama hvort það er að vetri til eða á sumrin.“ Hvað með vestræna ferðamenn, em þeir fjölmennir hjá ykkur? „Nei, þeir em ekki svo mjög áberandi en senni- lega hefur þeim fjölgað á allra síðustu ámm. Aftur á móti er mikið um erlenda námsmenn í Kharkov. Þeir koma frá Evrópu, Miðausturlöndum og frá löndunum í kring. Menning Úkraínu stendur á gömlum merg og það er sagt að öll slavnesk menning eigi rætur sínar að rekja til Úkraínu. Sem dæmi þá er Kiev miklu eldri en Moskva. Já, maður getur ekki verið annað en stoltur af uppmna sínum. Við lifum og viljum lifa kyrrlátu lífi og komumst upp með það,“ segir Katerina. Þar sem Hlynur verður, þar verð ég En hvað teymdi þig til Vestmanna- eyja? „Það er bara ein ástæða fyrir því,“ segir Katerina um leið og hún lítur til Hlyns. „Astæðan er Hlynur sem er yndislegur maður og það er sama hvar hann verður í framtíðinni, þar verð ég,“ sagði hún og lagði áherslu á orð sín. „Upphafið af kynn- um okkar er enskunámið sem ég byrjaði á fyrir einu og hálfu ári. Það kom að því að mig vantaði að komast í samband við einhvem sem talar ensku og víða í Kharkov em litlir klúbbar sem hjálpa fólki að komast í kynni við fólk sem tala erlend upp fyrir haus og þess fullviss að þeim sé ætlað að mgla saman reytum löngu áður en þau hafa séð hvort annað. Það var einhver samhljómur í bréfunum og símtölunum sem varð þess valdandi að þau urðu að fá tækifæri til að sjá hvort annað. „Það var svo í ágúst á síðasta ári að Hlynur bauð okkur mömmu til Islands og út til Vestmannaeyja," segir Katerina. „Astin varð til í gegnum bréfin og símtölin og þegar við loksins sáum hvort annað varð hún ennþá heitari," segir Katerina. „Ferðin var líka mikið að við fómm upp á fastalandið þar sem Hlynur sýndi okkur marga fallega staði.“ „Þá tmlofuðum við okkur,“ segir Hlynur. „Við fundum þama að við áttum framtíð saman. Katerina fór svo út aftur til að ganga frá sínum málum ogkom svo til baka 15. desember og þá til að setjast hér að.“ Katerina viðurkennir að hún sakni móður sinnar sem líka saknar hennar. „En mamma sættir sig alveg við að ég flytji til íslands því hún veit að ég er hamingjusöm og ánægð. Hún veit okkur í næstu viku, þann 26. febrúar næstkomandi. Við höfum fundið að við eigum saman og viljum innsigla það með giftingu og brúðkaupi,“ segir Hlynur. Eins og áður hefur komið fram er Katerina einbimi og má segja að Hlynur hafi alist upp sem einbimi því bróðir hans er 17 ámm eldri. Kemur þetta til með að hafa áhrif á bama- fjöldann? „Nei,“ svaraði Katerina að bragði. „Við stefnum að stórri fjölskyldu og ætlum að eiga mörg böm.“ Hvað með vinnu? „Núna er ég að læra íslensku og þegar ég hef náð henni fer maður kannski að hugsa til þess að Ieita að vinnu. Það verður mikilsvert fyrir mig að læra íslensk- una.“ KATERINA er vön meiri stöðugleika í veðrinu en hún kemur til með að lifa við í Vestmannaeyjum en hún hræðist það ekki. tungumál. Nafnið mitt fór í blað þar sem sagt var að ég óskaði eftir pennavini til að skrifast á við á ensku.“ Þegar þama var komið sögu var komið að þætti Hlyns sem fyrir til- viljun fékk umrætt blað í hendur. ,,Ég sá nafnið hennar og ákvað að skrifa henni bréf,“ segir Hlynur. „Þetta var í febrúar í fyrra og fljótlega fékk ég svar bréf frá henni. Bréf gengu svo á milli okkar en fljótlega fómm við að nota símann. Auðvitað rauk símareikn- ingurinn upp úr öllu valdi en það var bara allt í lagi því fundum fljótt að við áttum vel saman,“ bætti Hlynur við. Ást og aftur ást Saga Katerinu og Hlyns er rómantísk í meira lagi því þau em orðin ástfangin ævintýri fyrir mig því ég hafði aldrei komið til útlanda áður. Við flugum hingað með millilendingu í Frankfurt í Þýskalandi.“ Það var fátt sem kom Katerinu á óvart á íslandi og það þakkar hún Hlyni. „Hann var búinn að lýsa öllu fyrir mér af mikilli kostgæfni þannig að ég vissi nokkuð vel hverju ég gat átt von á. Átti það ekki síst við um Vest- mannaeyjar." Hver er helsti munurinn á Kharkov og Vestmannaeyjum? „Hann felst aðallega í því að Khark- ov er stórborg en Vestmannaeyjar lítill bær. Hér er lífið því miklu rólegra og það kann ég vel að meta. Við mamma dvöldumst hér í einn mánuð og skoð- uðum ekki bara Vestmannaeyjar því líka að ég hef fundið mann sem ég vil vera með og stofna fjölskyldu með honum. Það hjálpar líka til að við komum hingað saman í sumar og svo getum við alltaf hringt í hvor aðra. Mamma veit að hverju ég geng héma og hefur kynnst ættingjum og vinum Hlyns. Allir sem við höfum hitt hafa verið mjög vinsamlegir, segir Kate- rina. Brúðkaup í næstu viku Það verður ekki sagt að kynni Hlyns og Katerinu hafi borið að með hefð- bundnum hætti, Það var algjör til- viljun en þama lágu leiðir okkar saman og nú eigum við íbúð í Eyjum og hér ætlum við að setjast að og stofna heimili. Við ætlum svo að gifta Er að læra íslensku Yfir kaffibolla og ljúffengum kökum, sem Katerina hefur sjálf bakað, heldur spjallið áfram. Þar kemur enn betur fram hvað þau em staðráðin í að láta hlutina ganga upp. Þau búa á neðri hæð hjá foreldrum Hlyns, Sigmund Jóhannssyni, teiknara og uppfinninga- manni og Helgu Ólafsdóttur, konu hans. Katerina sækir mikið til þeirra, ekki síst þegar Hlynur er í vinnunni en hann er lögreglumaður og vinnur á vöktum. „Það er lán í óláni að mamma talar ekki orð í ensku þannig að þær verða að notast við íslenskuna og það hjálpar Katerinu að ná málinu okkar,“ segir Hlynur. „Helga hefur reynst mér mjög vel og hjálpar mér mikið við að læra á daglegt líf. Þar á ég við mat og fleira sem skiptir máli. Bæði Sigmund og Helga hafa tekið mér mjög vel og það er gott að vita af þeim á efri hæðinni, ekki síst þegar Hlynur er á vöktum,“ segir Katerina. Hvort býður þú upp á íslenskan eða úkraínskan mat? „Ætli það sé ekki blanda af hvoru tveggja. Matur í Úkraínu er heldur meira kryddaður en matur á Islandi en það munar ekki miklu. Mér finnst aftur á móti meiri munur á að kaupa í matinn. Heima er miklu meira úrval af matvöru, á það við fisk, kjöt og grænrneti." Ert þú ekkert hrædd um að þér eigi eftir að leiðast? „Nei,“ svarar Kater- ina. „Þegar Hlynur er að vinna hef ég Helgu og Sigmund og svo finnst mér að kona geti alltaf fundið sér eitthvað við að vera á heimilinu. Hér býr önnur kona frá Úkraínu sem var komin á undan mér. Ég hef hitt hana og við höfum ræðst við í síma og við eigum örugglega eftir að kynnast. Þegar ég hef náð tökum á íslenskunni kemst ég í betra samband við heimamenn." Hlynur tekur undir með henni og segir að miðað við hvað hún var fljót að læra ensku verði íslenskan henni ekki fjötur um fót. Þó að Katerina sé komin til Islands og ætli sér að setjast hér að er greinilegt að hún er stolt af slavneskum uppruna sínum og föðurlandi sínu. Nú er hún á leiðinni að verða íslenskur ríkisborgari, en hvenær reiknar hún með að verða íslendingur í hugsun? „Ég veit það ekki og er ekki mikið að velta því íýrir mér en auðvitað kemur að því að maður fer að horfa á lífið og tilveruna frá íslensku sjónarhomi. Þetta er samt ekkert stórmál, það sem skiptir mig mestu er að mér líður vel, ég er ástfangin og hamingjusöm og bjartsýn á framtíðina. Við Hlynur eigum fallegt heimili og okkur líður vel saman. Eg get ekki beðið um öllu meira.“ Næst berst talið að brúðkaupinu sem er á næsta leyti og kemur þá í Ijós að Katerina tilheyrir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Þau segja að það sé engin fyrirstaða. „Lúterska kirkjan hefur jákvætt viðhorf til annarra kirkjudeilda þannig að þetta er ekkerl vandamál," segja þau.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.