Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Side 2
2 Fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 2000 ÞORRI og Narfi, nýskveraðir og tilbúnir í slaginn. Nýir útgerðarmenn í Eyjum: Narfi heitir nú Þorri VE 50 fréttir VHjafáaðbora Á síðasta fundi skipulags- og bygg- inganefndar lá fyrir umsókn frá Vestnrannaeyjabæ um leyfi til að bora tilraunaholur á nýja hrauninu, nálægt þeim stað sem Rafstöðin vai' staðsett. Þessi framkvæmd er hluti af forathugun að menningarhúsi í hrauninu. Þetta erindi var sam- þykkt með því skilyrði að gengið yrði frá svæðinu eins og komið hefði verið að því. Þá skal ganga um svæðið þannig að það verði ekki fyrir röskun. Engarbombur Fundur bæjarráðs á mánudag bar þess vott að ekki voru neinar stór- sprengjur til umræðu eins og á fundinum fyrri mánudag. Tólf mál voru til umræðu og tók afgreiðsla þeirra 40 mínútur sem er nokkum veginn meðaltal. miðað við mála- fjölda. Meðal mála voru tillögur að breytingu á íjárhagsáætlun ásamt tillögu að gatnagerðaráætlun, svo og tillaga að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs 2001-2003. Enner24erindum ósvarað Fyrir bæjarráði lá bréf frá úrskurð- amefnd um upplýsingamál, frá 7. feb. sl„ en þar er kveðinn upp úrskurður í kærumálum Odds Júl- íussonar. Oddur hefur upplýst að hann sé hættur að eiga skipti við bæjaryfirvöld á þeim nótum og hyggist nú fara aðrai' leiðir í upp- lýsingaöflun sinni. Ragnar Ósk- arsson lét undir þessurn lið bóka að hann bendi á að samkvæmt áður- nefndu bréfi eigi bærinn ósvarað 24 erindum bréfritara. Segist Ragnar áður hafa lagt áherslu á að bæjar- yfirvöldum beri að fara eftir upp- lýsingalögum og sé það ítrekað hér. Tvö erindí frá Óðni íþrótta- og æskulýðsráð hélt fund á fimmtudag í síðustu viku. Þar lágu m.a. fyrir tvö erindi frá Ungmenna- félaginu Óðni. Þar er óskað eftir framkvæmdutn og aukinni aðstöðu fyrir stangarstökksiðkun í íþrótta- miðstöð og Týsheimili og svo framkvæmdum vegna iðkunar ftjálsra íþrótta á Löngulágai'velli. Þar sem nú fer fram endurskoðun á uppbyggingu íþróttahúsa er ekki hægt að verða við erindi Óðins um aðstöðu fyrir stangarstökk í íþrótta- húsum. Þá liggur fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun að gert er ráð fyrir að endurbæta jai'ðveg í velli og hlaupabraut í Löngulág en aðrar framkvæmdir ekki fyrirhugaðar þar að sinni. Lokaðyfirveturinn Á síðasta fundi félagsmálaráðs var m.a. rætt um nýtingu á gæslu- vellinum við Miðstræti. Yfir vetr- armánuðina, frá október til maí, eru yfirleitt færri en fimm börn á dag á gæsluvellinunr. í ljósi þessa hefur félagsmálaráð samþykkt að frá og með næsta hausli verði vellinum lokað frá 1. október til 30. aprfl og starfsemi á honum aðeins yfir sumarmánuðina maí til september. íslensk skip, 5. bindi Út er komið 5. bindi af ritverkinu Islensk skip, eftir Jón Bjömsson frá Bólstaðarhlíð. Ritvei'kið er til sölu hjá Sillu á skrifstofu Samvinnu- ferða Landsýnar við Vestmanna- braut. Eigendaskipti hafa orðið á tveimur bátum í Vestmannaeyjaflotanum. Viðar Elíasson, útgerðarmaður, hefur keypt Drífu og heitir báturinn nú Narfi. Viðar hefur selt eldri Narfa nýjum aðilum sem eru að hasla sér völl í útgerð. Þeir eru Björgvin Sigurjónsson á Háeyri, Ingimar Guðmarsson, Magn- ús Sigurðsson og Haukur Sölvason en tveir þeir síðastnefndu hafa lengi verið skipverjar á Gandí. Björgvin segir að skrifað hafi verið undir samninga á laugardag og báturinn afhentur í gær. Hann hefur hlotið nafnið Þorri VE 50. „Einhver góður maður hafði við orð að þar með væmm við fjórir orðnir þorraþrælar," sagði Björgvin. Björgvin segir að þeir muni líklega helja veiðar á laugardag og verða á eiginlegum kvóta þjóðarinnar," sagði Björgvin en tók fram að hann væri þar ekki að vitna sérstaklega í svonefndar Vatneyrarveiðar. Með bátnum kaupa þeir 8,4 tonna þorskkvóta þar sem þá fylgir einnig svonefnd jöfnun sem einnig er 8,4 tonn. Björgvin vildi ekki gefa upp kaupverð bátsins. „En það skortir ekki fé,“ sagði hann að lokum og hló við. frettir Áhrifeinsetningar? Á fundi bæjan'áðs á mánudag báru sjálfstæðismenn fram tillögu um að sótt verði uin frest til 1. sept. 2004 að framkvæma ákvæði unt ein- setinn grunnskóla. Tillagan var samþykkt en Ragnar Óskarsson lét bóka að hann tæki afstöðu til til- lögunnar á næsta fundi bæjar- stjómar. I framhaldi af þessu lögðu full- trúar sjálfstæðismanna fram tillögu þar sem þess er óskað að Samband íslenskra sveitarfélaga láti kanna áhrif þess að allir gmnnskólar landsins verði einsetnir. Kannaðir verði þrír þættir. Þeir em áltrif á atvinnuþátttöku kvenna í þjóðfé- laginu, með hliðsjón af því að öllu skólahaldi í gmnnskólum verði lokið fyrr á hverjum degi en nú er, hugsanleg áhrif á tekjur sveit- arfélaga og aukin útgjöld og í þriðja lagi skuldsetningar sveitarfélaga vegna framkvæmda við gmnn- skóla, v/laga um einsetningu grunnskóla. Frí samtímís Fyrirhugað var að leikskólunum í Vestmannaeyjum yrði lokað um tveggja vikna skeið á sumri kom- anda. ekki á sania tíma. Nú hefur verið ákveðið að skólunum verði öllum lokað samtímis í þijár vikur, frá 24. júlí til 11. ágúst. Þetta var ákveðið á fundi skólamálaráðs 9. feb. sl. Metnemendafjöldi Nemendur hafa aldrei verið fleiri en nú í Tónlistarskólanum eða 178 talsins. Allserkenntá 14tegundir hljóðfæra auk tónfræði og tón- heymar. fiskitrolli. „Við munum veiða úr sam- Eina tilboðinu hafnað I síðasta tölubiaði Frétta var auglýst eftir matreiðslumanni til starfa á Hraunbúðum. Sú auglýsing kom mörgum á óvart þar sem rekstur eldhússins hafði verið boðinn út. Ástæðan er sú aðeinungis eitt tilboð barst til Ríkiskaupa vegna rekstrar eldhússins. Var það frá VIP Drífanda ehf. Vestmannaeyjum (Þröstur Johnsen o.fi.) að upphæð kr. 66.831.500 á ári. Sú upphæð er töluvert hærri en rekstrarkostnaður eldhússins hefur verið undanfarin ár og auk þess mun hærri en fengist hafa í sambærilegum tilboðum Rfldskaupa. Var því lagt til að tilboði VIP Drífanda yrði hafnað sem félagsmálaráð og gerði og fól rekstrarstjóra Hraunbúða að auglýsa eftir matreiðslumanni. I gær höfðu a.m.k. fjórir sótt um starfið samkvæmt upplýsingum frá rekstrarstjóranum, Elínu Albertsdóttur. Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar 2000 Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjakaupstaðar og stofnana hans verður til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Hér eru nokkrar niðurstöðutölur áætlunarinnar en á blaðsíðu 16 er framsaga bæjarstjóra frá því áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu. Heildar skatttekjur Útsvar Fasteignaskattur Jöfnunarsjóður Holræsagjald 913.1 milljónir 700.0 milljónir 125.1 milljónir 40.0 milljónir 27.0 milljónir Rekstrargjöld að frádregnum tekjum málaflokka eru 811.173.000 sem er 88,84% af skatttekjum Afborganir lána eru 100.000.000 kr. Nýláneru 135.102.000 kr. Gjaldfærð ijárfesting er 99.029.000 kr. Eignfærð íjárfesting er 46.000.000 kr. Helstu Ijárfestingar eru uppbygging íþróttamiðstöðvar 30 m. kr. Uppbygging Landlystar, brúttó 15 m. kr„ mótframlag Húsafriðunarsjóðs 4 m. kr„ Listaskóli 4 m. kr„ gatnagerð 11,8 m. kr., og fráveitumál 25 m. kr. Helstu rekstrarliðir bæjarfélagsins: Fræðslumál 298,6 m. kr. Félagsmál 152,8 m.kr. Æskulýðs og íþróttamál 59,6 m. kr. Hreinlætismál 53,3 m. kr. Yfirstjóm 51,0 m.kr. Eftirlitslaus unglingapartý Lögregla hefur hlerað að talsvert sé um eftirlitslaus unglingapartý í heimahúsum þegar foreldrar eru ekki heima. Eftir síðustu helgi hafði lög- regla fréttir af tveimur slíkum en ekki fylgdi sögunni hvort neysla áfengis eða annarra vímuefna fór þar fram. Þó svo að allt hafi farið vel fram í þeim tilvikum báðum, geta slík samkvæmi farið úr böndum, sér- staklega ef óprúttnir aðilar frétta af þeim. Því vill lögregla beina þeirn til- mælum til foreldra að vera heima, gefi þau leyfi fyrir slíkum partýum. Hlutverk foreldra er nefnilega að vemda börn sín en ekki að láta ein- hveija aðra gera það fyrir sig og vona síðan það besta. Níu kærðir í umferðinni Tveir ökumenn vom í vikunni kærðir vegna hraðaksturs, fjórir fyrir að leggja ólöglega og þrír vegna vanrækslu á að færa ökutæki til skoðunar. Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni, á mánudag varð árekstur tveggja bfla á Hásteinsvegi. Ekki urðu slys á fólki en nokkurt tjón varð á bflunum. Skemmdarverk Þrjú eignaspjöll vom kærð til lögreglu og áttu sér öll stað á laugardagsnótt. Einhvem hefur sárlega vantað timbur því að ráðist var á garðhlið og spýta brotin úr því. Þrátt fyrir eftirgrennslan varð lögregla ekki vör við þann timburmann á ferð. Þá var brotin ríiða í húsi einu í bænum en það mál fékk farsælan endi þar sem rúðubrjóturinn gaf sig strax fram við húseigandann og kvaðst myndu bæta tjónið. Þá var farið inn í bifreið sem stóð við Vestmanna- braut 62 og hún skemmd. Hlið- amiða í henni var brotin með hellu- steini, stefnuljósastöng brotin og átt hafði verið við rafkerfið eins og sá sem þama var að verki hefði ætlað sér í ökuferð. Lögregla óskar eftir upplýsingum um grunsamlegai' mannaferðir þessa nótt við bif- reiðina. Tveír Dioffnaðir Tveir þjófnaðir voru kærðir um helgina. Aðfaranótl sunnudags var stolið leðuijakka á veitingastaðnum Fjömnni og aðfaranótt mánudags var stolið úr bifreið við Heiðarveg 43 magnaraboxi fyrir hátalara auk þess sem stefnuljósastöng í bflnum var skemmd. Lögregla óskar eftir upplýsingum. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR em prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.