Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 20
HART barist: Daði Páls og Svavar Vignis fengu að finna til tevatnsins í leiknum á móti Aftureldingu á laugardaginn.Það skipti þó litlu máli því ÍBV fór með sigur af hólmi. Utideild stofnuð Starfsmenn Félagsheimilisins hafa lagt fram tillögur um starfrækslu útideildar sem yrði í tengslum við starfsemi Félagsheimilisins. Slíkar útideildir hafa m.a. skilað góðum árangri í höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að þessi starfsemi verði til reynslu á árinu 2000 og verði fjármögnuð með tilfærslu í rekstri innan félagsþjónustunnar. Félagsmálaráð hefur samþykkt þessar tillögur. Daglegar íerðir milli lands og Eyia Landputningar Rútuferðir■ Bus tours Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM (3)481 1909-896 6810-fax 481 1927 Sendibílaakstur - innanbæjar Vilhjálmur Bergsteinsson *r 481-2943 • 897-1178 SEMDÍraaðABÍLL Fagna nýjum íþróttasal Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, hefur lagt fram tillögur að bygg- ingu nýs íþróttahúss í Eyjum og jafnframt hugmyndir um hvernig Þórs- og Týsheimili yrði ráðstafað; ef tillögurnar verða að veruleika. I tillögu bæjarstjóra er gert ráð fyrir að Týsheimilið verði selt eða leigt, en norðurhluti þess verði hins vegar áfram í höndum íþróttahreyfingar- innar og smærri félögin fái sína félagsaðstöðu í tengibyggingunni í núverandi íþróttahúsi. Þórsheimil- inu verði ráðstafað á annan hátt en nú er. TiIIagan var samþykkt í bæjarstjórn og samkvæmt heim- ildum Frétta lýstu bæjarfulltrúar sig almennt jákvæða með að hillti undir lausn í húsnæðismálum íþróttahreyfingarinnar. Ásmundur Friðriksson formaður ÍBV-héraðssambands segir að haldinn hafi verið formannafundur íþrótta- hreyfmgarinnar með bæjarstjóra og þar hafi ekki komið fram annað en almenn ánægja með tillögumar sem liggja á borðinu varðandi hugmyndir að nýju íþróttahúsi. „IBV-íþróttafélag hefur yfir Þórs- og Týsheimilunum að ráða og það er óleyst hvernig menn vilja taka á þeim málum. Það em fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir bæinn sem greiðir hreyfmgunni, sam- kvæmt ákveðnum samningi, rekstrar- kostnað húsanna og auðvitað vill bæjarstjóm fá eitthvað til baka, ef af nýbyggingunni verður, því það er ljóst að bæmn fer ekki að bæta á sig rekstri hennar jafnframt því að reka Þórs- og Týsheimilið." Ásmundur segir að íþróttahreyfmgin eigi einnig mikilla hagsmuna að gæta varðandi Týsheimilið vegna þeirra tekna sem hreyfingin hefur haft af því. „Deildimar innan hreyfingarinnar em að ná inn miklum tekjum vegna ýmiss konar starfsemi í húsinu og það fé tína menn ekki upp af götunni.“ Ásmundur kvaðst vonast til þess að þeir sem að málinu kæmu næðu samkomulagi. „Það vilja allir halda í sitt, sem má teljast eðlilegt, en ég hef trú á góðri lendingu. Atriði er að vinna málið á faglegum granni og blanda ekki pólitík í það. Ef hugmyndir um nýbyggingu verða að vemleika vona ég að íþróttahreyfingin fari ekki að verða til trafala, en eins og ég sagði er ekkert klárt, hvort og hvenær af þeirri byggingu verður." Hafsteinn Gunnarsson endurskoð- andi hefur tekið við stjórn útibús Deloitte & Touche í Yestmanna- eyjum. Þetta kemur fram í fféttatilkynningu frá Deloitte & Touche. Hafsteinn tekur við af Olafi Elíssyni, sem hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og tekið við stöðu útibússtjóra í Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum. Hafsteinn er viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi og hefur hann starfað hjá Deloitte & Touche hf. í fimm ár. I útibúi Deloitte & Touche hf. í Vestmannaeyjum starfa sex starfsmenn að Hafsteini meðtöldum. Deloitte & Touche hf. er aðili að alþjóðafyrirtækinu Deloitte Touche Þór Vilhjálmsson formaður IBV- íþróttafélags segist fagna hugmyndum um byggingu nýs íþróttahúss. „Hins vegar hefur ekki verið tekin efnisleg afstaða innan IBV-íþróttafélags til annarra mála sem tegjast þessum hugmyndum, eins og ráðstöfun Þórs- og Týsheimils. Það verður boðað til fundar eftir viku til tíu daga þar sem þessi mál verða rædd,“ segir Þór. Spurður um persónulega afstöðu sína gagnvart Þórs- og Týsheimilinu vildi Þór ekki tjá sig fyrr en ÍBV- íþróttafélag hefði fjallað efnislega um málið. Tohmatsu, sem er eitt af stærstu íyrir- tækjum heims á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Deloitte & Touche hf. byggir á starfsemi þriggja rótgróinna endurskoðunarfyrirtækja og nú í byrjun ársins varð rekstrarráðgjöf VSO ráðgjafar hluti af fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu starfa nú 145 starfsmenn víðs vegar um landið, þar af 34 löggiltir endurskoðendur. Hjá fyrirtækinu starfar einnig fjöldi af viðskiptafræðingum, rekstrarfræð- ingum, verkfræðingum, lögmönnum og tæknimenntuðu fólki. Hafsteinn er Vestmannaeyingur, ættaður frá Reynistað. Hann er kvæntur Herdísi Rós Njálsdóttir og eiga þau þijú böm. Deloitte & Touche: Hafsteinn Gunnarsson nýr útibússtjóri í Eyjum Tilda basmati hrísgrjón 500 gr. 169 kf.- Hunts tómatssósa 1130 gr. 169 kl> Orville örbylgjupopp fjölskyldupakki 249 kl> x/- Opið: mán.- fös. 8-19 lau. 9-19 sun. 10-19 Sunshine cheez-it nacho 249 kr,- Berio ólífuolía 500 ntl. 279 kr.- Federici pasta 6 pk. í kassa 298 kl> Smellur jarðaberja og banana 59 kr. Kókómjólk 6 stk. 1/4 Itr. 289 kr.- Kókómjólk 11tr. 129 kr.-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.