Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 17. febrúar 2000 ARNDÍS Ingimarsdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir ætla sér stóra hluti í Free-style dansi. Free-style hópurinn Squiss er Ingibjörg, Guðrún og Arndís Stefna á Tónabæjarkeppnina Þær heita Ingibjörg Þórðardóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir og Arndís Ingimarsdóttir og kalla sig Squiss. Nafnið er sótt í pennategund en saman mynda þær danshóp í free style-dansi og ætla sér stóra hluti í keppni Tónabæjar sem fram fer um helgina. Ingibjörg, Guðrún og Arndís verða 15 ára á þessu ári og em að keppa í annað sinn í Tónabæjarkeppninni. „Við kepptum í fyrra og gekk ágæt- lega,“ segja þær stöllur og hlæja um leið og bæta við. „Við vissum ekkert út í hvað við vomm að fara og byggðum atriðið meira upp á eróbik en dansi. Við vomm strax ákveðnar í að gefast ekki upp og taka þátt í næstu keppni. Við höfum verið að undirbúa okkur undir keppnina núna í svolítinn tíma en það var ekki fyrr en fyrir tveimur vikum að við fundum lag sem við vomm ánægðar með og byrjuðum að æfa af fullum krafti.“ Þær segja að æfingar gangi vel en hver var ástæðan fyrir því að þær byrjuðu að æfa dans? „Það vom Spice Girls. Við vomm ofsalega hrifnar af þeim þegar við vomm í 6. bekk og þá vomm við að reyna að gera eins og þær. Spice girls voru æðislegar en okkur fínnst þær ekki vera það lengur.“ Alls stefna þrír hópar frá Eyjum á keppni í free-style dansi um þessa helgi, tveir sem æfa í Hressó og einn sem æfir í Féló. Ingibjörg, Guðrún og Amdís segja þetta mjög gaman og þær leggja sig allar fram við æftngamar. „Dagmar Skúla hjálpaði okkur í fyrra, núna emm við einar en höfum myndbandsspólu af keppninni í fyrra. Það hjálpar okkur mikið og auðvitað stefnum við á verðlaunasæti." Hvað tekur við að keppninni lokinni? „Við ætlum að halda áfram að æfa dans í Hressó en okkar vantar einhvem til að kenna okkur og þá helst jassballett." Fáið þið einhvem styrk? „Nei, við borgum ferðimar sjálfar,“ sögðu þessam hressu stúlkur sem vilja þakka Hressó fyrir stuðninginn. Frétt frá íslandsflugi: Okeypis fyrir börn I tilefni af vetrarfríum gmnnskóla landsins býður íslandsflug nú bömum á gmnnskólaaldri (0-16 ára) ókeypis flug til allra áfangastaða félagsins tímabilið 16. feb.-14. mars. „Þetta er kærkomin búbót fyrir fjöl- skyldur sem kjósa að nýta vetrarfríið hvort heldur er til að rækta fjöl- skylduböndin víða um land eða að bregða sér á skíði eða annað þess háttar. Eitt bam fær frítt með hveijum fúllorðnum. Fullorðinn og bam verða að ferðast saman báðar leiðir," segir í frétt frá Islandsflugi. Bárður Öm Gunnarsson, á mark- aðsdeild Islandsflugs, segir að tilboðið sé fyrst og fremst vegna þessa vetrarfrís í grunnskólum landsins og stutts jólafrís. „Einnig er þessi tími ekki mikill annatími í fluginu og því hentugur til tilboða. Við höfum áður boðið flug þar sem frítt er fyrir böm, en þetta er ólíkt fyrri slíkum tilboðum vegna þess að það gildir yfir öll far- gjöld okkar, einnig gildir það fyrir allan gmnnskólaaldurinn, en náði áður aðeins til unglinga að 12 ára aldri.“ Bárður segir að tilboðið gildi í allt flug Islandsflugs að frátöldu flugi eftir klukkan 14.00 föstudaga og sunnu- daga. „Farjjegi sem gistir þrjár nætur á áfangastað og greiðir við bókun þremur dögum fýrir brottför kemst fram og til baka til Vestmannaeyja á stéttarfélagsfargjaldi á kr. 5930.“ Bárður segir og að kjósi farþeginn að gista aðeins tvær nætur á áfanga- stað og greiða við bókun tveimur dögum fyrir brottför sé Bónusfar- gjaldið besti kosturinn. „En þá er fargjaldið kr. 6930,- til Vestmanna- eyja.“ Bárður segir að töluvert hafi verið um fyrirspumir vegna þessa tilboðs og að vonandi geti sem flestir nýtt sér það. „Við höfum einnig verið að efla Netklúbbinn en þar bjóðum við upp á spennandi tilboð, til dæmis bílaleigu- bíl og ódýrt flug og hótelpakka, svo að getur munað allt að helming." Nánari upplýsingar veitir afgreiðsla íslandsflugs í síma 570-8090 frá klukkan 0700-2000 og á heimasíðu Islandsflugs: ttp://www.islandsflug.is/ þar sem hægt er að skrá sig í netklúbb Islandsflugs. Hver átti Snata Þessa mildu vatnslitamynd málaði Andrés Sigmundsson bakarameistari austur á hrauni á dögunum. Á meðan hann var að mála myndina fór hann að hugsa um hver hefði att Snata þennan sem fékk sinn hinsta legstað þar austur ffá. Við nánari umhugsun ákvað hann að fá myndina birta í Fréttum _ _ _ _ýf réttinætir eigendurSnata ^~~^itins^EÍ|5gig"fram, gettf^iFviffgfrTflýflBarinriaf hjá'. hana til eignar. 2 7. ■ 7 )n3ÍI 1'fÉH ?. <^-4*4 í..y . Haukur Þ. Haraldsson kynnir nýju náttúruverndarlögin: Hófsemi, fyrirhyggja og skipulag Á fimmtudaginn í fyrri viku flutti Haukur Þ. Haraldsson frá Náttúruvernd ríkisins fyrirlestur í Rannsóknasetri Vestmannaeyja um nýju náttúruverndarlögin sem gildi tóku á síðasta ári. Um fimmtán manns voru á fund- inum og vakti það nokkra undrun hversu lítinn áhuga Eyjamenn sýndu kynningu þessara nýju laga. Allt urn það var kynningin vel fram sett hjá Halldóri í tali og glæmm og góður rómur að ger. Haukur sagði eitt af hlutverkum Náttúruvemdar ríkisins að veita fræðslu og upplýsingar um náttúruvemdarmál. „Ég er héma nú að frumkvæði Náttúrastofu Suður- lands og Rannsóknaseturs Vest- mannaeyja. Þessir aðilar leituðu til okkar um að koma til Eyja og við urðum að sjálsögðu við þeirri ósk og reyndar er stofnunin að gera töluvert að þessu hjá félagasamtökum og stofnunum í þeim tilgangi að kynna lögin.“ Haukur sagði að andi hinna nýju náttúruvemdarlaga væri sá að sveit- arstjómir á hverjum stað ásamt nátt- úravemdar-, heilbrigðis- og skipu- lagsnefndum tækju á sig dálítið fram- kvæði. „Hugsunin er sú að þeir sem mest hafa um tiltekin mál að segja og þekkja best til sjái um ákvarðanatöku HAUKUR sagði að andi hinna nýju náttúruvcrndarlaga væri sá að sveitarstjómir á hverjum stað ásamt náttúruvemdar-, heilbrigðis- og skipulagsnefndum tækju á sig dálítið frumkvæði. í náttúravemdarmálum á hveijum stað. Það er hins vegar af hinu góða að samskiptin við ríkið og stofnanir þess séu góð.“ Haukur sagðist hafa farið nokkuð um eyjuna meðan á dvöl hans stóð og því við hæfi að spyrja hvort eitthvað hafi stungið í augu í ljósi þessarar nýju lagasetningar. „Nei, ekki get ég nú sagt það í sjálfu sér, kannski vora mér bara sýndir réttu staðimir. Ég var nú dálítið að leita eftir merkingum á göngustígum og slíku, en það lá snjór yfir og þess vegna kannski ekki hægt um vik. En sem túristi í fyrsta skipti hér með skamman tíma hefði ég getað þvælst svolítið urn. Ég fann reyndar einn merktan göngustíg hjá Skansinum og þar era framkvæmdir í gangi, svo það er nú ekki alveg að marka. Hins vegar er gríðarlega sértætt náttúrafar héma sem ætti að gæta eins og gersema, eða jafnvel friða, en það eru nú aðrir sem taka ákvörðun um það. En það er upplifun að koma hingað.“ Mér fannst á fyrirlestri þínum að þessi nýju lög gengju meira og minna út á það að samkvæmt þeim er maðurinn skilgreindur meira og minna sem aðskotadýr og einhvers konar skæraliði í náttúranni og ef svo er era menn þá ekki að tala um ein- hveija meiriháttar hugarfarsbreytingu. Hvað viltu segja um það? „Fyrir það fyrsta þá er nú náttúra- vemdarlögunum ekki stillt þannig upp, en era í raun sett til þess að koma í veg fyrir að maðurinn fari of hratt fram og sé ekki að gera eitthvað án fyrirhyggju. Þetta með hugarfarið er er síðan í raun það mikilvægasta, að fólk líti á náttúrana sem verðmæti sem hafi þannig gildi að ekki megi vaða um hana og tröllríða eins og hveijum einum hentar. Þegar upp er staðið er það hugarfarið sem gildir og kemur til með að skipta máli.“ Haukur telur að menn séu að gera of mikið úr hlutunum þegar þeir stilla náttúravemd upp sem annars vegar græningjum sem vilja vemdun og hins vegar þeim sem vilja bara spilla náttúranni. „Við höfum að vísu öfgar á báða bóga, en ég held að hvort tveggja geti lifað saman. Enda gengur náttúravemd út á það að gæta hófsemi, fyrirhyggju og skipulags á báða bóga. Eins og sjálfbær þróun felur í sér að jafnmiklu sé skilað aftur til náttúrunnar eins og tekið er frá henni. Um leið og það skilar sér inn í hugarfarið eram við í góðum málum, og ég held reyndar að það sé að gerast,“ sagði Haukur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.