Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. febrúar2000 Fréttir 15 Varð sjoppueigandi í svæfingu -Styrmir og Hófí hafa keypt Kránna STYRMIR og Hófí, sem hér eru með Auðbjörgu Höllu, segjast og vera með mjög skemmtilega og góða viðskiptavini. „Það eru mikið unglingar sem versla hjá okkur yfir daginn og kemur okkur á óvart hversu krakkarnir eru yndislegir og gaman að þjónusta þá, og svo ganga þeir svo vel frá eftir sig. Fyrir fjórum mánuðum urðu eig- endaskipti á söluturninum og veitingastaðnum Kránni. Nýju eig- endur Kráarinnar eru hjónin Hólmfríður Sigurpálsdóttir og Styrmir Gíslason en þau hafa reyndar ekki komið að slíkum rekstri áður. Styrmir hefur stundað sjó í tíu ár og Hólmfríður eða Hófí, eins og hún er kölluð, hefur að mestu verið heima- vinnandi húsmóðir. Styrmir segir að daglegur rekstur Kráarinnar sé að mestu í höndum Hófíar, en sjálfur sé hann orðinn mjög laginn við að steikja hamborgara, útbúa samlokur að ógleymdum hinum einu sönnu eyja- bátum með gæðaíyllingum. Hann var samt ekki kokkur á bátnum sem hann var á. „Ég var hins vegar mjög góður vinur kokksins," segir hann og hlær. Styrmir segir að hann sé ekki endi- lega hættur til sjós. „Ég tók mér árs ftí frá sjónum á meðan við skoðum hvernig reksturinn muni ganga og, hvort við fflum þetta. Eins og staðan er núna erum við mjög bjartsýn á framhaldið. Ef mér líkar þetta vel þá kem ég til með vera áfram í landi.“ Hófí segir og að henni finnist mjög gaman ef þau geta verið saman í þessu starfi. „Við vinnum reyndar ekki mikið hér á sama tíma, en við getum þá alltaf sinnt heimilinu sitt á hvað, þegar við erum ekki í vinnu. Mér líst að minnsta kosti mjög vel á þetta fyrirkomulag," segir Hófí og Styrmir tekur undir með henni. Þau bæta einnig við að það hafi ekki verið neinn draumur að hefja svona rekstur. „Hófí datt þetta allt í einu í hug, þannig að hugmyndin er algjörlega hennar." „Þetta var nú bara smá hugdetta," segir Hófí. „Styrmir var að svæfa eitt kvöldið og ég fór að hugsa hvað ég gæti gert til þess að fá kallinn í land, því mig langaði svo að fá hann í land. Þá fór ég allt í einu að hugsa um þessa sjoppu héma og vissi reyndar að hún var til sölu. Ég ákvað því að hringja í bróður minn sem rekur fyrirtæki í Reykjavík. Ég spurði hann eiginlega dálítið í rælni hvort hann væri til í að fara út í svona sjoppurekstur með okkur. Hann sagði strax já og síðan leið ekki nema hálftími þangað til búið var að gera tilboð, en bróðir minn á helminginn á móti okkur.. Það má eiginlega segja að þegar Styrmir var búinn að svæfa var hann „kannski" orðinn sjoppueigandi. Hann varð dálítið hissa, og spurði hvort ég væri ekki með öllum mjalla, en hann brást mjög vel við.“ Þau segja að reksturinn hafi gengið mjög vel og séu mjög ánægð með stöðu mála. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel,“ segir Hófí. „Við emm með alvg frábært starfsfólk með okkur og hefðum aldrei komist inn í þetta svona fljótt ef við hefðum ekki haft svona gott starfsfólk, en það hefur rosalega mikið að segja. Svo finnst okkur bara svo gaman að takast á við þetta.“ Hófi segir að þær veitingar sem hægt sé að fá á Kránni núna séu svipaðar og vora hjá fyrri eigendum. „Það era samt ýmsar breytingar á næsta leiti en við viljum ekki tjá okkur um það alveg strax, en það verður mjög spennandi og gengur vonandi í gegn.“ „Þannig að það era nýjungar í loftinu," segir Styrmir og Hófí bætir við að vídeóleigan hafi verið endur- nýjuð og þau séu með allar nýjustu spólumar, auk þess sem þau séu alltaf með tilboð í gangi. „Sá sem hannaði innréttingamar í vídeókróknum var Guðmundur Erlingsson yfirhönnuður og fyrrverandi fslandsmeistari í knattspymu. Þetta tókst mjög vel hjá honum og spólumar era mjög aðgengilegar." Styrmir og Hófí segjast og vera með mjög skemmtilega og góða viðskiptavini. „Það era mikið ung- lingar sem versla hjá okkur yfir daginn og kemur okkur á óvart hversu krakkamir era yndislegir og gaman að þjónusta þá, og svo ganga þeir svo vel frá eftir sig. Það er alltaf verið að tala um unglingana að þeir séu svona og svona, en héma era þeir alveg til fyrirmyndar, og þá sérstaklega strák- amir. bæði piúðir og skemmtilegir, og kattþrifnir. A kvöldin og um helgar er svo miklu meira um að fjöl- skyldufólkið komi. Það er heldur ekki hægt að segja að viðskiptavinimir séu bara héðan úr hverfinu, því að fólk kemur hingað alls staðar að. Það er til dæmis kominn upp vísir að afadögum hér á laugardagsmorgnum, en þá koma alltaf sömu afamir og kaupa bland í poka fyrir bamabömin, eða eitthvað vel brasað á pönnunni. Þetta er mjög sætt og heimilislegt," segir Hófí. Þau segja einnig að alltaf á laugar- dögum séu þau með mjög góðan afslátt á blandi í poka fyrir bömin. Svo megum við ekki gleyma sérstöðu Kráarinnar, en það era ekta eyjabátar. „Þetta era brauðbátar og -trillur sem hægt er að setja í alls konar góðgæti sem viðskiptavinurinn velur sjálfur að eigin smekk. Sósur era svo tvenns konar, léttkryddsósa og sterk sinneps- sósa. Við leggjum mjög mikið upp úr því að vera með úrvals hráefni, einnig leggjum við mikið upp úr brauðinu, en þau fáum við frá Arnóri bakara." Þrátt fyrir að þau segist una hag sínum vel á Kránni, þá segja þau einnig að það sé mikil vinna við reksturinn. „Stundum er vinnutíminn langur. Svo eram við, eins og ég sagði áðan með úrvalsstarfsfólk og núna er vaktformaðurinn og okkar hægri hönd, Auðbjörg Halla Jóhanns- dóttir, á vaktinni," sögðu Styrmir og Hófí. Skipar stóran sess í útgerðarsögunni Gengið frá kaupum á Gullborgu VE: SKRIFAÐ undir samninginn um borð í Gullborgu. F.v. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, Ólafur Kristinsson hafnarstjóri, Magnús Kristinsson formaður Utvegsbændafélagsins, bræðurnir Friðrik og Benóný Benónýssynir og Jóhann Pétursson lögmaður. Sl. föstudag var gengið frá kaupum á Gullborgu VE af þeim bræðrum Friðriki og Benóný Benónýssonum. Kaupendur eru Hafnarsjóður, Utvegsbændafélag Vestmannaeyja og nokkrir styrktaraðilar sem nefnast Menningarsjóður staf- kirkjusvæðis. Skipið er keypt til varðveislu og er kaupverð þess níu milljónir króna sem skiptist jafnt milli þessara þriggja aðila. Það verður afhent 1. júní nk. en verður gert út í vetur. Magnús Kristinsson, formaður Ut- vegsbændafélagsins, segir að þáttur Utvegsbændafélagsins hafi í fyrstu miðast við að koma bátnum Blátindi í varðveislu. Svo hafi komið í ljós að Blátindur væri sem næst ónýtur og þá hafi komið fram hugmynd um að kaupa Gullborgu í staðinn. „Að vísu er Gullborg ekki smíðuð hér, eins og Blátindur, en á móti kemur að saga skipsins tengist Vest- mannaeyjum á óijúfandi hátt og þá ekki síst nafni Binna í Gröf. Það er líka ánægjulegt að það skuli vera synir Binna sem ganga frá þessum málum,“ segir Magnús. Haft hefur verið á orði að svo mikið sé búið að breyta skipinu að það minni í fáu á þann tíma þegar Binni var um borð en Magnús gefur lítið fyrir það. „Ég lít á þetta sem hluta af þróuninni í bátaflota Vestmannaeyinga. Meiri og minni endurbætur hafa verið gerðar á öllum okkar skipum og mér finnst það á engan hátt rýra minningarlegt gildi skipsins þótt t.d. sé komin ný brú á það. Þá er vélin í skipinu líklega elsta framdrifsvélin í íslensku fiskiskipi í dag og út af fyrir sig hefur það varðveislugildi. Aðalmálið er að búið er að ganga frá varðveislu á einum vertíðarbát í Vestmannaeyjum og ég er bæði stoltur og ánægður yfir því,“ sagði Magnús. Ekki mun endanlega búið að ganga frá því hvort skipið verður í sumar sett á þurrt á Skanssvæðinu eða hvort það verður haft á floti. Skiptar skoðanir munu um það og ákveðið síðar á árinu hvað úr verður. FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Uppl. og pantanir, 481 3300 Spurt er???? Er til kynlífs- þrælkun í Vest- mannaeyjum? Mikil umræða hefur verið í fjöl- miðlurn hérá landi undanfarið unt að á Islandi sé stunduð kynlífs- þælkun. Ymis merking er lögð í þetta hugtak og misjafnt hvernig og með hvaða rökuni menn finna kynlífsþrælkun stað í íslensku samfélagi. Við lögðum þessa spurningu fyrir nokkra aðila í Vestmannaeyjum, hvort kynlífs- þrælkun ætti sér stað í Eyjum. Hera Einarsdóttir félagsmálastjóri Vestmannaeyja: „Ég myndi svara því neitandi, þó að hug- takið þvælist nokk- uðfyrirmér. Efvið leggjum þann skiln- ing í orðið kynlífs- þrælkun að um sé að ræða skipulagða sölu á kynlífi, þá er svarið við spumingu þinni nei. í okkar starfi hjá fé- lagsþjónustunni höfum við ekki orðið vör við slíka starfsemi í Eyjum. Ekki þykir okkur heldur rétt að beina umræðunni um kyn- lífsþrælkun að ákveðnum hópum nýbúa og sambúðarfólks af ólíku þjóðerni eins og gert hefur verið í fjölmiðlum og þekkjum ekkert dæmi þess að konur af erlendum uppruna sem hér búa, lifi við slíkar aðstæður. Ef við lítum hins vegará orðið kynlífsþrælkun í mun víðara Ijósi þá leitar hugur minn til stúlkna og drengja í alvarlegri vfmuefna- misnotkun sem framfleyta sér með því að nýta líkama sinn til vöru- skipta. Ut frá þessu sjónarhorni myndi ég svara spurningu þinni játandi. Að nýta sér varnarleysi annarra á sér jafnt stað hér og annars staðar á Islandi." Séra Kristján Björnsson sóknar- prestur Landakirkju: „Þrátt fyrir þagn- arheitið mitt get ég fullyrt að ég hef eng- ar spurnir af því. Samkvæmt skil- greiningu skilst mér hún sé á þeim nótum að kvenfólk sé svipt frelsi og komið í þvingaðar að- stæður á sviði kynlífs af þriðja aðila sem síðan hagnast á því fjár- “hagslega. I hugtakinu felst að þessar j konur eru á einhvern hátt keyptar og misnotaðar kynferðislega og hafa ekkei t um það að segja. Mér finnst fráleitt að slík starfsemi geti verið til staðar í Eyjum og ef svo er, er það mjög dulið. Guð forði okkur frá þvf að slíkt komi nokkru sinni upp í okkar samfélagi." Olafsson lögreglu- „Nú veit ég ekki, að minnsta kosti hefur slíkt ekki verið kært svo ég viti til. Það hefur hefur heldur enginn liaft samband við okkur frá Stíga- mótum, eða Kvenna- athvarfi vegna slíkra mála. Ef hins vegar slík þrælkun fer fram í eins miklum mæli og fram hefur komið í fjölmiðlum er ekki ólíklegt að kynlífsþrælkun fari fram hér í Eyjum.“ Guðný Bogadóttir hjúkrunar- fræðingur: „Ég get ekki svarað því og ekkert um það sagt." Tryggvi Kr. fulltrúi:

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.