Fréttir - Eyjafréttir - 17.02.2000, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 17. febrúar2000
Fjárhagsáætlun 2000:
Skuldaaukning
-en rekstur í jafnvægi, segir bæjarstjóri
I áætluninni er gert ráð fyrir meiri tekjum en á síðasta ári, m.a. vegna meiri veiða á loðnu og sfld. Upphaf
vertíðar lofar góðu. Sigurður VE var meðal skipa sem komu með fullfermi á mánudaginn.
„Sú f járhagsáætlun sem hér er lögð
fram til fyrri umræðu hefur verið í
undirbúningi frá því í desember sl.
Hún er unnin að mestu Ieyti af
sviðsstjórum í samráði við for-
stöðumenn þeirra stofnana sem
falla undir viðkomandi svið,“ sagði
Guðjón Hjörleifsson þegar hann
fylgdi fjárhagsáætlun ársins úr
hlaði á bæjarstjórnarfundi 3.
febrúar. Þá var fyrri umræða um
áætlunina en scinni umræða verður
í dag.
Guðjón sagði að forsendur áætl-
unarinnar séu hækkun rekstrarliða um
3% en mismunandi hækkun er á
iaunaliðum milli kjarasamninga. „Hún
byggir á samspili nokkurra þátta,
framreikningi fyrri fjárhagsáætlunar
og fyrirliggjandi niðurstöðu fyrra árs.
Einnig voru rekstrarliðir skoðaðir
sérstaklega og gerðar leiðréttingar ef
framreikningur væru ekki í samræmi
við fyrri áætlanir. Reksturinn er
áætlaður skila rúmum 106 milljónum
króna í tekjuafgang á móti tæpum 114
milljónum árið 1999, sem er lækkun á
milli ára,“ sagði Guðjón en hér á eftir
rekur hann forsendur fyrir áætluninni.
Tekjuforsendur:
Útsvar
Útsvarsprósenta verður 12,04%, og er
áætlað að það skili kr. 704 milljónum
nettó, en það er sama upphæð og í
ljárhagsáætlun síðasta árs. Á síðasta
rekstrarári voru tekjur bæjarsjóðs tölu-
vert minni en áætlað var og því er
framreikningur miðaður við breyt-
ingar á útsvarsprósentu og launaþróun
miðuð við árið 1998, en eðlilegra er að
miða við meðalár. Fyrsti mánuður
ársins í veiðum á uppsjávarfiski gefur
okkur vonir um að tekjur bæjarsjóðs
muni aukast á milli ára, en tekju-
missirinn á síðasta ári var að stórum
hluta vegna lítilla loðnuveiða.
Fasteignaskattur
Fasteignaskattur er áætlaður rúmar
125 milljónir á móti tæpum 106
milljónum sem er 18% hækkun á milli
ára og er skýringin sú að fasteignamat
hefur hækkað á milli ára og endur-
stofnverð, sem miðast við fasteigna-
mat á höfuðborgarsvæðinu, sem
hækkaði mjög mikið á árinu.
Holræsagjald
Holræsagjald nemur 27 milljónum á
móti 12 milljónum árið áður og er
hækkunin vegna breytinga á álagn-
ingu holræsagjalds, en farið verður í
framkvæmdir í fráveitumálum er
nema 300 - 400 milljónum á næstu
árum í samræmi við samþykktir EES.
J öfnunarsj óðsframlög
Þjónustuframlag verður 21 milljónkr.
og hækkar um 9 milljónir en er í
samræmi við niðurstöðu síðasta árs.
Grunnskólaframlag verður um 36
milljónir þar af er almennt jöfnunar-
framlag um 28 milljónir, en einnig
koma til framlög vegna sérþarfa
fatlaðra nemenda og nýbúafræðslu.
Heildamiðurstaða
Heildamiðurstaða (nettó) í sameigin-
legum tekjum em rúmar 913 milljónir
króna, sem er um 9,4% hækkun í
íjárhagsáætlun milli ára.
Niðurstaða reksturs
Heildartekjur em nú rúmar 1.333
milljónir á móti rúmum 1.234
milljónum árið 1999 sem er 8,02%
hækkun á fjárhagsáætlun milli ára.
Heildargjöld em rúmar 1.226
milljón á móti rúmum 1.119
milljónum á milli ára sem er hækkun
upp á 9,56% á fjárhagsáætlun milli
ára.
Til eignabreytinga færast þvf
106.970.000,- á móti 114.277.000. á
fjárhagsáætlun 1999 sem er 6,4%
lækkun á milli ára.
Gjaldfærð fjárfesting
Gjaldfærð fjárfesting er brúttó rúmar
99 milljónir á móti rúmum 78
milljónum í fjárhagsáætlun 1999 sem
er 26,9% hækkun á milli ára og em
helstu hækkanir vegna fráveitumála,
stafkirkjusvæðis og 15% mótframlag
til Heilbrigðisstofnunar v/viðhalds-
framkvæmda á árinu.
Eignfærð fjárfesting
í eignfærðri fjárfestingu er gert ráð
fyrir rúmum 55 milljónum brúttó á
móti rúmum 69 milljónum árið 1999
sem er rúm 20% lækkun á milli ára.
Helstu framkvæmdir em við Iþrótta-
miðstöðina og Landlyst.
Fjármagnsstreymi
I fjármagnsstreymi er áætlað að
skuldir bæjarsjóðs aukist um rúmar
30 milljónir króna, þar af er loka-
uppgjör við ríkissjóð upp á 24 millj-
ónir króna vegna uppgjörs á útsvari.
Hafnarsjóður Vestmannaeyja
Rekstrartekjur hafnarsjóðs eru áætl-
aðaruml33 milljónir sem er svipað
og tekjuáætlun 1999.
Rekstrargjöld em áætluð 119 millj-
ónir eða svipað og á fjárhagsáætlun
1999.
Miklar framkvæmdir og fjárfest-
ingar em áætlaðar á árinu. Ber þar
hæst framkvæmdir við Nausthamars-
bryggju, og það sem eftir er við
Friðarhafnarbryggju ásamt smábáta-
aðstöðu. Frágangur á hafnargarði,
flotbryggja og þátttaka í kaupum á
Gullborgu VE.
Miðað við þessa fjárhagsáætlun
munu skuldir hafnarsjóðs aukast
töluvert eða um 72 milljónir.
Bæjarveitur Vestmannaeyja
Rekstur stofnana Bæjarveitna er í
góðu jafnvægi. Tekjur verða svipaðar
og á árinu 1999 eða tæpar 480
milljónir króna.
Gjöld em áætluð rúmar 390 millj-
ónir á mód rúmum 370 milljónum á
milli ára. Engu að síður er gert ráð
fyrir því að lækka skuldir um tæpar 40
milljónir króna og ekki er gert ráð fyrir
nýjum lánum hjá Bæjarveitum.
Hitaveita
Tekjur verða 153 milljónir og verða
svipaðar og tekjur ársins 1999.
Rekstrargjöld hækka um tæp 3%
miðað við niðurstöðu ársins 1999 og
er það eðlileg hækkun miðað við
framreikning, þ.m.t. launaþróunar.
Helstu framkvæmdir verða við
Litlagerði og áframhaldandi tengingu
húsa sem vilja skipta yfir í hitaveitu úr
rafkyndingu.
Rafveita
Rekstur rafveitu verður með hefð-
bundnu sniði. Tekjur verða 214
milljónir sem er 5 milljónum lægra en
áætluð niðurstaða ársins 1999.
Rekstrargjöld hækka um 10
milljónir miðað við áætlaða niður-
stöðu og er það rúmlega 5% hækkun á
milli ára. Þessi upphæð gæti minnkað
aðeins þar sem eftir er að millifæra
sameiginlegan kostnað á milli
stofnana.
Helstu framkvæmdir eru: Endur-
nýjun allra lagna í Vesturvegi að
Heiðarvegi ásamt Herjólfsgötu frá
Vesturvegi að Strandvegi og vestasta
hluta Miðstrætis. Þessar fram-
kvæmdir verða unnar í samvinnu við
Landssímann en stjómað af Bæjar-
veitum, ásamt ýmsum öðmm smærri
framkvæmdum.
Vatnsveita
Rekstur Vatnsveitunnar verður með
hefðbundnu sniði en reiknað er með
svipuðum tekjum á milli ára. Gjöld
hækka um 3,9% á milli ára.
Helstu framkvæmdir em upp-
setning nýrra rennslismæla vegna
greiningar á rennsli í kerfinu, ásamt
nýrri plötu ofan á vatnstank í
Löngulág og jarðvegur ofan á hana til
þess að tryggja að vatn sitji ekki á
plötunni. Einnig er gert ráð fyrir
uppsetningu og frágangi á vatns-
listaverki á Stakkagerðistúni.
Sorpeyðingarstöð
Rekstur Sorpeyðingarstöðvar verður
með svipuðu sniði og árið áður.
Tekjur aukast um rúm 3% á milli ára
en rekstrargjöld hækka um 4,7% á
milli ára miðað við áætlaða niðurstöðu
ársins 1999.
Reiknað er með niðurgreiðslu lána
upp á tæpar 13 milljónir.
Félagslegar íbúðir
Rekstur félagslegra íbúða verður mjög
erfiður sem endranær og er gert ráð
fyrir auknum lántökum sem nema um
13 milljónum króna.
Nú liggja fyrir tillögur á borði
félagsmálaráðherra frá nefnd sem
skipuð var af ríkisvaldinu og Sam-
bandi ísl. sveitarfélaga um hlut-
fallsskiptingu á niðurfærslu skulda
sem hvfla á íbúðum í félagslega
íbúðakerfmu.
Ef þær tíllögur ná fram að ganga er
ljóst að þær geta haft mikil áhrif til
hins betra á rekstrarumhverfi félags-
legra íbúða í framtíðinni.
„í Qárhagsáætluninni er búið að að
sundurliða viðhald stofnana en
gatnagerðaráætlun verður lögð fram
við síðari umræðu.
Rekstur Vestmannaeyjabæjar og
stofnana hans er í jafnvægi, en tekjur
bæjarsjóðs hafa verið mjög mis-
munandi á milli ára, og það er ljóst að
sjávarútvegspláss búa við mikli meiri
tekjusveiflur en önnur sveitarfélög og
því getur verið erfitt að átta sig á
tekjum bæjarins,“ sagði Guðjón.
KRISTJÁN Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, tók þessar myndir með tíu daga millibili en seinni myndin er tekin föstudaginn 11. febrúar sl. Fyrir ári byrjaði
sjórinn að brjóta sér leið inn í grjótnámið sunnan við Urðavita og þá varð til þetta skemmtilega gat. f síðustu viku varð svo hraunið að láta undan átökum Ægis og boginn hvarf.