Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 6
6 Fréitir Fimmtudagur 2. mars 2000 Listamaðurinn er eins og eldgos segirfranski myndlistarmaðurinn MélikOhaman sem hyggur á stórt verkefni tengt Surtsey Mélik Ohamun mundar tökuvélina í átt að Surtsey. „Þetta verk er allt eins og skáldskapur, en án sögu og frásagnar, og er kannski í sjáifu sér merkingarlaust.“ í síðustu viku var á ferð í Eyjum franski myndlistarmaðurinn MélikOhaman. Hann kom gagngert til Eyja til þess að viða að sér heimildum og kanna aðstæður vegna myndlistarverkefnis sem hann hefur unnið að í tvö ár og fengið franskan styrk til. Mélik vinnur nær eingöngu með myndmál kvikmynd- arinnar og snýst verkefni hans um Surtsey. Hann mun síðan koma aftur til Eyja um miðjan maí og svo seinna í sumar til þess að klára tökur áverkinu. Sjálfurá hann langt nám að baki sem myndlistar- og kvikmyndagerðar- maður, og segist vinna við stjómun og framleiðslu hvers kyns kvikmynda fyrir sjónvarp og sýningartjald, þegar hann er ekki að vinna að myndlistinni. Melik segir að upphaf áhuga síns á verkefni megi rekja til þess að hann hafi viljað leita að stað sem væri ekki í „eigu“ neins, lands án menningar og búsetu manna. „Niðurstaðan í þessari leit varð Surtsey og það var meira fyrir tilviljun þegar ég var að brima á Intemetinu. Hugmyndin var að taka aðeins upp hljóð, en til þess hefði ég þurft að fara á norðurpólinn og það hefði ekki skilað hugmynd minni, svo ég hætti við það. Það var því mjög kærkomið að uppgötva Surtsey, sem mun verða miðpunktur myndarinnar sem ég ætla að gera.“ Mélik segir að myndin verði ekki hefðbundin mynd með söguþræði, heldur spuming um formgerð myndar. „Hugmyndin er að taka myndina með leikurum, en án tjáningar þeirra í orðum á hefðbundinn hátt. Þannig verður aðeins andardráttur leikaranna það eina sem kemur úr munni þeirra, og myndar fornt orðanna. Þannig að það má tala um formbyggingu án orða, eins og við heymm þau venju- lega.“ I annan stað segir Mélik að myndin fjalli einnig um rödd náttúmnnar, vegna þess að náttúman er jú hluti af umhverfi myndarinnar. „En það er form náttúmnnar og orðanna sem ég er að fást við en ekki merking þeirra sem slíkra. Þannig þrengi ég að viðtekinni merkingu eða skilningi, en það er líka ástæða þess að ég vel stað þar sem enginn býr; þetta er spuming um að losna við allt utan að komandi. Það má segja að þetta sé skrásetning einhvers sem ekki er til staðar, en mun hugsanlega verða það einhvem tíma í framtíðinni. Kannski setur líka einhver hljóð á persónur myndarinnar í framtíðinni, að því leyti er myndin líka upphaf einhvers en ekki endalok. Þetta er svipað og tónskáld sem semur tónlist, tíminn fram að flutningi hennar og svo tímaferlið á eftir.“ Mélik sýnir mér verk sem hann gerði í hafnarhverfi Liverpool, þegar verka- menn þar voru í verkfalli og enginn var á staðnum. „Ég bað verka- mennina um að semja texta. Þetta er mynd um ferðalag um yfirgefið hafnarhverfið þar sem ég sýni ákveðna ramma úr myndinni, textann setti ég svo á þessa myndramma. Þannig er myndin saga sjónrænnar ferðar og ferðar í huganum sem skálduð skrif eru iðulega, en í þessari mynd reyndi ég að sýna þessar tvær hliðar sjónrænnar og huglægrar frásagnar.“ Hvar staðsetur þú listamanninn í þessari hugmyndafræði? „Fyrir aftan myndavélina," segir Mélik og hlær. „Þetta er ekki vanda- mál með nærveru mína sem lista- manns Ég held alltaf minni sögu utan við það verkefni sem ég er að vinna hverju sinni, og þetta verkefni í Liverpool var alveg óháð mínum eigin uppruna. Þetta er eins og með litina. Einhver er hrifinn af bláu, en ég kannski gráu og hvítu, en það skipir engu máli hvemig ég nálgast gráa og hvíta litinn. I Surtseyjarverkefninu reyni ég einungis að halda hugmynd- inni um landið og menningu utan við hugmynd verksins sem forms.“ Mélik segir að hann vilji einnig losa sig við allt sem heitir tilbúin sviðs- mynd í verkum sínum. „Leikmynd hefur alltaf einhverja skírskotun til tíma og rúms; það eru hugtök sem tengjast menningu. Auðvitað á ég minn uppruna, faðir minn er til dæmis frá Armeníu en móðir mín er frönsk, en ég get aldrei sjálfur orðið annaðhvort eða bæði; ég hlýt að skapa mína eigin vitund um menningu og það skilar sér vonandi í verkum mínum.“ Mélik mun sýna myndina í Montpellier í Frakklandi seint á þessu ári og vonadi síðar í Vín og fleiri löndum. „Myndin sjálf verður hins vegar hluti af stærra verki. Hún verður klippt í langar senur og henni verður varpað á steinsteyptan vegg í sérstöku rými, en einnig er hugmynd um að gefa út bók í tengslum við hana, en tengslin á milli þessara þriggja formeininga; myndarinnar, rýmisins og bókarinnar eiga að vera óljósar. Þetta er eins og tungumálið, eða sérhæfð þekking vísindamanns, þar sem þú skilur ekki allt, en reynir að lífga það við, eins er það með mynd, þú sérð aðeins hluta hennar og skilningurinn er ólíkur hjá hveijum og einum. Þetta verk er allt eins og skáldskapur, en án sögu og frásagnar, og er kannski í sjálfu sér merkingar- laust. Einnig má kenna þetta við afbyggingu sem kölluð hefur verið, maður skapar eitthvað og afhjúpar merkingarleysi þess í leiðinni. Samt rennur maður þlint í sjóinn, maður hefur einhveija hugmynd, framkvæm- ir hana og útkoman verður allt önnur en lagt var upp með. Þannig er kannski staða listamannsins í heiminum núna; óskrifað blað, eða eldgos sem á eftir að verða undir yfirborðinu og mótast síðan af um- hverfinu eða túlkun vísindamannsins, eða þess sem skoðar listaverkið." Benedikt Gestsson Sigurgeir Jónsson Af flugi milli lands og eyja Um allmörg ár hafa Vestmannaeyingar notið þess að tvö flugfélög hafa verið með fasta áætlun í flugi hingað. Nú mun draga úr þeirri þjónustu því að frá og með 1. apríl ætlar íslands- fiug að hætta og hasla sér völl á öðrum og arð- vænni vettvangi. Þetta hefur valdið miklu hugarangri fólks, rétt eins og flugsamgöngur séu að leggjast af milli lands og eyja. Flugfélag íslands hefur ekki til- kynnt um neinn samdrátt í flugi hingað, frekar að aukið verði við það, þannig að ekki ætti að þurfa að óttast slíkt. Það sem fólk óttast er að fargjöldin komi til með að hækka þegar ekki er lengur samkeppni á flugleiðinni. Nú er skrifari mjög fylgjandi samkeppni á flestum sviðum, bæði í flugi og öðru. En hann hefur aldrei almennilega skilið það þegar sam- keppnin tekur á sig þá mynd að tvö flugfélög bítast um sömu sálirnar á sömu flugleiðinni á þann hátt að tvær flugvélar fljúga hingað á sama tíma dagsins og þykir gott ef farþegafjöldinn nær þriðjungi af sætafjölda í hvorri vél. Skrifari hefur aldrei botnað almennilega í því af hverju tvær flugvélar eru sendar hingað á hverjum morgni um áttaleytið til að koma hingað nokkrum farþegum og sækja nokkra þegar ein vél dygði vel til þeirrar þjónustu. Nú hafa bæði Ilugfélögin ár eftir ár verið að reyna að ná fram hagræðingu í rekstri og skrifari hefur aldrei séð nokkra hagræðingu af þessu skipulagi. Aftur á móti er þetta svokölluð samkeppni sem kemur m.a. fram í því að báðir aðilar keppast við að undirbjóða hvor annan í verðlagningu. Þetta er náttúrulega einstaklega gott fyrir þá sem þurfa að fljúga en hlýtur að koma út með tapi fyrir þjónustuaðilann. Sú mun og aðalástæðan fyrir því að íslandsflug er að hætta flugi hingað, félagið hefur ekki lengur efni á slíku góðgerða- starfi fyrir Vestmannaeyinga. Síðustu vikur hefur einmitt verið uppi á borðinu að í Vestmannaeyjum sé mjög hátt þjónustustig af hálfu bæjarins, miklu hærra en íbúafjöldinn gefur tilefni til. í huga skrifara eru samgöngumál okkar skýrt dæmi um mjög hátt þjónustustig þó svo að það komi rekstri bæjarins ekki beint við. Fyrir utan þau tvö fiugfélög sem séð hafa um að fijúga hingað tvisvar til fjórum sinnum á dag, hvort félag, er hægt að skutlast upp á Bakka eða Selfoss hvenær sem er, að ógleymdum Heijólfi sem fer sína föstu ferð einu sinni á dag og stundum oftar. Þetta ætti að nægja bæjarfélagi af okkar stærðargráðu enda mun þjónustustigið lækka frá og með aprílmánuði og ætti samt að vera nógu hátt. Auðvitað er eðlilegt að fólk óttist að fargjöldin muni hækka þegar aðeins einn aðili situr orðið að áætlunarílugi rnilli lands og eyja. Samkvæmt lögmálum hagfræðinnar ætti þó ekki að þurfa að koma til þess. Biti Flugfélagsins hlýtur að stækka nokkuð við það að hinn aðilinn hættir og þar með fleiri farþegar sem ætti að verða til hagræðingar. Þar með ætti að vera grundvöllur fyrir sama fargjaldi, jafnvel lækkun. Hvort forráðamenn Flugfélagsins taka þann pól í hæðina er svo allt annað mál. Aðeins einn aðili heldur uppi farþega- flutningum milli lands og eyja á sjó. Skrifari hefur ekki heyrt að aðrir hugsi sér að fara inn á þann markað til að auka samkeppnina. Líklega vegna þess að slíkur rekstur yrði ekki hagkvæm- ur. Þeir aðilar sem stunda einkarekstur eru í honum númer eitt til að hagnast, ekki til að veita þjónustu. Sá þáttur er í öðru sæti. Nú er sýnt að ekki borgar sig að tvö flugfélög séu að veita þá þjónustu sem eitt getur séð um. Við því er ekkert að segja. Sennilega væri þó hægt að koma hér upp ríkisreknu eða bæjarreknu flug- félagi en guð forði okkur frá því. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.