Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 2. mars 2000 frettir Odtíurennádagskrá Þrátt fyrir að Oddur Júlíusson hafi formlega tilkynnt að hann sé hættur að angra bæjaryfirvöld með beiðn- um um upplýsingar um hin aðskiljanlegustu mál, svífur þó andi hans enn yfir vötnum á fundum bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs á mánudag lá fyrir bréf frá félags- málaráðuneytinu þar sem óskað er eflir umsögn vegna kæru Odds. Ragnar Óskarsson lét bóka að liann vísaði til fyrri bókana sinna um upplýsingaskyldu bæjarfélagsins. Styrkirvegna írlandsferðar ogskákar Starfsfólk grunnskólanna hefur óskað eftir styrk frá bænum vegna náms- og kynnisferðar til írlands í júní nk. Þá hefur Skáksamband fs- lands óskað eftir styrk vegna þátttöku Bjöms í. Karlssonar á Norðurlandamóti í skólaskák. Bæjarráð vísaði fyrra erindinu til skólamálaráðs en því seinna til íþrótta- og æskulýðsráðs. Næstufundir Ákveðið hefur verið að næstu fundir bæjarstjórnar verði haldnir 23. mars og 13. aprfl. Fundirnir munu hefjast kl. 18. Engustolið,ekkert skemmt I dagbók lögreglu voru aðeins 155 færslur skráðar eftir vikuna og er það verulega minna en í síðustu viku. Helgin var einnig mun ró- legri en helgin á undan, eða 33 bókanir. Það má kannski telja til tíðinda að enginn þjófnaður var kærður til lögreglu í vikunni, engin eignaspjöll og engin hlamsárás. Lögregla hefur engar skýringar á þessu en fagnar því að fækkun skuli vera í þessum málaflokkum. Sex brotlegír í umferðinni Sex ökumenn voru kærðir fyrir brot á umferðarlögum í síðustu viku. Þar af voru fjórir sem ekki virtu umferðarmerki, einn ók gegn ein- stefnu og einn var við akstur án réttinda. Eitt umferðaróhapp kom til kasta lögreglu. Á mánudag lenti bifreið uppi á umferðareyju við íslandsbanka. Ekki urðu slys á fólki en bfllinn skemmdist nokkuð. Spennið beltin Lögregla vill minna fólk á að nota þann öryggisbúnað sem er í bflum. Ljóst er að hluta þeirra dauðsfalla, sem orðið hafa í umferðinni í byrjun ársins, má rekja til þess að öryggisbúnaður var ekki notaður. Því er ástæða til að hvetja fólk til að spenna á sig öryggisbeltin þegar það er í bifreið á ferð því að dæmin sanna að beltin geta bjargað. Sér- staklega enj ökumenn minntir á að þeir bera ábyrgð á að börn noti þann öryggisbúnað sem tilheyrir þeirra aldri, þ.e. bamabflstól eða bflapúða. Akvörðun Islandsflugs um að hætta innanlandsflugi vekur upp margar spurningar: Dapurlegar fréttir -segir bæjarstjóri - Rætt hefur verið við Val Andersen um aukið flug íslandsflug mun hætta áætlunar- flugi til Vestmannaeyja, Akureyrar og Egilsstaða frá og með 1. apríl næstkomandi og leigja keppinaut sínum, Flugfélagi Islands, báðar ATR vélar félagsins. Er ástæðan sögð tap á innanlandsflugi félagsins. Um 30 starfsmönnum félagsins hefur verði sagt upp störfum og, þar af fimm í Vestmannaeyjum. Islandsflug mun áfram fljúga á Dorniervélum sínum til smærri staða á landinu þar sem ekki ríkir samkeppni. Segja forsvarsmenn íslandsflugs að félagið muni leggja meiri áherslu á þjónstu og viðskipti á erlendum vettvangi og vonast til að ná þannig fram hagnaði í rekstri félagsins. Guðjón Hjöleifsson sagði þetta mjög dapurlegar fréttir. „Eg tel að engum sé hollt að vera einn á þessum markaði. Fordæmin eru fyrir því að einokun hefur valdið hækkunum á fargjöldum og minnkandi ferðatíðni. Reynslan af Islandsflugi hefur verið sú að þeir hafa verið að þjónusta Vestmannaeyjar betur en Flugfélag íslands, til dæmis hvað ferðatíðni snertir." Guðjón sagði að hann trúði því ekki að Islandsflug væri að tapa á leiðinni milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. „Sérstaklega í ljósi þess að íslandsflug ætlar að halda áfram flugi til einhverra smærri staða á landinu. Við munum skoða þetta mál og það verður trúlega rætt á bæjarráðsfundi næstkomandi mánudag." Valur Andersen hjá Flugfélgi Vest- mannaeyja sagðist ekki vera hissa á því hvemig hefði farið. „Maður var hissa á því hvað þetta entist að tvö félög væru að fljúga tveimur vélum hingað þrisvar á dag hálftómum. Eg held að þetta hafl bara verið spuming um tíma, hvenær menn myndu gefast upp.“ Hvað varðaði möguleika hans í stöðunni sagði Valur að hugsanlega gæti orðið meira að gera hjá honum. „Það hefur verið mjög dapurt með stóm vélina hjá mér og hún nærri eingöngu notuð til sjúkraflugs." Valur sagði að menn hafi rætt við sig um möguleikana á að hefja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavfkur. „Menn verða hins vegar að átta sig á því að ekki þýðir að fara út í eitthvað stærra af vanefnum. Slfkt þyrfti að hugsa vandlega fram í tímann. Það yrði nóg að gera fyrir stærri vél, en það þýddi jafnframt að koma yrði upp skýli og viðhaldsaðstöðu í Eyjum. Þannig að það þýðir ekkert að blása upp einhverja blöðm bara til þess að sprengja hana á skömmum tíma,“ sagði Valur. Guðmundur Sigurðsson forstöðu- maður samkeppnissviðs Samkeppnis- stofnunar sagði að í ljósi samkeppni væri það augljóslega miður þegar einn aðili hverfur að markaðnum. Spurður hvort Samkeppnisstofnun myndi láta fara frá sér einhverja yfirlýsingu, vegna þeirrar stöðu sem Flugfélag Islands hefði nú á þessum leiðum, sagðist hann hafa átt fund með Omari Benediktssyni framkvæmdastjóra Islandsflugs efir hádegi sl. þriðjudag. „Þar fórum við yfir aðdraganda þess að Islandsllug ákvað að hætta þessu innanlandsflugi, en á þessu stigi er ekki að vænta neinnar yfirlýsingar frá okkur.“ Guðmundur sagði að framkvæmda- stjóri íslandsflugs hefði óskað eftir þessum fundi. „Það er engin kvöð á fyrirtækjum að funda með okkur undir svona kringumstæðum, en í ljósi fyrri samskipta og afskipta okkar af sam- keppni í innanlandsflugi taldi hann eðlilegt að leita til okkar. Einnig gerði íslandsflug samning við Flugfélag Islands og þegar tveir samkeppnis- aðilar gera slíka samninga og annar þeirra er að hætta höfum við vissulega áhuga.“ Jón Karl Olafsson framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands sagði að í sjálfu sér væri rétt að Flugfélag Islands væri einrátt á leiðinni Reykjvík - Vestmannaeyjar. „Hins vegar er ekkert sem bannaði öðrum að fljúga á þessari leið. Það er öllum frjálst og opið, en í fljótu bragði sé ég ekki að það sé freistandi fyrir tvö félög að slást um þessa leið. Það er ljóst að bæði félögin hafa verið að tapa á innanlandsfluginu og þeir íslands- flugsmenn ekki getað réttlætt það fyrir sér lengur og því ákveðið að hætta." Jón Karl sagði að engar grund- vallarbreytingar yrðu á flugi Flug- félags Islands að svo stöddu. „Við höfum verið að fljúga þrisvar á dag til Eyja og vorum á sama tíma og Islandsflug á hlaðinu í Eyjum. En við erum að vinna að því hvemig við bregðumst við varðandi ferðatíðnina til Eyja og að öllum líkindum munum við bæta ljórðu ferðinni við. Verðlega séð em engar breytingar áformaðar til næstu framtíðar. Við sjáum fram á aukningu í farþegafjölda og um það hefur samkeppnin fyrst og fremst snúist.“ Nú hefur mönnum verið sagt upp hjá íslandsflugi í Vestmannaeyjum vegna þessa, munið þið bjóða einhverjum þeirra vinnu hjá ykkur? ,,Það getur vel farið svo að einhveijum verði boðin vinna, en það yrðu aldrei allir. Við munum hins vegar gera okkar besta og halda uppi góðu þjónustustigi við Eyjar á besta verði,“ sagði Jón Karl. frettir Frá Tónlistarskólanum: Dagurtónlistar- skólanna á laugardaginn Árviss dagur tónlistarskólanna í landinu var sl. laugardag. Þann dag stóðu flestir tónlistarskólar landsins fyrir tónleikahaldi og ýmiss konar kynningum á starfsemi sinni., Af sama tilefni verður Tónlistarskóli Vestmannaeyja með opið hús nk. laugardag, þann 4. mars, í sam- komusal skólans frá kl. 15.00. Þar munu nokkrir lengra komnir nem- endur skólans koma fram og Litla lúðrasveitin mun leika nokkur lög. Foreldrafélag sveitarinnar mun selja kaffi og gæðameðlæti til fjáröflunar í ferðasjóð. Það stefnir sem sé í þessa fi'nu kaffihúsa- stemmningu. Treystir foreldrafélag- ið og kennaralið skólans á góða mælingu allra velunnara skólans og sveitarinnar. Verð fyrir fullorðna er kr. 500 á mann og kr. 250 fyrir böm. Þess má geta, að Litla lúðrasveitin stefnir á sína aðra utanlandsferð í vor, og nú til Englands. Sveitin er með fjöl- mennasta móti um þessar mundir og það er reyndar skólinn líka, þar sem aðsókn hefur aldrei verið meiri frá upphafi. Fréttakorn frá KvenfélagínuLíkn Kvenfélagið Líkn var með aðaltúnd hinn 7. febrúar sl. þar sem fram fóru venjuleg aðalfundfundarstörf. Kosið var í stjóm og nefndir til næsta árs. Núverandi stjóm skipa Guðbjörg Ósk Jónsdóttir formaður, Sigríður Bragadóttir ritari, Svanbjörg Gísla- dóttir gjaldkeri, Helga Guðjóns- dóttir varaformaður, Elísabet Ein- arsdóttir varagjaldkeri, Drífa Krist- jánsdóttir vararitari og Sjöfn Sigurbjömsdóttir meðstjómandi. í Kvenfélaginu Líkn era nú 116 félagskonur og einn heiðursfélagi. Allar þessar konur vinna saman að hinum ýmsu störfum félagsins eftir bestu getu og hentugleikum hverrar fyrir sig. Viljum við hvetja konur til að ganga til liðs við okkur í Líkn. Það gefur mikið að vera í félagi eins og Kvenfélaginu Líkti, verkefnin eru margbreytileg og flestar konur gela fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig myndast góður vinskapur á milli félagskvenna. Á síðasta starfsári gaf Kven- félagið Líkn til ýmissa Ifknar- og félagsmála fyrirkr. 2.213.630,- Viljum við nota þetta tækifæri og þakka bæjarbúum frábæran stuðn- ing og velvild við félagið í gegnum árin því án ykkar væmm við til lítils. Ágætu bæjarbúar, okkar bestu þakkir fyrir samvinnuna. Óskum ykkur alls góðs og guðs blessunar í iramtíðinni. Kvenfélagið Líkn. Eyjaís hafði í síðustu viku selt 300.000 tonn af ís frá því fyrirtækið var stofnað árið 1986. Af því tilefni ákvað stjórnin að gefa 300.000 krónur til Sambýlis fatlaðra, Meðferðarheimilisins og íþróttafélagsins Ægis. Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Eyjaíss afhendir Sæfinnu Sigurgeirsdóttur forstöðumanni Sambýlisins, Heru Ósk Einarsdóttur formanni Ægis og Margréti Gunnarsdóttur frá Meðferðarheimilinu peningana. Sitjandi eru Viðar Elíasson, Hilmar Rósmundsson, Lilja Alexandersdóttir og Laufey Sigurðardóttir. FRETTIR I Utgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Omar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 - 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Hetjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.