Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 2. mars 2000 Skýrsla Vegagerðarinnar um hugsanlegan möguleika á vegtengingu mil Himinhár kostnaður, erfið- ar aðstæður og áhætta fara niður á allt að 300 metra dýpi og yrðu slík göng lengstu bílagöng í heimi. Gert er ráð fyrir tvíbreiðum göngum. í skýrslu Vegagerðarinnar, sem unnin er af Birni A. Harðarssyni jarðverkfræðingi og Hreini Haraldssyni framkvæmdastjóra þróunarsviðs Vegagerðarinnar um hugsanlegan mögulcika á vegtengingu milli lands og Eyja, segir að þar sé fyrst og fremst gerð grein fyrir úttekt á tæknilegum og náttúrufarslegum atriðum. Tekin voru saman öll fyrirliggjandi gögn um náttúrufar svæðisins sem talin eru skipta máli og gerð grein fyrir þeirri þekkingu á aðstæðum sem fyrir hendi eru í dag. Einnig var leitað upplýsinga erlendis er snerta tæknilegar lausnir. I skýrslunni er gerð grein fyrir þremur aðferðum sem taldar eru koma til álita í fyrstu athugun, það er jarðgöngum, botngöngum og flotgöngum. Gert er lauslegt kostnaðarmat fyrir hverja lausn fyrir sig, kostir og gallar, auk tillagna að framhaldi forathugunar. Einnig er fjallað lauslega um fjárhagslegt arðsemismat. Jarðgöng, tvær leiðir Með jarðgöngum í skýrslunni er átt við hefðbundin göng í bergi, en all- mikil reynsla er af byggingu slíkra ganga hér á landi Tvær jarðganga- leiðir voru skoðaðar. Önnur er í föstu bergi alla leið, þ.e. frá Eyjafjölium, og er um 26 km löng. Þar sem þykkt lausra jarðlaga er væntanlega mjög mikil og við Markarfljótsós yrðu göngin að fara niður á allt að 300 metra dýpi og yrðu slfk göng lengstu bflagöng í heimi. Gerl er ráð fyrir tvíbreiðum göngum. Öryggisútskot og allan búnað ganganna yrði að skoða sérstaklega þar sem engin reynsla er af slíkum bflagöngum neðansjávar sem þessum. I slíkum göngum yrði sérstaklega að skoða vandiega loftræstingu og almenn öryggismál, en mikil umræða hefur verið um þessi atriði erlendis á þessu ári vegna alvarlegra slysa á síðasta ári. Hin leiðin er mun styttri eða um 18 km. Hún hefst við Kross í Landeyjum, en þar eru laus og opin jarðlög 40 til 50 metra þykk ofan á föstu bergi. Jarðgöng til Eyja af þessari lengd yrðu lengstu neðansjávarbflagöng í heimi og næstlengstu bflagöng í heimi. Það er mjög flókið og kostnaðarsamt verkefni að byggja stokk niður í gegnum lausu lögin og tengja hann við fast berg með þeim hætti að vatnsþétt verði. Verður því naumast slegið endanlega föstu að það sé unnt nema að undangengnum frekari rann- sóknum. Hér er þó miðað við að svo sé, og kemur þá styttri leiðin út með minni kostnað en sú lengri. Báðar eiga þær að rúmast innan þeirra kostn- aðarmarka sem gefin eru. Lítil þekking á aðstæðum Skýrsluhöfundar segja að nær öil tæknileg óvissa sem ríkir um veg- tengingu með jarðgöngum í bergi snúi að lítilli þekkingu á jarðfræðilegum aðstæðum. Þessa þekkingu sé hins vegar hægt að auka verulega en með miklum tilkostnaði. Tæknilegri áhættu megi hins vegar skipta annars vegar í áhættu á framkvæmdastigi og hins vegar í áhættu á rekstrarstigi. A framkvæmdastigi er nær öll áhætta fólgin í aðstæðum á gangaleiðinni, gæðum bergsins, vatnsrennsli og jarðhita. A rekstrarstigi snýr áhættan aðallega að náttúruvám, eins og eldsumbrotum og jarðskjálftum. Það er ljóst að stór hluti ganganna yrði í móbergsmyndunum og það eykur þörf fyrir miklar bergstyrkingar að minnsta kosti á afmörkuðum svæðum og að breytileiki bergs er mikill. Fullyrða skýrsluhöfundar að aðstæður séu ekki hagstæðar og til dæmis mun erfiðari en í Hvalfjarðargöngunum, hins vegar sé í dag ekki til sú þekking um aðstæður á svæðinu sem útilokar gangagerð frá bergtæknilegu sjónar- miði. Almenn áhætta Skýrsluhöfundar benda og á að mesta almenna áhættan sé væntanlega fólgin í náttúruhamförum (eldsumbrotum) á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur eða á rekstrartíma mannvirkja. Fyrir utan þá atburði sem þekktir em á sögulegum tíma em allmargar eld- stöðvar á hafsbotni á svæðinu sem láta lítið yfir sér, enda liggi jarðganga- svæðið eftir virku gosbelti, sem er virkasta gosbelti landsins. Er bent á að eldvirknin sé hrinubundin og að ein slík hrina virðist nýlega hafin. Gert er ráð fyrir að jarðgöng yrðu unnin á hefðbundin hátt með bomn og sprengingum frá báðum endum. Gert er ráð fyrir að gröftur ganganna frá Heimaey að Krossi á Landeyjasandi tæki íjögur til fimm ár og eftirvinnan um tvö ár. Talið er lfldegt að kostnaðurinn yrði a.m.k. 800 milljónir á km. Við mjög góðar íslenskar aðstæður. Ef aðstæður em erfiðar til dæmis vegna mikils vatnsaga og umfangsmikilla bergþétt- inga er kostnaðurinn fljótur að hækka. Við kostaðaráætlun ganga í berg á þessu svæði áætla skýrsluhöfundar að skynsamlegt sé á þessu stigi að reikna með 1.0 til 1,2 milljörðum á hvem km. Miðað við þessar tölur myndu 18 km göng milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum og að reiknað sé með erfiðri aðkomu í landi, miklum og erfiðum greftri, auk bakfýllingu skála gæti heildarkostnaður numið 20 til 25 milljörðum. Heildarkostnaður milli Heimaeyjar og Eyjafjalla með 26 km. göngum er á sama hátt lauslega áætlaður 25 til 35 milljarðar. Botngöng Botngöng em skilgreind sem samheiti yfir rör og stokka sem liggja ofan á vatns- eða sjávarbotni. Nær öll botn- göng em gerð úr forsmíðuðum ein- ingum sem er fleytt á ákvörðunarstað og sökkt. Einingamar em síðan tengdar saman með vatnsþéttum teng- ingum. Tengingar milli eininga yrðu að grunni tii hefðbundnar en þó sérstaklega styrktar vegna mikils dýpis. Ennfremur yrði sökkvun og tengingarvinna mun kostnaðarsamari en venja er vegna hins mikla dýpis og fylla yrði yfir þak stokksins til hlífðar. Botngöng milli lands og Eyja yrðu langlengstu botngöng í heimi, eða 13,5 km þar af yrðu 3 km steyptir í skurði landmegin og á mun meira dýpi en hingað til hefur þekkst. Kostnaður við slfkt mannvirki yrði þar af leiðandi mjög mikill. Mesta sjávardýpi yrði 75 til 80 metrar en botngöng hafa ekki verið lögð á meira dýpi en 45 til 50 metmm svo kunnugt sé. Einnig segja skýrsluhöfundar að veðurlag og ölduhæð séu erfiðari en þekkst hafi við gerð botnganga. Tvisvar hafa botngöng verið skoðuð hér á landi sem hugsanleg lausn vegtenginga, það er við þverun Hvalfjarðar og þverun Kleppsvíkur vegna Sundabrautar. Mjög litlar upp- lýsingar eru til hér á landi um kostnað við gerð botnganga og byggir skýrslan á upplýsingum erlendis frá og kostn- aðaráætlunum sem gerðar hafa verið vegna hugmynda þvemn Kleppsvfkur. Er gert ráð fyrir að 13 metra breið steypt botngöng með tveimur akreinum kosti u.þ.b. 65 - 70 prósent af kostnaði við 24 metra breið göng með íjómm akreinum, eins og gert var ráð fyrir við þvemn Kleppsvíkur. Viðbótarkostnaður vegna dýpis er ekki þekktur en hann er talinn vega upp á móti verðmismuninum vegna minni breiddar ganganna. Aðstæður á svæðinu em og taldar mun erfiðari en þekkst hefur hingað til, auk þess sem kostnaður við tengingu landmegin yrði mjög mikill. Miðað við forsendur skýrsluhöfunda er framkvæmdatíminn áætlaður tíu til tólf ár. Kostnaður botnganga á metra lækkar almennt með aukinni lengd þar semfastakostnaðurerafarmikill. Þar vegur þyngst kostnaður við land- tengingar sem oft er afar mikill og ennfremur aðstöðusköpun til fram- leiðslu á einingunum en sá kostnaður

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.