Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. mars 2000 Fréttir 9 Páskar á Kanarí Brottfarar- og homudagar 5. 4. - 19. 4. 12. 4. - 22. 4. 12. 4. - 1. 5. 19. 4. - 1. 5. 4 4 URVAL-UTSÝN EYJABÚÐ Augnlæknir Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir verður á Heilbrigðisstofnuninni dagana 6. - 9. mars. Tímapantanir 3. mars kl. 9.00 -14.00 í síma 4811955 Heilbrigðisstofnunin íVestmannaeyjum Aðalfundur Vestmannaeyjadeildar RKÍ verður haldinn í húsi félagsins Arnardrangi v. Hilmisgötu laugardaginn 4. mars kl. 4 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin göfuauglýsingar Sími 481 3584 eða 898 6448 Sjá Lundinn rni Tryggva og félagar föstudags- og laugardagskvöld. Bjarni byrjar með uppistand kl. 22.00. Frítt inn til miðnœttis og aðeins 500 kr. eftir það. Sími 481 3412 eða 896 3426, allan sólarhringin Verðlækkun! - tauþurrkarar Þurrkari m. barka 5 kg..........19.900 kr. Þurrkari m. barkaskynjara 5 kg. . 29.900 kr. Þurrkari barkalaus 6 kg.........39.900 kr. Tölvunámskeið fyrir atvinnulausa í síðustu viku fór af stað tölvu- námskcið fyrir atvinnulausa í Vestmannaeyjum sem skráðir eru hjá Svæðisatvinnumiðlun Suður- lands (SVMS). Námskeiðið er í samvinnu við Tölvuskóla Vestmannaeyja og SVSM, og var haldið í Athafnaveri Vestmannaeyja. Elsa Reimarsdóttir ráðgjafi hjá SVMS sagði að á döfinni væri röð námskeiða fyrir atvinnulausa á Suðurlandi á skrá hjá SMVS. „Námskeiðið í Vestmannaeyjum var fyrsta námskeið af þessu tagi í Vestmannaeyjum, en það stóð yfir í fimm daga, var 15 klst, eða þrír tímar á dag. Tuttugu og tveir voru skráðir á námskeiðið í Eyjum, en það fer eftir fjölda á skrá hversu mörg námskeið er hægt að bjóða upp á hveiju sinni." Elsa sagði að námskeiðin væru hugsuð sem grunnnámskeið og fyrsta kynning. „Það er kennt á tölvuna sjálfa og ýmis atriði í tölvuumhverfinu. Þau forrit sem farið er í em Word- ritvinnsla, Intemetið og tölvupóstur, en mest áhersla er lögð á ritvinnsluna. Það hefur verið mjög góð aðsókn að námskeiðunum og fólk verið mjög ánægt með þau,“ sagði Elsa. DAVÍÐ Guðmundsson í Tölvun við kennslu á námskeiðinu. i •*< t K W Æ ■ ’ f A, HfiBl FRA verðlaunaafhendingu, frá vinstri: Sigurður Þór Sveinsson, formaður mótsnefndar sem afhenti verðlaunin fyrir hönd bróður síns, Birgis Sveinssonar í Tvistinum, Sigurgeir Jónsson sigurvegari mótsins, Jóhann Olafsson 2. sæti og Oskar Olafsson 3. sæti. Billjardíþróttin á góðu gengi að fagna víða um heim, aðallega sú tegund hennar sem nefnist snóker. Skemmst er að minnust frábærs árangurs íslenska landsliðsins sem sigraði glæsilega á nýafstöðnu Norðurlandamóti, bæði í liða- og einstaklingskeppni. I Vestmannaeyjum hefur minna borið á íþróttinni síðan Billiardstofan Nova hætti rekstri. Þó er snóker spilaður af kappi í tveimur félags- heimilum bæjarins, Kiwanis og Akóges en iðkunin að mestu bundin við félagsmenn þeirra klúbba. Þriðji klúbburinn, Oddfellow, mun ætla sér að koma upp billjardborði á þessu ári. Auk innanfélagsmóta hjá þessum tveimur klúbbum leiða þeir einnig saman hesta sína í sérstökum mótum. Á föstudag lauk stærsta mótinu, Tvist Open, en fyrirtækið Tvisturinn hefur í sjö ár geftð verðlaun til þess móts. 44 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni en Tvist Open er útsláttarmót þar sem þeir falla úr keppni sem tapa tvívegis leik. I síðustu viku fóru fram undanúrslit milli þeirra fjögurra sem þá voru eftir en það voru þeir Jóhann Ólafsson, Kristján Egilsson, Óskar Ólafsson og Sigurgeir Jónsson. Undanúrslit fóru þannig að Jóhann vann Óskar og Sigurgeir vann Kristján. Á föstudag fór svo úrslitakeppnin fram. í keppni um þriðja sæti bar Óskar sigurorð af Kristjáni með 3 vinningum gegn tveimur eftir harða viðureign. Þeir Jóhann og Sigurgeir börðust um fyrsta sæti og var sú barátta ekki útkljáð fyrr en í 5. leik á síðustu kúlu. Þar vann Sigurgeir naumasta sigur sem unnt er að vinna og fær því Tvistbikarinn til varðveislu í eitt ár. Fram til þessa hafa Kiwanismenn ævinlega verið í efsta sæti á þessu móti en hér með er brotið blað í sögu keppninnar þar sem sigurvegarinn er í Ákóges.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.