Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. mars 2000 Fréttir 15 lands og Eyja: er óháður heildarlengd ganganna og getur hæglega numið einum milljarði króna. Að vegnum forsendum telja skýrsluhöfundar skynsamlegt að reikna með að kostnaðurinn geti verið 8 til 10 milljarðar á hvem km og heildarkostnaður við 13, 5 km botn- göng milli lands og Eyja þvf áætlaður 110 til 140 miljarðar. Flotgöng Ný aðferð við vegtengingar yfir vötn og höf eru svo kölluð flotgöng. Er þar um að ræða hólk eða rör úr stáli og/eða steypu sem flýtur undir yfir- borðinu og er stagaður niður í hafs- botninn eða haldið föstum með stórum flotholtum. Flotgöng hafa ekki enn þá verið byggð í heiminum en fyrsta verkefnið af þessu tagi er tilbúið til útboðs í Noregi. Þar er um að ræða 14 km langa þverun Högs- íjarðar sem er lygn innljörður skammt frá Stavanger. Astæða þess að menn hafa fyllst áhuga á þessri tegund ganga og nýstárlegu lausn er ma. sú að hún gæti hentað betur þar sem dýpi er mikið eða meira en 50 metrar og vegalengd yfír I km og þar sem umhverfisþættir eru mikilvægir, enda þykir lausnin einkar umhverfisvæn. Aðferðin er lítið háð dýpi, hindrar ekki umferð skipa og báta, veglína er nánast lárétt og nær engar tak- markanir vegna lengdar. í raun meta skýrsluhöfundar þessa lausn á þann veg að hún opni möguleika á samgöngumöguleikum sem hingað til hafa verið álitnar óffamkvæmanlegar. Þessi lausn er oft nefnd „brú Arkimedesar“ þar sem hún nýtir uppdrifskraftana sem bera í raun mannvirkið uppi. Flotgöng milli lands og Eyja myndu að mati skýrsluhöfunda vera lögð í nær beina línu frá Heimaey og upp á Landeyjasand. Landtaka í Eyjum er hvað hagkvæmust þar sem mjög aðdjúpt er við ströndina, t.d. í Viðlagafjöru og í nýja hrauninu á norðaustanverðri Heimaey. Lega slíkra flotganga yrði svipuð og lega núverandi vatnsleiðslu. Lengdin yrði um 12.5 km og þar af yrðu a.m.k. 2 km steyptir uppi á landi. Einn ókostur við þessa staðsetningu er að hún er mjög nærri hinni virku gosrein sem liggur frá Surtsey norðaustur um Hellisey og Heimaey, norður í Alinn og stefnir upp á land. Gert er ráð fyrir að flotgöng séu byggð úr einingum á svipaðan hátt og botngöng. Einingamar eru smíðaðar á landi og síðan fleytt á sinn stað og sökkt og þær tengdar saman. Enn- fremur hefur verið skoðaður sá mögu- leiki að tengja einingamar saman á landtökustað og ýta lengjunni smám saman út eða byggja lengjuna smám saman án hefðbundinna eininga og ýta henni jafnóðum út. Oftast er gert ráð fýrir að göngin mari í kafi á um 30 til 40 metra dýpi þar sem öldu gætir lítið. Helsti ókostur flotganga er sá að þessi lausn er afar dýr og nefna skýrsluhöfundar sem dæmi að Högs- fjarðargöngin em talin kosta tíu sinnum meira en hefðbundin jarð- göng í góðu bergi. Heildarkosmaðar- áætlun Norðmanna fyrir flotgöngin í Högsfirði hljóðar upp á 5.4 til 7,2 milljarða á km. Skýrsluhöfundar segja að aðstæður á sundinu milli lands og Eyja séu mjög erfiðar með tilliti til veðurfars og ölduhæðar og tenging við sand- ströndina í landi afar kostnaðarsöm. Gert er ráð fyrir að framkvæmd við flotgöng tæki um 10 til 12 ár. í skýrslunni er talið eðlilegt á þessu stigi að reikna með því að flotgöng milli lands og Eyja gætu kostað 10 til 12 miljarða á km og að heildar- kostnaður við 12.5 km löng flotgöng því áætlaður 120 til 150 miljarðar. Meistaraflokkar ÍBV leika á Hásteinsvelli að öllu óbreyttu: Framkvæmdaáætlun skilyrði fyrir undanþágu -Hertar reglur um Evrópuleiki nær útiloka félagsvelli HLYNUR Stefánsson fyrirliði ÍBV skiptist á veifum við fyrirliða andstæðinganna fyrir Evrópuleik á Hásteinsvelli. Hertar kröfur gera það að verkum að Evrópuleikir á Hásteinsvelli heyra sögunni til við óbreyttar aðstæður. Jóhann Kristinsson, starfsmaður mannvirkjanefndar KSI, segir að Hásteinsvöllur hafi verið tekinn út sfðastliðið sumar af nefndinni og við þá úttekt hafi komið í ljós þrjú atriði sem völlurinn þyrfti að uppfylla til þess að vera samkvæmt reglugerð sem samþykkt var fyrir sex árum. „Eftir þessa úttekt í haust fékk knattspyrnudeild IBV, eins og öll lið í Landssímadeildinni keppnisleyfi miðað við vallaraðstæður þegar völl- urinn var tekinn út. Hásteinsvelli var þar skipað í flokk D, sem eru þær kröfúr sem gerðar em til liða í 2. deild. Þær athugasemdir sem gerðar vom og völlurinn þarf að uppfylla til að vera hæfur í Landssímadeildinni em girð- ing umhverfis völlinn, gæsla á leið starfsmanna og leikmanna að vellin- um og betri aðstaða fyrir áhorfendur og þá er ég að tala um aðstöðu fyrir 500 áhorfendur, bekki, eða steypta palla á varanlegu undirlagi. Ef þessi atriði komast í lag færi völlurinn í flokk B og völlurinn myndi fullnægja þeim kröfum sem gerðar em sam- kvæmt reglugerðinni." Jóhann segir að stjóm KSI geti veitt undanþágur frá reglugerðinni, enda liggi þá fyrir staðfest framkvæmda- áætlun. „Svo mér sé kunnugt hefur ekki verið sótt um slíka undanþágu vegna keppnistímabilsins næsta sumar og við ekki séð neina framkvæmda- áætlun. Hins vegar höfum við fengið bréf frá stjóm knattspymudeildar ÍBV, þar sem óskað er eftir áliti mann- virkjanefndar. Þar er óskað eftir svari við tveimur spumingum. Annars vegar hvað myndi gerast að_ öllu óbreyttu og hins vegar hvort KSI hafi kynnt Vestmanneyjabæ stöðu mála.“ Jóhann segir að IBV sé ábyrgt fyrir þátttöku sinni í mótinu, en ekki Vestmannaeyjabær. „Það er ekki KSI að ræða þessi mál við Vestmanna- eyjabæ, heldur hýtur það að vera mál ÍBV. Einnig segir það sig sjálft að engar undanþágur verða veittar ef ekki koma neinar óskir þar um frá IB V.“ Varðandi vallarkröfur í Evrópu- meistaramótum og Evrópubikar- mótum, segir Jóhann að gerð sé krafa um sæti í þeim leikjum fyrir áhorf- endur. „Samkvæmt nýjum og hertum reglum UEFA sem kynntar vom fjölmiðlum síðastliðinn þriðjudag verða allir áhorfendur að hafa sæti á Evrópumótum. Hásteinsvöllurinn uppfyllir ekki þau skilyrði og ljóst að slíkir leikir munu ekki fara fram á vellinum.“ I tilkynningunni segir að allir vellir þar sem Evrópuleikir fari fram verði að hafa sæti fyrir áhorfendur og aðstaða fyrir standandi áhorfendur lokuð. I Evrópumeistaramótum verði einnig að vera til staðar eftirlitsmynda- vélar, bæði utan og innan vallar. Bekkir hveiju nafni sem nefnast munu ekki verða viðurkenndir og litið á þá sem stæði. I skilgreiningu á nytja- hlutnum sæti samkvæmt þessum nýju reglum segir: „Sæti verða að vera föst og aðskilin næstu sætum, vera með baki og laga sig að sitjanda, auðkennt með númeri og vera úr óbrjótanlegu og óeldfimu efni.“ Laugardalsvöllurinn tekur 7000 manns í sæti, KR völlurinn og Akra- nessvöllurinn með u.þ.b. 500 manns. Þess má geta að ÍBV og Skaginn munu taka þátt í Evrópubikarmótinu á þessu ári, og KR mun taka þátt í undankeppni Evrópumeistarakeppn- innar. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri sagði að málið væri í biðstöðu og ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið. Hann sagðist hafa rætt við knatt- spymuráð IBV og framkvæmdastjóra knattspymudeildar fyrir hálfum mánuði og tjáð þeim að málið myndi skýrast innan mánaðar. „Það kom fram í framsögu minni vegna 3 ára fjárhagsáætlunar að ekki hefði verið tekin ákvörðun um stúkubyggingu." Inngangur bæjarstjóra vegna þriggja ára áætlunar: Lán greidd niður um 72m Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs var lögð fram á síðasta bæjarstjórnar- fundi og nær hún til áranna 2001-2003. Er hún unnin af meiri- hluta bæjarstjórnar að því er kom fram hjá bæjarstjóra og allar upp- hæðir eru á verðlagi dagsins í dag. „Miðað er við sömu tekjuforsendur í þessari 3ja ára áætlun og síðastliðin ár en þess ber að gæta að mismunur á útsvarstekjum byggir á því að upp- gjöri er lokið vegna staðgreiðsluupp- gjörskekkju sem upp kom á sínum í tíma,“ sagði Guðjón Hjörleifsson þegar hann fylgdi áætluninni úr hlaði. „Helstu breytingar á rekstraráætlun er að á árinu 2001 er gert ráð fyrir rekstrargjöldum vegna nýs íþrótta- salar og á móti fellur rekstur Týs- heimilisins út. Rekstrartíminn miðast við síðasta ársþriðjunginn árið 2001. Sömu forsendur vegna íþróttasalar og Týsheimilis em síðan á árinu 2002 og þá er miðað við heilt rekstrarár. Viðhald er fært sérstaklega á hverja stofnun árið 2000 skv. tillögu tæknideildar en sú upphæð getur breyst og færst á milli stofnana á hverju ári, en tæknideild kemur með tillögur um það hveiju sinni.“ Guðjón sagði að þriggja ára gatna- gerðaráætlun hafi ekki verið sundur- liðuð. „Enda verða oft miklar breyt- ingar á milli ára, m.a. vegna þess að samvinna við Póst og Síma og Bæjarveitur hefur orðið til þess að við tökum þátt í endumýjun gangstéttar- hellna eða farið er í yfirlög á götum samhliða þeirra framkvæmdum. Þessi samvinna er mjög hagkvæmur kostur íyrir báða aðila.“ I eignfærðri fjárfestingu árið 2001 em framkvæmdir við íþróttamið- stöðina og Týsheimili, ásamt sölu á eignum bæjarins. I eignfærðri fjár- festingu árið 2003 er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu Barna- skólans. Á árinu 2001-2003 er stærsti liðurinn í gjaldfærðri gatnagerðar- áætlun holræsaframkvæmdir upp á 25 milljónir (nettó) svo og gatnagerðar- áætlun. í þriggja ára áætluninni er gert ráð fýrir niðurgreiðslu lána upp á tæpar 73 milljónir. „f eignfærðri fjárfestingu hafa oft orðið breytingar á milli ára, bæði hafa áherslur breyst eða breytingar hafa orðið á lögum eða reglugerðum sem hafa orðið til þess að forsendur 3ja ára áætlunar hafa breyst. Einnig ber að geta þess að hlutur bæjarsjóðs í Menningarhúsi, ef af yrði, gæti komið inn innan þessarar áætlunar og ekki hefur verið tekin ákvörðun með stúkumál við Há- steinsvöll,“-sagði Guðjón að lokum. Spurt er???? Setti að þér ugg eða ótta þegarþú fréttir að byrjað væri að gjósa? Hjálmfríður Sveinsdóttir skóla- stjóri Barnaskólans: „Nei það kom enginn uggur í mig vegna þessa goss. Hins vegar gátu stundum veðurhljóð leitl hugann að gosi hér áður fyrr, en nú líður lengra á milli |iess að ég kippi mér upp við slíkt." Áki Heinz Haraldsson, starfs- niaður á bæjarskrifstofuni: „Nei, nei, ekki nokkur uggur, þetta var frekar spenn- ingur samfara for- vilni og ég beið |ress vegna spenntur að heyra frekar af gosinu í fréttum Ríkisútvarpsins klukkan 18.00. Eg er nú með stúkuaðstöðu heima hjá mér við norðurgluggann og mjög góða yfirsýn í ált til Heklu. Ég leit því út tim gluggann og sá slrókinn og eldglóðina seinna um kviildið." Guðmundur H. Guðjónsson skólastjóri Tónlistarskóla Vest- mannaeyja: „Nei, nei og varð ekki einu sinni hissa og hrökk ekki vitund við. Hekla er á reginöræfum og fólk ekki í neinni hættu. Annars er þetta fjórða Heklu- gosið sem ég upplifi og skoðaði gosið í Skjólkvíum 1970. Þóégsé fæddur fyrir gosið 1947 sem var nú mesta Heklugos á öldinni man ég ekki eftirþví." Kristín Haraldsdóttir starlsmað- ur Sparisjóðs Vestmannaevja: „Nei ég hugsaði ekki um það. Ég byggi ekki hérefég væri alltaf að hugsa um hvert einasta eldgos sem ætti sér stað, þá væri maður í sílelldu hræðslu- stressi. Ég pældi li'tið í þessu gosi." Ásmundur Friðriksson fram- kvæmdastjóri: „Nei alls ekki. Ég hlakkaði frekar til að sjá gosið, ef eilthvað var. Ég hef lieldur ekki frétt af neinum sem fylltist ótta vegna þessa goss í Heklu og veit ekki annað en lílið hafi gengið sinn vanagang hér í Eyjum."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.