Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. mars 1999 Fréttir 13 Stefán Jónasson skrifar um útboð á Herjólfi: Að verja hagsmuni Eyjanna eða ekki? Á fundi í Ásgarði laugardaginn 27. nóvember síðast- liðinn gerði Ámi Johnsen alþingis- maður grein fyrir væntanlegum ffamkvæmdum hér í Eyjum á næstu ámm. Það er alltaf gaman að sjá hvað er framundan í atvinnu-, ferða- og menningarmálum Eyjanna. I Fréttum 2. desember er sagt frá fundinum og greint frá því sem ÁJ hafði sagt. Ég saknaði aðeins eins atriðis, sem skiptir okkur Eyjamenn miklu máli að fá svör við, það em málefni Herjólfs og útboð á rekstri hans. ÁJ er formaður samgöngunefndar og hefði verið nauðsynlegt fyrir okkur Eyjamenn að fá skoðun ÁJ á þessu máli og hvað hafði breyst frá aðal- fundi Heijólfs. Það hefur oftar en einu sinni verið sagt við mig að ÁJ bjargi öllu í Vest- mannaeyjum. Ef að það gengur ekki fyrirhafnarlaust er bara að að kýla á það eða setja hrygg í málið. Og það er einmitt það sem þarf að gera núna. ÁJ, þú hefur oft sýnt myndir af þeim verkum sem þú hefur komið áfram og nú langar mig til að sjá hvað gerist næst vegna útboðsins. ÁJ sagði fyrir kosningar að staða hans yrði sterkari á þingi fengi hann góða kosningu. Þá gæti hann beitt sér í málefnum okkar Eyjamanna. Þennan stuðning fékk hann og um leið þau völd sem hann fór fram á til að gæta hagsmuna Vestmannaeyja. Meðal þessara hagsmunamála eru að Herjólfur verði rekinn á svipuðum grundvelli og hingað til. Þama hefur ÁJ ekki staðið sig því búið er að ákveða að reksturinn verði boðinn út. Reyndar hefur hann sagt að þetta sé aðeins til að sýnast og að embættismenn séu að skoða hlutina. Þetta hefur ekki heyrst annars staðar og ÁJ hefur líka sagt að aðeins hluti rekstrarins yrði boðinn út, t.d. veit- ingasalan. ÁJ, þú fékkst víðtækan stuðning í Eyjum og þú skuldar okkur svör því að á aðalfundi Heijólfs hf. sagðist þú efast um að rekstur Herjólfs yrði boðinn út. Er nú svo komið að mig langar til að fá að vita hvað ÁJ, for- maður samgönunefndar, hefur gert varðandi útboðsmál Heijólfs. Hann er svo sem ekki einn því við eigum fimm menn á Alþingi Islendinga, þar af er einn ráðherra, Guðni Ágústsson og Lúðvík Bergvinsson situr í samgöngu- nefnd með ÁJ. Fyrir skömmi svaraði Sturla Böðv- arsson, samgönguráðherra, íyrirspum Isólfs Gylfa Pálmasonar um málefni Heijólfs. Það verður að segjast eins og er að það kom mér á óvart hvað Isólfur Gylfi var einmana í salnum því hann var sá eini sem ræddi málið, aðrir sunnlenskir þingmenn vom fjarri góðu gamni. Er þetta e.t.v. staðfesting á því að hinir fimm þingmennimir séu búnir að gefast upp á að gæta hags- muna okkar Eyjamanna? ÁJ, verður það í þinni tíð sem for- manns samgöngunefndar að rekstur Heijólfs verður boðinn út? Ef fer sem horfir þurfa menn nú að fara að taka til hendinni, smúla dekkið og skella á eins og einum lúkarsfundi um málið með þingmönnum okkar, bæjarstjóm, stjóm Heijólfs hf., samgönguráðherra og fulltrúum Vegagerðarinnar. Staða okkar hlýtur að vera sterk með for- mann samgöngunefndar, annan full- trúa í nefndinni og eitt stykki ráðherra. Er ekki kominn til að þingmenn geri kjósendum sínum grein fyrir því hvað þeir hafa gert í málefnum Heijólfs þar sem verið er að elta reglur EES um útboð á feijum. Þetta mál snýst um að fargjöld hækki ekki við útboð. Hækki þau ekki og batni þjónustan verður þetta í góðu lagi en hækki fargjöld og ferðum fækkar emm við í slæmum málum. Það hefur verið boðað að ferðum fækki ekki og jafnvel skuli bæta þjónustuna með útboði. Þetta er sagt um leið og fulltrúar Vegagerðarinnar vilja sjá lægri rekstrarkostnað. Hvern- ig vilja þeir spara? Hvar sér Vega- gerðin óþarfa eyðslu í rekstri Herjólfs í dag? í dag er ekkert svigrúm til að gera betur í rekstrinum nema að t.d. lögum verði breytt um fjölda í áhöfn sem verður að teljast mjög ósennilegt. Laun, olía og tryggingar kosta ákveðna upphæð sem ekki verður breytt nema að dregið verði úr rekstri. Ég fæ því ekki skilið hvemig Vega- gerðin ætlar sér að græða á útboði nema með því að hækka fargjöld. Ég held að við Eyjamenn verðum að hugsa alvarlega okkar gang í þessu máli. Ég vil taka fram að þetta er ekki skrifað í einhverju svartsýniskasti en sumir hér í bæ flokka alla gagnrýni sem svartsýni. Þetta er heldur ekki persónuleg árás á einn eða neinn. Hér er verið að fjalla um blákaldar staðreyndir sem Vestmannaeyingar geta séð sjálfir ef þeir líta upp og horfa í kringum sig. Og ég vona að þessi skrif skaði ekki Vestmannaeyjar út á við. Höfundur á sœti í stjóm Herjólfs hf. Ármann Höskuldsson skrifar: Ruslafötur Rusl og úrgangur er eitt helsta vandamál mann- kyns í dag. Lengi vel var brugðist við þessu vanda- máli með því að setja allt rasl í sjóinn eða í ár sem renna í gegnum bæi. Mönnum þótti þetta framan af hin besta Iausn einkum vegna þess að þannig losuðu nátt- úmöflin okkur við þá ófögra sýn sem stórir raslahaugar vilja verða. Þannig var lengi vel sturtað öllu rasli vestur af hamri og beint ofan í íjöra. En allt rasl sem þannig er losað eyðist náttúralega ekki af sjálfum sér, heldur var borið með sjávarstraumum til nálægra stranda okkar sem megineyjunnar Islands. Þessi lausn var ekki góð heldur vegna þess að sjórinn og hafs- botninn í kring safnaði í sig ýmsum eiturefnum sem ekki teljast góð heilsu manna þegar til langtíma er litið. Seinni tíma leiðir era þær að grafa rasl fjarri úthöfunum eða brenna í þar- tilgerðum ofnum. Þessar leiðir reyndust þó ekki fullkomnar einar sér þar sem annars vegar krefst gröftur mikils landflæmis og brennslan öflugs síubúnaðar til að losa okkur við eiturefni sem streyma frá brennslu- ofnunum. Hin allra síðustu ár hafa byggðasamfélög snúið sér í æ meira mæli að því að flokka úrgang og nýta þannig stóran hluta hans en grafa afganginn. Kosturinn er sá að umhverfi okkar, og þar með við sjálf, losnum þannig við flest eiturefni eða takmörkum hættu af þeim stórlega. Einnig þá nýtum við aftur það sem nýtanlegt er og hlífum þannig alheimsumhverfinu. En endurvinnsla er dýr smáum sam- félögum þegar til langtíma er Iitið. Það er því nauðsynlegt að sem mest af henni eigi sér stað hjá neytandanum, þ.e. í okkar eigin heimahúsi. Þannig tökum við þátt í því að aðgreina raslið á framstigi og flýtum fyrir flokkun þess á sorpstöð. Hér í Eyjum er okkur boðið upp á að flokka rasl í heimahúsi með því að halda almennu heimilissorpi sér, aðskilið frá gleri og málmi. Á meðan við stöndum okkar pligt í þessu lækk- um við almennt kostnað við sorphirðu (sem þýðir í raun að við höldum niðri álögum í bænum). Flokkun í sorpstöð og hjá fyrir- tækjum hjálpar einnig við þessa endurvinnslu og aðgreiningu sorps. Ennfremur þá minnkar heildarmagn þess sorps sem verður að grafa. Eitt stærsta vandamál okkar Eyjamanna er urðun sorps. I Eyjum er þegar nýtt um 85% alls landrýmis, þ.e. um 12 ferkílómetrar. Eftir standa því um 2 ferkílómetrar sem hámarksland til urðunar. Ef við höldum áfram eins og nú þá munum við líklega íylla þessa 2 ferkílómetra á næstu 100 áram. Þá munu í Eyjum búa SORP og menn. En ef við viljum spoma við þeim óhug þá skulum við standa saman í flokkun heima og heiman og leita sem fyrst leiða til þess að koma því rusli sem við þurfum að urða á stærri eyjuna. Nýr verslunarstjóri á Tanganum: Gott vöruúrval og góð þjónusta -verður meðal þess sem við leggjum áherslu á Nýr verslunarstjóri, Ásgeir Guð- mundsson, hefur tekið við stjórn- inni í versluninni KÁ-Tanganum af Svanhildi Guðiaugsdóttur. Ás- geir tók við sem verslunarstjóri fyrir rúmum mánuði. Ásgeir er lærður þjónn en síðustu tæplega fimm ár hefur hann verið til sjós. „Fyrst var ég á Þórunni Sveins- dóttur VE, svo á Gígju og nú síðast á Gjafari. Ég var mest háseti en leysti af sem kokkur þegar þess þurfti. í sjálfu sér kunni ég ágætlega við mig á sjónum en fjarlægðin við fjölskylduna er það versta við sjómennskuna. Þegar túrinn er orðinn einn mánuður er mann farið að langa að sjá fjöl- skylduna. Að öðra leyti var þetta ágætt og á sjónum kynntist maður mörgum skemmtilegum mönnum, sagði Ásgeir í viðtali við Fréttir." Ásgeir sagðist hafa verið farinn að líta í kringum sig eftir atvinnu í landi í töluverðan tíma. „Ég var að leita að starfi sem færi vel saman við menntun mína sem þjónn. Þegar verslunar- stjórastaðan á Tanganum var auglýst ákvað ég að slá til. Ég hef ekki unnið í matvöruverslun áður en það er margt líkt með þessu starfi og þvf sem kynntist sem þjónn. Ég lærði á Hótel Holti og þar kynntist ég einu og öðru sem lítur að rekstri og á Hótel Sögu sá ég um rekstur á börum. Allt kemur þetta að notum í nýju starfi.“ Ásgeir sagði að verslunarstjóra- starfið legðist vel í sig. „Ég er búinn að vera héma í rúmlega mánuð og ég get ekki kvartað yfir viðtökunum. Þær hafa verið jákvæðar og ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni." Má búast við einhverjum nýjungum hjá nýjum verslunarstjóra? „Ég er ennþá að læra og fer hægt í sakimar til að byrja með. Það verða nýjungar þegar fram í sækir og við munum keyra mikið á helgartilboðum. Mark- miðið er að hafa sem mest vöruúrval, góða þjónustu í fyrirrúmi og verð við allra hæfi.“ Ásgeir er 29 ára gamall en verður þrítugur í þessum mánuði. Hann er kvæntur Sædísi Gígju og eiga.þan þiþi börn og fjölskyldan hefur búið í Vestmannaeyjum í átta ár. „Þegar við fluttum til Eyja á sínum tíma ætluðum við prófa að búa hér í eitt ár. Þau era nú orðin átta þannig að það er ekki hægt að segja að okkur líki illa,“ sagði Ásgeir Guðmundsson nýr verslunar- stjóri áTanganum. Fjölmenni mætti á ferða- og vörukynningu sem útskriftarhópur Framhaldsskólans stóð fyrir í sal skólans á iaugardaginn. Samvinnuferðir- Landsýn vora með ferðakynningu og Sigríður Sigmarsdóttir, umboðsmaður SL útdeildi ferðabæklingum þeirra auk bæklings frá Ferðaskrifstofu stúdenta. Nu Skin var með snyrtivörukynningu og verslanimar Do Re Mí, Eðalsport og Smart vora með tískusýningar. Sjálfur var útskriftarhópurinn með Emmess- ísleik í gangi, seldi öl og sælgæti og happdrættismiða og rennur ágóðinn í útskriftarferð í vor. Margt var um góða vinninga. Stærstu vinningana fengu Inga Hjálmarsdóttir sem fékk gjafabréf frá Smart, Sigríður Gísladóttir fékk gjafabréf frá Eðalsport, Kristín Magnúsdóttir fékk gjafabréf frá Do Re Mí og aðalvinninginn, Flugferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum-Landsýn fékk Lilja Rut Sæbjömsdóttir. Kynningin þótti takast vel í alla staði og er áætlað að um 140 manns hafi mætt í Framhaldsskólann á laugardaginn. Á myndinni era Sigmar Georgsson og Sigríður í bás Samvinnuferða-Landsýnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.