Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtuudagur 2. mars 2000 Fréttirtaka hús á sýslumannshjónunum, Karli Gauta Hjaltasyni og Sigurlaug Að hér sé allt mest Karl Gauti Hjaltason er sýslumaður og þá jafnframt lögreglustjóri Vestmannaeyja. Hann hefur gegnt því starfi í tæplega tvö ár. Áður en hann hóf störf í Eyjum hafði hann unnið hjá sýslumannsembættinu í Keflavík og á Selfossi. Engu að síður var hann þá búsettur í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni og sótti því vinnu til Keflavíkur og á Selfoss. Karl Gauti er kvæntur Sigurlaugu Stefáns- dóttur og eiga þau tvo syni, Alexander 6 ára og Kristófer 3 ára. Kristófer er tvíburi en hinn tvíburann misstu þau aðeins þriggja mánaða, en hann fæddist með ólæknandi hjartagalla. Orustur heima og heiman Það er kafaldsbylur þegar blaðamaður bankar upp á hjá Karli Gauta og Sigurlaugu á Höfðaveginum kvöld eitt snemma í febrúar, eftir að hafa klofað snjóinn í hné í leit að dyrunum. „Það festir aldrei snjó í Eyjum,“ segi ég, þegar ég hef heilsað og mér boðið að ganga í bæinn. „Eg hef lengst af búið í Austur- bænum í Kópavoginum, fram að því að við flytjum til Vestmannaeyja,“ segir Karl Gauti. „Konan bjó hins vegar í Vesturbænum, þannig að við eigum bæði sameiginlegan uppruna í Kópavoginum þó að við séum úr sitt hvorum bæjarhlutanum. Foreldrar mínir eru austan af Fjörðum og úr Húnavatnssýslu. Eg á fjóra bræður og eina systur og voru stundum háðar orustur okkar á milli, eins og gengur. Við tveir yngstu sameinuðumst þá gegn öðrum eldri bróður okkar og rétt fyrir fermingu vorum við famir að hafa hann undir. Það voru Iíka aðrar skæmr, því á þessum tíma voru oft háðar skærur milli bæjarhluta. Það var rígur milli Austurbæjar og Vestur- bæjar í Kópavogi og við vorum ekkert mikið að hætta okkur vestur yfír gjá, nema þegar nauðsyn bar til, eins og þegar við þurftum að sækja þangað í skólasund. En krakkamir í mínu hverfi, sem var mjög austarlega, fóm og herjuðu á nágrannana á Lyng- brekkunni og í Fossvoginum, þetta vom heljar omstur, stundum kannski 50 í hvom liði og allt upp í nálega hundrað þegar við sigruðum Foss- voginn, en það komu nú allir ósárir frá þessu eftir því sem ég best man. A þessum ámm var Breiðholtið að vaxa og hafði það orð á sér að vera mikill SIGURLAUG, Alexander, Kristófer og Karl Gauti. villingastaður og sló okkur Kópa- vogsbúa gjörsamlega út að því leyti.“ „Já, ég bjó í Vesturbænum í Kópa- vogi, en foreldrar mínir em frá Akureyri og úr Þingeyjarsýslu. Eg varð kannski meira var við Austur- bæingana, þar sem þeir þurftu að koma í Vesturbæinn til að fá afnot af sundlauginni og leikfimihúsinu," segir Sigurlaug. Annars segja þau bæði að mjög fijálslegt hafi verið að alast upp í Kópavoginum og að bærinn hafi frekar minnt á þorp úti á landi. „Það má kannski segja að umhverfið hafi verið opið og þvingunarlaust, svona kannski líkara sveit en bæ,“ segir Karl Gauti. „Það var dálítið öðru vísi þar sem ég ólst upp, byggðin var þéttari" segir Sigurlaug. „En það var stutt niður í Qöruna á Kársnesinu heiman frá mér og við krakkamir lékum okkur þar oft og fómm í fjömleiðangra." Virðing fyrir öllum Karl Gauti segist aldrei hafa hugsað um stétt eða stöðu fólks á þessum ámm, en hann hafi kannski skynjað ákveðnar breytingar varðandi Jretta í þjóðfélaginu hin seinni ár. „Eg ólst ekki upp við ákveðnar hugmyndir um stéttarstöðu fólks. Foreldrar mínir brýndu frekar fyrir manni að allir hefðu í raun sömu tækifæri og ættu að hafa, og það held ég að sé mjög sterkt í íslendingum. Fólk var að koma yfir sig húsnæði og hafa í sig og á, lífið snerist um þetta held ég. Það var oft sagt við mann að það hefði ekki drepið neinn að vinna og maður komst ekki upp með neitt væl. Þetta er ríkt í mér að því ég held og ég ber mikla virðingu fyrir vinnandi fólki." En hvar lágu leiðir ykkar fyrst saman? „Við byrjuðum saman fyrir 20 ámm og kynntumst fyrst í gegnum sameiginlegan vinahóp þegar við vomm unglingar. Við fómm hins vegar ekki að búa fyrr en ég var um tvítugt og þá leigðum við í tvö eða þrjú ár í Reykjavík, þegar Gauti fór í lögfræðina, en fluttum fljótlega aftur í Kópavoginn. Það er off þannig að fólk vill vera á sínum heimaslóðum." Ákvörðun tekin á síðustu stundu Karl Gauti var í Verslunarskólanum og segir að hann hafi alls ekki verið ákveðinn með hvaða framhaldsnám hann ætti að fara í. „Eg á góðar minningar úr Versló og við hittumst reglulega til að rifja upp skóladagana. Þegar ég innritaði mig í HÍ stóð valið á milli viðskiptafræði eða lögfræði. Eg ntan vel þegar ég gekk inn í aðal- bygginguna til þess að skrá mig, ég ákvað ekki að fara í lögfræði fyrr en á þeirri stundu sem ég fýllti út eyðu- blaðið, ég hugsaði með mér hvort lægi nú betur fyrir mér og þá kom stærð- fræðin upp í hugann. Eg hafði verið ágætur í bókfærslu og hagfræði en var lakari í stærðfræðinni og valdi þess vegna lögfræðina, því ég taldi mig vel geta lesið.“ Sigurlaug byrjaði að vinna í Al- þýðubankanum og síðar í Islands- banka, þar sem hún starfaði í 15 ár. „Eg ætlaði nú aldrei að vera svona lengi í bankanum, þetta bara þróaðist svona að ég fór ekki í frekara nám. Það eru því viðbrigði fyrir mig, eftir að við komum til Eyja að vera ekki að vinna úti, en ég hef líka notið þess að vera heima með strákunum." Hvað finnst þeim hvoru um annað? Hvemig myndir þú lýsa Sigurlaugu sem karakter, Karl Gauti? „Silla er mjög samviskusöm og reglu- föst, það em kannski hennar helstu einkenni, hún er líka félagslynd, góð- viljuð og réttsýn. Þetta eru kostir sem ég met mjög rnikils." En Sigurlaug hvemig myndir þú lýsa karakter Karls Gauta? „Hann er kraftmikill og duglegur, svo er hann mikill Ijölskyldumaður og líflegur. Hann er líka góður húmoristi. Hann er sjálfstæður í skoðunum og getur tekið ákvarðanir án þess að hlut- imir séu að þvælast fyrir honum. Hins vegar á hann auðvelt með að leita ráða hjá öðmm ef hann telur sig þurfa þess, þó hann sé mikill einstaklings- hyggjumaður.“ Karl Gauti tekur undir þessi orð Sigurlaugar með að leita ráða og eigi það líka við í vinnunni. „I flestum tilfellum finnst mér ekki erfitt að taka ákvarðanir í málum svona dags dag- lega, en sumt vinnur maður í samstarfi við vinnufélagana, en embættið hefur á að skipa miklu einvalaliði, bæði á skrifstofu og í lögreglunni, og reynist þetta því alla jafna auðvelt. Hins vegar koma alltaf upp erfiðari mál og þá reynir maður að taka skynsamlega ákvörðun og ekki sakar ef unnt er að fylgja hjartanu örlítið, ef ekki er til að dreifa afdráttarlausum lagareglum. Ég fylgi þá minni sannfæringu, en annars á ég mjög létt með að taka upp símann og ráðfæra mig við menn sem ég treysti vel. Ég á marga góða vini í stéttinni sem ég get leitað til, t.d. hef ég getað leitað í smiðju bæði hjá Kristjáni Torfasyni og Georg Lárus- syni, fyrirrennurum mínum. Sem betur fer eru til dæmis refsilög yfirleitt afdráttarlaus, og ef menn bijóta af sér finnst mér engin ástæða til þess að hleypa þeim manni frá sínu broti og geri það ekki. En í öðrum tilfellum er ég fyrsti maður til þess að sveigja eitthvað til, ef lögin leyfa eitthvert mat eða málamiðlun, sem er reyndar sjaldan. Hins vegar þarf þá líka alltaf að huga að jafnræðinu, það er alls ekki sanngjamt að hegna einum fyrir það sem öðrum leyfist. Að því leyti er ég ekki stífur í mínu starfi.“ Ætlaði sér í lögmennsku Eftir að þú hafðir lokið lögfræðinni, lá metnaður þinn í að fara beint í opin- bera embættismannageirann? „Nei, alls ekki. Ég held að ég hafi haft uppi áætlanir um að fara út í lög- mennsku, en ekki að gerast embættismaður. Fyrir útskriftina fékk ég svo strax vinnu sem fulltrúi í af- leysingum hjá Jóni Eysteinssyni sýslumanni í Keflavík og var þar í eitt ár og síðan var ég starfsmaður hjá ríkisskattanefnd í nokkra mánuði. Launin þar voru nú þannig að ég fór strax að líta í kring um mig að annarri vinnu, þá hafði Andrés Valdimarsson, sýslumaður á Selfossi, samband við mig og ég sló til og var þar í sjö og hálft ár. Ég ætlaði nú ekki að stoppa svona lengi á Selfossi og hugmyndin var alltaf sú að fara út í sjálfstætt og ég var stundum kominn á fremsta hlunn með það." Karl Gauti segir að hann hafi verið

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.