Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Side 1
yj m i< 3o m z g? ú g« >u m> 27. árgangur • Vestmannaeyjum 2. mars 2000 • 9. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax:481 1293 jjjJíWitfJuhaoii) UYíHiyluj) &í. V\A/ Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Kl. 12.00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl. 18.00 Aukaferð föstud. Kl. 15.30 Kl. 19.00* ' Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 m 34eriól$ur hf. Sími 481 2800 Fax 481 2991 Ungfrú Suðurland valin á laugardag Fegurðardrottning Suðurlands verður valin á laugardaginn kemur. Keppnin fer fram á Hótel Selfossi og hefur verið vandað mjög til hennar. Alls taka 13 stúlkur þátt í keppn- inni, þar af þrjár frá Vestmanna- eyjum. Þær ent Aðalbjörg Jóhanna Þorláksdóttir, Sjöfn Olafsdóttir og Þórey Jóhannsdóttir. Sú fjórða, Sigurrós Steingrímsdóttir, hefur ákveðið að taka ekki þátt í keppn- inni. Æfmgar og undirbúningur fyrir keppnina hefur farið fram á Selfossi en stúlkumar frá Eyjum hafa notið liðsinnis Dagmarar Skúladóttur hér í Vestmannaeyjum. Dagmar segir að hún hafi svona haldið utan um það sem að hópnum snýr, verið stelpunum til halds og trausts, sett upp prógramm fyrir þær, aðstoðað við val á fatnaði og bent þeim á ýmislegt. Dagmar segist ekki hafa stjómað þeim á neinn hátt heldur verið þeim til aðstoðar. „Jú, ég verð á Selfossi á laugar- daginn og hlakka til,“ segir Dag- mar. „Þetta er mjög góður hópur að þessu sinni og ég held að okkar stelpur eigi góða möguleika. Þær eru búnar að undirbúa sig vel fyrir þetta og eru góðir fulltrúar okkar.“ Flugi aflýst vegna öskufalls Ekkert var flogið til Eyja frá því um hádegi á sunnudag sl. til þriðjudagsmorguns. Veður hamlaði flugi á sunnudag og fram eftir degi á mánudag. En síðdegis á mánudag þegar orðið var flugfært vegna veðurs, var flugi enn frestað og nú af öðrum ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu var talin hætta á öskufalli frá Heklugosi á flug- leiðinni frá Reykjavík til Vest- mannaeyja og var því flugi aflýst. Farþegum í Vestmannaeyjum, sem biðu eftir flugi, kom þetta nokkuð spánskt fyrir sjónir þar sem ekki hafði orðið vart við öskufall hér. En forsvarsmenn flugfélaganna tóku enga áhættu eftir þessa viðvörun og því var ekki flogið hingað fyrr en á þriðjudagsmorgun þegar ekki var lengur hætta á öskufalli. HELSTU leikendur, f.v. Ófeigur Lýðsson, íris Sigurðardóttir, Gústaf Kristjánsson, Védís Guðmundsdóttir, Leó Snær Sveinsson og Hildur Ólafsdóttir. Fremri röð, Ástþór Ágústsson, Sindri Freyr Ragnarsson og Sigurhans Guðmundsson. Rocky Horror á fjalirnar Föstudaginn 10. mars nk. verður söngleikurinn Rocky Horror settur á svið af Nemendafélagi Fram- haldsskólans og Leikfélagi Vm. Þetta er umfangsmikið verk sem Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstýrir. Honum til aðstoðar er Ingi- björg Guðlaug Jónsdóttir. Blaðamaður leit inn á æftngu hjá leikhópnum fyrir skömmu og var heillaður af unga fólkinu sem sumt hvert var að stíga sín fyrstu spor á sviði leiklistar. Þau voru að gera hreint ótrúlega hluti og greinilegt að leikstjóramir höfðu sinnt sínu starfi vel. Einnig var það augljóst að mikið hafði verið Iagt í búningana, svo glæsilegir vom þeir. Eins og áður segir verður frum- sýningin föstudaginn 10. mars sem reyndar verður lokuð sýning, aðeins fyrir félaga í Nemendafélagi Fram- haldsskólans í Vestmannaeyjum. Aðalfundur ísfélagsins hf. Hrogna- Tap uppá 160 milljónir Aðalfundur ísfélags Vestmanna- eyja hf. fyrir reikningsárið 1. sept. 1998 - 31. ágúst 1999 var haldinn 29. febrúar sl. Heildarvelta félags- ins var kr. 2.318 milljónir á starfsárinu og minnkaði um 48 milljónir frá árinu á undan. Tap af starfsemi félagsins á rekstr- arárinu var 159,8 milljóniren rekstrar- árið á undan var hagnaður 94 milljónir. Hörður Óskarsson fjár- málastjóri Isfélagsins sagði ástæður versnandi afkomu á seinasta ári fyrst og fremst vera vegna minni loðnu- veiða og verðfalls á mjöli og lýsis- afurðum. „Afskriftir eru 64 milljónum hærri á árinu samanborið við árið á undan og er það aðallega vegna hinnar nýju fiskimjölsverksmiðju félagsins. Loks má nefna að gengisþróun á rekstrarárinu var félaginu mjög óhagstæð." Hörður sagði að leitað hefði verið margvíslegra leiða til hagræðingar í rekstri til þess að draga úr kostnaði og stuðla þar með að bættum hag félagsins. Hann sagði að á aðalfund- inum hafi samruni Krossaness hf. við félagið verið staðfestur, þannig að nú ræki Isfélagið tvær fiskimjölsverk- smiðjur. „Jafnframt hefur verið ákveðið að Isfélag Vestmannaeyja hf. verði skráð á Verðbréfaþing Islands síðar á þessu ári. Það er mjög mikil- vægt að bæta rekstur félagsins og snúa tapi í hagnað til að uppbygging þess geti orðið sem mest til hagsbóta fyrir atvinnulíf í Vestmannaeyjum og starfsfólk og eigendur félagsins." Félagið fjárfesti á síðasta ári fyrir 410 milljónir í varanlegum rekstrar- fjármunum, þar af var fjárfest í skipum félagsins fyrir 80 milljónir, í fasteignum fyrir 150 milljónir og í vélum og tækjum fyrir 180 milljónir. Starfsmenn félagsins voru að meðal- tali 250 á starfsárinu og námu launa- greiðslur til þeirra um 710 millj. kr. Stjóm félagsins var kjörin á aðal- fundinum en hana skipa: Baldur Guðlaugsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Þórarinn S. Sigurðs- son, Þórarinn B. Jónsson og Eyjólfur Martinsson sem aðalmenn. Vara- menn em Auður Einarsdóttir og Agúst Bergsson kreisting hófst í fyrradag Loðnufrystingu er lokið á þessari vertíð. Að þessu sinni var minna kapp lagt á frystingu en oft áður vegna aðstæðna á mörkuðum og aukinnar samkeppni. Aftur á móti hafa menn horft með meiri bjartsýni til hrognakreistingar enda markaðurinn vænlegri þar. I gær hafði loðnan náð því rakastigi sem þarf til að unnt sé að byrja hrognavinnslu og þá var þegar hafist handa. Bogi Sigurðsson, verksmiðjustjóri í FES, sagði að byrjað hefði verið að kreista hrogn úr farmi Gígju VE og síðan úr Heimaey. Það væri lfk hrynjandi í vinnslunni og undanfarin ár og allt gengi að óskum. Hjá Vinnslu- stöðinni var einnig byrjað á hrogna- vinnslu í gær úr Kap VE. Veiðisvæðið er nú við Eyjar og helstu vandkvæðin að ekki má veiða á því svæði milli lands og eyja þar sem vatnsleiðslur og rafstrengir liggja. Keikó úr kvínni í dag Stefnt er að því að sleppa Keikó lausum úr kví sinni í dag kl. níu. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að festa á ný netið mikla sem girðir af Klettsvíkina. Nokkrir boltar við festingar að austanverðu gáfu sig í síðustu viku en nú er allt komið í lag. Guðmundur Eyjólfsson, starfsmaður Ocean Futures, sagði að opnað yrði í suðurenda kvíarinnar og þar með ætti hvalurinn frían aðgang að Klettsvíkinni. „Svo er alveg óvíst hvað hann gerir, ekkert víst að hann verði neitt að flýta sér úr kvínni. Kannski bíður hann með það fram á fóstudag en nokkuð öruggt er að hann yfirgefur kvína til að skoða sig um. Að undanfömu höfum við gefið honum heilan, óslægðan fisk að éta, það er eitt af skrefunum í þá átt að hann geti orðið sjálfbjarga og hann kemur væntanlega inn í kvína á ný til að éta,“ sagði Guðmundur. Þá segir Guðmundur að þess sé beðið með nokkurri eftirvæntingu hvemig hvalurinn komi til með að haga sér í hinu stóraukna rými sem hann fær í dag. 114 Vetraráætlun ÍÍÍÍÍJJJ4|2J/ OJJ sJJJJ'HJJÍJJJJj Flötum 20 - Sími 481 1535 yjújjy/új/ oi} oiniHijíöúi Græðisbraut 1 - Sími 481 3235

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.