Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 2. mars 2000 Landa- KIRKJA - lifandi samfélag! Fimmtudagur 2. mars Kl. 10.00. Foreldramorgunn. Kl. 14.30. Helgistund á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja, dagstofu 2. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.00. TTT- kirkjustarf 10-12 ára krakka. Kl. 18.00. Kyrrðar- og bænarstund með Taize söngvum. Öllum vel- komið að leggja til fyrirbænarefni. Föstudagur 3. mars Kl. 12.30. Æfmg hjá Litlum lærisveinum, eldri hóp. Mikilvæg æfing fyrir kvöldið. Kl. 13.15. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, yngri hóp, fyrir næstu bamaguðsþjónustu. Kl. 20.00. Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Samkirkjuleg helgistund fyrir konur á öllum aldri. Bænar- efni sent frá konum í Indónesfu. Laugardagur 4. mars Kl. 10.30. Útfararguðsþjónusta Erlings Geirs Yngvasonar. Kl. 14.00. Útfararguðsþjónusta Jóns Ingólfssonar. Sunnudagur 5. mars Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar: Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Litlir lærisveinar mæta og syngja með okkur og fyrir okkur. Kl. 14.00. Æskulýðsguðsþjónusta með léttum söng og mikilli lofgjörð. Prelátar sjá um tónlistina og ungt fólk annast ýmsa liði messunnar. Þriðjudagur 7. mars Kl. 16.30. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar búa til andlitsgrímur og æfa öskudagslag. Miðvikudagur 8. mars Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Allir velkomnir. Kl. 20.00. Opið hús hjá æsku- lýðsfélaginu í KFUM&K húsinu. Fimmtudagur 9. mars Kl. 17.00. TTT- kirkjustarf 10 -12 ára krakka. Kl. 18.00. Bænar- og kyrrðarstund með Taizelagi. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Samkoma með Joshua Jones ffá USA Föstudagur Kl. 20.30 Unglingamir á samkomu með Joshua Jones. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma Kl. 23.00 miðnætursamkoma Joshua Jones. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma ræðumaður Joshua Jones Samskot til trúboðsins. Þriðjudagur Kl. 17.30 krakkakirkjan með kátínu Allir velkomnir í Hvítasunnukirkjuna Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 4. mars Kl. 11.00 Biblíurannsókn. Kl. 12.00 Guðsþjónusta Gestur helgarinnar Eric Guðmundsson. Allir velkomnir. Góður endasprettur meiri. Ekki er vitað hvað Sigbjörn þjálfari sagði við stelpumar í leikhléi, en það virtist svo sannarlega virka því að þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik hafði IBV skorað þrjú mörk gegn engu marki gestannaog jafnað leikinn.' Eftir það var leikurinn í jámum og liðin skiptust á að skora eða allt þar til að Andrea Atladóttir tók til sinna mála og kom liðinu í tveggja marka forskot 25-23 og um sex mínútur til leiksloka. Elísa Sigurðardóttir, Eyja- maðurinn í liði Vals, hélt þeim inni í leiknum með því að skora tvö mikilvæg mörk fyrir liðið á meðan ÍBV skoraði eitt. Staðan var því orðin 26-25 og rúmlega 3 mínútur eftir af leiknum og líklega einhverjar lengstu þrjár mínútur sem undirritaður hefur þurft að þola. Valsstúlkur fengu tvisvar sinnum tækifæri á að jafna, en þær klúðruðu vítakasti og svo varði Vigdís úr dauðafæri á síðustu andartökunum og sigurinn Eyjastúlkna 26-25. Bestar í liði ÍBV voru þær Andrea Atladóttir og Vigdís Sigurðardóttir sem hreinlega fóm á kostum í leiknum, en einnig var Ingibjörg dugleg í vöm. Mörk ÍBV: Andrea 8, Amela 7/5, Ingibjörg 3, Anita 3, Mette 2, Guð- björg 1, Hind 1, Anna Rós 1. Varin skot: Vigdís 17, Lúsí 2. Með sigrinum komst ÍBV í þriðja sæti Nissandeildarinnar með 27 stig, jafnmörg stig og FH sem er í öðru sætienmeðbetramarkahlutfall. ÍBV mætir svo Fram í 8-liða úrslitum og hefur ÍBV heimaleikjaréttinn ef til þess kemur. Sigbjöm Óskarsson var ekki ánægður í leikslok. „Þetta var allt of erfitt. Við vomm bara alls ekki tilbúin og lékum okkar lélegasta leik í lengri tíma í kvöld. Ég er hund- svekktur með frammistöðu liðsins en get hins vegar ekki neitað því að ég er ánægður með sigurinn og að ná þriðja sætinu sem er mjög gott.“ Það hlýtur að vera erfitt að fá á sig 17 mörk í fyrri hálfleik, hvað sagðirðu við stelpumar í hálfleik? „ Já, já, ég var alveg brjálaður og sagði þeim til syndanna. Við ákváð- um hins vegar bara að laga hlutina í okkar leik í staðinn fyrir að breyta einhverju og það gekk upp. Nú em 8- liða úrslit framundan og með þessa áhorfendur hef ég að engu að kvíða.“ Á þríðjudagskvöldið var síðasta umferð í Nissandeild kvenna. I Eyjum áttust við ÍBV og nýkrýndir bikarmeistarar Vals og var búist við hörkuviðureign. Með sigri gat ÍBV náð þriðja sæti sem væri besti árangur liðsins frá upphafi, en Valsstúikur gátu náð fimmta sæti með sigri. Gestirnir höfðu yfir- höndina í fyrri hálfleik 14 - 17 en góður kafli í __ upphafi seinni hálfleiks tryggði ÍBV sigur 26 - 25. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir ÍBV. Gestimir skomðu fyrstu tvö mörkin og náðu þannig forskoti sem þær létu ekki af hendi út hálfleikinn. Amela var tekin úr umferð og fyrir vikið varð sóknarleikur stelpnanna ansi stirður. Mestur varð munurinn fjögur mörk í fyrri hálfleik, en með smábaráttu náði IBV að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leik- hlé. Staðan var hins vegar afleit, liðið hafði fengið á sig hvorki meira né minna en 17 mörk í einum hálfleik sem segir meira en mörg orð um varnarleik liðsins. Það var stelpunum til happs að Valur spilaði líka lélegan vamarleik og því varð munurinn ekki ÍBV-stelpurnar áttu góðan endasprett og höfðu oft ástæðu til að fagna. Andstæðingar þeirra í úrslitum eru Fram og þar stendur ÍBV betur að vígi með heimaleik ef til oddaleiks kemur. Mynd Páll Marvin. Guðjón os Katrín íslandsmeistarar Hér á árum áður þóttu Eyjamenn fremstir landans í að stökkva stangarstökk og voru ófá afrekin sem við gátum státað okkur af þá. Undanfama áratugi hefur þessi göfuga íþrótt ekki verið æfð í Vest- mannaeyjum, þar til fyrir um 2 ámm að Guðjón Ólafsson hóf æfingar við fmmstæðar aðstæður. Aðstaðan er nú orðin mjög góð og árangurinn lætur ekki á sér standa. Guðjón gerði sér lítið fyrir og varð íslandsmeistari unglinga í stangarstökki, en hann og Katrín Elíasdóttir kepptu á Meistaramóti íslands fyrir 15-22 ára, en Katrín varð einnig Islandsmeistari í þrístökki unglinga. í samtali við Fréttir sagði Guðjón að sér hefði gengið framar öllum vonum. „Ég keppti í tveimur greinum, kúlu og stöng og bætti mig í báðum greinum. 1 kúlu endaði ég í 2. sæti, kastaði 10,90 metra og bætti mig um næstum hálfan metra. I stöng átti ég best 3.75 en fór svo yfir 3.92 um helgina en felldi þrisvar 4.02. Makmiðið er að sjálfsögðu að komast yfir fjóra metrana og það gerist í sumar. Annars er ég mjög sáttur við veturinn, ég er 4. besti stangarstökkvarinn á landinu eins og er, endaði í 4. sæti í Islandsmeistaramóti Islands fyrir um þremur vikum en auðvitað stefni ég lengra." Katrín Elíasdóttir keppti einnig á mótinu um helgina og var með í þremur greinum, þrístökki, langstökki og kúlu. Katrín sagðist vera mjög ánægð með árangurinn. „Ég æfði mjög lítið síðasta sumar vegna meiðsla, þannig að ég er mjög ánægð með árangurinn um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi í þrístökki með atrennu þannig að betri byrjun er ekki hægt að óska sér. Ég stökk í þrístökki 10,36 metra og í langstökki 4,56 metra. Veturinn er búinn að vera nokkuð góður og ég hef æft vel, en í sumar ætla ég að leggja áherslu á þrístökk og langstökk, kannski líka kúlu.“ sagði Katrín að lokum. KSTRÍNU og Guðjóni var vel tekið við heimkomuna af Ungmennafélaginu Óðni, ÍBV-héraðssambandi og Vestmannaeyjabæ. F.v. Árný Heiðarsdóttir frá Óðni, Ásmundur Friðriksson formaður IBV og Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir formaður bæjarráðs. Handbolti kvenna: IBV endaði í 3. sæti í deildinni eftir sigur á bikarmeisturum Vals

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.