Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. mars 2000 Fréttir 17 Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri skrifar: Framkvæmdir og fjárfestingar bæjarsjóðs 1990 til 1998 Fjárfestingar 726 milljónir umfram skuldaaukningu Ágæti Eyjabúi I þessum pistli ætla ég að fjalla aðeins um þær framkvæmdir og ijárfestingar sem átt hafa sér stað hjá bæjarsjóði frá því að Sjálf- stæðismenn tóku við meirihluta í bæjarstjóm Vestmannaeyja árið 1990. Þar á ég annars vegar við eign- færðar íjárfestingar og hins vegar gjaldfærðar fjárfestingar á þessum ámm. Búið er að uppfæra eignfærða fjárfestingu með byggingavísitölu desembermánaðar 1998 og lán hafa verið uppfærð skv. vísitölu eða gengi sem samningar segja til um hverju sinni. Upphæðimar sem hér koma fram eru nettótölur, þ.e. að dregnar hafa verið frá upphæðir eins og ríkis- framlag sem er t.d. 60% í upp- byggingu Framhaldsskólans, Jöfn- unarsjóðsframlag vegna gmnnskóla sem er 20% og styrkur frá fram- kvæmdasjóði aldraðra. Barnuskóli 91.9 milljónir kr. Norðurhluti miðálmu, fjölgun um 6 kennslustofur, 4 hópherbergi, nýjar skrifstofur skólastjómenda. Endurbygging vesturálmu elsta hluta skólans - ljölgun um 6 kennslu- stofúr og 4 hópherbergi, ný þakefni og gluggar og einangmn útveggja. Hraunbúðir 91.6 milljónir kr.- Nýr matsalur og eldhús byggt. Félagsaðstaða og leikfimisalur byggður. Fjölgun einbýla, föndurherbergi stækkað, annað þjónusturými s.s. félagsaðstaða, hársnyrting, fótsnyrt- ing, sjúkraþjálfun bætt til muna ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn og vistmenn. Ný iðjuþjálfun, býtibúr og vakt- herbergi og setustofa byggð. Stór hluti af húsinu gerður upp sem nýr væri. Framhaldsskóli 87.2 milljónir kr. Hér er um að ræða mótffamlag bæjar- sjóðs 40% vegna framkvæmda við nýja verknámsálmu ásamt breytingum á anddyri og kennslustofum í vesUirálmu með tilheyrandi viðhalds- framkvæmdum samhliða þessum breytingum. Sólhlíð 19 (Bláa húsið) 69.1 milljón króna Þettu hús var byggt upp í tíð vinstri manna og lauk framkvæmdum á árunum 1990 og 1991. Hérerumað ræða 12 íbúða fjölbýlishús og tel ég að hér sé um mestu mistök að ræða í uppbyggingu, því tveggja herbergja íbúð á uppreiknuðu kostnaðarverði gæti kostað á bilinu 11-13 milljónir. Síðan var það ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna að hefja viðræður við Húsnæðisstofnun til að breyta þessum íbúðum í búseturéttaribúðir lýrir aldraða og með því samkomulagi tókst að lækka vaxtakostnað af áhvfí- andi láni um 4.000.000.- á ári. Nú er starfsemin í húsinu til fyrir- myndar, en það hefði alveg verið hægt að byggja upp samsvarandi starfsemi fyrir helmingi lægri upphæð, hefði verið rétt að málum staðið. Hamarsskóli 62.2 milljónir kr. Framkvæmdum við C-álmu Hamars- skólans var lokið á árinu 1993. Stjómunarálma fullklámð, þ.m.t. skrifstofa skólastjóra, vinnustofa kennara og matstofa kennara. Fjölgun um 4 sérkennslustofur auk lyftu sem byggð var 1999 Keypt íþróttamannvirki 52.5 milljónir kr. Bæjarsjóður keypti Týs- og Þórs- heimili árin 1996 og 1997 ásamt íþróttavöllum er fylgdu þeim. Það má segja að þetta hafi verið aðkoma bæjarins að sameiningu Týs og Þórs í ÍBV-íþróttafélag, en erfið skuldastaða gerði félögunum orðið erfitt fyrir og var farin að bitna á annari starfsemi. Listaskóli 30.3 milljónir kr. Eldra húsnæði Stýrimannaskólans var endurbyggt fyrir tónlistar- og mynd- listarskóla. 2 myndlistarstofur, æf- ingasalur, herbergi fyrir lúðrasveitir, aðstaða fyrir ritara og skólastjóra, vinnuherbergi kennara, eldhús og 5 hljóðeinangraðar kennslustofur. Skipt um þakefni, glugga og húsið verður síðan klætt að utan. Þessu til viðbótar má geta þess að elsti hluti hússins hefur verið mikið notaður fyrir hvers konarlistviðburði. Leikskólinn Kirkjugerði 29.5 milljónir kr. Byggð var 420 m2 viðbygging við leikskólann Kirkjugerði. Um er að ræða 2 leikskóladeildir ásamt sér- fræðiherbergjum og eldhúsi sem bættust við eldra húsnæði. Endur- nýjaðir voru gluggar í eldra húsnæði. Austurhluti lóðar var endurbyggður 1999. Keypt slökkvibifreið 13.3 milljónir kr. Árið 1991 var keypt fúllkomin IVECO slökkvibifreið sem er alhliða slökkvibifreið fyrir húsbruna. Að auki er búnaður í bílnum til þess að slökkva olíuelda. Annað kr. 3.796.000.- (nettó) Af öðrum eignabreytingum má geta þess að Vestmannaeyjabær hefur selt eignir fyrir 13.3 milljónir kr. og keypt bifreiðar og tæki fyrir 16.3 milljónir kr. auk þess að taka þátt í stofnun með hlutafjárþátttöku í Fjölsýn og Þró- unarfélagi Vestmannaeyja. Gjaldfærður stofnkostnaður kr. 644.1 milljónir. I gjaldfærðum stofnkostnaðir nemur gatnagerð kr. 177.540.000.- á þessu tímabili, og það eru fá sveitarfélög sem eru eins langt komin með varanlega gatnagerð í sveitarfélagi sfnu. Annar gjaldfærður stofnkostnaður kr. 466.557.000.- Til gjaldfærðs kostnaðar færast t.d. öll stofnbúnaðarkaup, sem dæmi hús- gögn, tölvur, stærri tæki af ýmsu tagi, lóðir við grunn- og leikskóla, bóka- kaup, sérstakar framkvæmdir á útisvæðum, leiktæki, kaup á fast- eignum vegna skipulagsbreytinga, gatnalýsing, ýmis hönnunarkostnaður og svona mætti lengi telja. Gjaldfærður stofnkostnaður er fljótur að taka til sín ef sinna á þeirri þjónustu sem þarf í öllum stofnunum bæjarins, enda oft um eðlilega endumýjun að ræða Rúmar 726 milljónir í fjárfestingar umfram skuldaaukningu: Þegar Sjálfstæðismenn tóku við árið 1990 voru skuldir um 490.000.000.- Síðan var gerð breyting til samræmis við önnur sveitarfélög og félagslegar íbúðir færðar sérstaklega og voru skuldir þess árið 1992 kr. 166.000.000.- króna. í árslok 1998 voru skuldir bæjarsjóðs 886.000.000,- Heildar framkvæmda- og fjárfestinga- kostnaður á tímabilinu 1.1.90 - 31.12.1998 varkr. 1.289.046.000,- en heildarskuldaaukning um 562. 629.000,- Því hefur verið fjárfest fyrir 726.417.000.- meira en skuldaaukning nam þegar tekið hefur verið tillit til þessara breytinga sem að framan er getið. Lokaorð Það er ákvörðun bæjarstjómar Vest- mannaeyja að gera rekstrar- og framkvæmdaáætlanir og er það á ábyrgð meirihlutans hverju sinni. Það má alltaf deila um það hvaða áherslur eiga að vera í fram- kvæmdum, og ljóst er að við sem emm kjörin til þess að stjóma bænum emm ekki alvitur, enda em ekki alltaf allir sammála okkur um hvar áherslumar skuli vera. Samt sem áður þurfum við að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim. Það er síðan ykkar Eyjamanna sjálfra að meta það á fjögurra ára fresti hverja þið veljið til þess að fara með stjóm bæjarmála. Þeirri niðurstöðu hafa sjálfstæðismenn alltaf verið tilbúnir að taka og hafa verið óhræddir að leggja verk sín fyrir kjósendur þegar að kjörtímabili lýkur. Það er ekki hægt í rekstrarumhverfi sveitarfélags eins og Vestmannaeyjar em í dag, að greiða niður skuldir annars vegar og byggja upp öfluga þjónustu hins vegar og því er oft vandmeðfarið að taka ákvörðun svo öllum líki. Þegar rætt er um skuldastöðu bæjarins er eðlilegt að allir þættir séu teknir inn í umræðuna, ekki eingöngu það sem er pólitískt hagstætt hverju sinni. Uppbygging þjónustu í Vest- mannaeyjum hefur verið til fyrir- myndar og það em ekki mörg sveitarfélög sem geta státað af slíku. Læt nú staðar numið að sinni. Með kveðju Guðjón Hjörleifsson bœjarstjóri FJÓRIR bjórar í góðum gír með Sæþór Vídó í fararbroddi. ÞAÐ er svo gaman að vera saman á balli, gætu þessar ungu stúlkur sagt. KJARTAN a Mula yngri átti afmæli þennan dag og hélt upp á það á Fjörunni. Ekki vitum við hvað fljóðin heita. KAJA sa uni að veitingar skorti ekki. Enn fóru Fréttir út í lífið og nú var stefnan tekin á Fjiiruna þar sem Eyjasveitin Fjórir bjórar sá um að skenunta fólki. Þeir stóðu sig með ágætum og kunni fólk vel að nieta það sem þeir hafa frani að færa. Litið var við á erótísku kvöldi á Höfðanum en tíðindamaður hrökklaðist þaðan út þegar dísirnar neituðu öllum myndatökum nema gegn greiðslu. FLUGFELAG ISLANDS Gerum öllum fært að fljúga Upplýsingar og pantanir, 481 3300 www.flugfelag.is Uti a lmnu,

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.