Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. mars 2000 Fréttir 11 Stefánsdóttur sem bæði bera Vestmannaeyjum og Eyjamönnum vel söguna: best virkar vel á okkur STÓRI bróðir með tvíburunum þriggja daga gömlum, f.v. Kristófer, Alexander og Kristinn. Kristinn fæddist með hjartagalla og lést þriggja mánaða gamall. ALEXANDER, sem heldur með Manchester KRISTÓFER, gaf aftur á móti Iítið fyrir United og ÍBV. fótboltann. svo lánsamur að kynnast góðu fólki á öllum sínum vinnustöðum. ,Já. Andrés og Jón em frábærir menn, hvor á sinn hátt og ég á þeim margt að þakka. I nefndinni kynntist ég þeim Gunnari Jóhannssyni og Gylfa Knútsen sem em okkar bestu lögfræðingar í skattarétti, skemmti- legir og fróðir og þótti mér leitt að fá ekki tækifæri til þess að fræðast meira af þeim.“ Lagði gangstéttir með lögfræðináminu Karl Gauti segir að hann hafi tekið námið í skorpum og það hafi verið stressandi með jafnerfitt nám og lögfræði. ,,Eg var oftast í fullri vinnu með skólanum og tók 2-3 ár í lög- fræðinni nánast utanskóla. Ég var í gangstéttavinnu langt fram eftir vetri og þótti gaman að því og á vorin tók við tilboðsgerð. Þá var maður upp fyrir haus í íþróttunum. Um leið og ég fór að vinna í Keflavík þá fannst mér starfíð vera mjög skemmtilegt, þama var nóg að gera og ekki minnkuðu verkefnin á Selfossi. Mér þótti tilvalið að fara til Keflavíkur. Eftir það gat ég ekki hugsað mér að fara til stóm embættanna í Reykjavík og vera með einn afmarkaðan málaflokk. Fjöl- breytnin er mér mikils virði og hún er miklu meiri hjá embættum úti á landi, þó vildi ég ekki fara á of litla staði og hef þannig haldið mig svona í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins.“ Karl Gauti segir að það hafi verið kominn tími á að hann færi að hugsa sér til hreyfings eftir sjö og hálft ár Selfossi. „Þegtu' ég komst að því að ég var að gróa fastur á Selfossi sem full- trúi, fannst mér vera kominn tími til að breyta. Ég held að menn verði fljótlega afskrifaðir ef þeir em of lengi á sama stað og sýna enga viðleitni til þess að stefna hærra. Reyndar hafði ég sjálfur aldrei sótt um neitt starf þessi ár mín á Selfossi. Svo em Vestmanna- eyjar auglýstar vorið 1998 og ég sótti um og að sjálfsögðu í góðu samráði við Siliu. Það tók langan tíma að ráða í stöðuna og á tímabili var ég hættur að hugsa um þetta, svo upp úr miðjum maí var maður farinn að heyra að ég kæmi kannski úl greina í stöðuna. Það var svo í maílok sem Þorsteinn Páls- son ráðherra hringdi í mig og sagðist ætla að veita mér Eyjar og hvemig mér litist á það. Mér leist vel á það, fólki er kunnugt um framhaldið og ég sé síður en svo eftir þeirri ákvörðun að koma til Eyja. Nú em embættismenn skipaðir til hverra fimm ára og ég er líklega fyrsti sýslumaðurinn sem heyri undir þau lög, þannig að menn setjast ekki með sama hugarfari í starfið eins og áður, en einu sinni á hverjum fimm ámm getur ráðuneytið losað sig við menn án mikilla vandræða." Stórt skref að flytja til Eyja Hvemig leist þér á að flytja til Eyja, Sigurlaug? „Ég viðurkenni að ég fékk svolítið í magann og vissi í raun ekkert út í hvað maður var að fara, en þetta var líka spennandi fyrir mig þar sem ég hafði aldrei búið úú á landi. Við gerðum okkur að sjálfsögðu jafnframt grein fyrir því að þetta væri stórt skref í okkar lífi. Auðvitað em þetta viss við- brigði, sérstaklega að hafa íjöldskyldu og vini ekki nálægt sér, ég var til dæmis vön að heimsækja foreldra mína næstum á hverjum degi og sakna þess auðvitað. Við þekktum heldur ekki neinn hér og höfðum aðeins komið hingað í tvisvar sinnum, við komum hingað síðast 1991 í ferð með Islandsbanka. Þannig að það vom mikil viðbrigði að byrja að búa hér á stað sem maður átti engar rætur til né vini. Það kom svo í ljós að ég átti hér yndislegar frænkur sem ég ekki þekkti áður og íjölskyldu sem hafði búið í sama húsi og ég eftir gos og allt þetta fólk tók okkur opnum örmurn." Hvemig var svo að taka við emb- ættinu í Eyjum? „Ég tel að embættið hér standi prýðilega, hér er gott lögreglulið og samstarfsfólkið á sýsluskrifstofunni er prýðismannskapur. Ég tek við emb- ættinu í góðu standi og ætla mér að halda því þannig, en reyna að ná betri árangri í vissum málaflokkum. Ég lít hins vegar þannig á að sýslumaðurinn eigi fyrst og fremst að vera þjónn fólksins þó hann sé líka yfirvaldið á staðnum. Þetta tvennt fer sem betur fer langoftast saman, en þó ekki alltaf. Gagnvart þeim sem brjóta lögin eða vilja sveigja þau óþarflega mikið til þurfa yfirvöld að vera föst fyrir, en hlutverk embættisins er einnig að þjónusta borgarana og það er það mín skoðun að sýslumaður eigi að gera allt sem hann getur til þess að greiða götu þeirra.“ Hvemig koma svo Vestmannaeyingar ykkur fyrir sjónir? „Mér líkar mjög vel við þá,“ segir Karl Gauú. „Miðað við að koma hing- að og þekkja engan höfum við verið mjög heppin og kynnst frábæm fólki og eignast góða vini. Mér finnst Vest- mannaeyingar vera mjög jákvæðir og vinsamlegir í okkar garð. Héma er náttúran hrikaleg og ofsalega fallegt og fyrir mig sem mikinn náttúm- og söguunnanda er maður oní pottinum sjálfum. Ég hef gengið á íjöllin héma og meina að það er varla til fallegri staður, kannski að Húnavatnssýslu undantekinni. Hins vegar er þetta allt öðmvísi samfélag en víða annars staðar og fólk er öðmvísi héma held ég, kannski í takt við náttúmna hér. Vestmannaeyingar em opnari og ekki með þessa minnimáttarkennd sem virðist vera svo víða núorðið gagnvart höfuðborginni og plagar fólk. Þeir skammast sín heldur ekkert fyrir að búa héma og em ekkert að afsaka það. Vestmannaeyingar hafa líka skoðanir á öllu og láta heyra í sér, ef þeim finnst svo, þannig að þeir em nærri því frekir. Þeir hafa metnað fyrir sína byggð, hér er allt mest og best og það virkar ágætlega á mig. Þegar ég kom hingað fyrst til starfa sumarið 1998, fékk ég sterkt á tilfinninguna að samfélagið væri líkt því sem var í Kópavoginum eins og hann var á bamsámm mínum kringum 1970. Hér em lóðir lítið afgirtar, hér em nánast engin tré, fólk er á þönum með bíl- skúrsdymar opnar og önnum kafið við að draga björg í bú.“ „Ég er líka hrifin af umhverfmu hérna," segir Sigurlaug. „Málið er hins vegar að ég er svo agalega lofthrædd að ég fer ekki í miklar íjallgöngur með Gauta. Samt er ég ekkert hrædd að fljúga, en að hanga utan í einhverju fjalli er ekki íyrir mig. En ég er dugleg að ganga héma og það gefur mér heilmikið. Mér finnst nú kannski aðal- munurinn á mannlífinu héma og í borginni vera stressleysið héma. Fólk gefur sér meiri tíma í hvert annað en í Reykjavík. Tengingar fólks við um- hverfi sitt em svo sterkar héma og návígið mikið. Ég er líka í félagsskap skemmúlegra kvenna sem hittast öðm hveiju og þá reynum við að finna upp á einhverju nýstárlegu, þannig er að þetta er ekki hefðbundinn sauma- klúbbur." Sár missir Ég spyr þá vegna þess að Karl Gauti minntist á Kópavoginn um 1970, hvort Vestmannaeyingar hafi staðnað á einhveiju tímabili, eða misst af framþróunarlestinni? „Nei, það vildi ég ekki segja,“ segir Karl Gauti. ,,Ég vil miklu frekar segja að þeir hafl viðhaldið einhveiju sem aðrir hafa misst. Ég verð þó að viður- kenna að ég sakna trjágróðursins í borginni. Það er að vísu verið að koma til gróðri héma, en mér sýnist hann eiga frekar erfitt uppdráttar." Nú misstuð þið annan tvíburann, aðeins þriggja mánaða gamlan, hefur það sett mikið mark á líf ykkar og kannski almennt viðhorfið til tilver- unnar. „Já, ég held það hljóti að vera eitt mesta áfall í lífi nokkurs manns að missa bamið sitt. Þessi lífsreynsla hefur sett mikið mark á okkur og breytt viðhorfi okkar til lífsins. Sérstaklega gagnvart fólki sem á við veikindi að stríða eða verður fyrir því að missa einhvem sér nákominn. Eftir að fólk eignast böm breytast viðhorfin og áherslumar og okkur finnst mjög verðmætt að geta verið með böm- unum,“ segir Karl Gauti. „Þetta em þær stundir sem maður vill alls ekki missa af, þess vegna reynum við að láta áhugamálin og íjölskylduna fylgjast að. Við reynum að ferðast mikið saman og höfúm til margra ára farið í sumarbústaði vítt og breitt um landið og einnig fömm við nokkmm sinnum á hverju sumri í Húnavatns- sýsluna þar sem við móðir mín og bróðir eigum saman gamalt „ættar- óðal“, Ijölskyldunnar, Gottorp." Sigurlaug tekur undir þetta með Karli Gauta. „Það er ekkert sjálfgefið í þessu lífi og nauðsynlegt að staldra við og hugsa um raunvemleg verð- mæti, hvað sé það dýrmætasta í lífi fólks. Þessi tími sem við fengum með litla drengnum okkar var mjög dýrmætur, en líka mjög erfiður, en við vomm svo heppinn að fá að hafa Kristin hjá okkur í þrjá mánuði, en fyrirfram var ekki búist við að hann myndi lifa nema nokkra daga. Við vissum strax á meðgöngunni að hann myndi ekki vera lengi hjá okkur og undirbjuggum það vel að fá að kynn- ast honum, við ákváðum strax að taka hann með okkur heim og þar dó hann við hlið okkar. Við tókum þá stefnu að tala um þetta, en byrgja það ekki inni og það er án efa til góðs að tala um erfiða reynslu. Ég held að það sé nauðsynlegt að geta rætt um þessa hluti á sem eðlilegastan hátt.“ Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.